Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUNBL4Ð1Ð Sunnudagur 13. marz 1960 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (óbm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsirgar: Arni Garðar Krtstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið VINNUFRIÐUR AÐ pem íslenzku þjóðinni ríður nú mest á, er að frið- ur haldist í þjóðfélaginu, þannig að viðreisnarráðstaf- anir núverandi ríkisstjórnar komist til framkvæmda, og geti sannað gagnsemi sína. Ríkisstjórnin hefur í raun og veru ekki beðið þjóðina um neitt annað en það, að fá tækifæri til þess að láta dóm reynslunnar ganga um úrræði hennar. V ísitölublekkingin íslenzka hagfræðinga og efnahagsmálasérfræðinga hef ur yfirleitt ekki greint á um það, hvar í flokki, sem þeir hafa staðið, að nú beri höfuð- nauðsyn til þess að hindra nýtt kapphlaup milli kaup- gjalds og verðlags. Það er ein- mitt slíkt kapphlaup sem á undanförnum árum hefur magnað verðbólguna, rýrt gengi krónunnar og grafið undan trausti þjóðarinnar út á við. í viðreisnartillögum ríkis- stjórnarinnar er gerð alvarleg tilraun til þess að hindra þetta kapphlaup, meðal ann- ars með afnámi vísitöluupp- bóta á laun. Þjóðin hefur að MOL t ÁGÆTRI ræðu, sem Bjart- mar Guðmundsson, alþing- ismaður, hélt á Alþingi fyrir skömmu um verðlagsmál landbúnaðarins, tók hann sér m. a. í munn ummæli merks bónda, er mælti á þessa leið: Ef hér væri engin mold og engin landbúnaðarfram- leiðsla, þá væri hér engin þjóð. Forn menningararfur í tilefni þessara úmmæla er ástæða til þess að benda á tvennt: í fyrsta lagi, að íslenzk þjóð hefur lengstan hluta ævi sinnar verið svo að segja ein- göngu bændaþjóð. Örlög hennar og saga er því nátengd ari landbúnaðinum en nokk- urri annarri atvinnugrein. ís- lenzk menning var þannig í upphafi bændamenning. Hinn forni menningararfur íslend- inga var skapaður og varð- veittur í sveitum landsins. í öðru lagi getur íslenzka þjóðin í dag ekki verið án landbúnaðar. Frá honum fær hún kjarnmestu og beztu matvæli sín. Mörg rök hníga þess vegna að því, að þessa gömlu og grónu atvinnugrein beri að efla og styðja. vísu talið sér trú um, að vísi- töluuppbæturnar væru sífellt að bæta henni upp vöxt dýr- tíðarinnar, hækkað vöruverð og framfærslukostnað. En sannleikurinn er sá, að vísi- töluuppbæturnar hafa átt rík- astan þátt í því að hækka verðlagið og skapa dýrtíðina. Með þeim hefur þjóðin verið að blekkja sjálfa sig og dylja sig þeirrar óheillaþróunar, sem leiddi til þess öngþveitis, er ríkti hér, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Aukin gjaldeyrisöflun Það sem nú skiptir því meginmáli, er að vinnu- friður haldist, framleiðsl- an verði rekin með fullum krafti og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar aukizt svo sem mest má verða. Ef þjóðin sameinast um þetta, er óhætt að fullyrða, að viðreisnarráðstafanirnar muni ná tilgangi sínum, að jafnvægi muni skapast í efna- hagsmálum landsmanna, og grundvöllur þar með verða lagður að áframhaldandi fram förum, uppbyggingu og batn- andi lífskjörum. DIN Sú nauðsyn er jafnt fyrir hendi, þrátt fyrir það að þátt- ur landbúnaðarins í þjóðar- búskapnum er nú allt annar og miklu minni en hann var áður fyrr. Sjávarútvegurinn stendur nú nær eingöngu undir gjaldeyrisöflun og út- flutningi og iðnaðurinn gegn- ir f jölþættu og mikilvægu hlutverki. Þessar þrjár höfuð- atvinnugreinar landsmanna verða að haldast í hendur, styðja hver aðra og sækja styrk hver til annarrar. Allur metingur og tortryggni milli þeirra er ekki aðeins óþarfur heldur skaðlegur. Hið nýja ísland Hið nýja Islapd verður að byggja framtíð sína á því, að j atvinnuvegir þess séu allir reknir á heilbrigðum grund- velli, með sem fullkomnust- um tækjum, þannig að þeir skapi sem mestan arð í þjóð- arbúið. Land og sjór verða að haldast í hendur. Gróðurmoldin og fiski- miðin, fossaflið og jarðhit- inn eru þau náttúruauð- æfi, sem við verðum að leggja kapp á að nytja af sem mestri framsýni og þekkingu. 1 UTAN IIR HEIMI ■>1 Afburða njdsnari eða svikahrappur? EINS og getið hefur verið um í fréttum hér í blaðinu, kom Sví- inn Nils Werner Larsson nýlega til Vestur-Þýzkalands eftir að hafa dvalið í sex ár fyrir austan járntjaldið. Kallaði hann þá í biaðamenn og skýrði þeim frá nýrri tegund eldflauga, sem Rússar hefðu smíðað. Væru þess- ar eldflaugar knúnar bæði kjarn- orku og venjulegu brennsluefni. Samkvæmt ósk sænsku lögregl unnar, kvaddi lögreglan í Ham- bcjg Larsson á sinn fund, og átti hann að mæta þar hinn 8. marz. En þegar stundin rann upp var Larsson horfinn. Öttuðust menn að hann hefði ef til vill horfið aftur austur fyrir tjaldið, en einn af vinum hans í Hamborg hefur nú skýrt frá því að svo væri ekki. Larsson er nú í góðum hönd- um, segir þessi vinur hans. Hann er nú með tveim mönnum ur bandarísku leyniþjónustunni, sem sendir voru frá Washington. Hvort þeir eru nú á leið til Banda ríkjanna, veit ég ekki. En ég er viss um að hann kemur mnan fárra daga. Hvað getur Svíinn sagt leyni- þjónustunni bandarísku? Ef hann hefur skýrt rétt frá, getur hánn gefið ómetanlegar upplýsingar. Ekki aðeins um eldflaugarnar nýju, heldur um ýmsar aðrar tæknilegar framfarir í Sovétríkj unum. Larsson heldur því fram að hann hafi frá 1953 haft það eitt í huga að öðlast sem mesta þekkingu á kjarnorkuvísindum Sovjetríkjanna til þess að geta gefið Vesturveldunum skýrslu um ástandið. Hann heldur því fram að þetta hafi lánazt framar óilum vonum. Sá eldflaugina Ég sá Rússana skjóta á loft kjarnorku-eldflaug 7. marz 1957, segir Larsson. Ég var þá í neð- anjarðar stjórnklefa í Krasnyi- Jar, sem er aðal eldflaugatil- raunastöð Sovjetríkjanna. Dr. Hoch Wolff, fyrrverandi yfir- verkfræðingur Krupp-verksmiðj anna, var yfirmaður minn og stóð fyrir framan mig þegar eldflaug inni var skotið á loft. Ég sá hana hverfa upp í næturmyrkr- ið. Þetta hljómar öfgakennt og Nils Werner Larsson er hug- myndaríkur. En eins og er virð- íst margt benda til þes að hann hafi í rauninni verið viðstaddur eldflaugaskot í Krasni-Jar, sem er suð-austur af Stalingrad. Þýzki eldflaugasérfræðingur- inn Fritz Sánger, prófessor frá Stuttgart hefur, ásamt 17 öðrum Teikning Larssons af eld- flauginni. vísindamönnum, hlustað á út- skýringar Larssons og athugað teikningar hans og stærðfræði- lega útreikninga. Segir prófessor inn að ýmsar af upplýsingum Svíans virðist réttar, aðrar er ekki unnt að staðfesta. Ýmis atriði skilur prófessor- inn ekki né heldur hans sam- starfsmenn, en þeim þorir hann ekki heldur að afneita. Staðhæfing Larssons um dvöl- ina fyrir austan járntjald virð- ist rétt. Svo virðist einnig sem honum hafi tekizt að gabba yfir- völdin þar, því hann hefur skír- teini sem sýnir að hann er með- limur austur-þýzka tækniráðsins sem hann segir að hafi ráðið sig til rússneskra eldflaugatilrauna. Áritanir í vegabréf hans eru í algjöru samræmi við útskýring- ar hans. Var njósnari fyrir Vesturveldin 1 Svíþjóð er tæknigáfa Lars- sons viðurkennd. Hann innritað- ist í sænska herskólann 22 ára gamall og lagði þar aðallega stund á eldflaugar. Gat hann sér mikmn orðstír fyrir stærðfræði- kunnáttu og lærdómsgáfu. Thorsten Grönsfors lögfræðing ur í Stokkhólmi segir þetta um Larsson: Mjög ungur gat verk- fræðingurinn sér mikla frægð fyrir fjölda uppfinninga í Sví- þjóð. Hann er án efa mjög hæf- ur til að ávinna sér tæknilegan og málefnalegan fróðleik. Grönsfors lögfræðingur kynnt- ist Larsson árið 1945 þegar hann var skipaður verjandi hans í njósnamáli. Larsson var þá dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir njósnir gegn Svíþjóð, en var sleppt úr haldi eftir aðeins tvö ár. Málsskjölin voru aldrei birt vegna þess að þau þóttu of þýð- ingarmikil fyrir varnir Svíþjóð- ar. En refsingin varð ekki til þess að stöðva njósnarann. í síðustu heimsstyrjöld segist hann ekki einungis hafa njósnað gegn föð- urlandi sínu, heldur einnig gegn Þýzkalandi. Hann heldur því fram að hann hafi útvegað Vest- urveldunum upplýsingar um V-2 eldflaugar Hitlers. Strax og hann var látinn laus 1948, hóf hann að nýju njósnarstarf sitt og seg- ist hafa unnið með mörgum hátt- settum herforingjum. Þessu hef- ur ekki verið mótmælt. Furðuleg viðskipti Larsson er ekki aðeins njósn- ari. Hann er fyrst og fremst æf- intýramaður og þekktur fyrir furðuleg verzlunarbrögð. Hann hefur útvegað Rússum hráefni frá Vestur-Evrópu á snilldarleg- an hátt. Verzlunarmenn í Vestur- Berlín hafa afhent honum vega- bréf til að verzla með í Austur- Þýzkalandi, en ekki fengið frá honum nein reikningsskil. Þessi viðskipti hafa ekki verið kærð vegna þess að peningaskipti milli Austur og Vestur-Þýzka- lands eru bönnuð. Þýzka vikublaðið Der Stern greiðir honum nú 8.000 þýzk mörk (rúml. 73.000,— kr.) fyrir að fá að birta frásögn hans af Framh. á bls. 23. Larsson útskýrir rússnesku eldflaugina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.