Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 8
8 M O R C rn\ n r 4 Ðtfí T.ancrarrlagur 7. maí 1960 t ínábýli við dauðann — Samtal við IMíels Dungal prófessor i. EF ÉG hef ekki vitað það áð- ur, veit ég það nú, að við lif- um í mörgum ólíkum heimum. Um það sannfærðist ég, þegar ég fyrir nokkru skrapp upp á Rannsóknarstofu Háskólans að tala við Níels Dungal, próf- essor. Ég fann að vísu að heimar okkar voru líkir um margt, en ólíkir um ennþá fleira. Mér aatt í hug það sem Guðmund- ur læknir í Stykkishólmi sagði, þegar hann var spurð- ur, hvort það hefði ekki mikil áhrif á hann að sjá nakinn kvenmannslíkama: — O, blessaður vertu, þetta er eins og landabréf fyrir mér, svar- aði hann. Svona hefði enginn blaðamaður komizt að orði, þó hann viti að konulíkami og landabréf eiga eitt sameigin- legt: að geta valdið stórátök- um. I mínum heimi var bana- stund Beethovens táknræn fyrir persónulegt sjálfstæði og einstaklingsþráa lista- mannsins, þegar hann reis upp við olnboga, kreppti hnef- ann af þrjósku og þrályndi snillingsins óhagganlega, bauð lífi og dauða byrg- inn og féll svo örendur aftur á bak í rúmið. 1 heimi meinafræðingsins var þessi dauðdagi Beethovens eðlilegur og án nokkurs rómantísks eða dularfulls ívafs: — Það er ekki hægt að leggja neitt upp úr svona hlutum, sagði prófess- or Dungal. Tónskáldið hefur getað fengið blæðingu inn á heilann og kreppt hnefann ■ósjálfrátt af hennar völdum. FJest af því, sem bar fyrir augu, var nýtt fyrir mér og kom þægilega á óvart, sumt hrollvekjandi og má kannski segja það eigi ekki erindi á prent, en slíkar skoðanir get- ur enginn tekið hátíðlega, því það er ekki stórmannlegt að vilja aðeins horfast í augu við það sem er þægilegt, raskar engra ró. 1 mínum heimi skoðar fólk fjölskyldumyndir til að rifja upp gamlar endurminningar og eignast aftur þessi grænu bros þennan bjarta vonglaða svip, sem myndin geymir. 1 heimi meinafræðingsins eru skoðaðar myndir af líkum og innyflum. Svo kemur einn dag að okkur, og prófessor Dungal fær kannski líka mynd af sér, hver veit. Um þetta hugsaði ég, þegar ég kom niður á Morgunblað með heim prófessors Dungals í hverri hugsun, hverri taug. Er lífið þá ekki merkilegra en þetta, mynd af nýra eða lunga. Samt er blaðamaðurinn ýmsu vanur, því raunverulega á hann engan sérstakan heim. Starf hans er fólgið í því að læðast inn í ókunna heima ekki sízt þá sem eru á botni mannssálarinnar og fáir eiga aðgang að. í dag kynnist hann heimi barnsins, þessum sak- lausa ilmandi heimi, á morgun heimi prófessors Dungal og dauðans. Og þó: — Hér deyr enginn, sagði prófessorinn við mig, þegar ég kom í heimsókn. Hingað korna menn dauðir. En við kynn- umst mörgfl í starfi okkar, sem fólki væri hollt að hug- leiða oftar en það gerir, það yrði kannski betra hvert við annað. En þér kennduð starf okkar við dauðann. Ég mundi frekar segja að við lærum af þeim liðnu: Mortui vivos docent, hinir dauðu kenna þeim lifandi, ætti að standa hérna einhvers staðar í hús- inu, finnst mér. Starf okkar meinafræðinganna er að reyna að komast að sannleikanum um sjúkdóma lífsins. Ég spurði hvort ekki væri langt síðan farið var að kryfja hér á landi. Prófessor Dungal svaraði: — Hér voru engar skipu- Jagðar krufningar fyrr en upp úr 1930, en þá fyrst var farið að safna þekkingu um bana- mein. Krufningar hafa síðan verið grundvöllur undir lækn- isfræðilega þekkingu okkar. Um aldamótin voru margir Islendingar sullaveikir, holds- veikir voru á þriðja hundrað og mikill fjöldi dó úr tauga- veiki og berklum. Enginn vissi samt hve útbreiddir þessir sjúkdómar voru. Guðmundur Magnússon, sá ágæti maður, hafði gert ráð fyrir að sullur væri í einum af hverjum 240 íslendingum en þegar ég byrj- aði skipulagðar krufningar kom í ljós að fimmti hver fullorðinn íslendingur dó með sull. — Hvar byrjuðu þér að kryfja? — 1 babhúsi í Kirkjustræti 12, einstaka sinnum í líkhús- um Farsóttahússins og Landa- kotsspítalans. Aðstæður voru auðvitað slæmar, eins og þér getið ímyndað yður. Þegar Landspítalinn var byggður fengum við hentugra húsnæði, en það var ekki fyrr en við fluttumst hingað 1934 að starfsskilyrðin urðu viðun- andi. En nú er rannsóknar- stofan orðin allt of iítil. Við þyrftum helzt að byggja hér álmu út í Eiríksgötuna, ef vel ætti að vera. Við eyðum aldrei of miklu fé í vísindalegar rannsóknir, þær eru frumskil- yrði þess, að við getum lifað góðu og heilbrigðu lífi. Yður finnst það kannski ótrúlegt, en satt er það samt, að hægt er að útrýma sjúkdómum með lagasetningu. 1899 voru sett endanleg lög um útrýmimgu sullaveikinnar og 10 árum síð- ar er dánartalan fimm sinnum lægri en þegar lögin eru sett. Samt rísa vafalaust af grunni margar kirkjur og stórhýsi fyrir allskonar hjátrú áður en við fáum rýmra húsnæði. — Þér mælið sem sagt með krufningum? — Það er enginn vafi á, að þær eru einhver nauðsynleg- asta undirstaða læknavísind- anna. Án þeirra hefðum við litla sem enga hugmynd um útbreiðslu sjúkdóma, við viss- um jafnvel ekki úr hverju fólk deyr. Það er fjöldi fólks, sem árlega deyr úr krabba- meini, án þess vitað sé um dánarorsökina, aðallega gam- alt fólk. Læknisfræðin á ekki að byggjast á fyrirfram ákveðnum skoðunum, sagði Hippokrates, hún á að byggj- ast á vísindalegum rannsókn- um. — Hvað hafið þér krufið marga, prófessor? — Erlendis hef ég krufið um þúsund lík og hér heima hafa verið krufin yfir 4000 lík und- ir minni umsjá. 1932 voru að- eins krufin hér 32 lík, en á síðasta ári voru þau 330 og munu nálgast 400 á þessu ári, svo þetta stefnir í rétta átt. Krufningar eru svo mikilvæg- ur þáttur í kennslu að próf- essor William Osler, einn merkasti læknakennari, sem uppi hefur verið síðustu 100 ár, sagði á sínum tíma: — Læknisfræði lærir maður við krufningaborðið, í Bandaríkjunum er enginn spítali tekinn gildur til lækna kennslu nema hann láti kryfja a. m. k. 65% þeirra sjúklinga, sem í spítalanum deyja. Þar sem krufningar fara fram er læknisfræðin á hærra stigi eri annars staðar. Þar fá læknarn- ir tækifæri til að sjá hvað þeir hafa verið að glíma við og kynnast hverju sjúkdómstil- felli út í æsar. — Er ekki fólk á'móti því að láta kryfja vini sína og ættingja? — Nei, það hefur litið borið á því, enda eru fyrirmæli um það í heilbrigðislöggjöf okk- ar að yfirlæknar ríkissjúkra- húsanna hafi heimila til að láta kryfja alla sem þar deyja. Sú heimild er auðvitað notuð, því læknarnir vilja allir læra, þeir eldri ekki síður en hinir sem yngri eru. — Eru trúarbrögðin engin hindrun? — Ekki hef ég orðið var við það hér. Það er samt algengt úti í Bandaríkjunum að Gyð- ingum sé illa við að láta kryfja sig. Ég kynntist ágætum meinafræðingi við Gyðinga- sjúkrahús í New York, sem_lét sækja líkin eftir kl. 11 á kvöld in og krufði þau á nóttunni, án þess aðstandendur yrðu þess varir, svo nauðsynlegt þótti honum að fá þann t'róðleik, sem krufningin ein getur veitt. Annars er miklu minna rask á líkum við krufningu en fólk hekur. Það gengur með þær grillur, að krufning sé sama og anatómískur líkskurður fyrir stúdenta en það er auð- vitað alrangt. Aðferðin er alLt önnur og hér framkvæmum við ekki slíkan líkskurð. Samt eru læknastúdentar oft við- staddir hjá okkur, því þeir vita að það er lærdómsríkt og við flestar krufningar finnur maður eitthvað, sem kemur á óvart. — Þér munduð kannski vilja nefna eitthvað, sem þér hafið fundið markvert við krufningar hér? — Ég varð mjög undrandi, þegar ég kom heim frá Aust- urríki og sá hvað Islendingar höfðu lítinn skjaldkirtil. 1 Ausíurríki hafði ég krufið fjölda fólks og sá hve skjald- kirtillinn í þarlendum mönn- um er óeðlilega stór vegna joðskorts í landinu. Meðal- þyi gdin Var 40—60 grömm. Það var mikill munur að sjá skjaldkirtilinn í íslendingum. Þeir hafa minni skjaldkirtil en nokkur önnur þjóð. Það vissi enginn áður en ég byrjaði að kryfja. Meðalþyngdin er 13 til 14 grömm. Japanir hafa næst minnstan skjaldkirtil, um 19 grömm. ^ — Haldið þér kannski að þetta sé skýringin á því hvað við íslendingar erum undar- legir? — Nei, það held ég ekki. Maður þarf ekkert að vera undarlegur, þó maður hafi lít- inn skjaldkirtil. Aftur á móti verður maður veikur, ef skjald kirtilinn vantar. Það er eng- inn vafi á að allt sálar- líf okkar er háð starfsemi líf- færanna, jafnvel siðferði okk- ar og framkoma getur að veru legu leyti verið háð starfsemi líffæranna. Sterkustu ástríður mann- anna eiga upptök sjn í litlum kirtlum, sem gegna því hlut- verki að flytja lífið frá einni kynslóð til annarrar. Oft má sjá á þessum kirtlum, hvort þeir hafa framleitt mikið af hormónum, þá eru þeir stórir og safamiklir, en litlir, þurrir og skorpnir, ef þeir hafa starfað lítið sem ekkert. Sumar konur framleiða hor- móna alla ævi, jafnvel fram undir áttrætt, aðrar í aðeins fáa áratugi. Það er ólíkt erf- iðara fyrir þá, sem framleiða mikið af slíkum hormónum að hafa hemil á kynhvötum sín- um en hina, sem hafa skorpn- aða og uppþornaða kirtla. Fyrir þá eða þær er lítill vandi að vera dyggðugur, þar sem freistingin er engin. Fyrir hina sem framleiða mikið af hormónum getur verið erfitt að hafa taumhald á ástríðum sínum, einkum ef þeir drekka áfengi, því það lamar frumurnar í heilaberk- inum, þar sem hemlarnir eru. Ef illa tekst til er svo djöfl- inum og hans freistingum kennt um af sumum. — Hvers vegna sögðuð þér djöflinum? — Ja, tekur ekki fólk svona til orða? Þetta er gamli krist- indómurinn. Þér vitið hvað sögnin að skíra merkir? Að skíra barn er að hreinsa það af djöflinum — reka úr því illa anda. Fram undir síðustu alda mót var þetta í skírnarformúl unni: „Vík út af barni þessu, þú illi andi, og gef pláss heil- ögum anda“. Já, það var ekki undarlegt, þó þeim hafi þótt nauðsynlegf að skíra börn í gamla daga, þegar þurfti að reka djöfulinn út úr þeim. Og enn er fólk að borga prestun- um fyrir þetta. f Bretlandi er svipuð skírnarformúla, jafn- vel enn í heiðri höfð, og þeg- ar börn drottningar eru skírð, verða virðingarsamir guðfeð- ur og hertogar að afneita fyr- ir hönd þeirra öllum holds- ins fýsnum. — Þetta er blekkingin sem þér talið um í bók yðar? — Já, meðal annars þetta. Ég er ekki í neinum vafa um að kristindómurinn hefur stað ið menningunni fyrir þrifum með þessari eyðandi hjátrú sinni. Hvað mundi nú vera sagt, ef við tækjum þá á- kvörðun einn góðan veðurdag að loka skólum landsins næstu hundrað ár? Fyrir þessu stóð kristindómurinn á sinum tíma,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.