Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 20
20
MOR'Crnvn 14 Ð /Ð
Sunnudagur 13. marz 1960
Svetozar Bukencic ofursti, sem
ég elti eins og skuggi upp
braggastigana og eftir rökkruð-
um göngunum, var sannkallaður
harðstjóri og sá sem menn óttuð-
ust mest af öllum herforingjun-
um. Hann var klofstuttur, háls-
digur, þungbrýndur og huldi
undir úfnum augabrúnum tvö
djúp-læg stingandi augu, sem
aldrei virtust glaðleg. Hinn rið-
vaxni líkami, og hið stirða, þung
lamalega göngulag, komu tví-
mælalaust upp um sveitamanns-
upprurta hans (hann var frá
Banat). En með lága, nautslega
enninu og járnhörðu hauskúp-
unni hafði hann hægt og með
þrautseigju unnið sig upp í það
að verða ofursti. Vegna hins al-
gerða skorts hans á menntun,
ruddalegs málfars, ófágaðrar
framkomu og grófra siða, hafði
hermálaráðuneytið árum saman
flutt hann frá einni setuliðsborg-
inni í aðra og á æðri stöðum var
það talið víst, að hann myndi
verða leystur frá störfum áður
en hann næði því að verða hers-
höfðingi. En þótt hann væri óað-
laðandi og af lágum stigum, þá
var enginn hans jafningi í her-
skálunum eða á heræfingarvell-
inum. Hann kunni hverja línu í
herreglunum, eins og skozkur
Prebyteriani kann biblíuna sína.
Honum voru þær ekki sveigjan-
leg lög, heldur nánast guðræki-
leg boðorð, hverra meiningu eða
meiningarleysi óbreyttur hermað
ur átti ekki að spyrja eða efast
um. Líf hans var helgað herþjón
ustunni, eins og líf trúaðs manns
er helgað guði. Hann hafði engin
afskipti af kvenfólki, reykti
hvorki né spilaði á spil og hafði
naumast nokkru sinni á ævinni
komið í leikhús eða á hljómleika.
Hann las aldrei neitt annað en
herreglur og lögbirtingablað hers
ins. Ekkert í heiminum var til í
hans vitund annað en hinn keis-
aralegi her, í þeim her ekkert
nema riddaraliðið, í riddaralið-
inu ekkert nema úlanarnir og
meðal úlananna aðeins hans eig-
in hersveit. Eina takmark hans
og markmið í lífinu var það,
að gera sína eigin hersveit í einu
og öllu betri en allar aðrar her-
sveitir.
Maður með takmarkaðar gáf-
ur getur orðið ill-þolanlegur, þeg
ar honum hafa verið fengin völd
í hendur, en í hernum er hann
gersamlega óþolandi. Þar sem
herþjónustan er aðallega fólgin
í því að framkvæma samsafn af
þúsund og einni smásmugulegri
og að mestu leyti úreltri og stein
runninni reglu, sem einungis
ströngustu og smámunalegustu
harðstjórar kunna utanbókar, var
enginn okkar nokkru sinni örugg
ur fyrir þessum dýkanda hinna
helgu herreglna. Þegar hann sat
í hnakknum var hinn holdugi lík
ami hans lifandi persónugerfing-
ur hernaðarlegrar nákvæmni. —
Hann stjórnaði borðhaldinu með
nálhvössum augum. Hann var
skelfingin holdi klædd í her-
mannakránum og stjórnarskrif-
stofunni. Kaldur óttagustur boð-
aði ófrávíkjanlega komu hans og
þegar herdeildin stóð og beið liðs
könnunar og Bukencic kom ríð-
andi á þrekvaxna, brúna geldingn
um sínum, með hausinn undir sér
eins og griðungur í árásarhug,
stóðu hermannaraðirnar hreyf-
ingarlausar, eins og óvinveitt
stórskotalið hefði allt í einu ráð-
ist til atlögu. Við vissum að fyrsta
skotið hlaut að koma þá og þeg-
ar og enginn gat verið viss um,
að verða ekki sjálfur skotspónn-
inn. Jafnvel hestarnir stóðu eins
og frosnir við jörðina. Hvergi
hreyfðist eyra, hvergi glamraði
í spora og hvergi heyrðist andar-
dráttur. Svo reið harðstjórinn,
sem bersýnilega naut þess að
skjóta okkur skelk í bringu,
áfram á hægu brokki og rak
hvern okkar af öðrum í gegn með
hinum hvössu, stingandi augum,
sem aldrei létu neitt fara fram-
hjá sér. Þau sáu allt, þessi misk
unnarlausu heraugu. Þau tóku
eftir húfunni, sem var dregin
einni fingurbreidd of langt nið-
ur á höfuðið, þau veittu athygli
hnappinum, sem ekki var vel
fægður, Þau fundu hvern minnsta
ryðblett á sverðinu eða illa
kembdan hest. Og naumast hafði
hin smávægilegasta óregla komið
í ljós, þegar sökudólgurinn var
fyrirvaralaust sóttur til saka. —
Undir þröngu einkennisfötunum
þrútnaði Adams-epli ofurstans
óhugnanlega, ennið fyrir neðan
stuttklippta hárið varð eins og
rauðrófa á litinn. Og á gagnaug-
unum blésu út stórar, bláar æð-
ar. Svo jós hann út úr sér, með
hásum, óþægilegum rómi, heilu
flóði, eða öllu heldur forar-
flaumi, af skömmum og hrakyrð
um. Heilli dembu af hroðalegustu
svívirðingum var hellt yfir hið
saklitla og stundum jafnvel hið
saklausa fórnardýr. Og stundum
var hið ruddalega orðbragð of-
urstans svo furðulegt að við liðs-
foringjarnir urðum hreint og
beint niðurlútir af blygðun í við-
urvist hermannanna.
Hermennirnir óttuðust hann,
eins og hann væri sjálfur djöfull
inn holdi klæddur, því að hann
hlífði þeim aldrei við erfiði og
refsingum og stundum varð
hann svo óður af bræði, að hann
barði þá beint í andlitið með
krepptum hnefanum. Einu sinni
varð ég sjálfur vitni að því, úti
í hesthúsunum, að ungur úlani
krossaði sig og tautaði stutta
bæn, þegar „gamli froskurinn"
— við kölluðum hann það, vegna
þess að í reiðiköstunum þandist
hálsinn á honum út, eins og hann
ætlaði að springa — fór hamför-
um í næsta básnum. Bukencic
hrjáði aumingja strákana svo að
þeim lá við örmagnan, barði þá,
lét þá gera hvíldarlausar riffil-
æfingar, þangað til handleggirn-
ir á þeim ætluðu að brotna og
neyddi þá til að ríða stöðustu
letibykkjunum, unz fótleggirnir
á þeim voru húðflettir og blæð-
andi.
Þó undarlegt kunni að virðast,
þá voru samt þessir góðu sveita
piltar í einfeldni sinni og hug-
leysi, hrifnari af harðstjóra sínum
en öðrum vægari og vorkunnsam
ari liðsforingjum. Það var eins
og einhver eðlishvöt segði þeim
að strangleiki ofurstans stafaði
af þröngri og þrákelknisleysi frá
hans eftir guðlegri reglusemi. —
Aumingja einfeldningarnir hugg
uðu sig auk þess við það, að við
liðsforingjarnir sluppum yfir-
leitt ekki mikið betur, en þeir
sjálfir, því að maðurinn er nú
einu sinni þannig gerður, að
hann þolir hinn strangasta aga
langtum betur, ef hann veit að
nágrannar hans verða að þola
slíkt hið sama. Á einhvern dular
fuilan hátt bætir réttlætið fyrir
ofbeldið aftur og aftur glöddu her
mennirnir sig við söguna um hinn
unga W, prins. Þar sem hann var
í ætt við konungsfjölskylduna
hafði hann ímyndað sér að hann
gæti krafizt allra hugsanlegra
sérréttinda. En Bukencic háfði
dæmt hann til 14 daga varðhaids,
alveg eins og um réttan og slétt-
an sveitapilt væri að ræða. Marg
ir áhrifamenn höfðu árangurs-
laust hringt frá Wien, til þess að
skerast í leikinn. Bukencic hafði
neitað að gefa eftir einn einasta
dag af dómi hins unga höfðingja-
sonar.
En þó var hitt enn undarlegra,
að jafnvel við liðsforingjarnir
gátum ekki annað en borið hlýj
an hug til hans. Við dáðumst líka
að hinni stirðu, óbiigjörnu ráð-
vendni hans. Og um fram allt
hinni félagslegu samheldni hans
við hermennina. Alveg eins og
hann gat ekki þolað rykblett á
frakka, leirslettu á hnakki, þann
ig gat hann heldur ekki þolað hið
minnsta óréttlæti. Honum fannst
hver hneykslisvottur innan her-
deildarinnar vera blettur á sín-
um eigin heiðri. Við tilheyrðum
honum og vissum það fyllilega,
að ef einhver okkar lenti í vand-
ræðum, þá var ekkert betra hægt
að gera, en að fara beint til hans.
í fyrstu skammaði hann mann
hlífðarlaust, en að endingu gerði
hann allt sem hann gat til að
hjálpa manni. Þegar um var að
ræða hækkun í tign eða fyrir-
framgreiðslu fyrir einhvern okk-
ar, tók hann málið ávallt föst-
um tökum, fór beint til hermála
íáðuneytisins og kom málinu í
gegn með einbeittni sinni og
hörku. Það var alveg sama hvað
hann skapraunaði okkur og
kvaldi, við fundum það alltaf
með sjálfum okkur, að þessi
sveitamaður frá Banat hélt uppi,
með meiri löghlýðni og heiðar-
leika, en nokkrir heldri manna-
og höfðingjasynir, anda og erfða
venjum hersins, þessum ósýni-
lega heiðri, sem við, illa-launaðir
undirforingjar, lifðum miklu
fremur á, en mála okkar.
Þannig var þá þessi Sveto^r
Bukencic ofursti, erki-harðstjóri
herdeildar okkar, sem ég elti nú,
auðmjúkur og áhyggjufullur, upp
stigann.
Ofurstinn opnaði dyrnar og við
gengum inn í herbergið hans,
sem með sínum spartneska ein-
faldleika líktist svefnlofti stúd-
enta: járnbeddi — hann neitaði
að sofa við meiri þægindi en
Francis Joseph í Hofburg — tvær
litaðar prentmyndir, til hægri
keisarinn, til vinstri keisarinnan,
fjórar eða fimm Ijósmyndir í
ódýrum römmum — af liðskönn-
unum og hersveitar-miðdegisverð
um, tvö krosslögð sverð og tvær
tyrkneskar skammbyssur — það
var allt og sumt. Enginn hæginda
stóll, engar bækur, ekkert nema
fjórir tágastólar umhverfis autt
og dúklaust borð.
Bukencic strauk yfirvaraskegg
ið nokkrum sinnum. Við þekkt-
um allir mjög vel þá hreyfingu
hans. Það var greinilegt merki
um óheillavænlega óþolinmæði.
„Hafið alla yðar hentisemi",
urraði hann að lokum, án þess
að bjóða mér sæti. Hann var enn
móður eftir gönguna upp stigann.
„Við skulum snúa okkur beint að
efninu — hvað liggur yður á
hjarta? Eru það fjárhagsvand-
ræði, eða kvennamál?"
Það var óþægilegt fyrir mig að
þurfa að standa á meðan ég talaði
og auk þess fannst mér ég líka
vera gersamlega óvarinn fyrir
— Það vantar tvær nýjar öryggisnælur í drifskaftið, ávaxta-
safa á kælikerfið og nýtt kerti í aðra luktina!
Vitið þér það að ég hef sent
þennan kjól þrisvar sinnum til
ykkar til að ná þessum bletti úr
honum, Og hér er hann enn.
Og ekki nóg með það. Ég hef
greitt ykkur tvisvar. Finnst yður
þetta rétt?
Nú, svarið þér! Finnst yður
það?
Nei, Markús Trail, kæri vinur,
hvernig hefur þú það?
hinu óþreyjufulla augnatilliti
hans. Ég flýtti mér því að taka
það fram, að ekki væri um nein
fjárhagsvandræði að ræða.
„Konur þá! Enn einu sinni. —
Hvers vegna getið þið aldrei unnt
ykkur neinnar hvíldar? Eins og
ekki væri til nóg af konum, sem
SUUtvarpiö
Sunnudagur 13. marz
8.30 Fjörleg tónlist fyrsta hálftíma
vikunnar.
9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir.
9.20 Vikan framundan.
9.35 Morguntónleikar:
a) „I Babýlon við vötnin ströng*',
mótetta eftir Palestrina •—
(Drengjakórinn í Vínarborg
syngur; Friedrich Brenn stj.).
b) „Te deum“ eftir Bruckner
(Maud Cunitz, Gertrud Pitzing-
t *. er, Lorens Fehenberger og
? Georg Hann syngja með kór og
hljómsv. útvarpsins í Mtinchen)
c) Tvö lög fyrir strengjasveit eft-
ir Grieg: a) ,,Hjartasár“ b)
t,,Vorið“ (Fílharmoníuhljómsv.
í Lundúnum leikur; Sir Eugene
Goossens stjórnar).
d) Rapsódía op. 53 eftir Brahms.
(Kathleen Ferrier og karlakór
flytja með fílharmoníuhljómsv.
• í Lundúnum; Clemens Krauss
stjórnar).
e) Rapsódía fyrir selló og píanö
eftir Béla Bartok (Janos Stark-
er og Otto Herz leika).
f) „Drottinn er vor sól og skjöld-
ur“, kantata eftir Bach (Þýzk-
ir listamenn flytja).
11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur:
Séra Oskar J. Þorláksson. Organ-
leikari: Dr. Páll Isólfsson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.15 Erindi: Um heimspeki Alfreds
North Whiteheads; II. (Gunnar
Ragnarsson).
14.00 Miðdegistónleikar: Operan „Boris
Godúiioff“ eftir Mússorgskij (Að-
alsöngvarar: Boris Christoff, Eu-
genia Zareska og Nicolai Gedda.
Hljómsveit útvarpsins í París
leikur. Stjórnandi: Issay Dobrow-
en. — Þorsteinn Hannesson óperu
söngvari flytur skýringar).
15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfr.).
a) Boston promenade hljómsveit-
in leikur létt lög.
b) Lög úr Vínaróperettum (Aust-
urrískir söngvaraf).
16.30 Endurtekið efni:
a) Vísnaþáttur Páls Bergþórsson-
ar frá 4. þ.m.
b) Frá tónleikum austurríska
píanóleikarans Walters Klien
sl. vor.
17.30 Barnatími (Helga og Hulda Val-
týsdætur):
a) Leikrit: „Oli fer til tunglsins'*
eftir Amund Schröder (Aður
útvarpað nóv. 1958).
b) Framhaldssagan: „Eigum við
að koma til Afríku?“ eftir
Lauritz Johnson.
18.30 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð-
jónsson).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.20 Tónleikar: Einar Vigfússon og
Jórunn Viðar leika sónötu í g-
moll op. 65 fyrir selló og píanó
eftir Chopin.
20.55 Spurt og spjallað í útvarpssal. —
Þátttakendur: Sigurður Olason
hæstaréttarlögm., Sveinn Jónsson
bóndi á Egilsstöðum, Sveinn Val-
fells forstjóri og Valdemar Krist-
insson viðskiptafræðingur. Sigurð
ur Magnússon fulltrúi stjórnar
umræðunum.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 14. marz
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Búnaðarþáttur: Klipping trjánna
og hirðing innijurta (Oli Valur
Hansson ráðunautur).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Tónlistartími barnanna (Fjölnir
Stefánsson).
18.55 Framburðarkennsla í dönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik-
ur. Stjórnandi Hans Antölitsch.
a) „Tancred“-forleikurinn eftir
Rossini.
b) „Pas de six“, ballettmúsík úr
óperunni „Vilhjálmur Tell“ eft-
ir Rossini.
c) Þættir úr ballettinum „Amor
galdrakarl" eftir de Falla.
21.00 Verzlunarþættir; I: Frumherjar
innlendrar verzlunar á Eyrar-
bakka (Guðni Jónsson prófessor),
21.25 Blástursmúsík: Kvartett fyrir tvo
trompeta, horn og básúnu eftir
Maurice Karkoff — (Gunnar
Schmidt, John Eriksson, Wilhelm
Lanzky-Otto og Helge Almquist
leika).
21.40 Um daginn og veginn (Vilhjálm-
ur S. Vilhjálmsson rithöfundur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (24).
22.20 Islenzkt mál (Dr. Jakob Bene-
diktsson).
22.35 Kammertónleikar: Strengjakvart-
Iett í cis-moll op. 131 eftir Beet-
hoven (Lener-kvartettinn leikur).
23.15 Dagskrárlok.