Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 13
Laus'arflacmr 7. maí 1960 MOnrrnvnr á niB 13 Frá Alþingi: Viðskiptamálin komin til Efri deildar Frumvarp stjórnarinnar samþykkt i N.d. i gær FRUMVARP ríkisstjórnar- innar um innflutnings- og gjaldeyrismál var afgreitt á fundi Neðri deildar síðdeg- is í gær. Fór þá fram síðari hluti þriðju umræðu um málið og síðan atkvæða- greiðsla, sem lyktaði svo, að 19 greiddu atkvæði með frumvarpinu en 14 á móti. Frumvarpið fer nú til með- ferðar í Efri deild. Ekki jafnvægið eitt Eysteinn Jónsson tók fyrstur til máls og sagði að flestir myndu vera sammála um að það hefði verið af brýnni nauð- syn, sem mjög var hert á höft- unum, eftir að hann var orginn fjármálaráðherra 1935. Og þau hefðu aldrei verið notuð sam- vinnufélögunum til framdráttar. 1 sambandi við efnahagsráð- stafanirnar nú sagði E. J. m. a., að Alþýðuflokkurinn mundi nú sem fyrr vera of lítill til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gæti skýlt sér á bak við hann. Þessar ráðstafanir væru ekki miðaðar við það eitt, að koma á jafn- vægi í þjóðarbúskapnum — því að til þess múndi ekki hafa þurft nema brot af aðgerðunum — heldur væri hér verið að breyta til um þróun allra þjóðmála. Hannibal Valdimarsson komst svo að orði, að aldrei hefði ver- ið sunginn eins mikill frelsis- óður og stjórnarflokkarnir gerðu í sambandi við þetta frumvarp. Sér mundi ekki koma á óvart, þó að stjórninni tækist ekki að koma öllu þessu frelsi í fram- kvæmd. Henni væri líka skv. frumvarpinu heimilt að gera ákvæði þess um frelsi í við- skiptum að engu. H. Vald. beindi þeim spurningum til viðskipta- málaráðherra, hvort ætlunin væri að herða á gjaldeyriseftir- litinu og ennfremur, hvort rétt- ar væru sögusagnir um að önn- ur ríkisstofnun mundi flytja í húsnasði Innflutningsskrifstof- unnar og hvað yrði um starfs- fólk hennar. TlMARITIÐ „Frjáls verzlun" — 2. hefti 20. árgangs — er komið út og flytur að vanda margar fróðlegar greinar eftir ýmsa þjóð kunna menn. Margar myndir eru og i ritinu. Af efni Frjálsrar verzl unar að þessu sinni, skal þetta refnt: ★ Forystugreinin nefnist Frelsi í viðsskiptum. — Matvælafram- leiðsla íslendinga heitir grein eft ir dr. Sigurð Pétursson, gerlafr. Matthías Bjarnason skrifar grein ina ísafjörður þróun hans og framtíð. — Þá er grein eftir rit- stjórann. Valdimar Kristinsson, viðskfr. — Erlent fjármagn og aukning atvinnuveganna. — Pét Starfsfólki fækkað Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, svaraði þessum spurningum á þá leið, að á- formað væri að auka gjaldeyris- eftirlitið, enda hefði því ekki verið sinnt sem skyldi. Af eðli- legum ástæðum teldi ríkið sig hafa nokkrar skyldur gagnvart ofangreindu starfsfólki sínu, sem sumt hefði verið í þjónustu þess í 3—4 ára- tugi. Sumt mundi fá vinnu í bönkunum eða þá öðrum ríkis- stofnunum — en heildarniður- staðan yrði sú, að allmörg störf mundu beinlínis leggjast niður. Um það fólk mundi fara svo sem samningar segðu til um. Þórarinn Þórarinsson gerði síðan grein fyrir 2 breytingar- tillögum sínum. Var önnur þeirra um það að fellt yrði nið- ur bráðabirðaákvæði þess efnis, að gjaldeyris- og innflutnings- leyfi, svo og útflutningsleyfi, sem í gildi verða, þegar lögin koma til framkvæmda, skuli halda gildi sínu, en þetta ákvæði taldi Þ. Þ. óþarft. Hin tillagan var um það, að fellt yrði niður 1% leyfisgjald, sem gert væri ráð fyrir að innheimta til að standa straum af kostnaði við úthlutun leyfa og halda uppi verðlagseftirlitinu. Taldi Þ. Þ. að bönkunum mundi nægja auk- in þróun, sem þeir fengu vegna gengisbreytingarinnar, og kostn að við verðlagseftirlitið væri réttara að greiða öðru vísi. Með þessu væri hægt að spara al- menningi allt að 16 mill. kr. Gylfi Þ. Gíslason benti á að þessi upphæð væri á misskiln- ingi byggð, þar sem í frumvarp- inu væri aðeins um að ræða heim ild til að innheimta allt að 1% leyfisgjald og yrði því með hin- um nýju lögum horfið frá ský- ur Benediktsson, bankastj. skrif- ar Enn um bankamálin. — Þá er fallega myndskreytt grein um Grikkland. — Síðari hluti erindis dr. Benjamíns Eiríkssonar, banka stj., um Efnahgsmálaráðstafan- irnar (fyrri hlutinn birtist i síð- asta hefti). — Sigurður Líndal, lögfr., skrifar um Prófastshús, Prestskóla og Landfógetal ús — elztu húsin við Austurstræti (gamlar myndir fylgja) — Og loks er birt ávarp, sem Gunnar Guðjónsson, form. Verzlunarráðs lslands, flutti á Norðurlandadegi í Hannover. Ýmislegt annað efni, fastir þætt ir o. fl., er og í þessu hefti Frjálsr ar verzlunar. lausum ákvæðum núgildandi laga um að skylt væri að greiða 1% leyfisgjald. Heimild þessa hyggðist ríkisstjórnin ekki nota umfram það sem nauðsyn krefði — og yrðu leyfisgjöldin því ekki nema brot af því sem þau hefðu áður verið. M. a. hefði verið talað um að fella alveg niður leyfisgjöld vegna viðskipta við jafnvirðiskaupalöndin í Austur- EvrópU^ til þess að gera þau ekki erfiðari. • Skúli Guðmundsson spurðist fyrir um það, hvort nokkrar breytingar væru fyrirhugaðar á því, hvaða bankar fengju að verzla með gjaldeyri. Gylfi Þ. Gíslason kvað ákvarð anir í því efni mundu verða á valdi stjórnar Seðlabankans, en í sambandi við þetta frumvarp væru ekki neinar fyrirætlanir um slíkt, enda mundi af því ótímabær kostnaður. XJnnar Stefánsson ræddi um það, að óheppilegt væri, að allt lánveitingarvald á fjölmennum stöðum eins og t. d. Vestmanna- eyjum væri í höndum eins manns í einu bankaútibúi. Einnig vék hann að hótunum kommúnista og Framsóknarmanna um að brjóta niður efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar og tilraunum til þess og kvað það óþjóðholla starfsemi, engum til gagns. Efna hagsástandið færi nú batnandi. Jóhann Hafstein benti á, að útibússtjórar bankanna heyrðu undir aðalbankastjórana, sem fylgdust með lánveitingum úti- oúanna og bæru ábyrgð á þeim. Ummæli U. S. væru því á mis- skilningi byggð. Ekki yrði held- ur meira fé til ráðstöfunar, þótt stjórnendur hvers útibús yrðu fleiri. Alþýðuflokkurinn á atómöld Geir Gunnarsson talaði eink- um um breyttar skoðanir G. Þ. G. á viðskiptamá-lum frá árinu 1950. Ekki væru gerðar ráðstafanir til þess að uppræta verzlunargróð- ann, neldur væri innflytjéndum gefið íielsi til að ráðstaía gjald- eyri þjóðarinnar að eigin vild. Öryggisieysi þjóðarinnar mundi aukasi við það að eiga viðskipti við vestrænar þjóðir. Þá kvað G. G. fólk hætt að furða sxg á því, að Alþýðuflokkurinn skyldi nú fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Margt hefði breytzt í starfi og stefnu Alþýðuflokksins nú á atómöld og kjörorðin riðl- azt. Unnar Stefánsson tók það fram að ummæli sín bæri ekki að skoða sem persónulega ádeilu á útibús- stjóra U. í. í Vestm.eyjum. Þá ræddi ihann enn um það að stéttir þjóðfélagsins ættu fremur að sameinast um það að bæta hag sinn en bítast um það sem til skipta væri. Eysteinn Jónsson lýsti sig á öndverðri skoðun við síðasta ræðumann varðandi það m. a., að efnahagsmálin væru nú að kom- ast í lag og sagði að hann ætti að beita sér fyrir skoðanakönn- un um það. Þórarinn Þórarinsson ræddi enn um breytingartillögur sínar og taldi líklegt, ið ríkisstjórnin mundi notfæra sér heimildina til að leggja á allt að 1% leyf- isgj ald til hins ýtrasta, ef hún á annað borð yrði í lögunum. Nóg væri hins vegar á fólkið lagt, þótt því yrði létt af. Daníel Ágústínusson kvað láns fjárskort mikinn bæði í útvegi og landbúnaði og mundi niður- staðan í sambandi við það síðar nefnda að öllum líkindum verða sú, að mjólk yrði brátt skömmt- unarvara handa börnum og gam- almennum einum. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og hófust þá atkvæðgreiðslur. Til laga frá G. Þ. G. um orðalags- breytingu varðandi skýrsiur bygg ingarnefnda og oddvita um bygg- ingaframkvæmdir var samþykkt samhljóða. Tillaga Þórarins Þór- arinssonar um niðurfellingu leyf- isgjalda var felld með 19:14, en hin dregin til baka. — Að lokum var svo frumvarpið í heild sam- þykkt með 19 atkvæðum gegn 14, og gengur að því búnu til Efri deildar. Jörð til sölu Jörðin Ljótarstaðir í Vestur- Skaftafellssýslu er til sölu og laus til ábúðar strax. Allar nánari uppl. gfe.ur undirritað ur eigandi, jarðarinnar, eða Þorsteinn Bjarnason, Keflavík sími: 1507. — Sigurður Sverr- isson, Flögu, Skaftártungu. Fjaðrir, f jað'" Möð. hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í marg ar gerðir h'freiða. — Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 16ö. — Sími 24180. K A U P U M. brotajárn og málma Hækkað verð. — Sækjum. Nýtizku ibúð til leigu frá 1. júní til 1. októ ber, með eða án húsgagna. Sanngjörn leiga, en trygging áskilin fyrir góðri umgengni. Tilb. sendist blaðinu fyrir mánudagskvöld, merkt: — „3398“. — Tapað Allskonar fatnaður, ásamt kuldaúlpu, sjófötum, hand- færahjóli o. fl., tapaðist af bíl, milli Hafnarfjarðar og Reykja víkur 5. maí. Finnandi vin- samlegast skili því til lögregl- unnar eða til Jónasar Helga- sonar, Mávahlíð 2, Rvík. Bændur Öxlar með vöru- og fólksbíla- hjólum, vagnbeizli og beizlis grindur, kerrur með sturt- beizli án kassa. Gamla verð- ið, hjá Kristjáni Júlíussyni, Vesturgötu 22, Reykjavík. — Sími 22724. Hiili ■■■ §|i! tmk m'k\ PB m m ■> jþ—i 1 rUNDAR.GÖTU 2 5 SIMI 1*74 V J að auglýsing t stærsVa og útbreiddasta blaðinu — eykur söluna mest -- JHorgitsiÞIa&id Glæsileg nýleg 2ja herb. íbúð við miðbæinn til sölu. — Semja ber við KJARTAN RAGNARS., hrl. Sími 12431 (eftir kl. 5). Skrifstofustarf óskast Karlmaður óskar eftir skrifstofustarfi. Hefir unnið sem bókari og gjaldkeri hjá þekktu fyrirtæki í mörg ár. — Tilboð merkt: „Áreiðanlegur — 3285“, send- ist afgr. Mbl. fyrir 10. maí n.k. v Vanfar verkamenn Upplýsingar í síma 34629 Sýningasalur Til leigu er sýningarsalur Ásmundar Sveinssonar, Freyjugötu 4, á tímabilinu maí—okt. — Upplýsingar í síma 16326 og 24105. MYNDLISTASKÓEINN Meistaramót íslands í Badmington fer fram í KR-húsinu við Kaplaskjólsveg laugardag- inn 7. og sunnudaginn 8. þ.m. og hefst kl. 2 báða dag- ana. — Keppendur mæti kl. 1,30. „Frjóls verzlun" 2. hefti 1960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.