Morgunblaðið - 14.05.1960, Blaðsíða 10
10
MORCUNRT. AÐIÐ
Laugardagur 14. maí 1960
TTtg.: H.f Arvakur Reykjavfk
Frainkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arní Öla, sími 33045.
Auglýsíngar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsing&r og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
UTAN UR HEIMI
BATAMERKI
T¥ÉR í blaðinu í gær var frá
því skýrt, að aukning
sparifjár í bönkunum hefði í
aprílmanuði numið 43,6 millj.
kr. og eru sparisjóðir þá ekki
meðtaldir.
Þegar athugaðar eru skýrsl-
nr uin sparifjáraukningu
undanfarin ár, kemur í Ijós,
að þetta er mesta aukning
sparifjar á einum mánuði,
sem nokkurn tíma hefur átt
sér stað hér á landi.
Ástæða er til þess að at-
liuga þróunina í þessum efn-
um alla leið frá áramótum.
JÞá kemur það í ljós, að ’
janúar rýrna sparifjárinn-
stæður um 13,8 millj. kr. í
febrúar er aukning, sem nem-
ur 3,8 millj. kr., í marz 7,9
millj ki. og í apríl 43,6 millj.
kr., eins og fyrr var sagt.
Mikilvæg stefnubreyting
Hér er vissulega um mikil-
væga og merkilega stefnu-
breytingu að ræða. í staðinn
fyrir rýrnun sparifjárinn-
stæðna á fyrsta mánuði árs-
ins og mjög óverulega aukn-
ingu á 2. og 3. mánuði árs-
ins, er í 4. mánuði ársins
1960 um stórfellda aukningu
sparifjarins að ræða. Þarf
ekki að fara í neinar grafgöt-
ur um það, hver er ástæða
þessarar miklu og óvenjulegu
sparifjaraukningar. Hún er
einfaldlega aukin trú al-
mennings í landinu á krón-
una og þar með á gildi sparn-
aðar og sparifjársöfnunar.
Þessi nýja og aukna trú á
krónuna er hins vegar afleið-
ing af jafnvægisráðstöfunum
þeim, sem núverandi ríkis-
stjórn hefur verið að fram-
kvæma. Vaxtahækkunin
hafði einmitt þann megintil-
gang að stuðla að aukinni
sparifjármyndun og binda
endi á þá óheillavænlegu
eyðsluscefnu, sem einkennt
hefur undanfarin ár og átt
ríkan þátt í stöðugt aukinni
verðbólgu og dýrtíð í land-
inu.
Ný og raunhæf stefna
í raun og veru má segja, að
hin aukna sparifjármyndun í
aprílmánuði sé fyrsta bata-
merkið í efnahagsmálum eft-
ir að viðreisnarráðstafanirn-
ar voru gerðar. Þjóðin finnur
og skilur að mörkuð hefur
verið ný og raunhæf upp-
byggingarstefna. — íslenzk
króna ei nú skráð á raun-
verulegu gengi sínu. Á hana
er ekki lengur litið sem
falska ávísun, hvorki innan-
lands eða utan.
Við viljum sjálfstæði
eins fljdtt og unnt er
ÓÞARFI
AÐ ÖRVÆNTA
TJÉR að ofan hefur verið á
það bent, að hin aukna
sparifjármyndun sé fyrsta
batamerkið í íslenzkum efna-
hagsmáium eftir viðreisnar-
ráðstafanir núverandi ríkis-
stjórnar. Er það vissulega
örugg sönnun þess, að óþarfi
■er fyrir íslendinga að ör-
vænta um hag sinn og af-
komu.
Þolinmæði
í nokkra mánuði
Það sem mestu máli skiptir
er, að þjóðin geri sér ljóst nú,
er að þótt hún þurfi að taka
á sig stundarfórnir og óþæg-
indi af lífsnauðsynlegum
ráðstöfunum, þá er þó óhætt
að fullyrða ,að hún mun ekki
lengi þurfa að bíða varan-
legs bata. Sparifjármyndun-
in er þegar tekin að aukast.
Það mun hafa í för með sér
aukið jafnvægi í fjármálum
og efnahagsmálum lands-
manna. Innan nokkurra
mánaða mun hið nýja við-
skipta- og framkvæmdafrelsi
einnig verða farið að segja
til sín. Af því mun leiða
margvíslegt hagræði fyrir
atvinnulífið og allan almenn-
ing í landinu. Frelsið mun
hafa í för með sér aukna
framleiðslu og meiri arð af
starfi þióðarinnar. Af því
leiðir, að Íslendingar munu
á næstu árum geta ráðizt í
ýmsar nauðsynlegar og mik-
ilvægar framkvæmdir. Þjóð-
in verður aðeins að hafa þol-
inmæði í nokkra mánuði eða
misseri til þess að bíða árang-
ursins af viðreisnarstefnunm.
Sýndi mikinn vanþroska
Þetta er það sem núver-
andi rikisstjórn fer fyrst og
fremst iram á við þjóð sína,
að hún gefi henni tækifæri
til þess að láta dóm reynsl-
unnar ganga um viðreisnar-
tilraun hennar. Það sýndi
vissulega mikinn vanþroska
og ábyrgðarleysi, ef íslenzka
þjóðin neitaði um slíkan
frest. >
GIKONYO Kiano ráðberra tekur
á móti á fimmtudögum. Með mik-
illi ánægju. Hann var skipaður
verzlunar og iðnaðarmálaráð-
herra Kenyu hinn 1. apríl í ár
og tók þegar til starfa af miklum
áhuga og dugnaði, sem kom
Evrópumönnum þar mjög á óvart
því þeir tala mikið um leti
biökkumanna. En það kom ekki
stuðningsmönnum hans á óvart.
Kiano er Kikuyu, og megnið af
Mau-Mau mönnum titheyrði
þeim ættflokki. Bretar sögðu um
Mau Mau menn aðþeir væru misk
unnarlausustu og viðbjóðlegustu
andstæðingar sem brezki herinn
hefði nokkurntíma átt í höggi við.
MAU MAU
Skoðun Kianos á Mau Mau er
þessi:
Mau var nokkurs konar hernað
arleg hreyfing. Þeir vildii berjast
með valdi gegn Bretum. Ég og
flestir aðrir negrar í Kenya hefi
þá skoðun að rangt sé að beita
vaidi. Þar að auki er það ekki
nauðsynlegt. Ef maður nær stjórn
artaumunum með valdi verður
valdið einnig ríkjandi í því þjóð-
félagi sem maður er að skapa. Og
það er það versta sem getur kom-
ið fyrir.
Kiano notar oft orðið negri.
Hann gerir það viljandi, því
hvers vegna ekki að nefna hlut-
ina réttu nafni? Kiano er mjög
fágaður í framkomu, með margra
áia menntun að baki, menntun
sem margir hvítir menn geta öf-
undað hann af.
UPPRUNINN
Kiano fæddist fyrir 33 árum í
blökkumannaþorpinu Weithaga í
Kenya. Faðir hans var smábóndi
og bjó með bróður sínum sem
var bryti hjá hvítum embættis-
manni. Engan í þorpinu grunaði
að Gikonyo Kiano yrði einhvern-
tíma ráðherra. Þeir vissu ekki
einu sinni hvað ráðherra var.
Skólaganga Kianos hófst hjá
öldungum blökkumannaþorpsins,
sem kenndu unglingum það sem
nauðsynlegast var að vita En síð
an komst hann í ríkisskóla, og
vegna frammistöðu sinnar þar
var hann settur í menntaskóla og
síðan í háskólann í Kampala í
Uganda. Arið 1948 fór hann til
Bandaríkjanna og var þar við
nám í atta ár við marga háskóla.
Sneri hann síðan heim með dokt-
orspróf í heimsspeki, sem hann
hlaut fyrir ritgerð um stjórn-
rnálavísindi.
Þegar heim kom gerðist hann
kennari, en árið 1958 tok hann
sæti á ráðgjafaþinginu og í ýms-
um nefndum sem ákváðu hvaða
ung'ing&r yrðu sendir til náms
erlendis. Loks var hann eins og
áður er sagt skipaður ráðherra
1 apríi s.l.
VILJA SJÁLFSTÆÐI
— Hin nýja stjórnarskrá Kenya,
sem samþykkt var í London fyrr
á árinu, hefur veitt okkur meiri-
hluta á ráðgj afaþinginu. Hingað
til hafa Evrópumönnum verið
tryggð völdin í landinu, en nú er
ástandið gjörbreytt. Nú höfum
við augljósa möguleika á að taka
völdin í landi okkar. Við höfum
frá byrjun sagt að við mundum
nota okkur kosti nýju stjórnar-
skrárinnar til að taka völdin í
okkar hendur. Ég vil taka það
fram 1 fullri hreinskilni að við
óskum eftir sjálfstæði eins fljótt
og frekast er unnt.
En innbyrðis deilur og klofn-
við flokkinn Afríska þjóðarsam-
band Kenyu. 1 þjóðarsambandmu
eru margir stjórnmálaflokkar,
því flestir þeirra eru staðbundnir
við ákveðnar borgir eða sveitir.
Með því að safna leiðtogum
þeirra í stjórn þjóðarsambands-
ins, vonumst við til að byggja
upp landssamband, en flokkarnir
verði einskonar útibú á stöðun-
KENYATTA SJALFKJORINN
Margir hér í Kenya álíta að úti-
lokað sé að ná slíkri einingu.
— Bíðið og sjáið.
Áður en Mau Mau batt endi á
allt stjórnmálastarf, var til flokk
urinn Afríkusamband Kenyu. For
maður þess þegar það var bann-
að var Jomo Kenyatta, en fyrsti
formaður þess var James Gichuru
sem er núverandi formaður nýja
sambandsins.
Kiano segir að Gichuru geti
fengið flokkana til að fylkja sér
undir eitt merki, en ef Kenyatta
verður látinn laus, er hann hinn
sjálfkjörni foringi. Hann hefur
mest áhrif og mest fylgi.
★
Sem ráðherra er Kiano hús-
bóndi margra hvítra mann. Þeir
hafa sýnt mér bæði trúriað og virð
ingu, segir hann. Og þeir tala ekki
um litarhátt þegar ég er viðstadd-
ur. Þetta hefði verið óhugsandi
fyrir tíu árum. Svo það hefur
orðið framför. Við óskum eftir
áframhaldandi samvinnu bæði
við hvíta menn og gula, en okkur
iikar ekki við þá sem enn álíta
að hvítir menn eigi að stjórna
landinu. Við óskum ekki eftir
samvinnu við þá menn.
Dr. Kiano er giftur, og er kona
hans, Ernestine fædd í Banda-
ríkjunum. Eiga þau þrjá syni og
eina dóttur, og búa fyrir utan
höfuðborgina. Elzti sonurinn er
níu ára. Hvað á hann að verða
— Ég hefi þaS á tilfinningunnl
að hann verði verkfræðingur. En
hann verður sjálfur að ákveða
það. Þegar hann verður fullorð-
inn hefur hann vonandi mögu-
leika á að velja um margt Mennt
unin er undirstaða alls.
Dr. Gikonyu
ingur hinna ýmsu flokka blökku
manna í Kenya geta seinkað sjálf
stæðinu. Klofningurinn á rót
sína að rekja til þess að neyðar-
ástandið, sem lýst var vegna Mau
Mau hreyfingarinnar og stóð í
mörg ár, bannaði myndun stjórn-
málaflokka. Strax og neyðar-
ástandinu var aflétt mynduðum
Orottningarmóð-
. ir í Rhodesín
oALISBURY, Suður-Rhodesíu,
11. maí (Reuter). — Elísabet
drottningarmóðir í Bretlandi kom
til Salisbury í dag, og mun hún
ferðast um suð-austur Afríku
næstu þrjár vikurnar. Mun hún
m. a. ferðast um námuhéruð
Norður-Rhodesíu, þar sem
blökkumannaóeirðir hafa geisað
undanfarið.