Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORCllNRT. AÐ1Ð Sunnudagur 13. marz 1960 AÞENA hefur tekið miklum stakkaskiptum í ytra tilliti á síð- astliðnum átta árum. Þegar ég var hér 1952 voru fjölbýlishús sjaldgæf og borgin bar svip ár- anna fyrir fyrri heimsstyrjöld. Nú þjóta stórar nýbyggingar upp eins og gorkúlur hvarvetna og heil hverfi hafa fengið alveg nýj- an svip. íburðarmikil nýtízku hótel eru á hverju strái, og borg- in er smám saman að fá svipað sköpulag og aðrar stórborgir á Vesturlöndum. ibúatala Aþenu er hálf önnur milljón. Mörg fátækrahverfin eru þó mikið til óbreytt, ömurleg á að líta en samt umleikin sólbirtu og hinni ódrepandi glaðværð Grikkja, sem líta jafnan björt- um augum á framtíðina, þó allt sé í kalda koli. Fólksstraumur- inn til Aþenu hefur verið gífur- legur á undanförnum árum og á eftir að skapa rfiikil vandamál, þegar framkvæmdir við bygg- ingar og önnur mannvirki minnka. Stjórnin hefur lagt meg- ináherzlu á að gera Grikkland að ferðamannalandi og búa í hagirn fyrir ferðamenn, einkum i Aþenu, en það er stefna sem fyrr eða síðar hlýtur að koma valdhöfunum í koll, því upp- byggingin í sveitum landsins hefur verið látin sitja á hakan- um með þeim afleiðingum að fólk flýr unnvörpum til borg- anna. Þó mikið sé um nýbyggingar í Aþenu er götulífið með svipuð- um hætti og áður. Fólksmergðin er gífurleg allar stundir dagsins, og vegfarendur eru erfiðir við- ureignar í umferðarmálum. Þeir nota akbrautirnar jafnt og gang- stéttirnar þegar þeim býður svo við að horfa, og má segja að það sé fífldjarfur leikur, því grískum bílstjórum er víst flest annað betur gefið en nærgætni. Ökutækin eru skemmtilega sund- urleit. Nýjustu árgerðir af amerískum bílum og eldfornar tvíhjóla asnakerrur aka hlið við hlið um breiðstrætin í bróðerni, sem endrum og eins er rofið af háværu rifrildi ökumanna og bílstjóra samfara miklum grett- um og handalátum. Fánýtt erfiði Umferðarljós eru sjaldséð í Aþenu og þar sem þau fyrir- finnast eru þau ekki sjálfvirk. Hins vegar standa tveir til þrír lögregluþjónar á öllum fjölförn- ustu götuhornum crg reyna af veikum mætti að hafa hemil á umferðinni, sem minnir einna helzt á „bílabrautina“ í Tívolí, þegar hún er full af óstýrlátum krökkum. Einn lögregluþjónanna stendur jafnan á upphækkuðum, umgirtum palli, eins og prestur í prédikunarstóli, baðar út öllum öngum og blæs allt hvað af tek- ur í hvella flautu, en það hefur lítil áhrif. Grikkir láta ekki stjórna sér í umferðinni fremur en í pólitíkinni. A gamlárskvöld fá þó blessaðir lögregluþjónarn- ir umbun fyrir sitt fánýta erfiði, þvi þá drífur að fólk með alls- kyns gjafir handa þeim, sem staflað er umhverfis „prádikun- arstólana“ á öllum götuhornum. Götumynd úr elzta hverfi Aþ enu. Skóburstararnir stunda iðj u sína fyrir framan gömlu kon- ungshöllina sem hýsti fyrsta konung Grikkja, Oþon, þýzkan prins sem sendur var heim til föðurhúsanna eftir 29 ára konungdóm árið 1862. Þá var Aþena aðeins lítið þorp kringum Akrópólis. í höllinni eru nú skrifstofur grísks stjórnmálamanns. Sigurður A. Magnússon: aramaniís o Hanar og sölumenn gaia Það er orðið miklu hljóðlátara í Aþenu en áður var, þegar öil farariæki borgarinnar lögðust á eitt um að framleiða þann óhóf- legasta gauragang sem mennsk- ar hlustir hafa haft kynni af. Þess voru jafnvel dæmi að menn tóku hljóðdunkana af mótorhjólum sínum til að láta heyrast betur í þeim! Nú er bannað að þeyta bílhorn í Aþenu, og er það til mikilla bóta, þó ekki sé bann- ínu hlýtt út í æsar. Aftur á móti hafa ekki verið settar neinar hömlur á notkun raddbandanna, enda færa Grikk- ir sér frelsið óspart í nyt. Frá morgni til kvölds glymja skræk- ar raddir sölumannanna sem ráfa um með varning sinn og lof- syngja hann af öllum þeim þrótti sem lungun leyfa. Þeir hafa á boðstólum margs konar varn- ing, allt frá ávöxtum og þvotta- svömpum niður í hárgreiður og happdrættismiða. Á morgnana blandast hróp sölumannanna hanagali úr nálægum húsagörð- um, og má vart milli sjá hver eru ómstríðari, raddbönd manna eða haná. A nóttunni eru kett- irnir hins vegar einir um hituna og stæla grát ungbarna af að- dáanlegri íþrótt. Kvenmannslaus kaffihús Torg og gangstéttir eru þétt- setnar fólki sem sötrar kaffisop- ann sirm við lítil borð í glamp- MANN VANAN afgreiðslusförfum vantar í Jónsbúð frá 1. marz. Uppl. gefnar í síma 1-60-86. milli kl. 6,30 og 7,30 e.h. mánud og þriðjud. andi sólinni. Hér geta menn drukkið kaffið undir berum himni svo að segja allan ársins hring. Skóburstararnir sitja á lágfættum stólum í löngum röð- um við allar helztu götur og láta aldrei undir höfuð leggjast að minna mann á rykið, sem er ein versta plága Aþenu, því hér kem ur sjaldan deigur dropi úr lofti. Kaffihúsin eru full af karlmönn- um sem hanga þar daginn lang- an yfir kaffibolla og teningaspili. Aþenu- bréf Þar sést aldrei kvenmaður. Þessi kaffihús hafa ekki annað á boð- stólum en kaffi, te og vatn og einhverjar dísætar kökur, og svo leigja þau út teningaspilin. Þjón- ar á slíkum stöðum sitja þó ekki auðum höndum, því það er stöð- ugt verið að panta kaffi í ná- lægum skrifstofum, og þeir eru á þönum með bakka sína upp og niður stiga eða hlaupandi eftir gangstéttunum yfir í búð á næsta götuhorni, þar seni búð- arþjóninn þarf að fá sér hress- ingu í erli dagsins. Hverjum kaffibolla fylgir ævinlega glas af vatni sem er jafnsjálfsagður hlut ur í daglegu lífi Grikkja og kjaftasögur í íslenzkum sauma- klúbbi. Hins vegar er ógerning- ur að fá kaffi í venjulegum veit- ingahúsum. Þar er bara seldur niatur. Skriftlærðir Það sem setur svip á götulífið auk lögregluþjóna, skóburstara og kaffihúsa er varningurinn sem liggur á gangstéttunum fyrir framan verzlanirnar (þetta á þó ekki við um helztu göturn- ar í miðborginni). Grísk búð er sambland af austurlenzkum baz- ar og vestrænu verzlunarhúsi. í iiestum borgarhverfum eru sér- stakar götur lokaðar bílum á rnorgnana. Þar reisa bændur og aðrir sölumenn tjöld sín og skála, og svo stendur markaður- inn fram til klukkan þrjú á dag- inn. Þar er jafnan fjölmennt, háreysti mikil og fjör. Á nokkrum hliðargötum í mið- borginni ber fyrir augu manns einkenniiega sjón. Þar sitja mið- aldra menn við lítii borð á gang- stéttunum og bíða viðskíptavin- anna eða eru í óða önn að af- greiða þá. Þetta eru „hinii skrift lærðu“, þ e. a. s. menn sem hafa það verkefni að lesa eða skrifa bréf íyrir þá sem hvorugt hafa iært. Eftir öllu að dæma eru margir Aþenubúar ólæsir og ó- skrifandi, en auðvitað aðeins með al eldri kynslóðarinnar, því skóla skylda hefur verið almenn um nokkurt skeið. Kjötkveðjuhátíð Síðustu þrjár vikurnar í febr- úar fór fram hin svonefnda kjöt- kveðjuhátíð, áður en fastan gekk í garð 29. febrúar. Var þá að von- um mikið um kátínu og allskon- ar grín, litríkar skrúðgöngur og fjörug grímuböll. í Aþenu var mest um dýrðir í Plaka, elzta hverfi borgarinnar í norðurhlíð- um Akrópólis, þar sem göturnar eru þvengmjóir krákustígar eða snarbrattar tröppur og veitinga- húsin bjóða upp á gamla gríska rétti og ósvikna þjóðlega tónlist. í þessu hverfi var hvert veitinga hús fullsetið og meira en það kvöld eftir kvöld, þjónarnir báru inn ný borð, þangað til hver þumlungur var undir lagður og sýndu ótrúlega leikni þegar þeir skáskutu sér milli borðanna með sjóðandi rétti og ilmandi vín. Loftið á þessum stöðum er mett- að matarlykt, vínangan, svita, reyk og steinfúkka, en yfir öllu saman svífur fjörug tónlistin. Gestirnir syngja fullum hálsi og kasta litríkum borðum og papp- írsdufti hver yfir annan; innan stundar er fólkið orðið eins og ein fjölskylda. Ef einhvers stað- að finnst auður blettur standa tveir eða þrír menn á fætur og hefja hinn sérkennilega gríska dans. Ss fyrsti dansar með ýms- um furðulegum kúnstum og er tengdur næsta manni með vasa- klúti og svo koma einn eða fleiri á eítir og dansinn heldur áfram hring eftir hring allt upp í stund arfjórðung, en í millitíðinni skipta dansendur um pláss, svo allir fái tækifæri til að leiða dansinn og sýna listir sínar. Jákvætt kæruleysi Það kemur útlendingnum ævinlega spanskt fyrir sjónir að sjá hið fullkomna kæringarleysi Grikkja um þá sem viðstaddir eru, þegar þeir dansa eða syngja. Þeir stíga fram á dansgólfið og heíja dansinn eins og þeir væru þaulæfðir listamenn og hefðu aldrei gerf annað en sýna list sína. Þegar út í dansinn er kom- ið er eins og þeir gleymi sér og öllum viðstöddum; dansinn verð- ur einskonar leiðsluástand sem magnast eftir því sem á líður. Þetca feimnisleysi kemur fram í öllum háttum Grikkja. Ég sótti t.d. eitt kvöldið virðulegan fyrir- lestur um býsanska list þar sem ýmsir fyrirmenn komu í sínu bezta stássi, en meðal þeirra sátu svo gamlar svartklæddar konur, sem virtust ekki hafa séð sápu árum saman, og ungir sendisvein- ar eða verkamenn, sem komu í skitagallanum óþvegnir og hjart- anlega skeytingarlausir um fínu fötin fyrirmánnanna. Þetta kvöld varð mér eitt áþreifanlegasta dæmið um óslökkvartdi fróðleiks þorsta Grikkja og fullkomna lít- ilsvirðingu fátæka mannsins á ytri virðuleik ríka mannsins, sem virtist hins vegar ekki hafá neitt við það að athuga að sitja við hliðina á óþvegnum sendi- sveini eða skóburstara, Lýðræði og einstaklingshyggja, sem jafn- framt felur í sér viðurkenningu á rétti náungans til að gera það sem honum sýnist, virðist vera Grikkjum í blóð borin. Karamanlís og asninn Þetta hefur ekki hvað sízt komið fram í grískum stjórnmál- um, endá hefur jafnan verið erf- itt að stjórna landinu sökum alltof margra flokka og sundur- leitra sjónarmiða. Papagos hers- höfðingi og Karamanlís eftir- maður hans hafa að tfísu stemmt stigu við flokkadráttunum í bili og myndað sterkan meirihluta- flokk, sem nú fer með völd, en skæðar tungur hafa fyrir satt að ekki sé allt með felldu um fylgi flokksins. Uagblöðin nota hvert tækifæri til að henda gaman að stjórnmála mönnunum og mörg þeirra birta daglega skemmtilegar skrípa- myndir af þeim. Grikkir hafa gaman af þessu, en einhverra hluta vegna er lögreglan kynlega hörundsár fyrir hönd valdhaf- anna. Lögregluþjónar og lög- reglustjórar hafa að vísu sjaldan fengið orð fyrir ofgnótt vits- muna, en sennilega slá grísku lög. gæzlumennirnir íslenzkum starfs bræðrum sínum við, þó ótrúlegt ! megi virðast, ef nokkuð má | marka af viðburði sem nýlega átti sér stað í Aþenu og varð kærkominn blaðamatur: Bóndi nokkur ók asnakerru sinni til Aþenu með varning sem hann ætlaði að selja. Asninn var eitthvað seinn í svifum í um- ferð höfuðborgarinnar, svo bóndi reiddist snögglega, sló í hann með taumnum og hrópaði: „Ætl- arðu að reyna að drattast úr spor unum, helvítið þitt, Karamanlís!" En svo óheppilega vildi til að á næsta götuhorni stóð lögreglu þjónn og hann heyrði munn- söfnuð bóndans rauk hann til og tók hann fastan ásamt asna, kerru og öllu tilheyr- andi. Þjónn laganna fór með bóndagreyið á lögreglustöðina og þar ákvað lögreglustjór- inn að höfðað skyldi mál gegn honum fyrir ósæmilegt tal um lögbcðin yfirvöld. Bóndi vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en náði sér samt í lögfræðing, og þeir komu' fyrir dómarann. Dómarinn spurði byrstur hverju það sætti að hann móðgaði sjálf- an forsætisráðherrann á almanna færi. „Vitið þér, herra dómari, hvað asninn minn er gamall?“ spurði bóndi. Nei, hann vissi það ekki. „Jæja, þá skal ég segja yður það. Skepnan er bráðum tíu vetra gömul og hefur gengið undir sama nafni frá fæðingu, og það var löngu áður en nokkur sála þekkti þennan Karamanlís ykkar, sem nú er orðinn ráð- herra“, Bóndanum var sleppt t skaðabótalaust!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.