Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. maí 1960 MORCUNBLAÐIÐ 9 já, lokaði skólunum i mörg hundruð ár. — Hann átti líka mikinn þátt £ menntun fólksins, forn- bókmenntir okkar urðu t. d. til í skjóli hans og án kristin- dóms og sterkrar trúar hefði séra Matthías ekki orðið það skáld sem hann varð. — Bnorri Sturluson hugsaði ekki eins og kristinn maður, þess bera bækur hans glögg merki að hann hefur hvorki trúað á goðin né Hvíta krist. Séra Matthías hefði ávallt orð ið stórskáld, hvort sem hann hefði trúað nokkru eða engu. Annars voruð þér að tala um skjaldkirtilinn var það ekki? Ástæðan til þess að við höf- um svona lítinn skjaldkirtil er sú, að við borðum mikinn fisk og lifum á óvenju joð- ríkri fæðu og auk þess er loft- ið mengað særoki, svo við öndum líka að okkur joðinu. í joðlitlu löndunum verður skjaldkirtillinn að stækka, svo fólkið geti náð því litla joði, sem er í blóðinu. — Haldið þér ekki að stærð skjaldkirtilsins geti haft ein- hver áhrif á skaplyndi þjóða? — Það veit ég ekkert um, en skjaldkirtillinn er ákaf- lega lítill í þeim dýrum, sem fara í vetrarhýði. Ekki held ég samt að við íslendingar sé- um eins og björninn sem leggst í vetrardvala og hægir á allri starfsemi líkamans í versta skammdeginu. Okkar skjaldkirtill er engu minni að vetrinum en á sumrin. — En segið mér eitt, pró- fessor Dungal, hvers vegna lögðuð þér stund á læknis- fræði? — Ég hafði alltaf ætlað mér að verða læknir frá því ég var drengur. Mér fannst það int- eressant og mannúðlegt starf. Auðvitað ætlaði ég mér upp- haflega að verða læknir lif- andi fólks, en svo var ég beð- inn að leggja stund á meina- fræði til að kenna hana við háskólann. Og ég get ekki sagt ég hafi séð eftir því, að fara út á þá braut. — Þér lærðuð hjá Guð- mundi Magnússyni, var það ekki? — Jú, Guðmundur var mjög merkilegur maður og einhver bezti kennari sem ég hef þekkt, enda stórgáfaður skurðlæknir og fróður vel. Hann var hnyttinn í svörum og gat það stundum komið nið ur á nemendum, sem honum þóttu óskarpir í hugsun. Ein- hverju sinni var hann að ganga upp Amtmannsstíg um hávetur. Það var hált á gang- stéttinni og ilifært. Á undan honum gekk ung stúlka. Þeg- ar þau eru í miðri brekkunni, kemur myndarlegur maður á móti þeim og gengur niður stíginn. Þegar hann er kom- inn fram hjá, lítur stúlk- an við en dettur í sömu svifum og liggur á götunni. Guðmundur gengur til henn- ar og spyr, hvort hún hafi ekki meitt sig. Jú, hún hafði meitt .sig. Hann fer nú að stumra yfir henni og sér að hún hefur farið úr liðí. Hann kippir henni í liðinn og spyr, hvort hún vilji ekki koma til sín daginn eftir, svo hann geti athugað meiðslin betur, lítur svo á hana og bæt_ ir við: — Nú, en sáuð þér manninn? Þegar Sigvaldi Kaldalóns var að taka próf í handlæknis fræði, fékk hann til skoðunar sjúkling með framhandleggs- brot. Guðmundi þótti hann ekki fara alltof læknislega með sjúklinginn og spyr Sig- valda, hvað að honum sé. Sig- valdi segir að það sé hand- leggsbrot. Þá segir Guðmund- ur: — Nú, af hverju þekkið þér það? Þekkið þér það á því, í hvaða tóntegund hann skrækti? Karlinn var bráð- snjall og síiðandi af húmor. Hann var lágur maður vexti, en snarplegur og hafði hýran glampa í augum. — Hvenær fóruð þér að fást við meánafræðina fyrir al- vöru? — Ég fór til framhaldsnáms í Noregi og Þýzkalandi og kom heim snemma árs 1924 og seint á sama ári var ég beðinn að taka að mér kennslu í meina- og sýklafræði við há- skólann, því Steíán Jónsson dósent var þá farinn til Dan- merkur. Hann treysti sér ekki til að vinna við þau frum- stæðu skilyrði, sem hér voru þá. Hann var ágætur maður og vel að sér. Leitað var til tveggja íslenzkra lækna, sem báðir voru búsettir erlendis, en þeir hættu við undirbún- ingsnámið, enda orðnir full- orðnir menn. Þá ákvað lækna deildin að fá ungan mann og sneri sér til mín. Ég tók að mér starfið og fór utan í marz 1925, til Graz í Austurríki, að undirbúa mig í sérgreininni. Ég hafði lítið sem ekkert fengizt við krufningar hér heima og kunni lítið í meina- fræði. Ég var svo illa að mér að ég varð að vinna fram á nætur og læra læknisfræðina upp á nýtt. En ég sé ekki eftir því. Læknar sem eru vanir krufningum hugsa öðru vísi en þeir, sem hafa lítið fengizt við þann starfa. Þeir hugsa um, hvað er að gerast í hverju líffæri út af fyrir sig og hvern ig það -lítur út, en mörgum öðrum hættir til að hugsa að- eins um einkennin. — Haldið þér að íslenzkir læknar hafi staðgóða þekk- ingu í meinafræði? — Já, það held ég nú orðið og sumir eru ágætlega að sér, enda sjá þeir margar krufn- ingar, a. m. k. þeir sem vinna í spítölum. — Eruð þér aldrei hræddir við lík? — Nei, það er ég ekki. Þeg- ar ég var drengur, var ég al- inn upp í spíritisma og var hræddur við dautt fólk. En þegar ég fór að kryfja, vand- ist þetta af mér. Ég er ekki hræddur við dauða menn, þeir lifandi eru míklu hættulegri, það hefur mér reynzt. Ég hef aldrei orðið fyrir neinu ónæði af þeim, sem ég hef krufið, og ég hef spurt aðstoðarmenn mína, hvort þeir hafi orðið fyr ir ónæði af hendi þeii ra dauðu, en þeir hafa alltaf svarað neit andi. Ættingjum er stundum illa við að ástvinir þeirra séu krufnir. En oft hef ég orðið þess var að þeir hafa sætt sig betur við sorg sína, þegar þeir hafa fengið þær upplýsingar sem krufningin veitti. Margir ásaka sig fyrir að hafa ekki farið með barnið sitt nógu snemma til læknis, eða leitað til lækna erlendis. En þegar krufningin hefur xeitt í ljós að um ólæknandi sjúkdóm var að ræða, sem enginn hefði ráðið við, verður fólki oft hug- hægra. Oft kryfjum við fyrir lögregluna og þá rekumst við stundum á hina ótrúle-justu hlutí, t. d. þurftum við eitt sinn að kryfja mann, sem lézt í bílslysi, og komumst að raun um að hann var með ólækn- andi krabbamein, sem eng- inn vissi um, og hefði í mesta lagi lifað eitt ár. En þér voruð að spyrja, hvort ég væri ekki hræddur. Ég viðurkenni að mér leið einu sinni illa meðan ég var í Graz. í líkhúsinu voru um 20 lík og hafði mér verið fal- ið að rannsaka eitt þeirra. Pró fessorinn ætlaði að skýra krufninguna fyrir stúdentum eldsnemma næsta morgun og þurfti að fá sneið úr lifrinni. Það var komið fram undir miðnætti og þá mundi ég allt í einu eftir að ég hafði gleymt lifrinni. Nú voru góð ráð dýr. Hvað átti ég að gera? Átti ég að verða mér til skammar dag inn eftir? Ég játa að mér var mjög illa við að fara niður í líkhús á þessum tíma, en ég átti að gera það og lét mig hafa það. Ég fikraði mig nið- ur eftir kjallaranum og inn i likhúsið, leitaði að „minu Iíki“, skar sneið úr lifrinni og fór með hana. Ég var einn í stofunni, alger þögn — en ekkert gerðist. Ég sagði að mér hefði ekki liðið vel, það er rétt — engin ástæða að neita þvi, en þessa nótt vann ég sigur á myrkfælninni og síðan hef ég aldrei þjáðst af henni. Um skeið bjó ég aleinn hér uppi í Rannsóknarstof- unni og varð að skreppa nið- ur í líkhús að loka gluggan- um, þegar hann skelltist í vondu veðri um hánótt, en það hafði engin áhrif á mig. í gamla daga var það trú manna að þeir losnuðu við iíkhræðsluna með því að snerta líkin. Ég er sannarlega búinn að snerta mörg lík og það hefur ekki enn orðið mér að meini. En segið mér, haldið þér að þér munduð vera hræddur við krufningu? — Ekki um og ó. — Manni hættir til að ótt- ast það sem maður þekkir ekki, en hræðslan á ekki rétt á sér. — Hefur lík aldrei gripið í handlegginn á yður, prófessor Dungal? — Nei, ef það gerði það, væri það ekki lík. — En segið mér, finnst yður ekki þetta starf yðar óhugn- anlegt? — Ekki finnst mér það, við tökum þetta eins og hvert ann að lærdómsríkt starf og unum því vel að vera alltaf að læra. — Hefur þetta engin áhrif á matarlystina? — Nei, matarlystin er sú sama. Þegar ég vann við ana- tómískan líkskurð í fyrsta skipti, pússaði taugar og vöðva og annað því um líkt, fannst mér ég vera svo við- bjóðslegur á höndunum að ég gæti aldrei bragðað matarbita framar, en það lagaðist og eftir vikutíma fannst mér ég geta borðað óþveginn, eins og ekk- ert hefði í skorizt. — En mér finnst þér tala einkennilega um dauðann, prófessor Dungal, er þá ekk- ert sorglegt við hann? — Jú, auðvitað. Það er hast arlegt að sjá börn og' ung- menni deyja. en allt annað eðlilegt að gamalt fólk deyi. En lífið er hart og miskunnar. laust og í þesu húsi eru dag- lega kveðnir upp dauðadómar yfir fólki, ungu og gömlu. Það getur verið mjög hastarlegt, já það getur það verið, stund- um eru þetta beztu vinir okk- ar, skólabræður eða konur þeirra, sem í hlut eiga. Hingað eru nefnilega send stykki úr æxlum og alls konar vefjum frá læknum og sjúkra- húsum og það er okkar verk að úrskurða, hvers konar sjúk dóma um sé að ræða, hvort það sé bólga, krabbamein, berklar eða eitthvað annað. Hér niðri er fótur, sem ný- lega var tekinn af ungum manni. Viljið þér ekki koma með mér og sjá hann? Ég held þér hefðuð gott af því, ég held það mundi vekja yður til umhugsunar. Fyrir hálfu ári var þessi fótur iðandi af lífi, dansaði jafnvel. Nú hefur orðið að taka hann — finnst yður lífið ekki geta verið miskunnarlaust? Við fórum niður og pró- fessorinn vafði brúnan um- búðapappír af fætinum, sýndi mér og sagði: — Hvað segið þér um þetta? (Á morgun: XRÚ OG VÍSINDI). gildir um gamalt fólk, það er M. Flugvirkjar Áríðandi fundur verður haldinn að Lindargötu 9 A, laugardaginn 7. maí kl. 20.00. , Fundarefni: Samningarnir STJÓRNIN 3/o herb íbúð er til sölu á III. hæð í nýtízku húsi í vesturbænum. Sér hitalögn og hitaveita. Getur orðið laus til íbúðar eftir fáa daga. MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Vagns E. Jónssonar. Austurstræti 9. Sími 14400 og 32147. Til sölu Fasteignir, bifreiðar og skip. Slíkar eignir teknar I umboðssölu. Sölusamningamir svo og aðrar samn- ingagerðir framkvæmdar af reyndum lögfræðingi VIÐSKIPTAMIDLIININ Hallveigastig 9 — Sími 23039. Til sölu Vegna brottflutnings eru til sölu mjög vel með far- in húsgögn. — Dagstofusett, 4 manna sófi og 2 stólar, borðstofuborð og 6 stólar, þrísettur klæða- skápur, sundurdregið barnarúm, 12 manna matar- stell. — Sörlaskjóli 8. uppi. Vélbátur til sölu Vélbátur 28 tonn eikarbyggður með Caterpillar-vél 115 ha. er til sölu nú þegar. F V RIRGREIÐSLU SKRIFSTÖFAN Fasteignasala Austurstræti 14 3 hæð — Sími 12469. Aðsioðarstúlkur í rannsóknarstofunní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.