Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. marz 1960
'JTIíUíAsíhS’:
D r a u
u r i n
I
g-
n
ÉG DVALDIST eitt sinn sumarlangt í kastala
í Englandi. Á hverjum degi kom einn gestanna niður
til morgunverðar svo þreytulegur og tryllingslegur á
svip, að ég gat ekki á mér setið að spyrja hann:
„Gátuð þér ekki sofið?“
„Auðvitað ekki,“ sagði hann. „Þessi afturganga í
herberginu mínu .... “
Þar sem ég trúi ekki á afturgöngur, þurfti ég ekki
að herða upp hugann til að svara: „Munduð þér vilja,
að við skiptum á herbergjum? Afturgöngur hafa áreið
anlega ofnæmi fyrir mér, svo að mér væri óhætt.“
„Það er ómögulegt,“ svaraði hann dapur í bragði.
„Við yrðum að segja gestgjafa okkar frá þessu, og
það er ekki hægt að tala við nokkurn mann um heim-
ilisdraugana. Það er ósæmilegt.“
Ég hefi oft velt vöngum yfir þessari draugslegu
siðareglu. Flestum fjölskyldum fylgir einhver draug-
ur, sem þær vildu helzt setja undir lás og slá. Að öll-
um líkindum ekki venjulegur draugur heldur sonur,
sem fór í hundana, eiginkona, sem hljópst á brott,
gjaldþrot, ættardeilur. Þetta er venjulega vandlega
falið. Ef þér þekkið ekki fjölskylduna náið, rennið
þér ekki grun í neitt. Þegar þér uppgötvið leyndar-
málið af tilviljun, verðið þér furðu lostinn. Allt hafði
sýnzt vera með kyrrum kjörum. Samtölin virtust vera
hversdagsleg. Og samt .... Og samt hafði verið
„draugagangur“ á heimilinu allan þennan tíma.
Það er engin ástæða til að líta slíkt bölsýnum aug-
um. Öðru nær. Það eykur mér öryggi. Éf einhver
ættingi okkar gerir sig sekan um hneykslanlegt at-
hæfi, hættir okkur eðlilega við að skammast okkar,
enda þótt við séum á engan hátt ábyrg fyrir verkn-
aðinum. Þó að okkur sé alls ekki um að kenna, hugs-
um við eitthvað á þessa leið: „Nú verðum við að halda
kyrru fyrir heima alein með draugunum okkar. Við
getum ekki horfzt í augu við umheiminn.“ Það væri
viturlegra að minnast þess, að þeim, sem við óttumst
sem dómara, fylgir líka — svo að segja öllum — ein-
hvers konar draugur. Þeir munu verða mildir í dóm-
um sínum um okkur, af því að þeir þurfa á umburðar-
lyndi okkar að halda.
Lífið er vissulega enginn leikur, en það er öllum
erfitt. Já, jafnvel þeim, sem örlagagyðjan virðist
dekra við. Við höfum enga ástæðu til að óttast þá.
Þeir óttast okkur ef til vill. Við skulum hugsa okk-
ur, að allar fjölskyldur eigi mjög margt sammerkt, að
í hverri fjölskyldu sé gott fólk og lélegt, og hafi
hamingjudísin snúið við okkur baki í bili, mun sá
dagur renna upp, að gæfan brosi við okkur. Hvers
vegna ættum við að auglýsa ógæfu okkar? Hvers
vegna ættum við að níða ættingja okkar? Aðrir munu
sjá fyrir því svo vel, að ekki þarf að bæta um þar.
Máltæki segir, að ekki sé ráðlegt að þvo óhreinan
þvott sinn á aímannafæri. Þetta er ágæt regla. Hvað
viðvíkur óhreinum þvotti annars fólks, ættum við að
láta sem við sæjum hann ekki. Við eigum fullt í fangi
með að hvítþvo okkar þvott. Og við skulum ekki
minnast á heimilisdrauga við nokkurn mann.
Vel notuð
sólskins-
stund
Á fimmtudag létti dálítið til yfir
Norðurlandi og skautzt þá Björn
Pálsson í flugvél sinni héðan frá
Reykjavík beint norður að Gaut-
löndum í Mývatnssveit. Þar lenti
flugvélin á ísilögðu Arnarvatni
í mjög djúpum snjó. Var snjór-
inn jafnfallinn og náði í hné. —
Eftir stutta bið var komið með
konu frá Gautlöndum, en hún
hafði slasazt á handlegg. Var hún
flutt á sleða sem hestur var
spenntur fyrir. Björn flutti kon-
una til Akureyrar, þar sem hún
var flutt í sjúkrahúsið, en á Ak-
ureyri tók sér far með flugvél-
inni kona með lítið barn. Var nú
aftur haldið að Mývatni og lenti
flugvélin við Álftagerði. Þar
kom enn farþegi í hina litlu vél.
Frá Álftagerði flaug Björn til
Reykjahlíðar til að sækja annan
Mývetning, sem ásamt mannin-
um frá Álftagerði, ætlaði á ver-
tíð. —
Hríðarbyljir í tuttugu daga
Pétur gestgjafi í Reykjahlíð
sagði Birni, að þessi sólskins-
stund væri hin fyrsta síðastliðna
tuttugu daga, daglega hefði ver-
ið hríðarbyljir og dimmviðri.
★
Björn Pálsson sagði Morgun-
blaðinu í fyrrakvöld, að hann
myndi reyna að leysa vandræði
Vestfirðinga, meðan flugbátur-
inn væri í viðgerð. Myndi hann
reyna að halda uppi ferðum vest-
ur á sjúkraflugvélinni og annarri
flugvél eftir því, sem aðstæður
leyfðu.
Sæmilegur afli sl.
hálfan mánuð
SANDGERÐI, 2. marz. — í gær
voru 15 bátar á sjó og höfðu 92
tonn. Hæðstur var Viðir II. með
10 tonn, næst var Helga með 9,2
og Mummi með 0,2.
Frá 16.—29. febrúar reru 16
bátar samtals 138 róðra, flestir
10 róðra. Heildarafli nam 973
tonn og 710 kg. Mestan afla í
róðri hafði Víðir II 25. febrúar
12200 kg., 26. febrúar hafði Mb.
Hamar 12195 kg og þann 19. hafði
Mb. Helga 11700. Hæstan afla
þennan hálfa mánuð hefur Mb.
Víðir II, 83300 kg. í 10 róðrum,
næst kemur Helga með 79410 kg.
í 10 róðrum, þriðji Smári 79120
kg í 10 róðrum og fjórði Pétur
Jónsson með 75435 kg í 10 róðr-
um. — Axel.
Kópavogsbíó sýnir um þessar mundir frönsku kvikmyndina
„Elskhugi drottningar", sem byggð er á sögu Alexanders
Dumas, „La Reine Margot“. Jeanne Moreau og Francoise Rosay
fara með aðalhlutverkin.
Dógóður oili Austijurðubúta
Neskaupstað, 3. marz.
í VETUR hafa verið gerðir
út 4 stórir vélbátar frá Nes-
kaupstað, sem lagt hafa afla
sinn upp hér. Afli var dágóð-
ur í janúarmánuði, en mjög
stirðar gæftir í febrúar.
Afli stóru bátanna
Hrafnkell (100 rúml.) hóf veið
ar 8. janúar og hefir fengið 125,5
lestir í 16 sjóferðum, eða tæpar
8 lestir í ferð. Hann tók net um
miðjan febrúar og hefir fengið
17,5 lestir í þau.
Goðaborg (100 rúml.) fékk 40
lestir í 5 sjóferðum. Byrjaði hún
4. febrúar, tafðist vegna véla-
skipta.
Stefán Ben (150 rúml.), sem er
nýtt skip, byrjaði um mánaða-
mótin jan.—fébr. og hefir fengið
90 lestir í 5 útilegum.
Þráinn (70 rúml.) byrjaði 15.
jan. og hefir fengið 93 lestir í 12
sjóferðum. »
Heildaraflinn hjá öllum bátun-
um er því 366 lestir til febrúar-
loka.
Allir bátarnir hafa nú tekið
net, en ókunnugt er um aflabrögð
þeirra síðan.
Smærri bátar á handfæri
Smærri bátarnir, Reynir, Dröfn,
Hafbjörg, Freyr og Jón Ben eru
byrjaðir handfæraveiðar við Suð
austurland, en ógæftir hafa ver-
ið síðan þeir fóru út.
Búið er að flytja út alla saltsíld
héðan. Hvassafell tók hér 2060
tunnur þann 18. febr. og Laxá
440 tunnur þann 24. febr. og auk
þess 150 tonn af síldarmjölL
Dettifoss hafði áður tekið 203
tonn af því í janúar. Þrjú skip
hafa tekið nokkurt magn af freð
fiski frá áramótum.
— Fréttaritari.
HAFNARFJÖRÐUR
ABCBEFGH
★
KEFLAVÍK
ABCDEFGH
ABCDEFGH
AKRANES
21. Hhl—gl
skrifar úr.
daglega íifimi
* Þröngsýnin
hlægile^
Velvakanda hafa borizt mörg
bréf síðan húsmóðir gerði fyr-
irkomulagið á sölu lifandi
gersins að umræðuefni. Hér
er eitt frá „Sparsamri hús-
móður“:
„Mig, sem er einnig bind-
indissöm húsmóðir, langar til
að taka upp hanzkann fyrir
stöllu mína, sem er kölluð af
„Bindindissamri húsmóður"
„penppía“, og vil ég taka fram
að hvoruga húsmóðurina
þekki ég. Það er eins og kom-
ið sé við opið sár, ef rætt er
um eða ritað um lifandi ger,
öl, vín eða þess háttar, hjá
sumu af þessu bindindisfólki,
og finnst mér persónulega öll
þessi þröngsýni blátt áfram
hlægileg, því að banna bein-
línis allt slíkt er kotungs-
háttur og til að vekja áhuga
hjá hinum sem engan áhuga
höfðu áður. Er ekki oftast svo,
að forboðni ávöturinn er eft-
irsóknarverðastur?
En annars var nú ætlunin
að tala um lifandi ger (pressu
ger), sem selt hefur verið hjá
Náttúrulækningafélaginu,
verzlun þess við Týsgötu,
ásamt mörgum öðrum hollum
og góðum vörum. Hefir verzl-
unin selt „þurrger“ í loftþétt-
um blikkdósum og er innihald
smá kúlur, sem geymast vel.
Eina slíka dós hefi ég átt í
meira en ár og er gerið jafn
gott í bakstur og það var fyrst.
* Hæg væru
heimatökin
Ég hef aldrei „bruggað" úr
því svo að ég veit ekki hvernig
það er í „brugg“, hefi heldur
ekki hugsað mér að reyna það,
á ég þó efnaverkfræðing fyr-
ir eiginmann, svo að ,hæg
væru heimatökin".
Eins vil ég taka það fram
að þurrger er miklu hollara
í hvers konar bakstur en ann-
að ger, sérstaklega í brauð og
bollur, þó að fyrirhöfnin sé
meiri, en ekki ýkja mikil þó.
Þess vegna finnst mér að það
ætti að selja þurrger í mat-
vöruverzlunum í misjafnlega
stórum skömmtum.
Auðvitað má hver þjóð
reikna með að ávallt sé ein-
hver sem misnotar sér hlut-
ina, hvort sem er um pressu-
ger eða eitthvað annað að
ræða en sem betur fer eru
þeir þó færri. Hvers vegna á
alltaf að vantreysta öðrum?
Mér er nær að halda að þeir
vantreysti frekar, sem ekki
geta treyst sjálfum sér.
Svo að endingu þetta: „Pen-
pían“. hefur sennilega ekki
kært sig um að brugga úr af-
gangnum af gerinu, og býr að
eins til „bollur" fyrir bollu-
daginn til að spara sér að
kaupa þær á kr. 3.00—3.25 stk.
Ef að bakaðar eru 12 bollur
fær maður líka 6 fríar, eða
græðir 6 stk. Og vona ég nú
að þurrger verði leyft til sölu
í matvöruverzlunum, eins og
gert er víðast erlendis, án
nokkurra skírteina eða þess
háttar.
Svo bið ég forláts á stíl og
lengd bréfsins, en þar sem ég
er húsmóðir með 4 börn og, sit
hér með ritvél og börnin að
leik í kringum mig, þá skrifa
ég þetta eftir að hafa haft
frið til að lesa Morgunblaðið
vandlega „í gegn“, hugleitt
skrifið í „Velvakanda" og
fannst það eins konar köllun
að svara skrifi þessarar ágætu
„Bindindissömu húsmóður",
þrátt fyrir allt. Mér finnst
nefnilega ævinlega leiðingt að
láta kasta að fólki stórum
orðum án þess að reyna að
athuga málið frá fleiru en einu
sjónarmiði“.
• Uppáskrift hjá
Rannveigu
Sveitakona átti tal við Vel-
vakánda um pressugerið. Vitið
þið hvernig sveitakonum er
gert að fara að því að ná í
lifandi ger í brauðin sín? Þær
verða að taka sig saman og
láta kvenfélagið í sveitinni
síðan gera stóra pöntun fyrir
allar í einu. Pöntunin er send
Kvenfélagasambandinu, og
Rannveig Þorsteinsdóttir, sem
er formaður þess og fram-
kvæmdastjóri, skrifar upp á.
Hún ábyrgist sem sagt, skilst
mér, að ekki fari ögn af pressu
geri ofan í bændurna nema
bakað í brauði. Síðan getur
pöntunin gengið áfram úl
Áfengisverzlunarinnar.
Brauð úr lifandi geri þykir
hollara í brauð en annað lyfti
duft og mörgum konum, sem
verða að baka brauð sín sjálf-
ar og geta ekki hlaupið út í
búð, finnst betra að baka úr
því, eftir að þær hafa komizt
upp á það. En þá verða þær
líka að fá uppáskrift hjá Rann
veigu.