Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 5. marz 1960 Bæjarsjóður endurgreiða í HÆSTARÉTTI er genginn dómur í máli sem olíufélagið Skeljungur hf. höfðaði gegn bæjarsjóði Reykjavíkur, til endurgreiðslu á veltuútsvari er Skeljungi var gert að greiða árið 1957, kr. 869,556,00 auk vaxta. Veltuútsvar það sem hér um ræðir er 1,5% at' verzlunarveltu fyrirtækisins hér í bænum. Taldi Skeljungur þessa fjárhæð alltof háa og hreina fjarstæðu miðað við heildarsölu hans á benzíni, þ. e. um 57,9 milljónir króna, ekki sízt þegar þess er gætt, að vegna ákvæða þeirra sem nú gilda um verðlag er hagnaður stefnanda af sölunni takmarkaðri en svo, að reksturinn fái borið uppi svo háa útsvarsálagningu. Taldi Skeljungur sýnt, að með slíkum álagningum sé gengið svo mjög á stofnfé og eignir sínar, að þær fái ekki enzt nema 4—5 ár. Á síðastliðnu ári var lokið við að steypa upp hið nýja verkamannahús við höfn- ina. Hafa framkvæmdir gengið vel og standa vonir til að hægt verði að taka hluta af húsinu í notkun á þessu ári. — Húsið er þrjár hæðir og kjallari. I kjallara eru meðal annars fataskáp- ar, sem menn geta fengið leigða. Á fyrstu hæð verður ráðningarmiðstöð og stór biðsalur fyrir verkamenn, einnig böð og búningsher- bergi. Á annarri hæð verður stór veitingasalur, þar sem selt verður kaffi og máltíðir. Þriðja hæðin er einkum ætl uð sjómönnum. Þar verða gistiherbergi með um það bil 25 rúmum, og einnig verður þar lítill samkomu- salur. Tvær nýjar bækur frá Almenna bókafélaginu Tvær bandingjasögur eftir Jón Dan FÖlna stjörnur eftir Karl Bjarnhof trr eru komnar hjá Almenna bókafélaginu bækur mánaðar- ins fyrir febrúar og marz. Er febfúarbókin tvær nýjar skáld- sögur eftir Jón Dan, og nefnir hann þær Tvær bandingjasögur, en marzbókin Fölna stjörnur, eftir danska rithöfundinn Karl Bjarnhof í þýðingu Kristmanns Guðmundssonar. Tvær bandingjasögur eru þriðja bókin, sem kemur frá hendi Jóns Dan. Vöktu fyrri bækur hans tvær, smásagnasafn- ið Þytur um nótt (1956) og skáld- sagan Sjávarföll (1958) mikla at- hygli, og er þessarar bókar Jóns Dan beðið með eftirvæntingu. Fyrri bandingjasagan nefnist Nótt í Blænt og er saga hins unga og áþreyjufulla Hrafns Ketilssonar. Hann er maður ásta og karlmennsku, yfir honum hvílir alltaf skuggi hins nag- andi gruns um nálægð dauðans og magnar tilfinningaofsa hans. í ósjálfræði verða honum á glappaskot, sem baka honum fjandskap og koma róti á allt hans líf. Síðari sagan heitir Bréf að austan. Aðalpersóna þeirrar sögu er Öli Finnur, sem í upp- eldinu hefur verið særður því sári, sem aldrei grær. Hann berst örvæntingarfullri baráttu fyrir lífi sínu og sinna, en sviði hins gaman sárs stjórnar honum og stoðar engum í móti að sporna, hvorki ástum eða umhyggju annarra né viðleitni hans sjálfs. A valdi tilfinninga sinna berst bann að feigðarósi. Inn í söguna fléttast óhugnanlegar lýsingar á ástandi og viðskiptaháttum, er þróuðust hér í síðasta stríði, en sagan gerist að miklu leyti í Reykjavík á þeim árum. Karl Bjarnhof, höfundur bók- arinnar Fölna stjörnur, er einn af kunnustu nútímahöfundum Dana, fæddur 1898. Er það ein- mitt þessi bók, sem gert hefur höfund sinn heimsfrægan. Hef- ur hun verið þýdd á fjölda mála, en í Danmörku hefur hún kom- ið ú-t í 8 útgáfum síðan 1956. Þetta er minningabók frá bernsku höfundar og segir frá reynslu lítils drengs, sem sér stjörnurnar fölna. En Karl Bjarnhof er blindur. Er sagan frábær lýsing á sálarlífi þessa afbrigðilega barns, rituð af mikl- Slæmar gæftir frá Bíldudal Rœkjuveiðar ágœtar BÍLDUDAL, 4. marz. — Frekar slæmar gæftir hafa verið frá Bíldudal allan seinnipart febrúar mánaðar, en afli vertíðarbátanna hefur verið sæmilegur núna síð- ustu dagana. Afli þeirra í febrú- ar hefur verið þessi: Jörundur Bjarnason 96 lestir í 12 sjóferð- um, Geysir 57 lestir í 10 sjóferð- um og Reynir 58 lestir í 11 sjó- ferðum. Afli rækjubáta hefur verið á- gætur, en rækjan er frekar smá. Hún er öll hraðfryst á Bretlands- markað, og eru sölumöguleikar litlir eins og er. Einn bátur bætist nú við á rækjuveiðar, Þórir, sem keyptur var frá Reykjavík fyrir skömmu, en annar fellur úr, mb. Hinrik, en hann hefur stundað rækju- veiðar héðan um margra áxa skeið. Fer mannskapurinn af hon um á nýja bátinn. Undanfarna daga hefur verið hér 14 stiga frost, en snjór er sama sem enginn Frekar lítið hef ur verið um skipakomur, nema Særún, sem kemur nú vikulega, en hún kom áður aðeins hálfs- mánaðarlega. Er að því mikil bót. um næmleik og hugarró, laus við sjálfsmeðaumkun og tilfinninga- semi. Kunnustu gagnrýnendur á Norðurlöndum og víðar hafa lokið miklu lofsorði á Fölna stjörnur. „Hér eftir mun ljómi leika um nafn Karls Bjarnhofs á Norðurlöndum“, ritar norski rithöfundurinn Johan Borgen. Verða það sannmæli, því að flestir eru á einu máli um, að þessi töfrandi saga muni tryggja höfundi sínum, hinu blinda skáldi, sess meðal sigildra höf- unda. Óhófleg vatnsnotkun Akurnesinga AKRANESI, 4. marz: —- Bátarn- ir héðan eru á sjó í dag. 12 bátar lönduðu í gær 98 lestum alls. Aflahæstir voru: Heimaskagi með 11,5 lestir og Ásmundur og Skipaskagi með 10 lestir hvor. Vatnsveita Akraness áminnti bæjarbúa stranglega í dag um að láta ekki vatn renna að stað- aldri, hvorki í heimahúsum né á vinnustöðum. Verði sírennsli ekki stöðvað verði þau hús, þar sem uppvíst verður um slíkt rennsli tafarlaust tekin úr sam- bandi við vatnsveituna. I húsum, sem ekki hafa enn fengið miðstöð, bar mikið á því í frostunum undanfarið að menn létu vatnið renna nótt og dag. — Oddur. S* NA /5 hnútar S V 50 hnútar Snjókoma »úéi \7 Skúrír I£ Þrumur WS3 hSS H HetÍ I L Lagi 1900 990 /9epHir 380 330 (000 'O'O t020 Hitaskil Á KORTINU sést að hitaskil ná irm yfir suðurströndina. Suður undan er 1° stiga heit- ur loftstraumur á varðskipinu Indía, en norður undan 11 stiga frost á Akureyri. Þess má einnig geta, að á Stórhöfða var SA-rok og 6 stiga hiti, en á skipi 100 *km. Suður af Reykjanesi var Norðan-gola og 2 stiga hiti. Þar á milli lágu kuldaskilin, sem sjást á kort- inu. I gær voru taldar líkur á, að ekki myndi ná að hlýna veru- lega vestanlands, fyrr en þá með næstu lægð, sem sést við suðurjaðar kortsins. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: SV-land, Faxaflói, SV-mið 5 og Faxaflóamið: SV-kaldi og ^ slydduél í nótt, A eða SA- \ stinningskaldi og rigning síð- ) degis á morgun. Breiðaf jörð- • ur, Vestfirðir og Breiðafjarð- ( armið: Breytileg átt, sums S staðar dálítil snjókoma. Vest- • íjarðarmið: Hvass NA, snjó- i, koma. N-land og N-mið: S og Austfjarðarmið: Allhvass i SA og rigning fyrst, en léttir ^ til með SV-kalda í fyrramál- s ið, hvessir á SA með rigningu ) annað kvöld. SA-land óg SA- ^ mið: SV-kaldi fyrst, en all- S hvass SA á morgun, rigning ) eða þokusúld. ( S Horfur á sunnudag: ■ S-læg átt og þíðviðri um ( mestan hluta lands, en senni- S lega NA-átt og snjókoma út 5 af Vestfjörðum. Rigning sunn- ; anlands. þarf ekki ú veltuútsvarið Bæjarsjóður telur að útsvar Skeljungs hafi verið ákveðið með venjulegum hætti og innan lög- leyfðra marka. í undirrétti tapaði Skeljungur málinu. Staðfesti Hæstiréttur þau úrslit með svohljóðandi for- sendum: Samkvæmt 3. tölulið 4. gr. laga um útsvör nr. 66/1945 er niður- jöfnunamefnd rétt við álagningu •útsvars að taka til greina sér- hvað það, er telja má máli skípta um gjaldþol útsvarsgreið- anda, og eftir 2. 'mgr. 24. gr. sömu laga er úrskurður ríkisskatta- nefndar fullnaðarúrskurður um útsvarsupphæð. Við álagningu útsvars þess, sem hér er deilt um, hafa nefnd skattayfirvöld haldið sér innan valdmarka sinna, og eru eigi slíkir annmark- ar á ákvörðum útsvarsins, að dómstólar fái hnekkt gerðum þeirra. Með þessari athugasemd ber að staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Áfrýjanda ber að greiða stefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti, sem ákveðst kr. 10.000.00. Nýr bátur KEFLAVlK, 3. marz: — I fyrra- kvöld kom nýr bátur til Kefla- víkur. Hcitir hann Bergvík. Er hann 71 tonn að stærð, gerð ur úr eik í Nýborg í Danmörku eftir teikningu Egils Þorfinns- sonar. Báturinn hefur 400 ha. Lister dieselvél og er búinn öll- um beztu og fullkomnustu tækj- um til siglinga og veiða. Bátur- inn hreppti mjög slæmt veður frá Færeyjum til Islands og reyndist í því með afbrigðum vel. Skipstjóri í heimsiglingu og framvegis er Magnús Bergmann, en eigandi bátsins er Hraðfrysti- hús Kaupfélags Suðurnesja. Bát- urinn mun nú næstu daga hefja veiðar með netum. Helgi S. Kvikmyndasýning Germaníu NÚ í vor verður mikil vörusýn- ing haldin í Hannover eins og endranær, en í sambandi við hana verður að þessu sinni hald- inn sérstakur norrænn viðskipta- dagur 24. apríl. Þangað er boðið norrænum viðskiptamálaráðherr um, þ. á m. íslenzka ráðherran- um dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, en margir aðrir fslendingar munu einnig sækja þessa sýningu. Hvað 'sjá má á þessari miklu sýn- ingu má nokkuð ráða af kvik- mynd í litum, er sýnd verður á næstu kvikmyndasýningu Ger- maníu, og er sú mynd frá sýn- ingunni 1958. Enn fremur verða sýndar frétta myndir af helztu viðburðum í Þýzkalandi síðustu mánuðina, eða desember og janúar. Kvikmyndasýningin verður í dag, laugardag, í Nýja bíó og hefst kl. 2 e. h. Öllum er heimill ókeypis aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. Körfuknattleiks- keppni á Akureyri AKUREYRI, 4. marz. — Á morg- un og á sunnudag mun Körfu- knattleiksfél. Reykjavíkur keppa hér við Akureyringa í körfu- knattleik. Keppnin mun fara fram í íþróttahúsi Menntaskól- ans, og hefst fyrri leikurinn kl. 4 eftir hádegi. Keppa þá KFR og ÍBA, en seinni leikurinn hefst kl. 3 eftir hádegi og keppa þá KFR og KA. Ákveðið hefur ver- ið, að ÍBA sendi lið til keppni á íslandsmótinu í körfuknattleik, er hefst í Reykjavík 10. þ. m. — MAG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.