Morgunblaðið - 10.04.1960, Blaðsíða 6
6
MORCUIS’BLABID
Sunrmdagur 10. apríl 1900
Þorskurinn berst enn á land.
Togrararnir
Tíðin hefur verið allstorma-
söm undanfarið hjá togurunum,
stundum mjög hvasst.
Skipin halda sig aðallega fyrir
Suð-vesturlandinu á Selvogs- og
Eldeyjarbanka. Engin skip eru
nú fyrir Norður- eða Vestur-
landi. Aftur á móti eru nokkur
skip við Austur-Grænland.
Aflabrögð hafa verið góð hjá
togurunum s.l. viku. Askur fékk
t. d. við fullfermi, mest karfa,
við Austur-Grænland á 9 dögum.
Ekki er vitað, að nokkur togari
hafi enn kastað flotvörpu.
Flest skipin hafa nú hætt sigl-
ingum, a. m. k. í bili, þó seldu
tveir togarar í s. 1. viku.
Fisklandanir s. 1. viku.
Jón Þorlákss. .. 101 t. 9 dagar
Neptunus ....... 127 t. 11 dagar
Þorst. Ingólfss. 200 t. 13 dagar
Skúli Magnúss. 222 t. 14 dagar
Fylkir ......... 213 t. 14 dagar
Ingólfur Arnars. 12 t. 7 dagar
saltfiskur 49
Hvalfell ....... 117 t. 10 dagar
Askur .......... 253 t. 9 dagar
Pétur Halldórss. 223 t. 14 dagar
Egill Skallagr.s. 187 t. 14 dagar
Sölur erlendis s. L viku:
Þorkell máni 205 t. £ 11.030
Jón forseti .. 200 t. 9.340
Reykjavík.
Alla s. 1. viku lá hann í sunn-
an- og suðaustan áttum, og mið-
vikudaginn var svo hvasst, að
enginn leit að sjó.
Aflabrögð hafa verið fremur
góð, þó skar fimmtudagurinn sig
úr með góðan afla. Komu þá á
land við 800 lestir af físki. Flest-
ir voru með 20—30 lestir, og
komst aflinn upp í 43 lestir, Ás-
geir. Flestir voru með 2ja nátta
fisk, þó kom Helga með 38 lest-
ir eftir nóttina. Vörður var með
25 lestir úr 2 trossum, mun það
vera með meiri afla, sem fengizt
hefur í ekki fleiri net.
Flestir bátanna eru með net
sín frá Baulurifi og norður fyrir
Þormóðssker, sem er í opinn
Faxaflóa. Fiskur er genginn alla
leið inn í Kollafjörð, og hafa
einstaka minni bátanna fengið
afbragðsafla innarlega.
Margir handfærabátar hafa
verið að skjótast út, en ekkert
fengið.
Það er erfitt að henda reiður
á afla dagróðrabátanna, því að
þeir leggja margir iðulega upp
afla sinn í öðrum verstöðvum, en
„Seltimingur“ hefur skrifað
Velvakanda bréf um sam-
gönguvamdamál þeirra Nes-
búa:
* Menningin og
samgöngurnar
„Það er svei mér ekki auð-
velt fyrir okkur íbúa í ae vax
andi byggðinni hér að halda
menningarsambandi við ykk-
úr þama í miðborginni. Stræt
isvagnaferðum hingað er
þannig háttað, að á hálftíma
fresti kemur vagn að Mýrar-
húsaskólanum, en að jafnaði
er það svo aðeins á klukku-
tíma fresti, sem ferðir eru alla
leið út í hið nýja íbúðar-
hverfi sunnan megin á Nes-
inu. Þeir sem þangað ætla,
verða því iðulega að ganga
hinn drjúga spöl frá skólan-
um og eins og verða vill oft
í misjöfnum veðrum.
þessir eru með mestan afla frá
%—7/4:
Svanur 402 t.
Ásgeir 380 t.
Barði 336 t.
Hrefna 307 t.
Afli útilegubáta.
Guðm. Þórðarson .. 660 t.
Hafþór 636 t.
Helga 610 t.
Björn Jónsson 562 t.
Auður 533 t.
Rifsnes 522 t.
Akraborg 361 t.
Keflavík:
Tíðin hefur verið erfið s. 1.
viku, austan og sunnan-áttir og
oft hvasst. Á þriðjudaginn var
alger landlega, og á miðvikudag-
inn reru aðeins við helmingur af
bátunum og það mjög seint, ekki
fyrr en eftir hádegi og gátu þar
af leiðandi lítið dregið. Á fimmtu
daginn var almennt róið í góðu
veðri, en á föstudaginn sneru
margir aftur vegna austan
storms, því að bátarnir eiga net
sín á miklu dýpi og geta ekki
dregið nema í góðu veðri.
Afli var ágætur á fimmtudag-
inn, en þá var fiskurinn líka 2ja
og 3ja nátta. Þann dag voru 4
bátar með yfir 40 lesta afla, Gylfi
II. með 46 lestir, Von II. 45,5
lestir, Guðbjörg 45 lestir og Kóp-
ur 44 lestir.
Akranes:
Flestir bátar eru með net sín
grunnt inn í miðjum flóa og enn
aðrir út af Þormóðsskeri. Afli
var góður í vikunni, algengt 10
—20 lestir, og á fimmtudaginn
var meðalafli á bát 20 lestir. —
Stærsti róðurinn í vikunni var
hjá Höfrung, 47 lestir.
Hljóðið er heldur gott í mönn-
um með aflabrögð, segja þeir mik
inn fisk genginn inn í bugt og
síld um allan sjó.
Handfærabátar eru ekki farn-
ir að fá 'fisk neitt að ráði, enda
ekki kominn sá tími, sem bezt
aflast á.
Aflahæstu bátarnir:
Sigrún .... 735 t.
Sigurvon .... 679 t.
Sigurður .... 635 t.
Sæfari ...... 623 t.
Böðvar .... 608 t.
Höfrungur .. 603 t.
Sv. Guðm.son 594 t.
Heimaskagi 582 t.
9 Tuttugu mínútur
eða 5 mínútur
Það vill hins vegar svo til,
að strætisvagninn staldrar í
þessum skemmri ferðum sín-
um alltaf við hjá skólanum
stundarkorn eða ekki nema
líttið eitt skemmri tíma en
það tekur hann að aka út í
íbúðarhverfið nýja. Göngu-
ferð þangað aðra leiðina tekur
að jafnaði um 10 mínútur,
þ. e. a. s. um 20 mínútur fram
og til baka. Þeta getur stræt-
isvagninn hins vegar hæglega
farið á 4—5 mínútum og ger-
ir það — en bara í annarri
hvorri ferð.
Ef hann færi alla leiðina í
hverri ferð, þ. e. á hálftíma
fresti, og til þess hefur hann
nægilegan tíma, yrði það ótrú
lega mikil samgöngubót.
Ekki alls fyrir löngu var
þessum ferðum alla leið út á
Vestmannaeyjar:
Alla s. I. viku var mjög erfið
tíð til sjávarins, en þó var róið
almennt alla daga víkunnar.
Afli var beztur á miðvikudag-
inn og þó einkum á fimmtudag-
inn, algengt 15—20 lestir hjá bát.
Föstudagurinn var að mestu
ónýtur, fjöldinn af bátunum kom
inn án þess að hafa dregið neitt
sem hét.
Handfærabátar litu ekki að
sjó alla vikuna vegna tíðarfars-
ins. Tveir eru nú hættir á hand-
færum og byrjaðir með línu og
búnir að fara tvo róðra og hafa
fengið 2—3 lestir. Ekki er þó vel
að marka þetta enn, því sjóveð-
ur var siæmt báða dagana.
Aflahæstu bátarnir:
Stígandi ....... 824 t.
Gullborg........ 785 t.
Leó ............ 756 t.
Eyjaberg........ 696 t.
Reynir.......... 658 t.
Kári ........... 651 t.
Víðir SU........ 629 t.
Dalaröst NK. .. 628 L
GullverNS....... 608 t.
Snæfugl SU .... 607 t
Hafrún.......... 606 t.
Bergur VE....... 589 t
Austurland.
Heildaraflinn í Austfirðinga-
fjórðungi frá 1. jan. til 31. marz
er 6.828 lestir. í marzmánuði ein
um hafa afiazt 3098 lestir eða
tæpur helmingur. Alls staðar
miðað við slægðan fisk með haus.
Á Hornafirði hafa aflazt frá
áramótum til s. 1. mánaðamóta
2680 lestir, í marz 1300 lestir.
Aflahæsti báturinn er Gissur
hvíti með 550 lestir. í marz var
hæstur Sigurfari með 228 lest-
ir, og var Gissur hvíti þá með
225 lestir.
Á Djúpavogi hafa aflazt frá
áramótum 743 lestir og þar af
306 1. i marz. Róa þaðan 2 bátar,
Sunnu- og Mánatindur.
Frá Stöðvarfirði róa Kamba-
röst og Heimir og frá Breiðdals-
vík Hafnarey. Hafa aflazt 701
lest frá áramótum.
í Fáskrúðsfirði hafa aflazt frá
áramótum 1041 lest og þar af
476 lestir í marz. Þaðan róa 3
bátar, fékk Ljósafellið í marz
180 lestir.
Einn bátur, Gunnar, rær frá
Reyðarfirði, hefur hann aflað
frá áramótum 245 lestir, í marz
80 lestir.
í Eskifirði hafa aflazt frá ára-
mótum 660 lestir á 2 báta. í marz
var aflinn 210 lestir, Hólmanesið
með 108 lestir og Guðrún Þor-
kelsdóttir með 92 lestir.
í Neskaupstað hafa borizt á
land frá áramótum 748 lestir,
þar af i marz 382 lestir. Aðallega
hafa róið þaðan 3 bátar, Goða-
borg, Hrafnkell og Stefán Ben.
fjórði báturinn, Reynir, hefur
farið nokkra róðra norður að
Langanesi og lagt þar þórskanet
pg aflaö sæmilega af ágætum
þorskL
Þess má geta, að frá Borgar-
nesið fjölgað um tvær og eiga
forsvarsmenn strætisvagn-
anna fyrir það þakkir skild-
ar. Vonandi er, að þeir sjái
sér fært að gera enn bót á og
breyta til svo sem hér hefur
verið lýst. Óþarft er að geta
firði eystra hafa 2 menn róið sam
an á bát með handfæri og farið
5 róðra og aflað 5 lestir.
Útflutningur Dana á síldar-
og fiskimjöli
var fyrstu 2 mánuðina í ár 18
millj. króna á mótí 45 millj. kr.
í fyrra. Perú hefur tekið mark-
aðinn frá Dönum í mjöli, einkum
þann ameríska og franska.
75% af þeim, sem stundað hafa
síldveiðar fyrir dönsku síldar-
verksmiðjurnar, eru horfnir að
því að veiða venjulegan neyzlu-
fisk.
Hefur nokkur gert sér grein
fyrir því, hvað unnt væri að
greiða hér fyrir málið af síldinni
með núverandi síldarmjölsverði,
sem er við 13 shillingar fyrir
eggjahvítueininguna, en var í
haust við 20. Þarna er á ferðinni
mikið vandamál, sem erfitt getur
c iið að leysa.
Slysahætta.
Sænskur dómstóll hefur nýlega
komizt að þeirri niðurstöðu, að
óhæft sé að láta hurð að stýris-
húsi opnast út. Nýlega olli þetta
drukknun.
Litlir skuttogarar.
Farið er nú að byggja erlendis
þess, hversu vinsælt það yrði
og hagkvæmt, ef ferðunum
yrði fjölgað eitthvað frá því
sem nú er, en það mundi þá
verða annað sporið í réttu
áttina“.
# Upplestur og próf
framundan
mmmmammuzMmmmmBmmmmni
Það er nú tekið að líða á
vorið, og tíminn því tekinn
að styttast hjá þeim, sem á
skólabekkjunum hafa setið í
vetur. í Verzlunarskólanum,
sem hættjr fyrstur allra skóla
á vorin, eru nú prófin raunar
komin í fullan gang, og er það
í mörgu tilliti til fyrirmynd-
ar. Aðrir skólar halda það
nokkur lengur út, en þar er
samt víðast skammur tími til
loka. Þar sem páskar fara nú
í hönd og ekki þykir að taka
því að halda áfram kennslu að
þeim loknum, rennur upp-
lestrarfrí nú saman við páska
leyfið hjá flestum. Velvakandi
vonar, að unga fólkinu verði
vel úr þeim tíma, sem það nú
fær til þess að rifja upp og
hressa upp á þekkingu sina.
litla skuttogara, 250 lestir að
stærð, með 495 og 330 ha. vélum.
Hafa þeir gefið góða raun, hvað
aflabrögð snertir.
Deilan um fisk'rerðið.
Það hefur verið ýmist fyrir
komulag á því að finna fiskverð,
sem gilda ætti milli útgerðar-
manna og fiskkaupenda. Oft hef-
ur verið um frjálst samkomulag
að ræða milli þessara aðila. Svo
hefur lika sá háttur verið á hafð
ur, að ríkisvaldið hefur samið
við aðila saman eða sitt í hvoru
lagi. Enn fremur hefur þriðja
leiðin verið sú, að ríkisvaldið hef
ur ákveðið óbreytt fiskverð, þeg
ar álitið hefur verið, að ekki hafi
verið um neinar verðlags- eða
kaupgjaldsbreytingar að ræða.
Að þessu sinní ætlaðist ríkis-
stjórnin til, að útgerðarmenn og
fiskkaupendur kæmu sér saman
um fiskverð. En það fór svo hér
eins og oft áður, að sínum aug-
um lítur hver á silfrið. Full-
trúar útgerðarmanna vildu halda
sig að því að fá starfsgrundvöll,
sem væri ekkí lakari en 1959, og
töldu sig hafa fyrirheit um það.
En fulltrúar fiskkaupenda bentu
á að taka yrði tillit til verðlækk-
unar á fiskimjöli, ýmissa sérbóta
á fiski o. fl. En aðalatriðið í þess
ari deilu er það, að verð beggja
er óraunhæft fyrir hinn aðilann.
Útgerðarmaðurinn getur ekki
gert út fyrir verð það, sem fisk-
vinnslustöðvarnar geta greitt, og
fiskkaupendurnir geta ekki keypt
fyrir LÍÚ-verðið. Er þetta mál
nú í algjörri sjálfheldu. Ekkert
raunverulegt fiskverð er tiL
Nú líður óðum að vertíðarlok-
um og að því kemur, að fiskinn
þarf að gera upp. Það er ekki
hægt að láta þessi mál reka á
reiðanum öllu lengur, án þess að
til stórvandræða komi. Og hvað
sem líður yfirlýsingum ríkis-
stjórnarinnar um að forðast af-
skipti af atvinnul.finu, eins og
frekast er unnt, þá mæna nú
allra augu á, að ríkisstjórninni
takist að koma hér á sáttum, m.
a. vegna þess að telja má, að
ríkisstjórnin beri nokkra ábyrgð
á því, að endamir ná ekki sam-
an með því gengi sem ákveðið
var.
Það sjónarmið ríkisstjórnarinn
ar við gengisbreytinguna, að
höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar,
sjávarútvegurinn, skyldi rekinn
hallalaus, var auðvitað hárrétt.
Taprekstur þess atvinnuvegar
myndi auðvitað fyrr en síðar
færa allt í strand. En sé séð fyr-
ir því, að útgerð og verkun afl-
ans geti gengið áfallalaust, er von
til þess að allri þjóðinni geti
vegnað vel.
skrifar ur
daglega lifimi