Morgunblaðið - 14.05.1960, Blaðsíða 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. maí 1960
Frá 2. umræfhf um viðskipfamálm í E.d. í gær:
Greiðsluþrot við út-
lönd voru framundan
Ráðstafanir ríkisst]ornarinnar
munu rétta þjóðarbúskapinn við
EFTIR 3V2 klukkustundar
umræður á tveim fundum í
Efri deild Alþingis eftir há-
degið í gær, lauk í deildinni
2. umræðu um frumvarp ríkis
stjórnarninar um innflutn-
ings- og gjaldeyrismál.
Umræður hóíust með því að
Ólafur Björnsson flutti ræðu af
hálfu meirihluta fjárhagsnefnd-
ar deildarinnar, sem haft hafði
frumvarpið t i 1
athugunar. —
M æ 11 i meiri-
hlutinn með sam
þ y k k t frum-
varpsins. Ó. B.
kvað það megin-
efni frumvarps-
ins, að afnema
eða draga úr því
haftakerfi, sem
hér hefði nú ríkt um árabil. —
Efnahagsmálaráðstafanir þær,
sem ríkisstjórnin hefði beitt sér
fyrir, til þess að forða fyrirsjá-
anlegum greiðsluþrotum við ut-
lönd, hefðu skapað grundvöll
fyrir aukið frelsi í verzlun og
viðskiptum — og um leið gert
höftin óþörf.
Fórnir, sem borga sig
Ó.B. gerði höftin síðan nokkuð
að umtalsefni og þá spurningu,
hvort afnám þeirra væri ráðstöf-
un, sem réttlætt gæti nokkrar
fórnir um stundarsakir? í því
sambandi benti hann m. a. á það,
að höftunum væri aðeins skamma
hríð í einu fært að þjóna að gagni
þeim tilgangi sínum að jafna
halla á viðskiptum við útlönd.
Um það mundu fræðimenn vera
sammála, og sú hefði m. a. verið
niðurstaða álitsgerðar, sem þeir
Gylfi Þ. Gíslason og Eysteinn
Jónsson hefðu samið árið 1941,
þar sem lýst hefði verið yfir því
að höft væru haldlaus ráðstöfun,
þegar fram í sækti. Það sem
ynnist með takmörkun innflutn-
ingsins, kvað Ó. B. tapast aftur
við það að vinnuaflið leitaði
smám saman frá útflutn-
ingsatvinnuvegunum til atvinnu-
greina, sem framleiddu fyrir
heimamarkað. Afleiðing langvar-
andi hafta yrði því að lokum ó-
viðráðanleg greiðslubyrði og
greiðsluþrot við útlönd, eins og
hér hefði líka sýnt sig. Þar að
auki væru höftin svo jafnan erfið
í framkvæmd og skytu gjama
skjólshúsi yfir ýmiss konar spill-
ingu. Loks brytu þau í bága
við réttlætiskennd almennings.
Haftakerfið leiddi óhjákvæmi-
lega af sér fórnir, sem reynast
myndu stærri en þær, sem færa
þyrfti til að afnema það.
Hinar raunverulegu kjarabætur
Þá vék Ó. B. að þeirri spurn-
ingu, hvort líkur mætti telja á
því, að sú tilraun, sem nú væri
gerð til þess að rétta við ís-
lenzkan þjóðarbúskap myndibera
árangur eða hvort hér væri um
glæfraspil að ræða? Sagðist Ó. B.
ekki hafa komið auga á neinar
röksemdir, sem mæltu með þvi,
að t. d. verkamenn mundu sjá
sér hag í því að stofna til lang-
varandi verkfalla. Nú þegar
styrkjakerfið væri afnumið, yrðu
atvinnurekendur sjálfir að standa
undir þeim kauphækkunum, sem
samið yrði um, því að í ráðstöf-
unum ríkisstjómarinnar væri
ætlast til að vöruverð hækkaði
ekki þótt kaupgjald hækkaði og
heldur ekki gert ráð fyrir að
ríkið bætti það upp. Þetta fyrir-
komulag væri líka skilyrði þess>
að um raunvemlegar kjarabætur
gæti verið að ræða — og þar
með til mikilla bóta fyrir verka-
menn og aðra launþega. Ef þeir
á hinn bóginn, gegn vonum,
færu út í verkföll og hefðu fram
með þeim meiri kauphækkanir
en atvinnurekendur gætu risið
undir, myndu þeir síðamefndu
óhjákvæmilega verða að mæta
hinum auknu útgjöldum með því
að fækka starfsfólki sínu. Þó að
þetta yrði, myndi það ekki stofna
viðskiptafrelsinu í hættu og held
ur ekki réttlæta það, að höft yrðu
tekin upp að nýju, enda yrðu þau
launþegum í óhag.
Að lokum komst Ó. B. svo að
orði, að hér væri um að ræða erf-
+ Auglýsingabrella
Söngvarinn Colin Porter
skrifar Velvakanda vegna
bréfs hér í dálkunum um dag
inn, þar sem að honum er
sveigt eða réttara sagt þeim
sem auglýstu fyrstu söng-
skemmtanir hans. Eftir bréf-
inu að dæma, á hann sjálfur
engan þátt í því. Hann segir:
„Grein, sem nýlega birtist
í dálkum yðar, hefur valdið
mér talsverðum óþægindum
og þar sem ég skil sjónarmið
bréfritarans, finnst mér ekki
iðan en nauðsynlegan áfanga að
því marki, að hér á landi yrði
unnt að stíga jafnstór skref í
framfaraátt og nágrannaþjóðir
okkar hefðu gert á sama tíma og
við hefðum dregizt aftur úr vegna
sjúks efnahagskerfis.
Dómgreindin og reynslan
Næstur talaði Björn Jónsson,
sem lagðist gegn frumvarpinu í
fjárhagsnefnd ásamt Karli Kristj
ánssyni. Sagði B. J. að frumvarp
ið yrði nú aðeins dæmt með dóm
greind hvers einstaks, en síðar
af reynslunni, sem þó mætti ætla
að orðið gæti full dýrkeypt. Hver
lífsnauðsyn hækkaði nú í verði,
en kaupgjald stæði í stað. Höft
getuleysisins mundu því leysa
hin fyrri af hólmi, reynast mun
víðtækari og skerða verulega
möguleika fólksins til þess að
nota sér þá fram
leiðslu og þjón-
ustu, sem þjóð-
in sjálf hefði
upp á að bjóða.
1 því væru fólg-
in meginatriði
frumvarpsins.
Um leið og
kaupgetan væri
minnkuð, y r ð i
mníiytjendum svo gefin heimild
til að flytja takmarkalaust inn
og stærri eyðslulán en nokkru
sinni fyrr tekin til þess að þetta
gæti átt sér stað. Ekki myndi þó
fara hjá því að viðskipti íslands
við jafnkeypislöndin í Austur-
Evrópu mundu dragast saman
og markaðir okkar þar þrengjast
að sama skapi. Ástæðan til þessa
væri sú, að innflytjendur vildu
heldur flytja inn frá vestrænu
ríkjunum, af því að í viðskiptum
við þau fengjust hærri umboðs-
laun, auk þess sem margvíslegir
möguleikar gæfust á gjaldeyris-
svindli. Þetta væri ekki hægt í
austurviðskiptunum. Fyrirsjáan-
nema sanngjarnt að ég fái
líka að koma á framfæri
þeirri hlið málsins, sem að
mér snýr.
Ég er ekki og hef aldrei
þótzt vera Broadway-söngv-
ari, hefi satt að segja aldrei
til Ameríku komið. Ég hef
búið á íslandi síðastliðin ZVz
ár og eignazt marga vini,
vini, sem ég vil ekki missa
vegna misskilnings.
* Án hans vitorðs
Ég byrjaði að syngja hér í
legt væri að viðskiptin við Pól-
land, Tékkóslóvakíu og fleiri A-
Evrópulönd mundu strax í byrj
un dragast saman um þriðjung og
yrði það að teljast gott í fyrstu
lotu. Vantrúaður sagðist B. J.
vera á að ríkisstjórninni tækist
að afla vestrænna markaða í
staðinn. Þá taldi B. J. ýmsum
iðngreinum hér vera stefnt í
voða með hinni auknu sam-
keppni, sem leiða myndi af verzl-
unarfrelsinu. Dauð hönd efna-
hagsaðgerðanna væri að leggjast
yfir atvinnu og framkvæmdir í
landiriu. Aðgerðirnar mundu því
hafa á allan þjóðarbúskapinn
þveröfug áhrif við það sem ríkis-
stjórnin og stuðningsmenn henn
ar teldu, þegar þeir væru að
gylla þær fyrir þingi og þjóð.
Nefnd athugi málið
Karl Kristjánsson taldi báglega
horfa fyrir þá, sem minna mættu
sín í þjóðfélaginu. Ekki yrði hjá
því komist að
hafa nefndir 1
okkar þjóðfélagi,
til þess að skipta
milli þegnanna.
K. K rakti laga-
setningar um
gjaldeyris- og
innflutningsmál
allt frá árum
fyrri heimsstyrjaldarinnar og gat
þeirra haftastofnana, sem samkv.
þeim hefðu starfað. Breytingar
þær, sem í frumvarpinu fælust,
kvað K. K. vera sjónarspil. —
Höft væru ekki á enda og frelsi
ekki aukið. En ríkisstjórnin tæki
í sínar hendur meiri völd og
áhrif en áður, m. a. úthlutun
jeppabifreiða, sem hann lagði til
að yrði áfram í höndum sömu
nefndar. Þá sagði K. K. að kaup-
getan hefði verið skert svo, að
tal um verzlunarfrelsi væri nán-
ast storkun við almenning. Hann
taldi leyfisgjald ekki þurfa að
vera nema % % og f lutti um
það breytingatillögu. Frumvarp-
ið væri annars syo gallað, að
deildin ætti að fella það. Hins
vegar væri rétt að taka löggjöf
um þessi mál til endurskoðunar
og fela það sérstakri nefnd með
fulltrúum frá öllum þingflokk-
unum.
Margir þröskuldar í götu
Á síðari fundi deildarinnar tal-
aði Páll Þorsteinsson og taldi
m. a. engan sparnað felast í þvi
að Innflutningsskrifstofan væri
lögð niður. Það hefði líka verið
Keflavík í fyrra, og seinna
var ég beðinn um að syngja
sem gestur á skemmtun í Aust
urbæjarbíói. Um svipað leyti
kynntist ég Hauki Morthens,
sem bað mig um að syngja
á Röðli meðan hann væri í fríi.
Ekki veit ég nákvæmlega
hvað var sagt í auglýsingum,
þar sem ég get ekki lesið ís-
lenzku, en eftir því, sem þeir
sem nú hringja til mín upp-
lýsa, hlýtur þar að hafa verið
rangt með farið. Þess vegna
þætti mér vænt um ef þér
vilduð birta a. m. k. hluta
eðlileg skipan, að fulltrúar allra
stjórnmálaflokkanna hefðu feng-
ið að hafa áhrif á leyfisveitingar.
Þá taldi P. Þ. Ólaf Björnsson
hafa kveðið upp fullþungan dóm
yfir höftunum. Hann ræddi all-
langt mál um þá erfiðleika sem
þrátt fyrir verzlunarfrelsið
mundu vera á því að kaupa nýja
báta til landsins, sökum aukins
kostnaðar en svipaðs afraksturs.
Með efnahagsráðstöfunum væru
lagðir margir þröskuldar í götu
þeirra, sem leggja vildu í fram-
kvæmdir. Augljóst væri að af
þeim mundu leiða margvíslegan
samdrátt.
Atkvæðagreiðslu var frestað.
MiIIiþmganefnd
semji skottnlög
ÞING SALYKTUNARTIL-
LAGA um skipun 5 manna
milliþinganefndar til að
semja frumvarp að heildar-
skattalöggjöf hefur verið lagt
fram á Alþingi frá 5 þing-
mönnum Framsóknarflokks-
ins. —
Þingmennirnir eru þeir Jón
Skaftason, Ingvar Gíslason, Ólaf-
ur Jóhannesson, Sigurvin Ein-
arsson og Helgi Bergs. Leggja
þeir jafnframt til, að við samn-
ingu umrælds frumvarps verði
m. a. höfð þessi meginsjónar-
mið:
a. Að tekju- og eignarskattur
og útsvör verði sameinuð og lögð
á í einu lagi og renni í sameigin-
legan sjóð ríikis og sveitarfélag-
anna. b. Að settar verði reglur
um skiptingu tekjuskatts og eign
arskatts þessa á milli ríkissjóðs
annars vegar og sveitarfélaganna
hins vegar; enn fremur reglur
um skiptingu á hluta sveitarfé-
laganna. c. Að opinber gjöld fari
aldrei fram yfir sanngjarnt há-
mark af hreinum tekjum gjald-
enda. d. Að veltuútsvar verði
felit niður. e. Að skattstigi verði
lögboðinn. f Að skattaálagning og
skatteftirlit verði falið skattsjór-
um efir því sem við verður kom-
ið, og ríkisskattanefnd breytt í
stjórnarvaldadómstól í skattamál
um. g. Að þyngd verði viðurlög
við skattsvikum. h. Að innheimta
skatta verði færð á eina hönd.
i. Að skattar verði innheimtir
með tímabilsgreiðslum.
af þessu bréfi, til að binda
endi á þessa vitleysu.
Sagt hefur verið að ég hafi
reynt að gera íslenzka áheyr-
endur að fíflum, með rang-
færslu, við því get ég ekki
annað sagt, en að hafi ein-
hver verið gerður að fífli, þá
er það ég!
Loks langar mig til að
þakka öllum, sem hafa sýnt
mér vinsemd meðan ég hefi
dvalið hér á íslandi. Ég ber
mikla virðingu fyrir íslandi
og íslenzku þjóðinni og hefi
alltaf gert það“.
• Til að létta lífið
Allt af er verið að finna
upp á einhverju nýju til að
gera okkur lífið léttara og
spara okkur erfiði.
Nýlega las ég í blaði að nú
væri komið á markaðinn í
Bandaríkjunum borðsalt í
fögrum litum. Væru vinsæl-
ustu litirnir kóralrautt, ljós-
rautt, gult og grænt.
Ástæðan? Nei, þetta er ekki
allt af fagurfræðilegum ástæð
um gert, heldur á að vera auð
veldara að vita hve miklu
salti maður er búinn að strá
á matinn, ef saltið er í sterk-
um lit.
Það væri óneitanlega til-
breyting í að borða einn dag-
inn fisk með rauðum kornum,
næsta dag grænum, þriðja
daginn gulum o. s. frv.