Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. marz 1960 M O R C V JV B r 4 » 1 n 3 Vorum sofnuö HINN heimsírægi sænski rit- höfundur Artur Lundkvist var staddur í borginni Agadir, J>egar jarðskjálftinn skall yf- ir hana. Hann og kona hans ▼oru sofandi í herbergi sínu á Mauretania-gistihúsinu í borginni, en það hús var til- tölulega nýbyggt og sterklegt hús, sem stóðst jarðskjálftana betur en flest önnur í borg- inni. Hér fer á eftir lýsing Lund- kvist á hörmunganóttinni: Gerði boð á undan sér Við höfðum rétt nýlega slökkt ljósið og vorum sofnuð, þegar reiðarslagið skall yfir. Hér var eitt aðaltorg Agadir-borgar og nefndist Torg Múhameðs V. Hverfi Evrópumanna í borg- inni eyðilögðust að %, en hin fátæklegu hverfi Mára hrundu svo að segja algerlega til grunna. s þegar reiðarslagið skall yfir Eiginiega kom jarðskjálftinn ekki á óvart. Hann hafði gert boð á undan sér, tólf tímum áður höfðu menn orðið varir við vægan jarðskjálftakipp í Agadir. Hann hlýtur að hafa verið mjög vægur, því _að við urðum hans ekki vör. Ég ber hinsvegar nokkra virðingu fyrir jarðskjálftum eftir at- burði sem ég upplifði í Lima í Perú og við hjónin töluðum um það að fara frá Agadir þegar við heyrðum sagt frá þessum fyrsta jarðskálftakipp. Jarðskjálftar koma oft hver á eftir öðrum með nokkru millibili á milli, og vill þá þriðji og síðasti jarðskjálftinn oft vera snarpastur. Ég róaði hafði í rauninni komið tveim- ur dögum áöur. Artur Lund- kvist lýsir af- burðunum í Agadir En í næsta skipti, sem ég fæ slíka aðvörun, þá er ég stað- ráðinn í að hafa hana ekki að engu. Við skildum hinsvegar þess að loftið hryndi. En okkar gistihús stóðst höggið, jafnvel þótt múrstein- um rigndi undan þakskegginu og stórar sprungur kæmu í veggina. Ég og konan mín kölluðum hvort til annars og svo þutum við út að svaladyr- unum sem snúa út að hafinu. Hafði hurðin skekkzt og orðið föst? Við vorum hrædd við að lokast inni. Þögn og myrkur. Fyrir neðan okkur lá strand gatan og höfnin og allt var koldimmt. Það var þögn yfir öllu, eins og borgin hefði skyndilega þurrkazt út og við værum þau einu sem eftir Evrópskt ferffafólk sem slapp á lífi út úr gistihúsi sínu í Agadir. Þaff hefur ekki lengur þak yfir höfuðiff, en hefur tekizt aff bjarga nokkru af far angrinum. sjálfan mig og konuna með þvi, að enn gætum við beðið róleg meðan annar jarð- skjálftakippurinn væri ekki kominn. Ef annar kippurinn kæmi, þá höfðum við ákveðið að yfirgefa Agadir þegar í stað. Seinna var mér sagt að fleiri aðvörunarkippir hefðu verið búnir að koma. Sá fyrsti þegar í stað, hvað hér var á seiði, þegar gólfið í hótelher- berginu fór að ganga í bylgj- um og stóri klæðaskápurinn í svefnherberginu kastaðist með braki og brestum á gólf- ið og speglarnir á honum brotnuðu í þúsund mola. Ég hijóp fremur ósjólfrátt en af hugsun að útveggnum og beið lifðu. Svo heyrðum við smámsam an færast líf í hótelið okkar. Gestirnir leituðu óttaslegnir út á gangana. Hvergi var ljós að fá og fólk þorði varla að hseyfa sig. Fólk gat ekki vitað nema gólfin væru hrunin. Svo kom þýzk kona úr næsta herbergi og hafði með sér vasaljós. Við bjarmann frá því gátum við þreifað okkur niður í afgreiðslusalinn. And- dyrið var lokað. Yfir aðaldyr- unum úti hafði verið stórt steinsteypt skyggni og hafði það hrunið og lokað útgöng- unni. Undir steinsteypuhnull- ungunum hafði fólk kramizt Við heyrðum kveinið í því, en gátum ekkert gert til að hjálpa því. Fólkið tíndist síðan út gegn um glugga á neðstu hæð. Hót- eleigandinn og starfsfólkið komu nú fram með lugtir og við ráfuðum hrædd og ringl- uð niður að ströndinni. Þar sátum við frá miðnætti og þangað til lýsti af degi. Allir Svíarnir sem höfðu verið í hótelinu höfðu bjargazt, en við vorum klæðlaus. Við sát- um þarna í náttfötum og bað- sloppum. Margir höfðu stokk- ið berfættir yfir glerbrot. Vínbirgffir sóttar. En jarðskjálftinn megnaði ekki að eyða umhyggju gest- gjafans fyrir gestum sínum. Hann klifraði aftur inn í hótel og kom út aftur með fangið fullt af áfengisflöskum af barnum. Konjakssjússinn dró bæði úr kuldanum og skelfingunni. Við hnipruðum okkur saman í næturkulinu. Yfir allri borg inni hvíldu þung rykský með kalkfnyk, sem var óþægilegt að anda að sér og gaf í skyn hina hræðilegu eyðileggingu. Þögnin var verst fyrstu klukkustundirnar. Við vissum ekki hvað hafði gerzt og undr uðumst það að ekkert lifandi var á kreiki. Við heyrðum veik neyðaróp úr hverfinu fyrir ofan gistihúsið. í því bjuggu mestmegnis Márar. Einn maður sást hlaupa þar um, heltekinn af skelíingu og hrópaði hann eitthvað á arab- isku. Andvörp og kveln. Það var fyrst með morgnin- um, sem fólk kom til okkar niður á ströndina. Márakonur með slæðum fyrir andntinu komu og settust niður hjá okk ur og eintóm andvörp og sorg- arvein settu undarlegan svip á staðinn. Kona ein settist rétt hjá okkur og hélt áfram svo klukkustundum skipti að Framh. á bls. 14. SIAKSTEIIVAR Enn kveinka J lir sér Enn kveinka Tímamenn sér undan hinni hreinskilnislegu á- drepu Jónasar Péturssonar, al- þingismanns, sem vakti athygli á hráskmnaleik og tvöfeldni Fram- sóknarmanna í sambandi við á- kvörðun búvöruverðsins. Jónas Pétursson dró enga dul á þá staðreynd, að Framsókn- armenn á.ttu enga ósk heit- ari en aff geta spillt öllu sam- komulagi um búvöruverðiff. Þess vegna vildu þeir aff Alþingi sæti fram yfir 15. desember, en þá áttu bráffabirgðalög minnihluta- stjórnar Alþýðuflokksins um bú- vöruverffiff aff falla úr gildi. Timinn spyr í gær, hvort þaff sé skoðun Jónasar Péturssonar, aff Alþingi íslendinga spilli fyr- ir samningum milli stétta eða annarra aðila í þjóðféiaginu? Tímamenn spyrja hér eins og álfar út úr hól. Allir vita, aff pólitískt háarifrildi á Alþingi eykur ekki möguleika á sam- komulagi í viðkvæmum deilu- málum. Þess vegna var einmitt frestun Alþingis þýðingarmikill liffur í viðleitninni til þess aff koma á sáttum milli framleiff- enda og neytenda. Og þær sættir tókust, vegna þess að hvorki full trúar framleiffenda né neytenda létu Framsóknarmenn æra sig. Biðja um sannanir Þá spyr Tíminn, hvaða sann* anir séu fyrir því, að leifftogar Framsóknarflokksins hafi reynt aff spilla fyrir samkomulagi í 6 manna nefndinni. Þær sannanir getur hreinlega að líta á blaðsíffum Tímans. Þar var fariff meff alls konar þvætt- ing og illmæli dag eftir dag, ein- mitt á þeim tíma, þegar sátta- umleitanir stóðu yfir. Þessi heimskulegu skrif Tímans voru vitanlega runnin undan rifjum Ieiðtoga Framsóknarflokksins. Nei, Tímamenn komast ekkl fram hjá því, aff ríkisstjórnin hefur með farsælli forystu sinni ráðið miklu vandamáli til lykta. Samkomulag liefiur tekizt um nýj- an verðlagsgrundvöll landhúnað- arafurffa, fulltrúar bænda og neytenda komust sameiginlega að þessari niffurstöðu og margt bendir til þess aff frambúffar- grundvöllur hafi veriff Iagffur aff góðu samkomulagi þessara aðila um verfflagsgrundvöllinn. Er þaff ekki sízt þýðingarmikiff fyrir ís- lenzka bændur. Er það fjandskapur við æskuna? Sýnir það virkilega fjandskap viff islenzka æsku aff benda á það, að þjóffinni sé þörf á almennari þátttöku hennar í framleiðslu- störfum í þágu atvinnuvega henn ar? Svo mætti ætla af skriftim kommúnistablaðsins undanfarna úaga. Allir viti bornir Islendingar vita, aff eitt meginvandamál okk- ar í dag er einmitt þaff aff okk- ur skortir fólk til framleiðslu- starfa. Við höfum undanfarin ár þurft aff flytja inn hundruff manna, karla og kvenna, til þess aff hægt sé aff reka Hskiskipa- flota okkar og vinna úr afla hans. Þessu útlenda fólki hefur svo orð- iff aff borga kaup í erlendum gjald eyri. Vitanlega ríffur þjóðinni ekki á neinu meira en aff geta haldið rekstri framleiðslutækja sinna í fullum gangi meff eigin mannafla. Góð og fullkomin menntun æsk- unnar er sjálfsögff og nauðsynleg. En því aðeins getur þjóðin staðiff undir fullkomnu skólakerfi að framleiðslutæki hennar séu rekin á heilbrigðum grundvelli. Þaff er vissulega ekki sízt í þágu æsk- unnar að svo sé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.