Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIB lÁugardagur 7. mal 1960 Norskur sérfræðingur í niður- suðutækni hér á ferð UM nokkurt skeið hefur staðið til, að fenginn yrði hingað á veg- um Iðnaðarmálastofnunar ís- lands (IMSÍ) og tækniaðstoðar Bandarikjastjórnar (ICA) sér- fræðingur til leiðbeiningar fyrir íslenzkan niðursuðuiðnað. Var niðursuðuverksmiðjunum til- kynnt í maí 1959 um þetta og létu þær allflestar í Ijós ein- dreginn áhuga á málinu. Ráðgert var, að hingað kæmi þekktur bandarískur sérfræðingur í þessu skyni, en hann féll frá skömmu áður en för hans skyldi hefjast. Að svo komnu máli var ákveð- ið að reyna að fá hingað norsk- an sérfræðing, sem starfaði hér um mánaðarskeið á sl. ári og er nokkrum aðilum í niðursuðuiðn- aði okkar þegar að góðu kunnur. Aukin afköst í Grænlandi KAUPMANNAHÖFN, 5. maí. — Félagið Nordafar í Færeyinga- höfn á Grænlandi er nú að end- urskipuleggja starfsemi sína og miðar allt við stóraukna fram- leiðslu á komandi vertíð. Munu afkastamöguleikar félagsins þre_ faldast frá því sem var árið 1959. Keyptar hafa verið þrjár flökunarvélar, sem hver um sig getur unnið 4 tonn af hráefni á klukkustund. Áætlað er að framleidd verði 1200 tonn af flökum og 6—700 tonn af saltfiski. Framleiðslan er öll seld fyrirfram til Bretlands og Bandaríkjanna. Er hér um að ræða norska véla- verkfræðinginn Carl Sundt- Hansen og kom hann hingað í fyrradag. Siðan Sundt-Hansen lauk námi við Norges Tekniska Höyskola í Þrándheimi 1940 hefur hann lengst starfað í sambandi við niðursuðuiðnað, síðustu átta ár- in sem sjálfstæður ráðgefandi verkfræðingur, aðallega á sviði niðursuðu sjávarafurða og hafa verkefni hans aðallega verið skipulagning niðursuðuverk- smiðja og vélaverkfræðileg við- fangsefni í fiskiðnaði. Áður starf aði Sundt-Hansen m. a. fyrir vélaverkfræðifirmu, Studiesel- selskabe t for Norsk Industri, Rannsóknarstofnun norska nið- ursuðuiðnaðarins og dósaverk- smiðjuna A/S Stavanger Blikk- trykkeri. Á síðasta ári vann hann m. a. í íran sem ráðgef- andi sérfræðingur. Starf Sundt-Hansen, sem mun dveljast um tveggja mánaða skeið hér á landi er hugsað þannig í framkvæmd, að einstök um niðursuðuverksmiðjum verði gefinn kostur á að fá hann í nokkra daga til leiðbeininga- starfs í sambandi við framleiðslu tækni og rekstur og að hann skili hverri verksmiðju skýrslu um þau atriði, sem tekin eru til meðferðar. Þá er jafnframt gert ráð fyrir, að hann taki saman yfirlitsskýsrlu um vandamál niðursuðuiðnaðarins í heild og geri tillögur um með hverjum hætti megi örva þróun hans. Þess kal getið, að ÍMSÍ hefur haft nána samvinnu við dr. Sig- nrð Pétursson, gerlafræðing við Atvinnudeild Háskólans um und irbúning þessa máls og mun hann ásamt IMSÍ vinna að því að starf hins norska sérfræðings hér komi niðursuðuverksmiðjun- um að sem mestum notum. Æskilegt er, að þeir aðilar, sem hugsa sér að njóta góðs af starfi Sundt-Hansen og ekki hafa þegar haft samband við Iðnaðarmálastofnunina þar að lútandi gefi sig fram sem fyrst. (Frá Iðnaðarmálastofnun Íslands). Nýtt smásagna- safn eftir Friðjón Stefánsson í GÆR kom út hjá isafoldarprent smiðju ný bók eftir Friðjón Stefánsson. Er þetta safn smá- sagna, er nefnist „Trúnaðarmál“. Friðjón Stefánsson er löngu þjóðkunnur fyrir smásögur sínar. „Trúnaðarmál“ er fjórða smá- sagnasafn hans. Aður hafa komið út „Maður kemur og fer“, „Ekki veiztu" og „Fjögur augu“. Marg- ar þessara sagna hafa birzt í þýð ingu erlendis og í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku hafa sögur nans verið fluttar í útvarpi og birzt í bókmenntatímaritum. Sög- urnar í þessu nýja safni eru alls þrettán. * Pluvialis spricaris á flugi f GÆR minntist ég á það hér í dálkunum að ísland væri Paradís náttúrufræðinga og náttúruskoðenda. Er ég fór að glugga í þá upplýsingapésa sem útbúnir hafa verið fyrir brezka náttúrufræðinga, varð flugi. Ég tala nú ekki um að svo væri. Það hlýtur t. d. að freista hvers sem er að eiga von á að geta séð Pluvialis spriearia eða Numenius phaeopus á flugi. Og tala nú ekki um að geta týnt Habenaria Hyper- borea eða Chamaenerion lati- folium. Þann náttúrufræðing, sem les um það í fuglaskránni hans dr. Finns og ritgerð- inni hans Sigurðar Þórarins- sonar, hlýtur að langa til ís- lands. Þó að okkur finnist nú kannski ekki mikið til um, þegar við komumst að raun um að þarna er bara um að ræða lóu og spóa og plönturn- ar eru bara venjulegar jurtir, sem vaxa við ár, þá hljóma þessi fínu nöfn ákaflega heill andi, jafnvel í okkar eyrum. • Hvað þekkið ]iið marga? En að slepptu öllu gamni, þá er listinn * yfir íslenzka fugla, sem dr. Finnur hefur samið fyrir ferðamennina, ekki síður fróðlegur fyrir okkur. Á honum er að finna nöfnin yfir 70 fugla sem hér verpa, latnesk nöfn þeirra, ís- lenzk og ensk, og yfir 30 fugla sem hér koma. En hvað þekkið þið marga þeirra, ef þið sjáið þá? Vel- vakandi er ákaflega ófróður í fuglafræði, og við að fara yfir listann komst hann að raun um, að hann myndi ekki ör- ugglega þekkja nema örfáa af þeim fuglum, sem hér eru, og skammast sín fyrir það. Ló- una, spóann og kríuna treyst- ir hann sér þó til að kannast við. Þekkið þið t. d. flórgoða, jarðrakan, æðarkóng, sef, hænu, gullbrysting, gran- söngvara eða bókfinku? Þetta eru allt fuglar sem hér koma. Eða jafnvel þó maður tæki nú algengari fugla, er ég hreint ekki viss um að allir þekktu þá. T. d. keldusvínið, sendl- inginn, lóuþrælinn eða star- ann? Hvað segið þið um það? Auðvitað er hægt að læra að þekkja þessa fugla, ef á- hugi er fyrir hendi, en eigin- lega ætti maður að hafa ein- hverja hugmynd um hvernig hver og einn lítur út eftir 15 ára skólagöngu. Eða ætli kennslunni sé eitthvað ábóta- vant á þessu sviði? Sennilega vantar náttúrufræðikennara nægilega góða aðstöðu til að geta kennt þetta almennilega. Það er ekki von að krakkar muni lýsingar á fuglum lengi, ef þau hafa ekki séð svo mik- ið sem líkan af fuglinum. • Ættum líka að glápa upp í loftið Líklega þarf ekki erlenda ferðamenn til að fara út á landsbyggðina og skoða fugla lífið. Mörg okkar íslendinga mundum áreiðanlega hafa gagn og gaman af því líka að spígspora út um holt og móa og glápa upp í loftið. /budié 'DZ&uAahS : Einbeitni MÉR geðjast vel að fólki, sem einbeitir sér að ákveðnu starfi. Það er nógu erfitt að leysa eins konar starf vel af hendi. Hvernig er hægt að láta sér takast vel, ef menn dreifa kröftum sínum? Hvert svo sem starf yðar er, þurfið þér á reynslu að halda. Hvérnig er hægt að afla sér reynslu, ef þér eruð sífellt að skipta um starfs- grein? Illa grær um hrærðan stein. Þannig hljóðar ígamall málsháttur, og hann er sannur. Það skiptir ekki mestu máli, hvernig starf menn velja sér, heldur hvernig þeir rækja það, ákvörðunin sjálf skiptir minna máli en að henni sé fylgt fast eftir. Menn geta orðið dálítið þreytandi, ef áhugi þeirra beinist allur í eina átt, jafnvel leiðinlegir, en það gerir samt gæfumuninn, þegar til kastanna kemur. Ef þér gefið yður allan að þfessu eina, vita menn, hvers þeir geta vænzt af yður. Ef svo vill til, að þá vantar hæfan mann í yðar fagi, hugsa þeir undir eins til yðar. Sá, sem hleypur úr einu í annað, lærir ekkert til fulln- ustu. — Hvers konar kaupsýsla krefst mjög mikils af mönnum. Velgengni leiðir af því, að menn gefa hverju smáatriði gaum. Greind er mönnum mikill styrkur; en hún getur aldrei komið í staðinn fyrir þrotlausa vinnu. Hver kaupsýslumaður, sem kemur ár sinni vel fyrir borð, þarf ekki endilega að vera greindur, sum- ir þeirra eru ekki einu sinni heppnir, en þeir vinna allir af kappi. Þeir sökkva sér niður í starfið og hugsa sjaldan um annað. Listamaður hlýtur að einbeita sér að list sinni. Að skrifa góða bók eða verða góður málari hlýtur að reyna á þolrifin í mönnum. Ekkert mikið listaverk hefur orðið til án mikils erfiðis. Heppnin kann að vera vísindamanninum hliðholl; en heppnin ein gerir ekki vísindamann úr neinum. Að sjálfsögðu er ekki átt við það, að vísinda- menn, rithöfundar eða kaupsýslumenn hvíli sig aldrei. Þeir eiga allir sína frídaga; þeir ferðast, fara á bað- ströndina, leika golf eða tennis. Samt getið þér verið vissir um, að starfið hverfur þeim aldrei alveg úr huga. Athugun, sem vísindamaðurinn gerir, meðan hann er að spila golf, getur orðið honum nokkurs virði í starfinu; skáldsagnahöfundurinn virðir sífellt fyrir sér fólkið og setur ósjálfrátt ýmislegt á minnið; kaupsýslumaður á ferðalagi sér verksmiðju, sem lík- ist verksmiðjunni hans, og það rennur upp fyrir hon- um, hvernig hann getur endurbætt sína verksmiðju. Hafa þessir menn tíma til að elska? Vafalaust. En það er þeim fyrir beztu að kvænast og vera kvæntir. Ef þeir fórna of miklum tíma í að afla sér ástkvenna, hafa þeir ekki nægan tíma til að sinna starfinu, sem krefst alls af þeim. Verkfræðingur ætti ekki að vera of oft ástfanginn; það getur haft í för með sér reikn- ingsskekkjur. Verksmiðjueigandi ætti ekki að leggja kapp á að vera kvenngull. Það er sérstakt fag og tíma- frekt. Miklir kaupsýslumenn skilja viðbrögð karl- manna; það er þáttur af starfi þeirra. Þeir skilja sjald- an konur, og konur ætlast ekki til þess, að þeir geri það. — Þeir, sem einbeita sér að sömu starfsgreininni, gera það yfirleitt til æviloka. Þeir hætta sjaldan störfum fyrir aldurs sakir. Ef þeir gerðu það, myndu þeir ekki lifa lengi eftir það. Til er einnig fólk, sem á erfitt með að einbeita sér að nokkru sérstöku. Það er oft skemmtilegt og hrífandi en því tekst mjög sjaldan að ná langt á nokkru sviði. ☆j FERDINAND ☆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.