Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.03.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 13. marz 1960 MORGVNBLAÐ1Ð 23 D , v -y , llands sem skipasmíðaráðunautur — DQLÓUf I ómasson frá l. marz 1945. Fyrsta starf mitt hjá Fiskifélaginu var að fara til Svíþjóðar og hafa éftirlit með smíði fiskibáta, sem ríkisstjómin lét smíða þar. Stóð það yfir í 15 mánuði. Á meðan ég var hjá Fiskifélaginu var ég formaður nefndar þeirrar, sem samdi „Regl ur um eftirlit með skipum og ör- yggi þeirra". Þetta var erfitt og vanþakklátt verk. Hins vegar voru öll önnur störf hjá Fiski- félaginu ánægjuleg. Ég gerði nokkrar teikningar, breytti mörg um teikningum og hafði eftirlit með skipum í smíðum. Ég hætti svo störfum hjá Fiskifélagi ís- lands í ágúst 1956 og flutti hing- að vestur. hvert það starf, sem gaf peninga í aðra hönd, t. d. tók ég einu sinni að mér að hreinsa baðstað meðan ég var í Frederikshavn. Þannig blessaðist þetta, og var ég skuldlaus, þegar ég kom heim til íslands 1916. ★ — Svo hefir þú tekið til ó- spiltra málanna, þegar þú komst heim? — Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Um þessar mundir var mikill útgerðarhugur í mönn um á ísafirði. Ég gerði teikning- ar og kostnaðaráætlun yfir skipa braut með vagni úr stáli fyrir 30 rúmlesta skip. Félag var stofnað og verkið hafið 1916, en vegna stríðsins og annarra orsaka var fyrsta skipið ekki sett á land fyrr en 1921. Verkefnið sóttist seint, kafaravinna var mikil og varð því ekki hjá því komizt að kaupa köfunartæki, en þar sem enginn kunni að kafa, varð ég að afla mér bóklegrar fræðslu um köfun og kafa sjálfur. Fyrirtæki þetta hét 'Skipabraut ísafjarðar, og starfrækti ég það til október 1944 með skipavið- gerðum og nýsmíði 16 skipa, að mestu fyrir eigin reikning. Oll stálskipasmíðin var í því fólgin að setja 11 plötur í E/s Elín. Svo varð lítið úr því högginu sem hátt var reitt — Jæja, þá hefi ég sagt þér flest það, sem á daga mína hefir drifið. — Og ekkert dregið undan? — Ekki sem í frásögur er fær- andi. Þú sérð, að ég efndi aldrei loforðið um að smíða fyrir ís- lendinga stálskip. En líka skal það tekið fram, að ég skulda þessu blessaða landi ekkert í námskostnað. Umsókn minni um styrk 1911 var ekki svarað. Ekki hefi ég heldur gengið í íslenzkan skóla, sem þá var styrktur af opinberu fé. Lýkur hér samtali okkar. Bárður G. Tómasson er einn þeirra manna, sem ég man fyrst eftir. Ég minnist hans sem virðu- legs og einbeitts stjórnanda, þar sem hann stóð með flautuna og stjórnaði með bendingum, þegar verið var að setja upp bátana í Slippnum. Svo byggði hann sejm mest var þó um vert af öllu, var, að hann kunni að kafa, en það þótti á þeim árum stórkostlegur atburður, ef það fréttist að Bárð- ur G. Tómasson ætlaði að kafa. Man ég eftir því, að ég þurfti að skrópa úr kennslustund ásamt nokkrum skólabræðrum mínum í Barnaskólanum, til að sjá hann í fyrsta skipti kafa. Þótti okkur það tilvinnandi, þrátt fyrir ör- ugga hirtingu, til að missa ekki af þessum stórkostlega viðburði, Allt þetta gerði það að verkum, að hann hlaut að vekja aðdáun ungra manna. Þegar talið barst að margvís- legum störfum Bárðar fyrir Isa- fjarðarbæ og afskiptum hans af félagsmálum, sveigir þessi hæg- láti heiðursmaður strax að öðru í álíégU'“ béta7'Það, umræðuefni. Eg skil strax, að það 1 er ekki ætlun hans, að ég fari að telja upp öll þau störf, sem hann hefir haft á hendi fyrir þetta bæjarfélag, eða þau verk, sem hann hefir lagt gjörva hönd á. — Skrifaðirðu ekki kennslu- bækur fyrir skipasmiði? — Öllu má nú nafn gefa, en ritstörfin eru nu heldur lítil að vöxtum. í frístundum mínum, sem ekki voru svo margar, meðan ég var á ísafirði, fékkst ég við að semja kver, sem ég kallaði „Lengd, breidd og þykkt“ um hagnýtingu flatar- og rúmreiknings, sérstak- lega ætlað iðnaðarmönnum. Kverið var fjölritað og notað við nokkra iðnskóla. Önnur frí- stundaiðja, sem tók nokkur ár, var „Reglur um smíði tréskipa". Þetta var fyrst skrifað sem kennslubók, og ekki er laust við að hún sé það enn. Vegna á- rekstra sem urðu vegna margra skipastærða varð ég oft að um- skrifa bókina, og var ég á tíma- bili farinn að halda, að mér myndi ekki endast ævin, til að klára hana. Þá kom fyrir atvik, sem reið baggamuninn. Það var einn blíðan, ísfirzkan vordag, er mikið var að gera, að einn af nemendum mínum var að höggva undinn planka, sem lagður var á sléttan steypupall. Bað ég hann að lána mér öxina, ég skyldi sýna honum, hvernig hann ætti að bera sig að. Um leið og ég steig á plankann og byrjaði að höggva, valt plankinn og axarhomið tók í sundur hælsinina. Snillingur- inn, Kristján Arinbjarnar, lækn- ir, tók mig á skurðarborðið, saumaði saman hælsinina, sem gengið hafði sundur um 6 cm, og setti fótinn í gips. Brátt varð ég svo frískur, að ég gat setið í stól við gluggann og notið hinn- ar fögru útsýnar til hinna tignu og litfríðu ísfirzku fjalla. — Og hvað svo? — Kláraðu nú reglugerðina, sagði ég við sjálfan mig. Ég var frá verki í 3 mánuði, kláraði handritið og reglugerðina og gekk óhaltur. Ég seldi svo ríkis- stjórninni handritið fyrir 750 krónur. mörgum árum síðar, komst ég að raun um, að hann er að eðlisfari hlédrægur maður. Hann er einn þeirra manna, sem setja málefn- in öllu ofar og meta lítils eigin hag á móts við það, að verða þjóð sinni að liði. Ég tel, að það hafi verið gæfa fyrir þennan bæ, að njóta starfhæfni hans á beztu árum ævinnar. Áhugamálin voru mörg og sá, sem les nú blaða- greinar, sem hann skrifaði á þess um árum, getur varla gert sér grein fyrir, að þær séu skrifaðar fyrir 30 árum Það málefni, sem átti þó hug hans öðrum fremur, var bygging Fossavatnsvirkjun- arinnar. Munu þeir, sem með honum störfuðu þar, lengi minn- ast verka hans í sambandi við þá þýðingarmiklu framkvæmd. Ég vil telja það einkenni Bárð- ar G. Tómássonar, að hann hefir alltaf verið með hugann í fram- tíðinni. Bjartsýni hcUis reyndist líka of mikil, þegar hann á öðr- um tug þessarar aldar fór að undirbúa sig undir það, að byggja stálskip fyrir íslendinga. Það átti ekki að koma í hans hlut, að teikna og byggja fyrsta stálskipið fyrir fslendinga. Það kom í hlut sonar hans, Hjálmars R. Bárðar- sonar, nærri 40 árum síðar. Sjö- tíu og fimm ára getur hann glaðzt yfir því, að þessi æskudraumur hans er nú orðinn að veruleika, að nýr þáttur íslenzk iðnaðar, sem eigi var til á yngri árum hans, er nú orðin staðreynd. En það yrði komandi kynslóð- um og íslenzkri verkmenningu ómetanlegur styrkur, að fá að erfðum þann óbilandi framfara- vilja og sóknarhug, sem hefir verið og er Bárði G. Tómassyni í blóð borinn. — Jón Páll. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. atburðunum fyrir austan járn- tjald. Rétt áður en hann hvarf lýsti hann því yfir að hann hefð.i sagt skilið við sitt fyrra líferni. Héðan af ætlaði hann að helga sig heimsfriðinum. Svikahrappur? Njósnari með afburða hæfileika? Þessu getur enginn svarað með vissu. Þess- I vegna er Nils Werner Larsson í Þegar ég kynntist manninum sviðsljósinu í dag. — Já, ég lenti í Reykjavík, eins og fleiri, en það má segja um mig, að „alltaf kemur Oddur aftur“. Ég seldi skipabrautina 1944 og réðist til Fiskifélags ís Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða stúlku til vélritunarstarfa frá 1. apríl n.k. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 1297, fyrir 19. þ.m. Osta- og Smjörsalán sf, Snorrabraut 54. Einbýlishús Til sölu er einbýlishús á góðum stað við Langholtsveg. Húsið er forskallað timburhús í góðu standi. Húsið er hæð og portbyggt ris. Á neðri hæðinni eru 3 herbergi, eldhús, bað, forstofur. Á efri hæðinni eru 2 herbergi, gangur og þvottahús. Bifreiðageymsla fylgir. Girt og ræktuð lóð. Verð kr. 365.000.00. Lán til 10 ára ca. 105.000.00. Lán til 5 ára kr. 70.000.00. Útborgun kr. 190.000.00. Upplýsingar gefnar í síma 34231. viriUR Simi 15300 Ægisgötu 4 Hjartans þakkir ykkur öllum er minntust mín á 60 ára afmælinu. — Guð blessi ykkur. Eyþrúður Loftsdóttir, Háukinn 2, Hafnarfirði Ég þakka af alhug sveitungum mínum, sky’dfólki og öðrum vinum nær og fjær, sem glöddu mig með heim- sóknum, höfðinglegum gjöfum og kveðjum á 70 ára af- mæli mínu 7. þ.m. Ég bið ykkur öllum blessunar. Ingvar Árnason, Bjalla, Landsveit. Gólfslípunin Barmahlíð 33. — Sími 13657. Schannong’s minnisvi-rðar 0ster Farimagsgade 42, Kþbenhavn 0. Lokað til kl. 1 végna jarðarfarar, mánudaginn 14. marz. Sighvatur Einarsson & Co. Garðastræti 45 — Skipholti 15. Móðir mín ANNA STEFÁNSDÓTTIR prestsekkja frá Stað, Súgandafirði, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15. marz kl. 1,30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, én þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á styrktarsjóðinn Gerðu- minni eða aðrar styrktarstofnanir. ■— Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna Brynjólfur Þorvarðsson Eiginmaður minn SIGURÐUR EINARSSON vélsmiður, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju mápudaginn 14. marz kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún Jónsdóttir. Eiginmaður minn JÓN KR. JÓNSSON Bárugötu 31, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15. þ.m. kl. 3. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. Guðrún Guðmnndsdótttr. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR GRÍMSSON fiskscdi, Laugaveg 74, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. marz kl. 1,30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á Sjálfsbjörg, félag fatlaðra. Guðmundína Oddsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, VALDEMARS GUÐJÓNSSONAR fiskimatsmanns, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 15. þ.m. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili tengdadóttur hans, Kirkjuveg 32 kl. 2 Sigurður Valdemarsson, Hulda Brynjólfsdóttir Ragna Valdemarsdóttir, Sveinbjöm Pálmason, Ásta Þórðardóttir og barnabörn. Innilega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGRlÐAR K. GUÐMUNDSDÓTTUR Ástríður Jónsdóttir, Jón Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.