Morgunblaðið - 10.04.1960, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.04.1960, Qupperneq 13
Sunnudagur 10. apríl 1960 MORGUIVBLAÐIÐ 13 Framfarir hafa orðið mikiar í landbúnaði síðustu áratugina. hólmi af stórvirkum vinnuvélum. Orf og ljár hafa nú verið leyst af REYKJAVIKURBREF Laugard. 9 apríl Góðæri Vetrarvertíðin hefur víðast hvar gengið ágætlega fram að þessu, svo að allt útlit er fyrir, að hún verði einhver hin bezta, sem komið hefur. Gæftir hafa yfirleitt verið góðar og vel afl- azt. Megin hluti aprílmánaðar er þó eftir, en þá berst oft á land mesta aflamagnið. En það árar ekki eingöngu vel við sjávarsíðuna, heldur hefur líka yfirleitt v^rið góð tíð til sveita. Að vísu eru bændur ekki alltaf hrifnir af því, að snemma vori, því að þeir óttast vorhret- in, sem grandað geti nýgræð- ingnum. En svo lengi hafa hlý- indin nú staðið, að menn eru farnir að tala um, að svo geti farið, að lítt eða ekki muni gæta páskahrets. Ef sú spá rætist í ár, munu vissulega glæðast enn vonir þeirra manna, sem hafa óbifan- lega trú á því, að ísland geti orðið mikið skógræktar og jafn- vel kornyrkjuland. Enda fer varla milli mála, að veðursæld hefur hér stóraukizt síðustu ára- tugina. Ferðamaimaland En batnandi veðurfar mun ekki einungis styrkja landbún- aðinn heldur hlýtur það líka mjög að stuðla að uppvexti ann- ars atvinnuvegar, sem víða um lönd er meðal hinna þýðingar- mestu. ,Á undanförnum árum hefur margt og mikið verið rætt um ísland sem ferðamannaland, en framkvæmdir í því efni hafa verið í öfugu hlutfalli við mál- skrúðið. Því ber þess vegna að fagna, að Þorvaldur Guðmunds- son, veitingamaður, hefur nú ákveðið að ráðast í byggingu vandaðs gistihúss. Ef hafizt verður handa um byggingu eins nýs gistihúss, má gera ráð fyrir, að fleiri fylgi I kjölfarið, því að ferðalög verða nú æ meiri. Þeir sem ferðast meira og minna sér til skemmt- unar og hressingar á hverju ári, vilja helzt leita til nýrra landa, sem ferðalangar hafa lítt sótt heim fram að þessu. Ef það orð kemst á, að hér sé veitt eins góð þjónusta og vandlátir ferðamenn eiga að venjast annars staðar, er engum efa bundið, að þeir munu streyma til landsins. Verður síld Menn eru þegar teknir að skeggræða um síldina og finnst gömlum sjómönnum margt benda til þess, að gömlu góðu síldarárin séu að hefjast á ný. Dómur fiskifræðinga liggur enn ekki fyrir, en þeir munu þó vera fremur bjartsýnir og telja lík- legt, að sterkra síldar-árganga muni gæta í sumar. Það er að vísu ekkert nýtt, að bjartsýni gæti um síldveið- arnar, áður- en þær hefjast, og sjómenn hafa orð á því, að allt- af fiski blöðin. En hvað sem því líður, þá virðist nú full ástæða til bjartsýni. Við hljótum að vona, að góð- ærið haldist til lands og sjávar, því að nú ríður mikið á. ís- lendingar þurfa nú að standa undir miklum byrðum afborg- ana af fé því, sem þeir hafa eytt umfram það, sem aflað var á tímum vinstri stefnu. Efnahags ráðstafanirnar miða að því að stinga við fótum og styrkja efna haginn. En byrðar þær, sem allir landsmenn hafa orðið að taka á sig, hljóta að léttast óðfluga, ef vel ríkir.' aflast og vinnufriður Hngsjónasnaiið stjómarandstaða Á kappræðufundi Heimdallar og ungkommúnista var augljóst, að meðal þeirra fundarmanna, sem voru um og undir tvítugu, voru hverfandi fáir kommún- istar. Þetta talar skýru máli um það, að kommúnisminn er ekki lengur aðlaðandi fyrir hugjsóna- ríkt æskufólk. Þessi þróun er síður en svo einstæð fyrir Island, en hér bæt- ist það við, að við erum reynsl- unni ríkari — eftir daga vinstri stjórnarinnar — um úrræðaleysi kommúnista, þegar þeir fá að- stöðu til að beita áhrifum. Enginn efi er á því, að komm- únistaflokkurinn stendur nú höllum fæti. Sjálfum er flokks- mönnunum það Ijósast og af þvi m. a. eru sprottin hin miklu átök innan flokksins. Hvernig þeim kann að lykta, veit nú eng- inn, en hitt er deginum ljósara, að hið gamla baráttuþrek hefur elzt jafnmikið og leiðtogar flokksins. Kommúnistar eru þó enn sterkir í verkalýðshreyfing- unni og munu vafalaust halda völdum í mörgum verkalýðsfé- lögum næstu árin. En þar með er ekki sagt, að þeim takist að hrinda af stað vinnudeilum, því að verkamönnum er það ljósara en áður, að fyrir þá eru komm- únistar ekki að vinna, heldur reyna að nota þá í ákveðinni valdabaráttu, sem andstæð er ís lenzkum hagsmunum. Horfnar hugsjónir framsóknarmanna Menn reiknuðu ekki með því, að Viðbrögð kommúnista við til- raunum til að treysta íslenzkan efnahag yrðu á annan veg en raun ber vitni. Önnur viðbrögð hefðu verið í ósamræmi við hags muni alheimskommúnismans. Hitt er miklu verra, að lýðræðis- flokkur, Framsóknarflokkurinn, skuli taka algjörlega ósæmilega afstöðu. Hjá því verður varla komizt, að rekja nokkuð feril þessa flokks, ef menn vilja reyna að gera sér grein fyrir, hvernig það getur hent, að lýðræðisflokkur taki höndum saman við komm- únista í ofboðslegri baráttu til að hindra viðreisn, sem leiðtog- um flokksins er þó fullljóst, að varðar beinlínis efnahagslegt sjálfstæði landsins. Á kreppuárunum fyrir styrj- öldina var hér góður jarðvegur fyrir samvinnustarf vegna erf- iðleika atvinnurekenda. En þeir erfiðleikar voru að nokkru leyti utanaðkomandi, en jafnframt sprottnir af stjórnarstefnu, sem fjandsamleg var einkaframtaki. Framsóknarflokknum tókst að tengja sig samvinnuhreyfing- unni, sem aftur var studd af fjölda góðra manna, sem sáu ekki aðra leið vænlegri til árang urs í íslenzku þjóðlífi en víð- tækt samvinnustarf. Á þann hátt komst töluverður hugsjónasvip- ur á Framsóknarflokkinn um skeið. Sérréttinda- aðstaðan notuð til að ná valdi Sérréttindaaðstöðu þá, sem samvinnufélögin hafa notið fram á þennan dag, hagnýtti Fram- sóknarflokkurinn til að ná pen- ingalegu ofurvaldi á ýmsum sviðum og í ákveðnum byggðar- lögum nánast einokunaraðstöðu. Og til að halda ótvíræðum völd- um yfir öllum greinum sam- vinnustarfsins var SÍS eflt til æðstu valda, en sá hæstiréttur skyldi starfa í nánum tengslum við æðstaráð Framsóknarflokks- ins. Þetta fyrirkomulag þekkja landsmenn allir og þarf ekki að eyða að því orðum. Auðhring- urinn efldist og einskis var lát- ið ófreistað til að auka völd hans. Auðmagninu var einkum beint þangað, sem sjálfstæður atvinnurekstur var fyrir, og við- skiptin smám saman sölsuð und- ir sérréttindafélögin. Afleiðing þessa varð sú, að Framsóknarflokkurinn hélt áhrif um sínum, þó að hugsjónum væri kastað fyrir borð og for- réttindin notuð til hins ítrasta við að auka auð og völd. Rariglát kjördæmaskipun styrkti svo enn völd þau, sem á þennan hátt voru fengin. Nú hefur því ranglæti verið aflétt, svo að þingstyrkur flokksins er í betra samræmi við kjósenda- fjölda. Uggandi um eigin liaií n Rétt er að hafa það líka í huga ,að bændur, sem verið hafa helztu viðskiptamenn samvinnu félaganna, nauðugir viljugir, eru nú óðum að gera sér grein fyrir því, að hin skefjalausa fjárfest- ing SÍS og kaupfélaganna hefur mjör rýrt hag þeirra, því að fjármagn þeirra hefur verið bundið í misjafnlega hagkvæm- um framkvæmdum SÍS. Þetta gerir það að verkum, að leiðtogar Framsóknarflokks ins óttast það mjög, að augu bænda séu að opnast fyrir því, að starfsemi SÍS sé ekki þeim í hag, heldur hafi beinlínis rýrt hag þeirra verulega. Þegar sú þróun nær hámarki, sé mjög óheppilegt að vera utan stjórnar, því að margt megi gera í stjórn- araðstöðu til að styrkja SÍS og dylja þennan sannleika. Framsóknarmenn vita vel, að ríkisstjórnin hefur ekki hug á að beita þá eða aðra neinum þrælatökum. En þeir óttast, að þeir verði nú látnir búa við sömu lög og aðrir og þá verði Ijóst, hve illa þeir hafa farið með fé það, sem þeir hafa náð undir yfirráð SÍS. ! segir um flokk þeirra. Þeir telja sig engra annarra kosta eiga völ1 en berjast áfram fyrir forrétt- indum og ranglæti, því að ann- ars sé hætt við að völd þeirra \ og áhrif séu á enda. Yfir þessari sögu verður ekki \ hlakkað, því að hún gefur hryggi lega mynd af því, hvemig ann- ars margir góðir menn, hafa leiðzt skref af skrefi frá hug- sjónum samvinnu og jafnréttis, þar til þeir standa augliti til auglitis við þá staðreynd, að þeir eru máttarstólpar óréttlætis og einokunarvalds. Fyrir þjóðina í heild er það líka sorgarsaga, að stór stjórn- málaflokkur skuli byggjast á ranglætinu. Þess vegna verður að vona, að þess verði skammt að bíða að flokkurinn breyti stefnu og starfsaðferðum, svo að honum megi auðnazt að gegna hlutverki heilbrigðs lýðræðis- flokks. Auðlegðin keniur frá ntvinnuvep;- umrni Sumir virðast álíta, að Fram- sóknarflokkurinn geti þróast á- fram hugsjónalaus, ef hann haldi uppi nógu harðvítugri hagsmuna stefnu fyrir bændur, stefnu styrkja, niðurgreiðslna og fríð- inda. Þessir menn álíta, að bændur séu almennt orðnir þeirrar skoðunar, að landbúnað- ur sé slík vandræðaatvinnugrein, að hún geti ekki án þess þróazt. Svipaðar skoðanir voru uppi um sjávarútveginn, áður en efna hagsráðstafanirnar tóku gildi. Loks halda hrakspámenn þv£ svo fram, að íslenzkur iðnaður geti aldrei orðið samkeppnisfær við erlendan iðnað. Samkvæmt þessum kenning- um eru allar meginatvinnugrein ar Islendinga á hausnum og verða að njóta styrkja eða vernd ar og því sé sjálfsagt að láta það í té. Það hafi verið gert á tím- um vinstristefnu og hljóti að vera hægt enn. S.Í.S. á að greiða veltuútsvar sem aðrir Þessar skoðanir staðfestust áþreifanlega á dögunum, þegar lagt var fram frumvarp um bráðabirgðabreytingu á útsvars- lögum. Þar er gert ráð fyrir, að samvinnufélög greiði sama veltuútsvar og aðrir. Út af fyrir sig er lítil ástæða til að hæla sérstaklega veltuút- svörum, enda vonandi, að inn- an tíðar verði hægt að afnema þau með öllu. En það skiptir ekki máli í þessu sambandi. HinS vegar hafa Framsóknarmenn til þessa ekki verið sérstakir bar- áttumenn gegn veltuútsvörum. Það sem hér skiptir máli er, hve viðbrögð Framsóknar- manna voru ofboðsleg og örvænt ingarfull, þegar í Ijós kom, að samvinnufélögin áttu nú einu sinni að greiða sömu gjöld og annar atvinnurekstur. Fram- sóknarmenn kölluðu það bein- línis ofsókn að þeir skyldu látn- ir sitja við sama borð og aðrir. Berjast alltaf gegn réttlætinu Með þessum viðbrögðum varð ljóst, að Framsóknarmenn ætla enn að berjast gegn jafnrétti. Varla getur þeim beinlínis fund- izt ,að það sé réttlátt, að þeir búi við ein lög, en allir aðrir við önnur. En með því er þá í raun- inni líka sagt, að þeir séu bar- áttumenn ranglætisins. Skýringin á því er svo aftur fólgin í öllu því, sem að framan * En hvaðan koma svo að sið- ustu þessir styrkir? Auðvitað frá framleiðslunni sjálfri, frá. landbúnaði, sjávarútvegi og iðn- aði, því að allan okkar auð hljótum við að fá af því, sem framleitt er í landinu. Þennan einfalda sannleika hefur verið ótrúlega erfitt að fá menn til að skilja, og það jafnvel leiðtoga stjórnmálaflokka, sem lengi hafa verið að berjast við að styrkja alla með því fé, sem tekið hefur verið af styrkþegunum sjálfum. Sem betur fer eru augu manna nú sem óðast að opnast fyrir því, að þetta er ekki einungis hjákátlegt fyrirkomulag heldur rýrir það líka afköst framleiðsl- unnar á flestum sviðum. Þetta skilja bændur ekki sið- ur en kaupstaðabúar og þeir eru fúsir til að sýna það og sanna, að landbúnaður getur staðið óstuddur, ef hann fær rétt verð fyrir afurðir sínar og ekki er frá honum tekið til að styrkja aðra. Þess vegna getur Fram- sóknarflokkurinn heldur ekki lengur fengið bændur til fylgis við sig, þótt hann lofi að inn- leiða styrkja -og uppbótastefnu á ný. Heilbrigðara skattakerfi Áður var minnzt á breytingu á útsvarslögunum, sem m. a. gerir ráð fyrir jafnrétti að því er varðar álagningu veltuút- svars. Sú lagabreyting er hugs- uð aðeins til bráðabirgða, þar sem haldið er áfram heildar- endurskoðun skattalaga. Hins vegar hafa nú verið lög- festar víðtækar breytingar á j tekjuskatti. Eins og kunnugt er, . er nú gert ráð fyrir, að skatt- | frjálsar séu almennar launatekj- ur. Þannig eru t. d. hjón með Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.