Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. marz 1960
MORGU'NBLAÐIÐ
3
JOHANNES páfi XXIII. hefir
nýlega útnefnt sjö nýja kardí-
nála, sem verða settir inn í
embætti sín við hátíðlega at-
höfn hinn 28. marz nk.
Sem við var að búast af
þessum aldna en dugmikla
páfa,. er hér um eftirtektar-
verðar útnefningar að ræða.
Hann hefur nú fjölgað
kardínálum í 85 og hafa þeir
aldrei verið svo margir fyrr.
Hann hefur á áberandi hátt
fylgt stefnu fyrirrennara síns,
Piusar páfa« XII, um að
minnka áhrif Ítalíu á Páfa-
stólinn. Eru nú 33 ítalskir
kardínálar, en 52 af öðrum
þjóðernum, sem vissulega eyk
ur möguleikann á kosningu
páfa, sem ekki er ítali.
En það eftirtektarverðasta
við útnefningarnar er þó þjóð
erni hinna nýju kardínála:
, fyrsti japanski kardinálinn,
, fyrsti Fillipseyingurinn og
i fyrsti negrinn. Vart er unnt
að hugsa sér þá skoðun kirkj-
1 unnar að allir menn séu börn
1 Guðs túlkaða á fegurri hátt.
i Fæddur í heiðni
1 Að sjálfsögðu beinist at-
1 hyglin fyrst og fremst að
fyrsta negra kardinálanum,
i því að Afríka er um þessar
mundir að vakna — og það má
| bæta því við, að um þessar
t mundir hefir sambandið milli
i hvítra og svartr'a í Bandaríkj-
) unum fengið endurnýjaða þýð
I ingu. Nú hefur kaþólska kirkj
* an sýnt sitt álit í málinu.
Þessi maður, sem héðan af
í mun Verða sérstaklega getið i
I kirkjusögunni, er Laurian
i Rugambwa biskup, 47 ára
> gamall. Það sem er ævintýra-
1 legast við hann sem kardinála,
er að hann er fæddur í heiðni.
Hann er af Nsiba ættflokknum
, í Tanganyika og var átta ára
i gamall þegar honum og for-
eldrum hans var snúið til
kristinnar trúar. Nú er hann
i nefndur „fegursti ávöxtur
gjörða Hvítu Feðranna“.
Það er ekki af tilviljun einni
að Tanganyika-maður varð
1 þessa mikla heiðurs aðnjót-
andi. Hvergi hafa hinir Hvítu
[ Feður náð eins góðum
árangri og þar. Hvítu Feðurn-
i ir er trúboðaregla, sem stofn-
uð var árið 1868, og dregur
nafn sitt af klæðnaði bræðr-
anna, sem allur er hvítur.
„Hvítu feðurnir“
Árangur starfs þeirra í
Tanganyika sézt bezt á því að
þar hafa þeir alið upp yfir
Laurian Rugambwa
varnar bitvargi né kínin.
Hann sefur í kofum innfæddra
eða undir berum himni. Hann
baðar sig í ám og lækjum og
drekkur úr lófa sínum vatn,
sem mundi bana venjulegu
fólki.
Byssan á öxl hans er notuð
til að útvega fæðu, en meyr-
ustu bitana af bráðinni geym-
ir hann handa „börnum“ sín-
um. Ég á gamla vinkonu, seg-
ir hann, sem hann vel að meta
safaríkan kjötbita. Hún er
búin að missa tennurnar í
baráttu lífsins, svo það verð-
ur að vera meyrt.Einkennandi
fultrúi fyrir bræðraregluna,
sem vísaði Laurian Rugam-
bwa veginn til kirkjunnar.
Ferillinn.
Reglan tók þennan fluggáf-
aða Nsiba-dreng að sér og hef-
ur í rauninni aldrei sleppt
honum aftur.
Reglan kom honum fyrst
í unglingaskóla í Mugana, síð-
an í prestaskólann í Kati-
gando í Uganda og árið 1943
hlaut hann vígslu og hóf prest
störf í Rubya.
En leiðin lá auðsýnilega til
Rómar. Hann var sendur til
framhaldsnáms við gregori-
anska háskólann og þar skrif-
aði hann doktorsritgerð sína
um fræðslumöguleika í Aust-
ur-Afríku. Seinna skrifaði
hann svo formálann að bezta
ritverki sem út hefur komið
um starfsemi Hvítu Feðranna,
þ. e. bók Glenn S. Kittlers
| „The White Fathers“.
I Þegar hann sneri heim aftur
1951, var hann skipaður bisk-
up hins nýstofnaða Rutabo-
kardinálinn
fimm hundruð innfædda til að
gegna prestsstörfum.
Maður rekst á þessa Hvítu
Feður alls staðar í Tangan-
yika. Einn þeirra er Joseph
Sehaub, risavaxinn fyrrver-
andi Elsassbúi, sem starfað
hefur þarna í 25 ár. Með
ánægjuglampa í augum segir
hann: „Þegar ég kom hingað
fyrst var hér varla til krist-
inn maður. Nú eru þeir yfir
20.000. Sjaldan eru færri en
3.000 viðstaddir er ég prédika
á sunnudögum“. Aðspurður
hvort ekki væri erfitt að snúa
hinum innfæddu frá Múham-
eðstrú, svaraði hann, „Mú-
hamedstrúin r?ær sjaldan upp
fyrir 1.000 metrana".
Schaub ferðast öðru hvoru
milli trúboðsstöðvanna. Þá
fer hann gangandi og tekur
hvorki með sér tjald. net til
Sr. Öskar J. Þorláksson:
Tru, siogœoi og
MRA-hreytingin
%
biskupsdæmis, fyrsti negra-
biskupinn í Tanganyika.
Þannig hefur hann hvað
eftir annað orðið til að brjóta
múrinn. Nú er hann fyrsti
negrakardínálinn, og jafn-
fram sá næst yngsti.
★
Laurian Rugambwa er mik-
ill bókamaður og talar reip-
rennandi swahilitungu,
frönsku, þýzku, ensku og lat-
ínu, og er lifandi mótmæh
gegn því að negrar séu ,óæðri‘
kynstofn. Hægt væri að hugsa
sér hann í fylkingarbrjósti
þeirra, sem nú eru að ger-
breyta Afríku bæði á sviði
stjórnmála og fjármála, en
það var kirkjan, er náði tök-
um á honum og getur hreykt
sér af þeseum árangri af skiln-
ingi á eðli hinna ýmsu kyn-
þátta.
I.
Gjörið þakkir í öllum hlutum,
því að það hefur Guð kunngjört
yður sem vilja sinn fyrir Krist
Jesúm. Slökkvið ekki andann. Fyr-
irlítið ekki spádóma. Prófið allt,
haldið því, sem gott er. Haldið yð-
ut frá sérhverri mynd hins illa.
(1. Þess. 5.21).
Það, sem heimurinn hefur
mesta þörf fyrir í dag er sú trú,
sem starfar í kærleika. Þó að
kristindómurinn hafi komið
miklu til vegar að bæta og fegra
mannlífið, og allt hið bezta og
fegursta í lífinu eigi þar rætur
sínar, þá verður þvi ekki neitað
að í vorum kristna heimi þróast
margvísleg spilling, sem ekki fær
samrýmzt fagnaðarerindi Frels-
ara vors.
Oft hugsa menn t. d. um það,
hvernig á því standi, að kristnir
menn skuli hafa háð innbyrðis
þær blóðugstu styrjaldir og kom-
ið af stað þeim grimmilegustu
byltingum, sem sagan getur um.
Það hefði verið skiljanlegt, að
þeir hefðu háð varnarstríð, ef
heiðnar þjóðir hefðu sótt að þeim
en að heyja slíka innbyrðis bar-
áttu er hið freklegasta brot á öll-
um hugsjónum kristindómsins.
Þó að ég nefni hér aðeins styrj
aldir, þá er margt annað, sem
vér kristnir menn höfum á sam-
vizkunni.
Vér þurfum ekki annað en að
líta í vorn eigin barm, til þess
að komast að raun um, að vér
brjótum daglega trúar- og siða-
boð kristindómsins.
Vér hneykslumst á naunganum
og teljum oss sjá flísina í auga
hans, en gleymum bjálkanum í
voru eigin auga.
Stundum finnst mönnum að
kristindómurinn geri svo miklar
kröfur til þeirra, um trú og sið-
gæði, að þeir sjá enga möguleika
til að uppfylla þær og kasta svo
öliu frá sér, og lifa fyrir líðandi
stund.
II.
Hér í Reykjavík hafa dvalið, í
vikutíma, nokkrir Afríkumenn,
sem hafa haft meðferðis kvik-
myndina „Frelsi1, og sýnt hana
hér við ágæta aðsókn. Myndin
hefur vakið athygli hér, eins og
annars staðar og fengið góða
dóma.
Myndin sjálf er vel gerð, sýnir
stórbrotið og fagurt landslag, lifn
aðarhætti Afríkubúa, og þar fá-
um vér að kynnast, að nokkru,
þeim átökum, sem eiga sér stað
í þjóðernismálum Afríku, þar
sem hinir innfæddu eru að vakna
til meðvitundar um frelsi og
sjálfstæði og þeim miklu vanda-
málum, sem því eru samfara. —
Eins og þeir, sem séð hafa þessa
Lík finiist
í köfninni
í FYRRAKVÖLD fannst lík af
konu í höfninni, vestur við
Grandagarð, Við athugun kom
í ljós að hér var um að ræða
lík Þóreyjar * Guðmundsdóttur
frá Súgandafirði. Þórey heitin,
sem var ekkja, hvarf hér í bæn-
um hinn 3. desember síðastliðinn.
Myndin var tekin á Isafirði
fyrir skemmstu af endilöng-
um Austurvegi, sem til
skamms tíma náði aðeins nið-
ur að Tangagötu. Nú er búið
að lengja Austurveg niður
að Sundstræti, alveg fram
að sjó. Fremst t.v. á mynd-
inni er Alþýðuhúsið, fjær
Sundhöllin, en á miðri mynd-
inni er Gagnfræðaskólinn.
(Ljósm.: G. Á.)
mynd munu gera sér ljóst, hefur
hún ákveðinn boðskap að flytja
og á að vekja menn til umhugs-
unar, hvernig beri að leysa, ekki
aðeins þjóðernis og kynþátta
vandamál, heldur og önnur
vandamál í samskiptum mann-
anna, á miklu víðtækara grund-
velli, t. d. vandamál fjölskyldu-
og einkalífs.
Þessi mynd flytur boðskap
MRA-hreyfingarinnar eða siðgæð
isstefnunnar svonefndu og þessir
menn, sem hér hafa dvalið eru
allir sannfærðir boðberar þessar
ar hreyfingar, og emn þeirra
leikur eitt af aðalhlutverkunum
í myndinni.
MRA-hreyfingin hefur víða
vakið mikla athygli o< haft áhrif
til góðs á líf fjölda manna, og
áhrifa hennar hefur gætt á bak
við tjöldin í viðkvæmum deilu-
málum víða um lönd.
Hver er boðskapur þessarrar
hreyfingar? Hann er trúarlegur
fyrst og fremst. Guð er herra lífs
ins, allir menn eru bræður og öll
vandamál ber að leysa á grund-
velli kærleika, sannleika og rétt-
lætis.
Það má segja, að þetta sé í raun
og veru kjarni allra trúarbragða.
Og undir merki þessarrar hreyf-
ingar eru allir velkomnir, hvaða
trúarbrögð, - sem þeir játa og
hvaða kirkjudeild, sem þeir til-
heyra.
Þess má geta, að þessi hreyfing
er þó fyrst og fremst sprottin
upp úr jarðvegi kristindómsins
og hefur mótast mest af áhrifum
hins kristna siðgæðis.
Þeir, sem hafa orðið fyrir áhrif
um af þessari hreyfingu, leggja
áherzlu á sambandið milli Guðs
og mannsins, að Guð tali til mann
anna í samvizku þeirra, ef þeir
vilja hlusta. Guðleg handleiðsla
er þeim ákveðinn veruleiki, og
farvegur þessarrar handleiðslu
er algjör heiðarleiki, hreinleiki,
óeigingirni og kærleikur.
Af þessu má sjá, að hér er í
raun og veru ekki neinn nýr boð-
skapur á ferð. Það, sem er nýtt,
er sá siðferðilegi kraftur og al-
vara, sem einkennir þetta nýja
samfélag.
III.
Þegar þetta er athugað, er það
augljóst að þessi lífsstefna er al-
gjörlega andstæð allri efnis-
hyggju, hvort sem hún kemur
fram í nautnadýrkun einstakling
anna, eða hinni pólitísku efnis-
hyggju, kommúnisma og kapi-
talisma, sem oftast neita tilveru
Guðs og áhrifavaldi, eilífðareðli
mannsandans og gildi trúarlegra
og siðferðilegra verðmæta fyrir
lífið.
Það er takmark siðgæðisstefn-
unnar að skapa svo sterk trúar-
og siðferðileg áhrif í hjörtum ein
staklinganna, að öll efnishyggja
hverfi þaðan, eins og snjór og
klaki hverfur fyrir geislum sólar
innar.
Baráttan í heiminum í dag er
fyrst og fremst um lífsviðhorf,
um trú og siðgæði. Vilja menn
láta stjórnast af Guðs vilja eða
á vilji mannsins sjálfs að vera
mælikvarði allra hluta? Þetta er
hin mikla spurning framtíðarinn-
ar.
Sjálfsagt geta verið skiptar
skoðanir um einstakar starfsað-
ferðir MRA-hreyfingarinnar, en
því verður ekki neitað, að göf-
ugt og grandvart líf eru alltaf
ávextir sannrar trúar. Og ef vér
viljum í alvöru bæta heiminn, þá
dugir ekki alltaf að gera kröfur
til annarra, vér rerðum, að
minnsta kosti, að byrja á oss sjálf
um, en til þess þurfum vér hjálp
Guðs og góðra manna.
Það getur engan skaðað að
kynnast stefnu og starfsháttum
þessarar hreyfingar, en fyrir
mörgum hefur sú kynning orðið
upphaf að nýju og hamingjurík-
ara lífi. — Ó. J. P.