Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 16
V E Ð R I Ð Sjá veðurkort á bls. 2. í fáum orðum sagt Sjá bls. 9. 54. tbl. — Laugardagur 5. marz 1960 4000 tonn at fiski í Sandgerði SANDGERÐI, 4. marz. — Hingað barst allmikið magn af fiski með bátunum í fyrradag. Þá komu hingað 25 bátar, þar af 10 að- komubátar. Samanlagður afli bátanna var 268 lestir, en þar af var afli heimabátanna 15, 182 lestir. Voru aðkomubátar með netafisk en heimabátar með línu- fisk, en þeir beita loðnu. Hæstur heimabáta á fimmtudaginn var Hamar með rúmlega 16 lestir, næst kom Hrönn með nær 16 lestir og siðan Víðir II. með 15 lestir. Almennt var aflinn 10—16 lestir. Frá því að vetrarvertíð hófst hér hafa bátarnir fram til febrú- arloka landað hér alls 4042 lest- um af fiski og héðan hafa verið farnir 543 róðrar. Er meðalafli í róðri 7,4 lestir. Víðir II. er afla- hæstur bátanna með 384,1 lest í 41 róðri, Guðbjörg er með 336,6 lestir í 42 róðrum, Smári frá Húsavík með 328,1 lest í 41 róðri og Mummi er með 325,8 lestir í 39 róðrum. — Axel. Sinfóníuhljómsveit- in tíu ára — Hefir leikið að meðaltali 142 sinnum á ári sl. 4 ár UM ÞESSAR mundir á Sinfóníu- hljómsveitin 10 ára afmæli, eða nánar tiltekið 9. þ.m. — Áttu þeir Jón Þórarinsson, framkv.stjóri hljómsveitarinnar, og Björn Jóns son, einn af helztu hvatamönn- um að stofmun hennar, sem um áratugaskeið hefir verið ein helzta driffjöðrin 1 hljómsveitar- málum hér í Reykjavík, fund með fréttamönnum í gær af þessu tilefni. ★ Var þar í stutt'U máli rakin saga hljómsveitarinnar — og komu fram ýmsar uppiýsingar, sem komu fréttamönnum — og þá væntanlega ýmsum fleirí — á óvart. Svo sem það, að hljóm- sveitin hefði komið fram opin- berlega 567 sinnum sl. fjögur ár, eða síðan hún var endurskipu- lögð 1956, en það jafngildir því, að hún hafi leikið fyrir áheyrend ur að meðaltali 142 sinnum á ári, eða annan hvorn dag — að sum- arleyfum hljómsveitarmanna frá töldum. ★ Ekki er hér rúm til að rekja sögu sveitarinnar nánar að sinni, Aðalfundur Verzl- unarsparisjóðsins í dag AÐALFUNDUR Verzlunarspari- sjóðsins verður haldinn í dag í Þjóðleikhússkjallaranum og hefst kl. 2 e. h. Á fundinum mun formaður stjórnar sparisjóðsins, Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, flytja skýrslu stjórnarinnar fyrir sl. starfsár og ræða framtíðarhorfur sparisjóðsins. Þá munu verða lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir sl. ár og mun Höskuldur Ólafs- son, sparisjóðsstjóri skýra þá. Auk þess fara fram venjuleg aðalfundarstörf þ. á. m. verða k. 'rnir tveir menn í stjórn fyrir næsta starfsár. en væntanlega gefst tækifæri til þess síðar. Aðeins skal þes.s get- ið, að í tilefni afmælisins eru fyr- irhugaðir 6 tónleikar á næstunni, og verða hinir fyrstu á þiiðju- daginn kemur. — Þar verða flutt tvö af þeim verkum, sem voru á verkefnaskrá sveitarinnar 9. marz fyrir 10 árum: Egmont-for- leikurinn eftir Beethoven og Sin fónía nr. 8 í h-moll eftir Schubert (Ófullgerða hljómkviðan), en auk þess frumflutt lýrisk svíta eftir dr. Pál ísólfsson. ★ Tónleikarnir verða í Þjóðleik- húsinu, og hljómsveitarstjóri verður dr. Róbert A. Ottósson, en hann stjórnaði einnig hinum fyrstu tónleikum sveitarinnar 9. marz 1950. Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd í gær á horni Snorra- brautar og Laugavegar. Greini legt er að bíll hefur runnið á götuvitann, sem hefur tekið heldur hressilega ofan — því Ijóshausinn liggur í snjónum við fætur hans. Vatnið firá bæjarholam bjargar 1 FYRRAKVÖLD tæmdust geym ar Hitaveitu Reykjavíkur á öskjuhlíð um klukkan 6. í gær- morgun var vatnshæðin í geym- unum 5 metrar. Sagði Helgi Sig- urðsson, hitaveitustjóri, Mbl. í gær, að í hinu langvarandi kulda kasti undanfarið, hafi það ráðið úrslitum um, að ekki varð með öllu vatnslaust á hitaveitusvæð- inu, hversu mikið vatn fæst úr borholunum tveim hér í bænum, sem virkjaðar voru í haust og vetur. Ólafur frá Elliðaey hringdi til Morgunblaðsins fyrir skemmstu og sagðist eiga mynd af þátttakendunum í fyrsta Fiskiþinginu 1913. — Við fengum myndina lánaða hjá Ólafi og áttum við hann samtal, sem birtist á miðsíðu blaðsins í dag, en myndin fylgir hér með og á henni eru, neðri röð frá vinstri: Bjarni Sæmundsson, fiski- fræðingur, Tryggvi Gunn- arsson, bankastjóri, Hannes Hafliðason, skipstj., Matt- hías Þórðarson frá Móum, forseti félagsins, Magnús Kristjánsson, ráðherra, Magnús Sigurðsson, banka- stjóri, lögfræðilegur ráðu- nautur félagsins; efri röð frá vinstri: Guðmundur ís- leifsson á Háeyri, Páll Bjarnason, skólastj. í Vest- mannaeyjum, Ólafur Jóns- son frá Elliðaey, Matthías Óláfsson, alþm., Jón Jóns- son, Firði, Þorsteinn Gísla- son, útgerðarmaður, Meiða- stöðum, Garði, og Arnbjörn Ólafsson, útgerðarm., Kefla- vík. — Ólafur sagði að myndin væri þannig til komin, að þeir þingfulltrúar hefðu set ið að veizlumat hjá Mar- gréti Zöega í gamla Hótel Reykjavík, þegar Tryggvi Gunnarsson snaraðist inn úr dyrunum og kallaði: — Lax og nautasteik eru ekki fyrir minn maga. Það er bezt ég láti heldur taka mynd af ykkur — og síðan náði hann í Magnús Ólafsson, ljós- myndara, og fór með alla hersinguna út í garð Al- þingishússins, þar sem myndin var tekin. Tvö innbrot í Keflavík Var gefið nafnið Maí KEFLAVÍK, 4 marz. — Aðfara- nótt sprengidags var stolið V-t tunnu af söltuðu kindakjöti og % tunnu af söltuðu tryppakjöti í Kaupfélagi Suðurnesja í Kefla- vík. Var brotizt inn í geymslu- skúr útibús Kaupfélagsins að Störf Alþingis SKRIFSTOFA Alþingis hefur gefið út yfirlit yfir störf þingsins til febrúarloka. Sex stjórnarfrum vörp hafa verið afgreidd sem lög frá þinginu og eitt þingmanna- frumvarp. Þá hafa sjö fyrirspurnir verið bornar upp og ræddar og tvær rökstuddar dagskrár felldar. Hafnargötu 62 og tunnunum stol- ið þaðan. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar, en ekki tekizt að hafa upp á sökudólg- inum. í nótt var svo brotizt inn í að- albúð Kaupfélagsins á Hafnar- götu 30, og virðist þar hafa verið farið inn um kjallaradyr og það- an upp í búðina. í vefnaðarvöru- deildinni var stolið talsverðu af fatnaði og skiptipeningum, en ekki er vitað, hve há upphæð það var. Þaðan var farið í matvöru- deildina og stolið þar talsverðu magni af sígarettum og ýmsu öðru, sem ekki er enn vitað, hve mikið hefur verið, þar sem þetta er sjálfsafgreiðslubúð. Lögreglan í Keflavík hefur málið til með- ferðar. — Helgi S. Öfluðu 1793 lestir HAFNARFIRÐI — Nú hafa nær allir bátarnir skipt yfir á net og aflabrögð verið fremur góð þessa viku. — Afli línubátanna í janú- ar og febrúar varð 1793 lestir í 403 róðrum, en á sama tíma í fyrra 967 lestir í 170 róðrum. Var þá um sama bátafjölda að ræða, eða 17 talsins. Af land- róðrabátunum aflaði Hafbjörg mest, 167 lestir í 34 róðrum (ó- slægt). Af útilegubátunum hafði Fákur mestan afla eða 250 lestir í 39 róðrum. Fagriklettur var næstur með 230 lestir í 36 róðr- um. — G. E. □-----------------□ VARÐARKAFFl í Valhöll í dag kl. 3—5 síðd. U-----------------□ Vatnsskortur BORGARNESI, 4. marz. — Vatns laust varð hér í bænum í gær. Fóru starfsmenn frá hreppnum, þegar er vatnsskortsins varð vart, yfir fjörð til að athuga hvað ylli þessu, en vatnsból okkar er. í Hafnarfjalli og liggur leiðslan yfir Borgarfjörðinn. Voru komn- ir miklir svellbunkar við lindirn- ar þar. Tókst að höggva rásir í klak- ann, með þeim árangri, að meira rennsli fékkst. Vonast menn til að vatnið haldi áfram að aukast, sérstaklega þar sem talsvert hef- ur snjóað í dag og hláka verið síðdegis. Sæmilegt vatnsmagn var yfirleitt í dag, nema í þeim húsum, sem hæst standa, en í þau hefur verið flutt vatn á bíl- um, bæði í gær og fyrripartinn í dag. Vatn mun vera farið að minnka víða á bæjum upp í hér- aðinu, vegna langvarandi frosta. HAFNARFIRÐI — í fyrradag var hinum nýja togara Bæjarút- gerðarinnar hleypt af stokkunum í Bremerhaven í Þýzkalandi og er það um svipað leyti og ráð- gert hafði verið. Við þá athöfn voru þeir Adolf Björnsson, for- maður útgerðarráðs, Kristján Andrésson, framkvæmdastjóri, og frú Salbjörg Magnúsdóttir, kona Kristjáns, sem gaf togaran- um nafnið Maí. Er það nafn tek- ið eftir fyrsta togara Bæjarút- gerðarinnar. Hinn nýi togari er, eins og áð- ur hefur verið sagt, 1000 brúttó- smálestir eða jafnstór nokkrum öðrum togurum, sem nú er verið að smíða fyrir íslendinga í Þýzkalandi. Sá fyrsti þeirra, Narfi, hljóp af stokkunum fyrir nokkru. — Ráðgert er að Maí verði tilbúin til afhendingar að tveimur mánuðum liðnum. í Borgarnesi I morgun var hér mikil snjó- koma og dimmt él. Komst Akra- borg ekki inn, vegna þess að radar skipsins var bilaður. Færð er sæmileg og stóð ekki á mjólk- urflutningum í morgun. — H. Jóh. Sauðárkrókur: Skemmtifundur ungra Sjálf- stæðismanna VÍKINGUR, félag ungra Sjálf- stæðismanna, heldur skemmti- fund í Bifröst sunnudaginn 6. marz kl. 8,30 síðdegis. Skemmti- atriði. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.