Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1960, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 5. marz 1960 / fáum orbum sagt Elamhald af bls. 9. Ég hef sennilega komið við eina og eina sögu. — Er ekki bezt þú segir mér svo sem eins og eina? — Á ég að gera það? — Hví ekki? Þegar frú Theodóra hafði tekið undir bón mína, sagði Ólafur frá Elliðaey, eftirfarandi sögu: — Þegar ég fór frá ísafirði 1915, átti ég forláta fagra skamm- byssu, nikkeleraða og fagurglamp andi. Hún var með sjö skotum. Þegar ég kom til Elliðaeyjar flutt ist ég fyrst inn í gamla bæinn, sem var með þykkum moldar- veggjum, þó stofan væri alþiljuð. — Og draugagangur mikill, greip frú Theodóra fram í. — Já — já, það vantaði ekki, sagði Ólafur, þar hélt til gamall maífur. — Hver var það, spurði ég. — Ég veit það ekki, sagði frú- in, en okkur var sagt það væri gamall niðursetningur og héti Brandur. Steindór hét bóndinn, sem bjó í Elliðaey, þegar við komum þangað. Faðir hans hét Magnús og hjá honum hafði Brandur gamli verið. Jón lóss, sem svo var kallað- ur, var bróðir Steindórs og heima gangur hjá okkur, því oft beið hann hjá okkur eftir skipum, sem bann lóssaði inn í Stykkishólm. Ekki var nú símanum fyrir að fara í þá daga. Stundum var hann hjá okkur nokkra daga. Hjá okkur var ennfremur piltur, sem Halldór hét ísleifsson og var skyggn talsvert. Hann var indæll maður og var lengi hjá okkur. Jón hló stundum, þegar Halldór sagði að hann hefði séð Brand í gamla bænum. Þar voru hafðir hrútar, og þegar Halldór gaf þeim fóður á kvöldin, sá hann gamla manninn sitja í torfgaflinum, alltaf á sama stað og eins klædd- an. Þegar Halldór var að segja Jóni lóss þetta, sagði Jón alltaf: — Það er von. Rúmið hans var grafið inn í gaflinn, sem var af- ar þykkur, sagði hann. Þó Jón hafi hlegið trúði hann þessu nú samt. Hann var mjög skemmti- legur karl hjálplegur og lagaði fyrir mig silfrið og ýmislegt fleira, því hann var handlaginn og kunni bæði silfur- og úrsmíði. Hann vissi dauða sinn fyrir. Hann kom til mín og sagði: — Jæja, Teodóra mín. Nú skaltu tína til allt sem þú þarft að láta mig lagfæra. Ég gerði það og næst þegar hann kom, var hann með allt dótið viðgert, sem var heldur óalgengt, því það lá oft löngum hjá honum. Svo ég segi: — Þessu hefur ekki legið svona á, Jón minn. Hann svaraði: — Það er bezt að ganga frá þessu sem fyrst. Það er aldrei að vita hvort maður kemur nokkurn tíma aftur. Ég tók þetta auðvitað eins og hvert annað fleipur hjá karlin- um, en þetta var síðasta ferð hans, hann kom aldrei aftur, því hann dó tveimur dögum síðar. — En heyrðu Ólafur, þú varst ekki búinn með söguna þína? — Nei, svaraði Ólafur og hélt nú áfram: Ég lét búslóðina inn í gamla bæinn og skammbyssuna á kommóðuna. Steindór bóndi var að flytja burtu þennan dag og vinir hans hjálpuðu honum að bera dótið í bátinn en Eggert heit inn Eggertsson, stefnuvottur hér í bæ og mikill vinur minn síðar, sat inni í stofu og drakk með mér kaffi. Ég sá hann gaf skámm- byssunni auga, þar sem glamp- aði á hana á kommóðunni. Þetta var alvarleg stund fannst mér og ég man við vorum mjög há- tíðlegir og þéruðumst upp í há- stert. Ég var annars hugar, því ég var að hugsa um að koma því í verk að grafa grunn að nýju íbúðarhúsi. Þá segir Eggert upp úr eins manns hljóði: —Hvað er petta, hvað er þetta? og bendir á skammbyssuna. Ég segi þetta sé skammbyssa. Hann segir: — Ætli það sé hægt að drepa með henni? — Hvort ekki er, segi ég og um leið set ég tvö skot í byssuna og hleypi af rétt við vangann á hon- um í moldarþilið, svo stofan fyll- ist af reyk. — Já, rétt við vangann á hon- um, sagði frú Theodóra. Þetta er ljót saga, og þú mátt ekki segja hana. Ólafur sagði: — Jú — jú, Eggerti hefði alveg verið sama. — Og hvernig fór, spurði ég. — Hann bara stóð upp, sagði Ólafur, og kvaddi mig hljóðlega. Hann hélt þessi ókunni maður væri ekki með réttu ráði. Frúin sagði: — Það var nú von, en prúð- mennskan að segja ekki eitt orð, bara standa upp og kveðja. Ég sagði: — Þú minntist áðan á draug. Hefur þú nokkuð séð? Ertu kann- ski skyggn? — Skyggn? Nei. Ja — jú, ég hef einu sinni séð draug hér í Reykjavík. — Það var vel sloppið, sagði ég, hvar? — Inni við Elliðaár, en það var svo sem ekkert. — Það hafði samt mikil áhrif á þig, sagði frú Theodóra. — Horfði hann á þig, spurði ég. — Nei, hann hafði ekki svo mikið við mig. — Hvenær var þetta? — Mig minnir þetta hafi verið seinni part febrúar 1948. Það var nýsnævi yfir öilu og tunglskin, sem sagt: draugalegt. Hann kom gangandi niður Ártúns- brekku og stikaði stórum, hvarf síðan niður í nýgrafinn grunn toppstöðvarinnar. Ég ætlaði að heilsa- upp á hann, en þegar ég kom að grunninum, var hann hvergi að sjá og engin spor. — Hvað gerðirðu, þegar þú sást engin spor? — Ég varð hræddur, ætli það ekki? — Hefurðu oft orðið hræddur? — Nei, ekki beinlims hræddui-, en þó þessa nótt, enda ekki alicaf góður á taugum. — Þú hefur séð hann vel, spurði ég. — Ég sá hann glöggt, það var svo skjannabjart. —- En hvað varstu að gc-ra þarna um hánótt? — Ég var vaktmaður í grunn- inum. En heyrðu góð;, — á ég ekki heldur að kenna þér tvær vísur eftir hana Herdísi sltáld- konu. Við fórum einu sinni í skemmtiferð inn að Staðarfelli til að skoða staðinn og heilsa upp á Sigurborgu Kristjánsdóttur, skólastýru. — Og fengum fjarska vont veður, skaut frúin inn í. — Ojæja, svona gerruvind, sagði Ólafur, það var ekki sjó- bára, heldur vindbára og Bjarn- arhafnaifjall hvarf, þegar komið var niður í öldudalinn, það þyk- ir vist ekki mikið, en Herdísi varð nóg um. Þá orti hún: Vélin knýr með krafti sin karfamýri bláa, fallega stýrir frænka min fögru dýri ráa. Klýfur skeiðin kaldan ver, hverfa heiðabörðin, úfin leiðin ægir mér yfir Breiðafjörðinn. Já, þetta orti hún til Theodói-u á þessari sumarferð 1928. Herdís var systir Maríu, móður Theo- dóru, sem varð 100 ára í fyrra- sumar eins og þú manst. — Já, alveg rétt! En þú hefur ekkert orðið hræddur, Ólafur, var það? — Ætli það ekki? Ég hef aldrei verið sjóveikur, en sjóhræddur er ég. Það hefur sennilega bjarg- að mér, því annars hefði ég flan- að út í einhverja vitleysuna og sæti ekki hér. M. — Vorum sofnuð Frh. af bls. 3. vagga barni sínu er hún hélt í faðminum. Við gátum ekki séð nein lífsmerki með barn- inu. Ef til vill hafði það beðið bana, þegar hús þeirra hrundi, án þess að móðirinni hefði tekizt að skilja það í allri skelfingunni. Hundar sem áttu engan húsbónda lengur ráfuðu í kringum okkur. Mári nokkur sagði mér, að hundur hans hefði bjargað allri fjölskyldunni. Rétt áður en jarðskjálftinn reið yfir hafði hann farið að ýlfra og krafsa við útiyrahurðina. Öll- fjölskyldan hafði farið á eft- ir honum og sloppið rétt um leið og kippurinn kom. Heil hverfi hrundu Það var fyrst þegar birti sem við fengum hugmynd um það hve gífurlegt tjónið hafði orðið. Allt hvertið upp af gistihúsinu hafði hrunið til grunna. Ég gat ekki séð að neitt björgunarstarf væri unnið um nóttina. í þessu kolamyrkri var ekki einu sinni hægt að fá hugmynd um, hve víðtækt tjónið hefði orðið. Fyrstu merkin um hjálp voru áð nokkrir herbílar komu og óku um göturnar sem voru fullar aí braki. Frestaðu ekki til morguns sem þú getur gert í dag Skyrtur Bindi Sokkar Nærfatnaður Náttföt Snyrtivörur (herra) Vestispeysur Samfestingar með V hálsmáli Nankinsbuxur Vestispeysur Kakhi-buxur hnepptar eða Vinnublússur með rennilás Vinnujakkar Skíðapeysur bláir og brúnir Orlon-peysur Vinnusloppar Ullartreflar hvítir og mislitir Höfum enn flestar stærðir af gæruskinnsfóðruðum kúldaúlpum Fyrir konur og karla á gamla verðinu Ytra byrði fyrir dömur og herra Margar gerðir af barnaúlpum Kuldahúfur drengja Vinnu- og Sportskyrtur Skyggnishúfur margar tegundir Vinnuhúfur Nankin og Kakhi Vinnuvettlingar margar gerðir og tegundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.