Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. marz 1960
Vanlar stóra
nýtízku íbúð
og aðra minni í sama húsi til leigu í vor. Helzt ein-
býlishús. — Tilboð merkt: „Góður staður — 9863“,
sendist afgr. Mbl.
Handlaugar
af morgum gerðum nýkomnar.
A. Jóhannsson og Smith hf.
Brautarholti 4 — Sími 24244.
Bióma útsala
Túlipanar, páskaliljur,
hyacinthur, iris.
Stótrfengleg lækkun.
Gróðrastöðin við Miklatorg. Sími 19775
Hin arlega vorkaupstefna
og iðnsýning í HANNOVER
verður haldin 24. apríl til 3. maí.
Á 700 þúsund fermetra sýningarsvæði verður sýnd
nær öll tækniframleiðsla Þýzkalands.
Við gefum frekari upplýsingar og seljum aðgöngu-
skírteini.
Lútið okkur skipuleggja ferð yðar til Hannover.
FERÐASKBIFSTOFA RÍKISINS
Sími 1-15-40.
— Reykjavikurbréf
Framh. af bls. 13
er enn í þeirri stöðu sem þeir
settu hann í og ekki eins snar í
snúningum og þeir hinir. Þjóð-
viljinn hefur raunar hvað eftir
annað vikið að því að Vilhjálmi
bæri í þessari stöðu að fara eftir
fyrirmælum Framsóknar og
kommúnista, enda gætu komm-
únistar og Framsókn, ef hann
hlýddi þeim, ráðið mestu í banka
málum þjóðarinnar. Ekki hefur
verið hljótt um viðurlögin, ef
hann færi öðru vísi að. Þögn
Tírúans um ræðu Vilhjálms nú
talar engu óskýrara máli um
hugarfar Framsóknarbroddanna
en hinar opinberu hótanir komm-
únista um þeirra hug.
Jóhanna Margrét Valent-
ínusdóttir — minning
í DAG hinn 13. marz 1960 er
ekkjan Jóhanna Margrét Valent-
ínusdóttir að Bifröst í Ólafsvík
90 ára. Er hún, auk þess að vera
elzti íbúi Ólafsvíkurkauptúns, nú
sem stendur, ein m'erkasta kona
þess byggðarlags.
Jóhanna í Bifröst, en svo er
hún alltaf nefnd, er komin af
merkum dugnaðarættum á Snæ-
fellsnesi. Hefur hún í ríkum mæli
erft dugnað forfeðra og formæðra
sinna.
Frú Jóhanna fæddist að Kóngs
bakka í Helgafellssveit hinn 13.
marz 1870. Foreldrar hennar
voru hjónin Valentínus Narfason
og Guðrún Hjálmarsdóttir, er
þar bjuggu þá. Voru fjögur börn
þeirra hjóna, létust tvö í æsku,
en bróðir Jóhönnu var hinn
þekkti smiður og hagleiksmaður
Alexander Valentínusson, er
lengi átti heima í Ólafsvík, en
sem fluttist síðar til Reykjavík-
ur. Var Alexander talinn einn
bezti smiður sinnar tíðar, jafnt
hagur á tré og járn, hér á Snæ-
fellsnesi. Var hann faðir Jóns
Alexanderssonar forstjóra í
Reykjavík og þeirra systkina.
Hagleikur hefur einnig auðkermt
systur hans. Um langan tíma
vann hún í og saumaði öil föt á
fjölskyldu sína.
Ung að árum fluttist frú Jó-
hanna með foreldrum sínum úr
Helgafellssveitinni til Eyrarsveit
ar. Bjuggu foreldrar hennar fyrst
í grasbýli einu í Eyrarplássi, en
síðar að Eiði. — Ung byrjaði frú
Jóhanna fjárgæzlu og smala-
mennsku. Alla tíð hefur auð-
kennt hana umhyggja fyrir dýr-
um. Aðeins 13 ára að aldri hjálp-
ar hún í fyrsta sinni á, sem var
að bera, en gat ekki fætt. — Síð-
an hefur hún hjálpað skepnum
svo oft að tugum eða hundruð-
um skiptir.
Seytján ára gömul fluttist hún
til Ólafsvíkur og var vistráðið
hjú á myndarheimili unz hún
giftist Guðbrandi Sigurðssyni for
manni í Ólafsvík hinn 20. nóv.
1895. Guðbrandur var talinn með
merkustu og mikilhæfustu mönn
um í Ólafsvík, enda hreppstjóri
Ólafsvíkurhrepps í mörg ár.
Strax og þau giftust réðust þau í
það þrekvirki að byggja' sér bæ
í Ólafsvík. Byggðu þau fyrst
lítinn bæ, sem hét Hekla, og
bjuggu þar í 5 ár. En árið 1900
réðust þau í það stórvirki að
byggja sér nýtt timburhús. Sýn-
ir það bezt stórhug og framfara-
viðleitni þeirra hjóna. Reistu
þau þá húsið Bifröst, sem ennþá
stendur, þótt stækkað hafi ver-
ið síðan, og þar áttu þau heima
meðan bæði lifðu og enn dvel-
ur frú Jóhanna þar hjá syni sín-
um. Hefur hún þannig átt heima
í húsinu ^em hún er við kennd í
nærri 60 ár.
Þau hjón eignuðust 6 efnileg
börn, sem öll komust til fullorð-
ins ára. Af þeim lifa nú Baldur
Guðbrandsson fiskimatsmaður i
Ólafsvik, giftur Þórunni Þórðar-
dóttur frá Borgarholti í Mikla-
holtshreppi, Skarphéðinn Guð-
brandsson fiskimatsmaður í Ól-
afsvík, giftur Laufeyju Þórðar-
dóttur frá Borgarholti, og frú
Torfhildur Guðbrandsdóttir gift
Matta Ásbjörnssyni skósmið í
Keflavík.
Frú Jóhanna varð fyrir þung-
um sorgum er hún varð að sjá 'á
bak þremur myndarlegum og
efnilegum börnum. Fyrst drukkn
aði elzti sonur þeirra hjóna árið
1918. — Það sýnir bezt skaplyndi
frú Jóhönnu að þegar sjóslysið
varð og 10 menn fórust, þá gekk
hún inn á hin sorgarheimilin til
þess að hjálpa og hughreysta.
Sjálf segir hún: „Drottinn hjálp-
aði mér og huggaði mig í minni
sorg, með því að senda mig til
að hjálpa og hughreysta“.
Það má segja að ævistarf henn
ar, hafi verið fólgið í húsfreyju-
og móðurstarfinu, og svo því
starfi að hjúkra og hughreysta.
Oft er hún búin að sitja við
sjúkrabeð og dánarbeð. Og þeg-
ar Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur
var stofnað, var hún aðalhvata-
maðurinn að stofnun þess, ásamt
systurdóttur manns hennar, frú
Sigrúnu Sigurðardóttur, sem lát-
in er fyrir nokkrum árum.
Að hjúkra, hjálpa og liðsinna
bæði mönnum og málleysingjum
var frú Jóhönnu í blóð borið.
En það ,sem auðkennt hefur
frú Jóhönnu alla ævi er frábært
líkamlegt og andlegt atgjörvi.
Þótt hún sé fremur smávaxin, og
fíngerð kona, var hún karlmanns
ígildi til allra útivinnu. — í erf-
iðum mógröfum upp á Ólafsvík-
urfjalli vann hún dag eftir dag,
og bjó sig þá sem karlmaður, til
að létta sér störfin, þótt engin
kvenmaður gerði slíkt á þeim ár-
um, en sem sjálfsagt þykir nú í
dag. Við heyskapinn stóð hún
myrkranna milli og vann af
kappi, og enn á síðasta surnri
gekk hún út þó á 90. aldursári
væri með orfið og hrífuna til að
heyja fyrir kindunum sínum. En
þegar við hana er sagt: „En hve
þú heldur þér vel, þrátt fyrir
öll störfin og áreynsluna“, svar-
ar hún: „Ekki er það mér að
þakka ,heldur honum, sem bless-
að hefur mig og mína og sem
gefur mér styrk, nýjan styrk með
hverjum nýjum degi“.
Frú Jóhanna er fróð kona og
segir vel frá ,heldur hún ó-
skertu minni og sálarkröftum,
þrátt fyrir hinn háa aldur.
Á þessum merkisdegi í lífi írú
Jóhönnu fær hún margar hlýjar
kveðjur. Fyrst og fremst frá börn
um og tengdabörnum, og barna-
barnabörnum, já barnabarnabörn
um, svo og öllu skyldfólki sínu
nær og fjær.
En sérstakar árnaðar- og bless-
unaróskir fær hún frá öllum Ól-
afsvíkurbúum, sem þakka henni
dvöl og starf í Ólafsvíkurhreppi
um 73 ára skeið.
Kæra frú Jóhanna. Vertu um-
vafin náð Guðs og blessun á ó-
komnum árum, eins þú hefur ver
ið það á árum þínum öllum.
Vinur í Ólafsvík.
HLUTAVELTA - - HLUTAVELTA
í dag kl. 2 hefst hlutavelta Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar í Listamannaskálanum.
Hún er vel þekkt fyrir fjölda ágætira muna m.a.:
Fatnaður — Matvara — Búsáhöld — Bœkur — Skrautmunir
Prjónavél — Súrsað rengi í kútum — Ekkert happdrætti —•
Dynjandi músik. Reykvíkingar komið og freystið gæfunnar
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt