Morgunblaðið - 10.04.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 10.04.1960, Síða 10
10 MORGUN RT AfílÐ Sunnudagur 10. april 1960 Baráttan gegn eitur- lyfjasmyglurunum kEnginn glæpastarfsemi er eins vel skipulögð og alþjóða eitur-6 ^lyfjahringirnir, og um allan heim gera yfírvöldin sitt ítrasta til/ að koma í veg fyrir verzlun með hvíta eitrið. SMÁVAXINN japanskur sjó-. maður gekk meðfram húsveggj- unum eftir götu nokkurri í Yoko hama. Lögregluþjónn gekk spöl- korn á eftir honum. Þegar sjó- maðurinn varð þess var, herti hann á göngunni. Lögreglu- þjónninn virtist gera slíkt hið sama. Sjómaðurinn varð hrædd- ur og tók á rás. Lögregluþjónninn hafði í fyrstu ekki veitt sjómanninum eftir- tekt, en þessi einkennilega fram- koma hans varð til þess að hann hljóp á eftir sjómanninum, náði honum og tók í handlegg hans. — Þér þarna, eitt augnablik! Þegar lögregluþjónninn leit í stirnuð, glær augu hans, var hann ekki augnablik í vafa um að hér væri á ferð óviðbjargandi eiturlyfjaneytandi. Hann var fluttur til lögreglustöðvarinnar, en þrátt fyrir yfirheyrslur neit- aði hann að skýra frá því hvar hann hefði fengið eitrið. Það var ekki fyrr en næsta dag, þegar likami hans krafðist „sprautu“ að hann byrjaði að tala. Sjómaðurinn var skráður á flutningaskip, sem var í föstum siglingum milli Japans og hins kommúnistíska Kína. Auk venju. legs varnings flutti skipið í hverri ferð talsvert magn af heroini. Þessi handtaka, sem einungis orsakaðist af tilviljun, varð til þess að koma upp um víðtækan eiturlyfjahring, sem var stjórnað af háttsettum embættismönnum í Rauða Kína og méðlimum kommúnistalandanna í Austri. Tilgangurinn með smyglinu var tvenns konar. Annars vegar fengust á þennan hátt banda- rískir dollarar til að styðja kommúnistisku neðanjarðarhreyf inguna, en hins vegar — og það álitu menn aðalatriðið — stóð þessi félagsskapur að stórfelldu smygli til • Bandaríkjanna um Japan frá Kína. Þetta smygl var liður í tilraunum kommúnista til að grafa undan þjóðskipuiagi Bandaríkjanna. Baráttan gegn þessum glæpa- flokkum er af öllum vestrænum þjóðin álitin svo mikið nauð- synjamál, að yfirstjórn hennar hefur verið falin Sameinuðu þjóðunum. í eiturlyfjadeild S. þ. og hjá höfuðstöðvum alþjóðalög- reglunnar INTERPOL i París, er öllum skýrslum safnað. Allar upplýsingar um menn, skip, bæi og annað, sem grunur liggur á að hægt sé að setja í samband við eiturlyfjasölu, er skráð hjá Vörumerki frá Kina. INTERPOL, sem hefur aðsetur við Rue Paul Valéry í París. Þeir sem taka beinan þátt í eitur- lyfjasölunni, verða að vera menn — eða konur —, sem eru reiðu- búnir til að hætta lífinu. Njósnari um borð Enski rithöfundurinn Derek Agnew hefur ritað bók um starf leynilögreglumannanna sem vinna gegn ' eiturlyfjasölunni. Bókin, sem heitir Undercover Agent — Narcotics (útg. Souver- in Press — London), lýsir fjölda mála, sem Agnew hefur haft tækifæri til að rannsaka bæði hjá S. þ. og INTERPOL. Ein- kennandi dæmi er mál smávaxna sjómannsins í Yokohama. Vel skipulagt Hér var ekki um neina smá- muní að ræða. Harry Anslinger, sem er yfirmaður þeirrar deildar bandarísku lögreglunnar, sem berst gegn eiturlyfjasmygli frá Austurlöndum, telur að 700.000 dollara virði af heroini frá Kína berist á ári hverju til kommúnistaflokka Austurlanda. Helmingur þessarar fjárhæðar fer aftur til Kína, afganginum er skiptt milli smyglaranna og kommúnistaflokkanna, sem nota þessa peninga til flokksstarfsemi, vopnakaupa o. fl. Engir glæpir eru í dag jafn vel skipulagðir og einmitt eiturlyfja- smygl. Að sjálfsögðu eru ekki ávallt — eins og í umræddu til- felli með japanska skipið — stjórnmál á bak við smyglið. Megnið af öllu því ótrúlega magni af hvíta eitrinu, sem ár- lega er sent um allan heim, er selt sjúkum niðurbrotnum mönn- um í þeim tilgangi einum að skapa umfangsmiklum glæpafé- lögum um víða veröld ofsatekjur Þegar sjómaðurinn, Saito heit- ir hann, hafði, vegna eiturlyfja- þarfar sinnar, skýrt japönsku lögreglunni frá því að hann væri starfandi á smyglaraskipi, hafði japanski lögreglustjórinn strax samband við eiturlyfjadeild S. þ. Menn voru sammála um að ekki þýddi að ráðast um borð í skipið, sem enn lá í Yokohama. Senni- lega væru engin eiturlyf eftir um borð. Hins vegar átti að um reyna, næst þegar skipið kæmi til Japan, að fá leynilögreglu- mann skráðan á skipið sem einn af áhöfninni. Flokksstarf Lögreglumanninum lánaðist að fara þrjár ferðir með skipinu áð- ur en yfirboðarar hans fyrirskip- uðu honum að fara í land. Á þessum ferðum útvegaði Lin Hui ítarlegar upplýsingar um eitur- lyfjaverzlun kommúnista í Aust- urlöndum. Auk heroins flutti smyglara- skipið frá Kína skotvopn, sem — ásamt eiturlyfjunum — var dreift meðal kommúnistafélag- anna í Japan. í fyrstu ferðinni sem Lin Hui var með skipinu, sótti það farm sinn til Reisui í Norður-Kóreu. Strax í fyrstu skýrslunni sem Lin Hui sendi frá sér eftir að smyglaraskipið kom til Yoko- hama, sagði hann að afgreiðslu- menn eiturlyfjanna væru hátt- settir starfsmenn kommúnjsta- flokksins í Kína. Þeir stunduðu þessa iðju sína — sagði í skýrsl- unni — bæði í hugsjóna — og eigin hagsmunaskyni. Eiturlyfja- smyglinu var stjórnað um þjóð- nýtt útflutningsfyrirtæki í Kína, sem virtist vera algjörlega lög- legt. í Japan, sagði Lin Hui í skýrslu sinni, endurselja flokksstarfs- menn heroinið og tilgangur þeirra er að fá greiðslu annað hvort í hernaðarvarningi, eða í bandarískum dollurum. I annarri smygl-ferð sinni, var Lin Hui ásamt öðrum meðlimum áhafnarinnar settur á land í kín- versku hafnarborginni Darien nálægt Port Arthur. Þaðan ferð- uðust þeir 300 kílómetra vega- lengd landleiðis til Mukden. Þar sátu yfirmenn skipsins marga anna í japönsku borgunum Ky- ushu og Hiroshima. Sumt af smyglinu var flutt á land með bátum skammt frá Yokohama. Á ströndinni tóku bandarískir herflutningabílar við kössunum og fluttu þá burtu. Ekki tókst Lin Hui að komast að því her ók þessum bifreiðum. Nærrí gripini. f síðustu ferðinni lestaði smygl araskipið 500 hjólbarða fyrir bifreiðir, 100 kassa af bjór og 100 kassa af bandarísku Whisky í Japan og sigldi til ’Shanghai. Ekki vissi Lin Hui hvað þar skeði, því áhöfninni var fyrir- skipað að halda sig neðanþilja meðan skipið lá þar. Hann sá að- eins að hervörður hafði verið settur til að loka bryggjunni þegar skipið lagði að. Frá Shang- hai var siglt til Dairen og þar teknir um borð 30 kassar af eitur lyfjum og skammbyssum, en síð- an haldið til Vladivostok. í rúss- nesku höfninni var hvorki lest- að né losað, en níu Japanir, sem verið höfðu með skipinu, fóru í land. í marga daga þar á eftir lá skipið út af Chiba á Japan og beið þess að bátur kæmi frá landi til að sækja eiturlyf og vopn. Lin Hui stóð við borðstokkinn þegar Japanir komu um borð. Þekkjumst við ekki? spurði einn hinna nýkomnu og greip í Lin Hui. Mér finnst ég hafa séð þig áður. Þvínæst nefndi Japaninn nafn eins af yfirmönnum eiturlyfja- deildar lögreglunnar í Singa- pore, og sagði að sig minnti að hann hefði séð Lin Hui í íylgd með honum. Ég með lögreglumanni. Aldrei: lánaðist Lin Hui að segja með nokkurri sannfæíingu, og jafn- framt sýndi hann á sér hand- leggina, sem voru allir útstungn. ir af heroinsprautum. Til allrar hamingju fyrir Lin Hui létu Japanirnir sér þetta lynda og tóku tal saman. Þegar njósnarinn sagði frá þessu í skýrslu sinni, var hon- um fyrirskipað að fara tafarlaust í land. í skýrslu japönsku lögreglunn- ar til S. þ. um kínverska eitur- lyfjasmyglið, sem einnig inni- heldur frásögn Lin Hui, seg- ir m. a.: Aðalmaðurinn bak við kín- verska félagsskapinn er Cheng Lao San, sem er forstjóri svo- nefndrar Opium eftirlitsskrif- stofu þriggja héraða í nágrenni Það var að vísu mjög mikil áhætta fyrir lögreglumanninn, en í eiturlyfjadeild Singapore- lögreglunnar var Kínverji, Lin Hui, sem bauðst til að taka að sér þetta hættulega starf. Lin Hui voru fengnar heroin-töflur, sem voru það veikar að hann fékk útlit eiturlyfjaneytenda án þess að verða heltekinn ástríð- unni. Áður en hann sótti um stöðu á skipinu, var margsinnis stung- ið í upphandleggi hans með læknasprautum. Það fyrsta sem stýrimaðurinn bað um þegar Lin Hui sótti um pláss, var að fá að sjá handleggi hans. 100.000 glæpamenn eru skráðir í spjaldskrá Jnterpo'. fundi með háttsettum embættis- mönnum, og þegar skipið, sem farið hafði í viðgerð, kom aftur, var það lestað 40 kössum af hero- ini, kokaini, opium, ódýrum úr- um og skotvopnum. Kommúnistarnir voru það ör- uggir um að ekkert væri um þá vitað, að margir kassanna voru merktir nöfnum og heimilisfangi viðtakenda. Seinna tókst njósn- aranum að laumast niður í lest- ina og ná þar tveim merkis- spjöldum. Heimilisföngin voru skrifstofur kommúnistaflokk- við Shanghai. Hann er mesti opiumsali rauðliða og þeir sem með honum eru við verzlunina kalla hann Opium konung. Hann hefur trúnaðarmenn í Kobe og Tokíó, og sjö kínverskir komm- únistar, sem búsettir eru í Japan, hafa safnað fimm milljón yen, sem notuð voru til kaupa á skipi, sem flytur vörur fyrir Opium konung. Eiturlyf frá Kína gengur undir nafninu Rautt ljón, segir enn- fremur í skýrslunni, og er merkt kínverskum vörumerkjum. Til- gangur Opium eftirlitsskrifstof- Mogens Auning -Hansen skrifar um| )bókina Undercover* Agentnarcotics (eftir Derek Agnew^ (útg. Souverin Press-London) unnar er að útvega sambönd milli framleiðendanna í Kína og innflytjenda í öðrum löndum. Skrifstofan starfar í nánum tengslum við kínverska Þjóð- bankann, sem er fús að lána öll- um er vilja rækta opium. í húsi í París En það er — eins og tekið er fram — ekki einungis í Austur- löndum að eitúrlyfjasalan blómstrar. Og það er aðeins í fóum tilfellum sem hún er rekin í þeim tilgangi að útvega bann- færðum stjórnmálaflokkum fé. f Evrópu, Bandaríkjunum, Ná- lægum Austurlöndum og Suður- Ameríku — alls staðar þar sem veikar sálir eru háðar eitrinu — raka eiturlyfjahringirnir saman auðæfum. Og alls staðar reka yfirvöldin hlífðarlausan hernað gegn þeim. Miðstöð þessa hernaðar er í byggingu nr. 37 B við Rue Paul Valéry, þrönga götu sem liggur út að Avenue Victor Hugo skammt frá Sigurboganum í París. Lítið áberandi skilti yfir dyrabjöllunni skýrir frá því að hér sé til húsa Secrétariat Gen- eral Interpol. Það sjást engir varðmenn, engin skotskörð eða annað sem maður venjulega set- ur í samband við leynifélög, við anddyri alþjóða lögreglunnar í byggingunni, sem áður_ hýsti írska sendiráðið. Menn rekast oft á nafnið INTERPOL í skáldsögum og kvikmyndum. Þar eru leynilög- reglumenn stofnunarinnar Íátnir leysa flókin mál margra landa. En þannig vinnur INTERPOL ekki. Alþjóðalögreglan hefur ekki hóp starfsmanna, sem senda má heimsendanna á milli fyrir- varalaust. INTERPOL er fyrst og fremst miðstöð sem safnar alls kyns upplýsingum um glæpi og glæpamenn. Rúmlega fimmtíu manns vinna á skrifstofunum undir stjórn Marcel Sicots, sem er aðalritari stofnunarinnar. Allt eru þetta sérfræðingar, en ekki í því að vera fljótir að skjóta eða þunghöggir. Það láta þeir lög- reglumönnum viðkomandi landa eftir. Starf INTERPOL liggur í því að skrásetja glæpi og glæpa- menn og gefa upplýsingar. Um 100.000 alþjóða glæpamenn eru á skrám INTERPOL. Skýrsl- urnar segja ekki aðeins nöfn glæpamannanna. Þarna eru spjaldskrár með nöfnum, töku- nöfnum (aliases), fingraförum, lýsingum á mönnum og lýsingum á „vinnu“aðferðum þeirra og lifnaðarháttum. Frá París stendur INTERPOL í stöðugu útvarpssambandi, um sérstakt útvarpskerfi, við þau lönd, sem eru í sambandinu. Sem stendur eru 28 þjóðir meðlimir. INTERPOL starfar iNTERPOL vinnur að sjólf- sögðu ekki aðeins að eiturlyfja- málum. Allir þeir glæpir, sem talið er að geti haft þýðingu ut- an einstakra landa, eru skráðir í Rue Paul Valéry 37 B. Lýsandi dæmi um það hvernig Interpol vinnur er mál sem hófst í Kanada í september 1949. Konunglega riddaralögreglan í Kanada tók fastan mann í Montreal, sem ákærður var fyrir að verzla með heroin. Hann kvaðst heita Michel S .... fæddur 18. janúar 1918 í Brezku Kolumbíu. Kanadíska rannsókn- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.