Morgunblaðið - 10.04.1960, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. apríl 1960
MORCVNBLAÐIÐ
11
Sextug á morgun:
Frú Elísabet Hjalta
dóttir, Bolungavík
A MORGUN, 11. apríl, verður
frú Elísabet Hjaltadóttir í Bol-
ungarvík, 60 ára. Á þessum
tímamótum ævi hennar langar
mig til að senda henni afmælis-
kveðju. Elísabet á svo mikinn
þátt í hinni glöðu æsku, sem við
félagar barna hennar áttum.
Hávaðinn og galsinn, sem alltaf
fylgdi þessum glaða hóp, finnst
mér nú að hafi ekki alltaf hent-
að þreyttum húsbændum. Aldrei
vorum við ávítuð, alltaf glaðzt
með okkur, hvað við gátum
• hlegið og skemmt okkur vel. Oft
rifjum við það upp hjónin, hvað
gott var að vera á því heimili,
því að fyrir utan að eiga vin-
áttu barna þeirra allra, höfum
við verið hjú þeirra húsbænda.
Elísabet hefur verið farsæl
kona, enda haldið vel á sínu og
ekki veitt af, því hörð var bar-
áttan hjá þeim hjónum fram
eftir árum.
Elísabet er fædd í Bolungar-
vík 11. apríl árið 1900. Hún er
dóttir Hjalta Jónssonar, sjó-
manns, og konu hans, Hildar
Elíasdóttur. Hildur var einhver
sú elskulegasta gömul kona, sem
ég hef kynnzt, enda var hún
mikils metin af börnum sínum
og barnabörnum. Hildur dvaldist
hjá Elísabetu dóttur sinni frá
því að maður hennar lézt árið
1926 til hinztu stundar. Elísabet
giftist Einari Guðfinnssyni frá
Litlabæ í Ögurhreppi árið 1919
og áttu þau því 40 ára hjúskap-
arafmæli á síðastliðnu ári. Þau
hófu búskap í Hnífsdal og var
Einar í fyrstu formaður á litlum
bátum og byrjaði þar einnig
fiskvinnslu. Þetta voru erfiðir og
dýrir tímar að hefja búskap fyr-
ir ungt og efnalítið fólk, en trúin
á framtiðina og viljafestan
hjálpaði þeim yfir örðugasta
hjallann. Elísabet hafði á þess-
um frumbýlisárum kaffisölu í
Hnífsdal til að auka getu þeirra.
Árið 1924 flytja þau til Bolung-
arvíkur og stofnar Einar þar
verzlun og hefur útgerð, sem æ
síðan hefur vaxið og dafnað í
höndum' hans. Velgengni Einars
mun ekki sízt eiga rætur sínar
að rekja til þess, hve hann hef-
ur átt samhenta eiginkonu,
stjórnsama húsfreyju og yndis-
lega móður. Á heimili þeirra
hefur alla tíð ríkt einstæð gest-
risni og sannur höfðingsskapur.
Heimilisgæfa og barnalán er
mikil blessun, og hafa þau hjón
eignazt hvorttveggja í ríkum
mæli. Þar mun nokkru ráða,
hve börn þeirra hafa alltaf
fengið að vera óhindruð með
vini sína heima í félagsskap for-
eldra sinna, sem ávallt hafa
sýnt svo næman skilning á
áhugamálum æskunnar. Þau
hafa eignast 10 börn og hafa 8
þeirra komizt til fullorðinsára,
auk þess hafa þau alið upp eina
fósturdóttur. Barnabörn þeirra
eru nú orðin 22.
Elísabet hefur tekið mikinn
þátt í félagsmálum. Hún var um
langt skeið formaður Kvenfé-
lagsins Brautin og hefur oft
setið þing Kvenfélagasambands
íslands. Þá hefur hún starfað
mikið fyrir stúkuna og að slysa-
varnamálum. Hún hefur lengi
átt sæti í skólanefnd Hólshrepps
og eru skólamálin henni mikið
áhugamál.
Ég á enga betri ósk á þessum
heiðursdegi, en að hin stóra fjöl-
skylda fói að njóta Elísabetar
sem lengst, umvafin af kærleika
hennar.
Að endingu vil ég þakka
Elísabetu allan þann vinskap og
hlýju, sem ávallt hefur streymt
frá henni til mín og fjölskyldu
minnar og að æskuheimili mínu
í Bolungarvík.
Ingibjörg J. Jónsdóttir
frá Sólbergi.
nýkomin. —
★
Úrval af sirz*m, einlitum og
rósóttum. Gamla verðið.
★
Barnanáttföt frá kr. 37,00. —
Gamla verðið.
Dúnn- og fiðursængur og
koddar. — Allar stærðir
fyrirliggjandi.
★
Öll ti’búin rúmföt á gamla
verðinu. —
★
Saumum rúmföt eftir máli. —
Fljót afgreiðsla.
★
Mikið úrval af handklæðum
á gamla verðinu.
★
Nælon-sokkar í miklu úrvali.
Gamla verðið.
Á
Sent gegn póstkröfu.
Yerzlunin HELMA
Þórsgötu 14, sími 1877
Brúnt
peningaveski
með um 4000 kr. tapaðist sl.
föstudag, sennilega á neðan-
verðum Skólavörðustíg. Skil-
vís finnandi vinsamlegast skili
því á lögreglustöðina gegn
fundarlaunum.
með bögglabera og Ijósaútbúnaði,
Verð kr. 1838.00
Carðar Gíslason h.t.
Bifreiðaverzlun
Drengjareiðhjól
\
Vornámskeið í vélritun
byrjar í vikunni eftir páska, upplýsingar í síma 11640
daglega og eftir kl. 8 í síma 18643 hjá undirrituð-
um. Ságurbergur Árnason
0 PAL H.F. SlMI 24466
Rýmingarsaia
Sérstakt tækifæri til að gera góða kaup.
Vegna breytinga seljum við allar vörur verzlunarinnar á mjög
hagstæðu verði.
Mikið af kven og unglingaskóm úrval af inniskóm, barna-
skóm og karlmannaskóm og fl.
Ailt á að seljast rýmingarsaian hefst á mánudagsmorgun.
Komið og gerið góð kaup.
H E C T O R
Laugaveg 11.