Morgunblaðið - 14.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBL 4 Ð1Ð Laugardagur 14. maí 1960 Vertíð að Ijúka VERTÍÐ er nú um það bil að ljúka, flestir bátar hættir. Búizt var við að Reykjavíkurbátarnir mundu hætta í nótt og einri bátur reri cnn frá Sandgerði, Víðir II. Um þetta Ieyti er alltaf mikið um það rætt hvaða bátar hafi fengið mestan afla í hverri verstöð og hverjir séu aflakóngar. Hefur blaðið fengið af þvi fregnir hjá fréttariturum sínum á hverjum stað. Snæfellsnesbátar 1 verstöðvunum á Snæfellsnesi eru menn mjög ánægðir með ver tíðinda, aldrei aflast svona vel, sagði fréttaritari blaðsins á Ólafs vík. Þar er hæsti báturinn á vertíðinni, Stapafell með 1227 lestir í 99 róðrum, skipstjóri Tryggvi Jónsson. Annar aflahæsti báturinn er Jón Jónsson með 1080 lestir í 101 róðri, skipstjóri Jósteinn Halldórsson. Á Grundarfirði varð aflahæst- ur Grundfirðingur II. með rösk- lega 700 lestir, skipstjóri Elís Gíslason. Þaðan reru 8 bátar, gæftir voru góðar, en afli brást í maí-mánuði. Hæsti báturinn í Stykkishólmi var mótorbáturinn Svanur með 698 lestir, skipstjóri Eyjólfur Ölafsson. Á Akranesi Það er aflahæst Sigrún með 1110 lestir, skipstjóri Helgi Ibsen og önnur Sigurvon með 1008, skipstjóri Þórður Guðjónsson. Frá Akranesi reru 21 bátur, og lauk vertíð á föstudag. Suðurnesjabátar I Keflavík var Askur aflahæst- ur með 1050 lestir, skipstjóri Angantýr Guðmundsson. 1 Grindavík var Arnfirðingur hæstur, með 1200 lestir, skipstjóri Gunnar Magnússon, og næstur Þorbjörn með 1160 lestir, skip- stjóri Þórarinn Ólafsson. Þaðan reru 23 bátar í vetur lengri eða skemmri tíma og fengu kring- um 17 þús. lestir samtals. 1 Sandgerði var einn bátur ekki hættur í gærkvöldi, Víðir II. Síð- ast þegar blaðið frétti var Helga frá Húsavík hæst af Sandgerðis- bátum, en Víðir II. rétt fyrir neðan! Af Hafnarfjarðarbátum var Haförn hæstur með rúmlega 1100 lestir, skipstjóri Sæmundur Þórð- arson frá Stóru-Vatnsleysu. Var vertiðin þar með betra móti í vetur. Reykjavíkurbátar voru ekki hættir í gærkvöldi, sem fyrr er sagt, en aflahæst var Heiga með 980 lestir, skipstjóri Arnar Frið- riksson, og næstur Hafþór með 957 lestir, Skipstjóri Þorvaldur Árnason. Vestmannaeyjabátar Af Vestmannaeyjabátum var Stígandi VE 77 hæstur með 1076 lestir í 95 róðrum. Af aflanum fékk hann 430 lestir á línu x 47 róðrum. Og næstur er Leó VE 400 með 1024 lestir í 87 róðrum, þar af 282 lestir á lánu, skipstjóri Óskar Matthíasson. Báðir for- mennirnir eru ungir menn, hafa verið formenn síðan 1945. Helgi Skemmtiferð á sunnudag Á SUNNUDAG verður farin skemmtiferð um Suðurnes og komið við á flestum- markverð- um stöðum. Standa sérleyfishaf- ar fólksflutninga um ’Suðurnes fyrir þessari ferð, en leiðsögu- maður er Gísli Guðmundsson. Lagt verður af stað frá Bif- reiðastöð íslands við Kalkofns- veg kl. 13.30 og komið aftur kl. 21.30. hefur alla tíð verið fengsæll, þó aldrei hæstur fyrr en nú. V estfjarðabátar Vertíðin á Vestfjörðum hefur almennt verið mjög góð. A Isa- firði er Guðbjörg aflahæst með 786 lestir, skipstjóri Ásgeir Guð- bjartsson. Þaðan reru 9 bátar, sem er miklu meira en undan- farna vetur. Á Patreksfirði var Sæborg afla hæst með 1153 lestir, skipstjóri Finnbogi Magnússon. Aflahæsti bátur á Tálknafirði var Guðmund ur á Sveinseyri með 941 lest, skipstjóri Magnús Guðmundsson og á Bolungarvík Einar, Hálfdáns, skipstjóri Hálfdán Einarsson. Klettur h.f. síðasfa boð i átti fyrsta og skipið Austfirðingur seldur á 10,2 milljónir i gærdag Margir um boðið TOGARINN Austfirðingur hlaut í gærdag nýja heima- höfn. Eftir harðsnúið uppboð á skipinu, þar sem það liggur vestur við Grandagarð, keypti Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjan á Kletti hér í Reykjavík togarann á 10,2 milljónir króna. Skipið þarfn- ast mikilla endurbóta og lag- færinga sem kosta munu milljónir, t. d. 8 ára flokkun- arviðgerð, nýtt spil og fleira. Uppboðið fór fram í hinu yndislegasta veðri. Var allmargt manna samankomið á bryggj- unni, er Kristján Kristjánsson borgarfógeti hóf uppboðið. Var vitað nokkru áður. að það myndu margir bjóða í skipið. Menn settu það m. a. í samband við alþingis- mennina Jónas G. Rafnar og Matthías A. Mathiesen, að komn- ir væru Akureyringar og Hafn- firðingar til að bjóða í skipið. Þá þóttust menn vita að ríkis- sjóður myndi bjóða. Jafnvel fleiri, sem líka kom á daginn. /* NA IS hnútar SV 50 hnútar K Snjófcoma f Ú6i X7 Skúrir fí Þrumur ws KutíoM Hihski! H HcS L L<*«3 1 „Hálfvirði?“ Uppboðið sjálft stóð yfir í um það bil hálftíma. Fyrst framan af, meðan verið var að festa sig úr fyrsta boði 5 milljónum króna frá Kletti hf. upp í 7,1 milljón voru fjórir sem buðu. Sigurður Ólason hrl. sem bauð í nafni ríkis sjóðs, Baldvin Jónsson hrl. sem bauð í nafni Kletts hf., Páll Ás- geir Tryggvason hrl. er bauð í nafni hf. Lýsi & Mjöl í Hafnar- firði og Helgi Pálsson formaður stjórnar Útgerðarfélags Akur- eyringa. Þeir féllu úr leik er þeirra boð 7,1 millj. var hækkað. Ríkissjóður féll úr leik er komn- ar voru 9,3 millj. Síðan börðust um togarann Klettur hf. og Hafnfirðingarnir sem fóru upp í 10,1 millj. Borgarfógeti hafði við orð er komið var 10 milljón króna boð í skipið, að nú væru þeir komnir hálfa leið upp í sannvirði skips- ins. Lítilli stundu siðar svöruðu Klettsmenn, en með Uppboðið á Grandagarði í gær. — Maðurinn til vinstri handar, með hatt- inn, sem styður hendinni á þak bílsins er Kristján Kristjánsson, borgarfógeti. Hann hefur fengið 9,1 millj. kr. boð frá Kletti hf., en talsmaður hans, Baldvin Jónsson stendur hinu meg- inn við bílinn, gengt borg- arfógeta og styður hönd á bílþakið. Borgarfógeti fær lokaboð ríkissjóðs, frá Sig- urði Ólasyni, sem stendur með barðastóra hattinn rétt hjá borgarfógeta. Jónssyni hrl. á uppboðinu, var stjórnarformaður Kletts, Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður. Boð þeirra 10,2 millj. var ekki hækk- að. Borgarfógeti upplýsti að ekki lægju fyrir upplýsingar um hve mikið hvíldi á togaranum. — Kunnugir fullyrtu að það mundi vera milljónatugir. Austfirðingur verður fjórði togari Kletts hf., en sú togaraút- gerð er þar með orðin önnur stærsta í Reykjavík. — Fram- kvæmdastjóri hennar er Jónas Baldvini Jónsson. Enn methiti í Reykjavík í GÆR var mjög hlýtt á Suð- urlandi. Þá komst hitinn upp í 19,3 stig í Reykjavík. Það er mesti hiti sem þar hefur ver- ið mældur í maí-mánuði. En hámarkshitamælingar hófust þar ekki fyrr en árið 1920. Næst þessu komst hitastigið 31. maí 1944 í 18.0 stig og 17,5 1955. Heitast var þó á Þing- völlum, 21 stig. Norðanlands var mun kald- ura, en ekki nema 4—7 stig út við sjóinn, en hlýrra í inn- iveitum. A stóru svæði fyrir i.orðan og norðaustan land er poka. Eftirtektarvert er að skv. kortinu er hlýrra í Reykjavík en bæði í London og París, þar sem eru 13 stig og einnig í Kaupmannahöfn, þar sem eru 14 stig. Veðurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-mið: Austan stinnings- kaldi og léttskýjað fram eftir nóttu, hvasst og skýjað, en úr komulaust að mestu á morg- un. SV-land og Faxaflói, Faxa fl. mið: Austan kaldi, víða stinningskaldi á morgun, létt- skýjað. Breiðafj. og Breiðafj. mið: Austan gola, léttskýjað. Vestf. og Vestfj.mið. Austan gola, þoka norðan til, annars léttskýjað. Norðurland til Austfj., norðurmið til Aust- fj.miða: Austan gola og síðar kaldi, víða léttskýjað í inn- sveitum og annesjum, einkum í nótt. SA-land og suðaustur- mið: Austan stinningskaldi og síðar allhvasst, skýjað þegar líður á nóttina. Engel Lund syngur í Austurbæjarbíó HIN þekkta þjóðvísusöngkona Engel Lund heldur almenna söngskemmtun í Austurbæjarbíó nk. þriðjudag kl. 7 á vegum Tón- listarfélagsins. Engel Lund er Reykvikingum að góðu kunn af fyrri söng- skemmtunum sínum hér á landi. M. a. hélt hún tvær söngskemmt- anir í fyrra fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins og „söng þá betur en nokru sinni áður“, að því er Ragnar Jónsson i Smára tjáði blaðamönnum í gær. Var þá talað um að hún héldi einn opinberan konsert, en aðstæður hömluðu að úr því yrði fyrr en nú. íslenzk lög Á söngskránni verða mestmegn is islenzk lög, en einnig þjóðvís- ur frá ýmsum löndum. Síðasta lag söngkonunnar verður Borð- sálmurinn eftir Jónas Hallgríms- son, en það lag var einnig loka- lag hennar á söngskemmtunum í fyrra, og vakti fádæma hrifn- ingu. Undirleikari verður Ferdi- nand Reuter, sem hefur verið aðstoðarmaður Engel Lund um 30 ára skeið. Aðgöngumiðar að söngskemmt uninni verða seldir í Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn. Syngur inn á plötur Þá hefur verið ákveðið að Eng- el Lund syngi inn á plötur 35 íslenzk þjóðlög í útsetningu og með undirleik Ferdinands Reut- er. Framleiðandi plötunnar er hið þekkta hljómplötufyrirtæki His Masters Voice en Fálkinn sér um útgáfuna. Samtímis hljóm- plötunni gefur Almenna bókafé- lagið út nótnabók með öllum lög- unum, ásamt skýringum og fylgir nótnabókin hverri plötu. Knútur Skeggjason annast upptöku sam- kvæmt ósk söngkonunnar. Blæs lífsanda í lögin Engel Lund hefur helgað líf sitt þjóðlögum og flutningi á þeim og er talin ein merkasta þjóðvísusöngkonan, sem nú er uppi. Sérstaklega hefur hún lagt sig eftir íslenzkum þjóðlögum og í því sam- bandi unnið ómetanlegt starf. Hún hefur grafið úr gleymsku og blásið lífsanda í mörg íslenzku þjóðlögin og ávallt sungið ís- lenzkt lag á þeim ótalmörgu söngskemmtunum, sem hún hef- ur haldið í Evrópu og Bandaríkj- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.