Morgunblaðið - 10.04.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1960, Blaðsíða 2
2 MORCHTSBLÁÐIÐ Sunnudagur 10. apríl 1960 Leggjumst á eitt um stór- átak gegn krabbameininu Læknavísindin eru sigurvon mann- kynsins á atómöld Úr rœðu Sigurðar Bjarnasonar á Alþingi SL. MIÐVIKUDAG kom tillaga til þingsályktunar um auknar krabbameinsvarnir til umræðu á Alþingi. Flutningsmenn hennar eru eins og kunnugt er þeir Sig- urður Bjarnason, Benedikt Grön dal, I>órarinn Þórarinsson og Al- íreð Gíslason læknir. Sigurður Bjarnason flutti fram söguræðu fyrir tillögunni en aðal efni hennar er áskorun á ríkis- stjórnina um að beita sér fyrir því, í samráði við Krabbameins- félags fslands og heilbrigðisyfir- völd landsins, að krabbameins- varnir verði efldar, svo sem frek ast má verða. í þeim tilgangi verði m. a. lögð áherzla á: a) Að efla allar rannsóknir, sem nauðsynlegar eru við greiningu á krabbameini. b) Að auka stuðning við öfl- un fullkomnustu tækja til rannsókna og lækninga á krabbameini. c) Að bæta aðstöðu Ieitar- stöðvar Krabbameinsfélags ís. lands og athuga hvort tiltæki- legt sé að stofna leitarstöðvar utan Reykjavíkur. d) Að aukin verði almenn fræðslustarfsemi um sjúkdóm inn. Sjúkdómar, sem hefur verið útrýmt Sigurður Bjarnason hóf ræðu sína með því að vekja athygli á að um síðustu aldamót hefðu sullaveiki, holdsveiki, barna- veiki, taugaveiki og berklaveiki verið algengustu og skæðustu sjúkdómar á íslandi. Nú hefði þessum sjúkdómum verið út- rýmt úr landinu, að undantek- inni berklaveikinni, sem þó hefði að verulegu leyti verið sigruð. Hann kvað athyglisvert að tveim hinum fyrstnefndu sjúkdómum hefði aðallega verið útrýmt með sérstökum varnarráðstöfunum, sem byggzt hefðu á heilbrigðis- löggjöf. Árið 1890, sagði Sigurður Bjarnason, voru sett lög um sulla veikivarnir. Áður en þau komu til sögunnar, mun hér um bil 5. hver fullburða íslendingur Boidot biður Chessman líis PARÍS, 9. apríl. (Reuter).— Kvikmyndadísin fræga, Bri gltte Bardot, hefir skrifað Eisenhower Bandaríkjafor- seta bréf, þar sem hún bið- ur hann beita áhrifum sín- um til að bjarga lífi hins heimsfræga afbrotamanns Caryls Chessmans, en full- nægja á dauðadóminum yf- ir honum 2. maí n.k. í bréfi sínu kveðst Bardot túlka skoðanir „yfirgnæf- andi meirihluta þjóðar“, sem hrjósi hugur við, að taka skuli eiga Chessman af lífi innan skamms. — „t nafni fjölmargra Frakka, sem setja síðustu von sína á yður,“ segir kvikmynda- dísin, „bið ég yður af öllu hjarta að bjarga Caryl Chessmann. — Þakkir. — Briggitte Bardot“. hafa smitazt af sullaveiki. — Fyrsta áratug þessarar löggjaf- ar mun 12. hver íslendingur hafa smitazt. Næstu 10—20 árin smitazt nálega 1 af hverjum 150 og eftir árið 1920, þ. e. 30 árum eftir að þessi lög voru sett, er aðeins vitað um örfár tilfelli af sullaveiktissmitun. Varnir gegn holdsveiki Lög um varnir gegn holdsveiki voru sett árið 1899 eða um svip- að leyti og Laugarnesspítalinn tók til starfa. 20 árum síðar var útrýmingu þessa sjúkdóms svo vel á veg komið. að Guðmundur heitinn Hannesson spáði því, að sjúkdómurinn yrði að mestu horf inn úr landinu um miðja öldina, þ. e. um árið 1950. Hefur sá spádómur reynzt næsta réttur. Hér var um að ræða sjúkdóma af þekktum orsökum, sagði ræðu maður. En með krabbamein horf ir málið öðru vísi við, þar sem orsakir þess væru að verulegu leyti óþekktar enn. Skipulegarr aðgerðir gegn krabbameini Læknar telja nú fullvíst, sagði Sigurður Bjamason, að veruleg- um árangri í baráttunni gegn krabbameini megi ná með vel skipulögðum aðgerðum. Er það höfuðtilgangur þessarar tillögu að hið opinbera veiti allan þann stuðning, er það má, til þess að bæta aðstöðu læknavísindanna hér á landi í baráttunni gegn þessum skelfilega sjúkdómi. Sig- urður Bjarnason kvað Krabba- meinsfélag íslands og marga ágæta lækna hafa haft mikils- verða forystu um þessi mál á und anförnum árum. En þjóðin yrði að veita þeim og hinu mikilvæga starfi þeirra meiri stuðning en ennþá hefði verið gert. Sigurður Bjarnason 500 krabbameins- sjúklingar á ári Hér á landi þarfnast nálega 500 sjúklingar árlega sjúkravist- ar vegna krabbameins, sagði þingmaðurinn, og eru að jafnaði 50 þeirra innan fertugsaldur. Árlega deyja hér á landi úr krabbameini um 200 manns, og er það næstalgengasta dánaror— sökin. Krabbamein kostar meiri þján ingu fyrir einstaklingana en flest ir aðrir sjúkdómar, og ærið fé fyrir þjóðfélagið vegna vinnu- taps, sjúkrahúsvistar o. s. frv. Að vísu kostar meira að greina krabbamein á byrjunarstigi held ur en eftir að einkenni eru orðin Ijós, að því er læknar telja, en árangur af lækningunni verður þeim mun betri, því fyrr sem sjúkdómurinn finnst. Margt er hægt að gera Sigurður Bjarnason rakti síðan nokkuð þær leiðir, sem stjórn Læknafélags Reykjavíkur telur að til greina komi til aukinna krabbameinsvarna, í greinar- gerð, sem fylgir þingsályktunar- tillögunni. Hann kvað miklu máli skipta, að þjóðin gerði sér ljóst, að þótt vísindin virtust oft standa ráðþrota frammi fyrir þessum sjúkdómi, þá sýndi reynsl an samt sem áður áð margt væri hægt að gera til þess að auka sigurmöguleikana í baráttunni gegn honum. Læknavisindin hefðu á undanförnum áratugum unnið störkostlegra sigra í bar- áttu sinni gegn sjúkdómunum. Þeir sigrar hafa einnig verið unnir hér á landi, eins og ég minntist á áðan, sagði þingmað- urinn. Það er þvi eindregin skoðun okkar flutningsmanna þessar- ar tillögu að þing og þjóð, læknavísindum og ríkisstjórn beri að leggjast á eitt um stórt átak og raunhæfar aðgerðir í baráttunni gegn krabbamein inu. Mannslífið er dýrasta verðmæti hverrar þjóðar. — Stríðið gegn sjúkdómunum er háð fyrir sigri lífsins og mannúðarinnar, en gegn dáuða og óhamingju. Lækna- vísindin fela í sér sigurvon mannkynsins á atómöld, sagði Sigurður Bjarnason að lokum. Tillögunni var vísað til alls- herjarnefndar að umzæðunni lokinni. Dr. Banda Framhald af bls. 1. Banda frá því, að hann væri alls ekki bitur í garð Breta vegna þess að hann hefði ver- ætti ég að vera það?“, spurði hann. „Stjórnin gerði sína ið settur í fangelsi, „Af hverju skyldu, ég mína. Leiðir okkar lágu ekki saman og það varð árekstur. Af hverju skyldi ég vera bitur út af því?“ Þá fór dr. Banda mjög fögr um orðum um Macleod, ný- lenduráðherra Breta, sem enn er í Afríku og Iét leysa hann úr haldi, þvert ofan í vilja ráðandi manna í Mið-Afríku- rikjasambandinu. Um Macleod sagði dr. Banda: „Hann er stór maður, góður maður. Já, hann er kristinn sjentilmaður“ .Svo bætti hann við: — „Ef ég hefði enn verið í fangelsi þegar Macleod fór frá Njassalandi hefðu fylgismenn mínir í þús- undatali hertekið landsstjóra- bústaðinn í Zomba. Afleið- ingarnar hefðu getað orðið mjög sorglegar. „Hann var spurður, hvort hann byggist við að óeirðir brytust nú út í Njassalandi. — Nei, nú er eigin hætta á ferð um“, sagði hann, en bætti svo við með þungri áherzlu: — Við viljum sjálfstjórn nú þeg- ar, á þessari stundu“. Að lokum skýrði dr. Banda frá því, að rætt yrði um fram- tíð Njassalands á fundi í Lundúnum í júni og kom það flatt upp á menn, því Macleod hefur ekki gefið út neina yf- irlýsingu þess efnis. Talið er að dr. Banda vilji, að Njassa- land fái fullt sjálfstæði inn- an brezka samveldisins á næstu árum. Dr. Banda fer til Bandaríkj- anna 13. þ.m., þar sem hanu kemur fram í sjónvarpi og skýrir frá atburðum í landi sínu. A/A /5 hnútar / S/50 hnútar X Snjókoma »Oéi \7 Skúrír K Þrumur Kutdaskit Hitaskit H H*» L * Laqi 1 us . . . : r-1 ri— LÆGÐIN yfir Grænlandshafi er djúp, 955 mb., en færist lítið úr stað. Þokast þó norður eftir. Hún ræður vindum og veðrum um norðanvert Atlantshaf. Vestan við Græn- land kemur kaldur norðan- loftstraumur, sem beygir síð- an umhverfis lægðarmiðjuna og kemur hingað sem útsynn- ingur, þ. e. S eða SV átt með skúradembum og bjartviðri á milli. Vðurhorfur um hádegi í gær: SV-land til Breiðafj. og SV- miða: Sunnan og síðar SV- kaldi eða stinningskaldi, skúr- ir. Vestf. og Vestfj.mið: SA- og síðar SV-kaldi, skúrir. Norðurland til Austfj. og norðurmið til Austfj.miða: Sunnan og SV-gola, víða létt- skýjað. SA-land og SA-mið: Sunnan og SV-kaldi, skúrir. Afhugasemd frá Fasteignalánafélagi samvinnumanna við ,Frjálsri þjóð grem i MORGUNBLAÐINU hefir borizt „Athugasemd frá Fasteignalána- félagi samvinnumanna" vegna greinar, sem birtist í „Frjálsri þjóð“ 14. tbl. 9. árg. með fyrir- sögn um „milljónahneyksli í upp siglingu" og „nýtt gjaldeyrisstór- mál á döfinni hjá dótturfyrirtæki S.l.S.” í athugasemd þessari seg- ir að mikið sé af „rangfærslum og missögnum í greininni", en þar var m. a. sagt, að Líftrygg- ingaíélagið Andvaka — eitt af dótturfyrirtækjum SÍS hefði á sl. 6—8 árum veitt um 200 mönnum lán út á f asteignir, sem voru bund in því skilyrði, að þau breyttust í sarnræmi við gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri, þar sem þau voru talin endurlán á láni, sem Andvaka hefði tekið erlendis í þessu skyni.“ Þá segir þar einnig, að sumir lántakendur hafi synjað tilboði frá „Aand- vöku“ um að gerðardómur fjall- aði um málið, „nema málið sé allt rannsakað frá grunni, og þá m. a. það, hvort hér sé um raun- verulegt endurlán að ræða á er- lendu fé, sem geri lántakendum að skyldu að greiða meira en helmingi hærri upphæð en þeir fengu lánaða.“ í athugasemdum Fasteignalána félags samvinnumanna er því m. a. haldið fram, að mál þetta sé „Andvöku með öllu óviðkom- andi“ þar sem lántökur hjá brezka samvinnutryggingarfélag- inu Co-operative Insurance Society (CIS) í Manchester hafi farið fram á vegum Fasteigna- lánafélagsins, sem sérstaklega hafi verið stofnað fyrir tilstuðlan SÍS, Samvinnutrygginga og And- vöku. Vandinn í sambandi við þessi lán, sem Innflutningsskrifstofan hafi á sínum tíma samþykkt, sé sá einn, áð skera úr því, hvernig eigi að skipta yfirfærslubótum af síðasta láninu. Var það lán að upphæð 100 þús. sterlingspund tekið 1954 og þá til að byrja með greitt „inn til skrifstofu SÍS í Leith og síðan flutt hingað til lands. í árslok 1957 höfðu 40 þús. sterl.pund af upphæðinni verið flutt heim, en eftirstoðvarnar ekki fyrr en í lok sl. árs. Hins Framhald á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.