Morgunblaðið - 10.04.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 10.04.1960, Síða 3
Sunnudagur 10 aprf) 1960 MORCUNRTAÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, Jómprófastur: Konan með ala- bastursbuðkinn Séð oian í Stórafoss. Drepnir úr dróma HVAÐA fossar eru þetta? munu margir margir spyrja — Reykvíkingar ekki síður en aðrir, þótt segja megi, að foss- armr séu við bæjardyr þeirra. En það er von að þeir undrist — þessir fossar haga sér ekki eins og aðrir fossar, sem Reyk víkingar sjá á ferðum sínum um sumarlandið. Fæstir hafa séð þá, því þeir sjást varla nema á 10 ára fresti og þá mjög skamman tíma, kannski 2—3 daga í mestu leysingum. Já, þeir eru í Elliðaánum — og hafa glatað birtingarkrafti sínum vegna rafstöðvarinnar, sem reist var við árnar á sín- um tíma. Stöku sinnum, þegar hleypt er í vestur-ána, vex þeim nokkuð ásmegin, en fullri dýrð ná þeir aðeins 1 mestu leysingum — eins og þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins tók þessar myndir, um miðjan marz sl. Hvern skyldi hafa grunað, að nokkrum dögum síðar, væru þeir horfnir eins og fyr- ir sjónhverfingu, þrumuraust- in þögnuð og krafturinn þorr- inn, tign og fegurð sömuleiðis, þar til vorinu þóknast að drepa þá aftúr úr dróma, og þeir spretta fram úr klettun- um. Þá er ekki úr vegi að minn- ast nafna þeirra og láta þau nljóma í hugskoti sínu, þegar þeir eru áftur horfnir, ★ Lárus Sigurbjörnsson, skjala vörður, er manna líklegastur til að vita nöfn þeirra, og því bregðum við okkur inn á Skúlatún 2. Helztu nöfnin eru þessi: Búrfoss, Skötufoss, Stórifoss Arnarfoss. með Skorarhyl, Kerlingarfoss, Arnarfoss og Kermóafoss, sem að vísu er í eystri-ánni — og Lárus minnir að hafi verið sprengdur. Allir Reykvíkingar hafa séð fossinn fyrir ofan brúna, en færri vita, að hann heitir Sjávarfoss, segir Lárus, þeir kalla hann bara fossinn í Elliðaánum. Hann er líka í eystri-ánni og hverfur því ekki. Búrfoss og Skötufoss eru beint fyrir neðan Skeiðvöll- inn, Stórifoss með Skorarhyl eru í þrengslunum fyrir neð- an Breiðholtshvörf, Kerlingar- foss er hinsvegar beint fyrir neðan Arbæ, Þar heita líka Kerlingarhólmar, milli ána — þrír að tölu. Arnarfoss er svo milli Blesugrófar og Löngu- grófar — og er þar eitt' nafn- ið, sem Reykvíkingar kunna ekki — Blesagróf, en ekki Blessugróf. Það var nefnilega ekki meri, sem staðurinn er skírður eftir, segir Lárus. Sigurður Guðmundsson, málari, gerði nákvæman upp- drátt af ánum með örnefnum. Meðal örnefna, sem eru miður kunn má nefna Kermóa- brekku, sem nú er kölluð Ar- túnsbrekka, en í henni er svo- kallað Reiðskarð. Þá má nefna Árhólma, á milli ánna, og Blásteinshólma, sem nú eru komnir á kaf vegna stíflunnar. í HÚSI Simonar situr Jesús að veizluborði, þegar óboðinn gestur gengur inn í salinn: ókunn kona, sem heldur á alabastursbauki með dýrum smyrslum. Hún brýt- ur baukinn og hellir ilmandi smyrslum yfir höfuð Jesú. Með- an ilmurinn fyllir húsið og sum- ir viðstaddra láta í ljós ógeð vegna þessarar óvæntu og óvenju legu athafnar, mælir Jesús fögr- um orðum til ókunnu konunnar, segir að hún hafi fyrir fram smurt líkama sinn til greftrunar, og að þess muni um aldur verða « •* **** Auk Blesagrófar og Löngu- grófar má nefna Margróf og fyrir neðan Éúrfoss og Skötu- foss heitir Pollur. — Þetta er nú það helzta, segir Lárus, en auk þess eru sögur bundnar við þessa fossa, t.d. er svo- kallað Árbæjarmál bundið við Skötufoss, en það mál var afbrýðismál, hliðstætt Stein- unnar-málinu alkunna. Það gerðist rétt eftir alda- mótin 17 hundruð. Þá var tví- býli á Arbæ. Kona annars á- búandans — hún hét líka Steinunn — og hinn ábúand- inn tóku sig saman um að drekkja bónda hennar í Skötu fossi og voru bæði dæmd í Kópavogi fyrir vikið. Hann var réttaður og henni drekkt í Kópavogslæknum. Þetta var þriðji maður konunnar. Þá má geta þess að í gamla daga var sú veiðiaðferð höfð að setja laxakistur við þessa fossa og gerðar stíflur. Vegna þessara laxakistna reis svo Elliðaár-málið, sem var mikið mál á sínum tíma og stóð yf- ir í samfleytt 5 ár. En það er ekki rúm til að rifja það upp að sinni. ■■ - — Athugasemd Framh. af bls. 2. vegar hafði SÍS greitt af hendi mótvirði sterlingspundanna í Is- lenzkum krónum, jafnóðum og lánin voru afgreidd til lántaka, enda gfengu þeir eftir því við for- ráðamenn Fasteignalánafélagsins, að iánin yrðu afgreidd sem fyrst. Þar sem 60 þús. sterl.pund voru ekki flutt heim fyrr en árið 1959, myndaðist sjóður hjá Fasteigna- lánafélaginu, sem svaraði yfir- færslubótum, 55% af fjárhæðinni. Nemur þessi upphæð um kr. 1.500.000.00. Reis því sú spurning, hvernig skipta bæri þessari fjár- hæð milli lántaka félagsins.“ Síðan segix: „Var stjórn Fasteignalánafél- agsins á einu máli um, að upphæð inni bæri að skipta á lántaka í III. lánaflokki eingöngu, þar sem skoða yrði hvern lánaflokk sem sjálfstæða heild. Einnig varð stjórnin sammála um, að upphæð inni skyldi skipta einungis milli þeirra lántaka í flokknum, sem fengu á sínum tíma lán, sem svara til síðustu £60.000:0:0, sem veitt voru úr flokknum. Byggir stjórnin þetta álit sitt á því, að: Eins og skuldabréfin, sem merkt eru „Litra A“, — A-lánin — bera með sér, eru lánin veitt í sterlingspundum. Fasteignalána félagið endurlánar sem sé sterl- ingspund, — eða öllu heldur jafii virði sterlingspunda, — sem það sjálft hefur fengið lánuð. Eðli- legt er að líta á, að félagið end- urláni sterlingspundin til lóntak endanna í þeirri röð, sem þau eru yfirfærð til íslenzkra banka, og þá jafnframt eftir því kaup- gengi, sem í gildi er, þegar yfir- færslan á sér stað“. Þá er m.a. sagt frá því, að stjórninni sé það kappsmál að hraða málinu og óski því eftir að því verði vísað til gerðadóms, sem geti útkljáð það á 2—3 mán- uðum í stað 2—3 ára, sem dóm- stólar gætu þurft. Um afleiðingar nýafstaðinnar gengisbreytingar segir svo undir lok athugasemdanna á þessa leið: „I umræddri grein er að því vikið, að lántakar Fasteignalána félagsins verði fyrir þungum bú- sifjum vegna gengisbreyting- anna. Ekki skal því á móti mælt, og sízt eru örlög íslenzku krón- unnar Fasteignalánafélaginu fagn aðarefm. En hinu mó heldur ekki gleyma, að lántakarnir leituðu sjálfir eftir lánunum og tóku þar með af fúsum og frjálsum vilja á sig áhættuna af hugsanlegum gengislækkunum. Við mat á þeirri áhættu hafa þeir og vafa laust haft í huga, að á móti geng islækkun myndi koma verðhækk un þeirra fasteigna, sem lánin gerðu þeim kleift að eignast". getið, sem hún hafi gjört, til minningar um hana. Þessi fagra saga (Mark.14,3—9) fylgir Pálmasunnudegi.--------- Ef sál þín er þrungin sorg, er gleði jafnvel þeirra, sem við hlið þína sitja, þér fjarlæg, eins og heyri hún öðrum heimi til. Skugg ar krossdauðans eru óðfluga aS færast nær Jesú og þess vegna situr hann hljóður við veizlw- borðið þetta kvöld. Gleði vin- anna nær ekki til hans. Ytri gleði getur ekki bægt sárum harmi frá hjarta mannsins. Veizluglaumur getur ekki þaggað niður söng sorgarinnar í manns- sálunni. En dimmum harmi getur samúðin dreift, og þá leið fann konan með alabastursbaukinn. Samúð sagði henni til vegar. Kærleikurinn þekkti þá leið, sem glaumi og gleði er lokuð. Þrásinnis hefi ég heyrt þá, sem leiddir hafa verið inn í harm- anna heim, segja: Það hefir verið mér ómetanlegt nú, að finna sam úðarylinn streyma til mín frá öðrum. Fyrir þann yl munu flest- ir móttækilegastir á sorgarstund- um. Og sjaldnasi er nokkur önn- ur leið fær til þess að bera þunga byrði með öðrum, en leið sam- úðarinnar, leiðin, sem konan fór, er braut baukinn í veizlusal Sím- onar líkþráa. Pálmasunnudegi er að halla. Bak við fagnaðarlætin hafði Jes- ús séð aðrar og skuggalegri mynd r. ^Að baki pálmaviðargreinanna hafði hann séð Golgata, kross- inn, rísa. Bak við gleðisöngvana hafði hann heyrt annan og dap- urlegri söng. Sorgina hafði hann borið hljóður og einn þennan dag, ljúfmannlega tekur hann boði Símonar og gengur að gleði- boði hans með lærisveinum sín- um. Menn tala þar hátt um atburði dagsins, fögnuð lýðsins, hinar glæsilegu móttökur. En sál Jesú sveipast dýpri og dýpri sorg. Þá er það, að inn í veizlusalinn kemur konan með alabasturs- baukinn. Kærleikurinn kemur að þeim dyrum opnum, sem öðrum voru læstar. Hver var þessi kona? Menn hafa reynt að gefa henni nafn, sem af öðrum atburðum guð- spjallanna væri kunnugt, svo sem nafn Maríu í Betaníu. En eins og ekkjan við fjárhirzluna kom og fór, svo kemur þessi kona nafn- laus fram ó sjónarsviðið og hverf ur þaðan nafnlaus aftur. Vafalaust hefir hún þekkt Jes- úm. Einhvers staðar hefir fund- um þeirra borið saman áður, ein- hvers staðar hefir hún hj,ustað á hann áður, og í svo mikilli þakkarskuld finnur hún sig við hann, að hún velur þessa fögru leið til þess að greiða skerf af þeirri skuld. Nú hafði hún gert það, sem i valdi hennar stóð. Á veizlugieð- ina er fallinn fölvi, en gleðialda fer um sál Jesú. Baukurinn ligg- ur brotinn á gólfinu. Ilmurinn fyllir húsið. Og nú er Pálma- sunnudeginum lokið. Til þess að greiða skerf af stórri skuld, kemur konan í hús Símonar að kvöldi Pálmasunnu- dags. Andspænis atburðum þeirra sorgardaga, sem nú eru framundan, ættum vér öll að sjá, hve stór er sú skuld, sem vér stöndum í við h^nn, er var gestur i húsi Símonar. Svo mikið gerði hann fyrir oss. Svo mikið var það og ívo ægilega dýru verði var það keypt. En hvað gjörum vér til þess að greiða skerf af þeirri skuld? Um það spyr oss sagan af kon- unni með alabastursbuðkinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.