Morgunblaðið - 14.05.1960, Blaðsíða 20
Íbróttasíðan
ei á blaðsíöu 18.
oqpiiiMaMfc
109. tbl. — Laugardagur 14. maí 1960
Alpaflug
sjá bls 11.
Snáðinn slapp
Norræna sund-
keppnin á morgun
Forseti Islands gefur bikar til keppninnar
NORRÆNA sundkeppnin hefst á morgun og í tilefni þess
ávarpar forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, íslenzku þjóð-
ina í fréitaauka í Ríkisútvarpinu í kvöld.
UM klukkan 5,30 í gærdag
bjargaði vörubílstjóri lifi 4ra
ára snáða með snarræði sínu.
Sjónarvottur að þessum at-
burði sagði, að hann og fólk,
sem með honum var ,hefði
hljóðað upp, er það sá hvar
drengurinn allt í einu birtist
rétt framan við vörubílinn, er
er var með þungan karfafarm
á palli.
Þetta gerðist við Höfðaborg
arhúsin svonefndu við Borg-
artún. Vörubíllinn sem er R-
2107, var á Ieið inn eftir með
karfafarm, sennilega til
vinnslu hjá Marz og Júpíter
á Kirkjusandi.
Allt í einu sást hvar 4—5
ára stráksnáði kom á harða-
hlaupum út frá einu húsanna,
þvert yfir götuna, rétt fram-
an við hinn þunga fiskflutn-
ingabil.
í Vestmannaeyjum hefst nk.
miðvikudag og koma hinir er-
lendu þátttakendur með flug-
vél á þriðjudagsmorgun, i
fylgd með Jóhanni Sigurðs-
syni, umboðsmanni F. í. í
London. Eru það Frakkar,
Bretar og Belgíumenn, 24 að
tölu. —
+ AUt gistipláss upptekið
Hér bætast svo í hópinn 12
Bílslys
UM 6 leytið síðdegis í gær varð
lítill drengur fyrir bíl á Lauga-
vegi, skammt frá gatnamótum
Lauganesvegar. Mun hann hafa
hlaupið frá bróður sínum og
krökkunum, sem hann var með,
og orðið fyrir bílnum.
Drengurinn heitir Makan Zet-
arn. Hann var ekki mikið meidd
ur að sjá, en var fluttur á Slysa-
varðstofuna og var þar enn i gær
kvöldi, er blaðið fór í prentun.
Þrjá ferðir
á sólarhring
til Grænlands
STRAX eftir helgina, mánudag
eða þriðjudag, kemur til Reykja-
víkur skip með 170 lestir af járni,
sem Flugfélag íslands hefur tekið
að sér að flytja áfram til Kúlúsúk
á Grænlandi. Á að flýta mjög
flutningum og mun Sólfaxi hefja
flug með járnið eins fljótt og
auðið er.
Verða fluttar 6,5 lest í hverri
ferð og áætlaðar 3 ferðir á sólar-
hring, ef veður leyfir, enda er
að verða bjart allan sólarhring-
inn á flugleiðinni. — Áður en
járnflutningarnir hefjast verður
sett hlifðargólí í Sólfaxa.
Snarræði bílstjórans
Bílstjórinn snarhemlaði
bílnum, sem ekki hefur verið
mikið undir 6 tonn á þyngd.
Við það kom mikil og snögg
hreyfing á farminn, sem að
sögn sjónarvotts, lyftist upp
og steyptist út yfir hliðarborð
pallsins og' meira að segja
steyptist karfinn fram yfir
hús bílsins — svo snögglega
hemlaði bílstjórinn. Drengur-
inn slapp undan bílnum, en
allt í kringum bílinn, þar sem
hann stóð á sólbökuðu og
heitu malbikinu lá um helm-
ingur af karfafarmi bílsins.
Það fór ekki milli mála,
sagði heimildarmaður blaðs-
ins og sjónarvottur að þessu,
að bílstjórinn á vörubílnum
bjargaði lífi barnsins með
snarræði sínu. Vörubilstöðin
Þróttur upplýsti að ökumaður
á vörubílnum héti Tómas Sig-
valdason, Brekkustíg 8.
Bandaríkjamenn af Keflavíkur-
flugvelli og 18 íslendingar, með-
limir Sjóstangaveiðifélags ís-
lands og fljúga þeir til Vest-
mannaeyja í tveimur flugvélum
Flugfélagsins á miðvikudags-
morgun. Hafa verið tekin á leigu
öll herbergin á Hótel H.B. í Eyj-
um og auk þess útveguð herbergi
í bænum fyrir gestina. Nokkrir
Vestmannaeyingar taka þátt í
mótinu, og verða þátttakendur
alls 50—60.
Þorskur veiddur á stöng
f Vestmannaeyjum hafa verið
leigðir tíu 15—20 lesta bátar til
veiðanna. Þeir eru nýkomnir af
vertíð og verður þetta nokkurs
konar aukavertíð í Eyjum. í
þetta sinn verður þorskurinn
veiddur af bátunum á stöng. En
sjóstangaveiðimenn veiða hvaða
fisk sem er.
Ýms verðlaun verða veitt fyrir
veiðimennsku. Veglegustu verð-
launin eru ekta silfurbikar frá
Flugfélagi fslands. Þá gefur Vest
mannaeyjabær fallega litmynd af
bænum með áletruðum silfur-
skildi og fyrirtæki hafa gefið
ýmsa gripi. Verða verðlaunin af-
hent í kveðjuhófi í Reykjavík á
mánudagskvöldið 24. maí, en hin-
ir erlendu gestir fljúga út á
þriðjudagsmorgun.
Fékk skot í Iærið
| KLUKKAN liðlega 20 í
gærkvöldi voru tveir menn
að handleika skammbyssu í
húsi hér í bænum. Héldu
þeir að byssan væri tóm, og
munu því ekki hafa farið
eins varlega með hana og
annars. Hljóp skotið úr
byssunni og í lærið á öðr-
um manninum, Leifi Magn
ússyni, Barmahlíð 4. Var
hann fluttur á Slysavarð-
stofuna og síðan á Lands-
spítalann. Hann mun ekki
vera í lífshættu.
ár Forseti íslands gefur bikar
Þetta er fimmta norræna
sundkeppnin og sú fjórða, sem
ísland tekur þátt í. ísland var
ekki þátttakandi í fyrstu keppn-
inni, en hún fór fram 1949 og
keppt um bikar, sem Gústaf V.
Svíakonungur gaf. Keppnina
vann Finnland. Hákon VII. Nor-
egskonungur gaf bikar til keppn-
innar 1951, en þá fór ísland með
sigur af hólmi. Friðrik Danakon-
ungur gaf bikar til keppninnar
1954, en þá sigruðu Svíar og
Kekkonen, Finnlandsforseti, gaf
bikar tii keppninnar 1957, sem
unnin var af Svíþjóð.
I ár gefur forseti íslands
bikarinn, sem keppt er um og
veröur hann smiðaður af
Leifi Kaldal og verður mjög
veglegur gripur.
ár Hefst í Sundlaugunum
Norræna sundkeppnin hefst
í Sundlaugunum í Reykjavík á
morgun með því að borgarstjór-
inn í Reykjavík, frú Auður
Auðuns, opnar keppnina með
ræðu, en síðan syndir fyrsti
fimm manna hópurinn, en í hon-
um verða: forseti Islands, herra
Asgeir Asgeirsson, borgarstjór-
inn í Reykjavík, Geir Hallgríms-
son, forseti ÍSÍ, Benedikt G.
Waage, formaður Sundsambands
íslands, Erlingur Pálsson, og for-
maður Olympíunefndar Islands,
Bragi Kristjánsson.
•fc í Sundhöll Reykjavíkur
Keppnin verður opnuð í
Sundhöll Reykjavíkur einnig á
morgun og hefst keppnin þar kl.
10 f. h. með því að landsnefnd
keppninnar og framkvæmda-
nefnd Reykjavíkur þreyta 200
metrana.
Eins og fyrir fyrri keppni
hefur verið útbúið fagurt merki,
sem selt verður á kr. 10 og fer
ágóðinn í sjóð, sem notaður er
til styrxtar sundmennt á Íslandi.
I Merkið er að þessu sinni silfrað
á grænum grunni og í alla staði
hið fegursta.
Þetta kom fram í símtali er
Mbl. átti í gær við Gísla Krist-
jánsson, ntstjóra Freys, en Gísli
mun bezt allra starfsmanna Bún-
aðarfélagsins þekkja til þessa
vandamáls bænda.
★ IIELMINGI FÆRRI
ÚTLENDINGAR
Gisli gat þess t. d. að í fyrra
sumar nefðu um 300 útlendingar,
aðallega Danir, starfað hjá ís-
lenzkum bændum. Þessi tala
verður ekkert svipuð því eins há
í ár, sagði Gísli. Tel ég láta
nærri að um 200 útlendir vetrar-
menn hafi farið af landi brott
undanfarnar vikur. Það hefur
ekki tekizt að útvega einn em-
asta í þeirra stað. Árangurslaust
hefur Búnaðarfélag íslands aug-
lýst eftir mönnum í víðlesnasta
blaði Danmerkur, blaði, sem
kemur inn á hvert einasta heim-
ili í sveit þar í landi.
Af þeim sökum munu verða
hér í sumar eitthvað um 100 út-
lendir landbúnaðarverkamenn.
Ég er mjög vonlítill um að okk-
ur takist að ráða nokkurn út-
lending. Danskir bændur eru nú
sjálfir í miklum kröggum vegna
vinnuaflsskorts.
Fyrsta stóra lúðan
AKRANESI, 13. maí. — f gær
fékk trillubáturinn Jörundur AK
78, skipstjóri Hákon Jörundsson.
fyrstu stóru lúðuna, sem hér
veiðist í ár. Lúðan vó 100 pund.
Togarinn Akurey landaði hér
1 gær 220 lestum fisks.
Þrj ár sunnudags-
ferðir Ferðafél.
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
þriggja ferða á morgun, sunnu-
dag. Er það gönguferð á Keili
og Trölladyngju, önnur ferðin út
á Reykjanesvita og í þeirri ferð
ekið til baka um Grindavík og
þaðan til Krísuvíkur. Þriðja ferð
in er svo gönguferð í Raufarhóls-
helli, gengið af Hellisheiði og nið
ur að Vindheimum í Ölfusi.
Lagt verður af stað í þessar
ferðir kl. 9 í fyrramálið frá
Austurvelli.
OJ, bara, getur ís virkilega
verið svona hræðilega kald
ur, segir svipurinn á þess-
ari litlu stúlku, sem ljós-
myndari blaðsins hitti úti i
sólskininu í gær. í hitanum
voru allir með is, og hún
hefur vafalaust viljað fá ís
líka eins og hinir krakkarn
ir. En svo kom þessi voða-
lega gretta á andlitið, þeg-
ar kaldur ísinn rann ofhn
í maga.
Bruni í Kópavogi
I GÆRMORGUN kl. liðlega
sex var slökkviliðið kvatt að
Digranesvegi 10 í Kópavogi.
Stóð loginn þar út úr þaki á
. íbúðarhæð, er að var komið,
og varð að rjúfa þekjuna til
að komast. að eldinum. Tókst
samt fljótlega að ráða niður-
lögum hans, en skemmdir
munu vera talsverðar.
* FJÓSAMENN SKORTIR
MEST
Vertíð er nú rétt nýlokið og
því er of snemmt að spá um það
hve margir muni hverfa að
störfum í sveit. Það er mestur
hörgull á mönnum til starfa í
fjósum. Sú vinna er of erfið
unglingum og ekki við þeirra
hæfi. Aftur á móti er mikið
framboð á vinnu unglinga til
sveitastarfa og þarf ekki að
kvíða þvi að ekki verði hægt að
veita bændum úrlausn, því ef að
líkum lætur verður ekki hægt að
útvega nærri öllum unglingun-
um sveijavinnu.
Norsk kvikmynd
í rr* 1 r '
i ljarnarbio
FÉLAGIÐ ísland—Noregur efnir
til sýningar á norskum litkvik-
myndum í Tjarnarbíói á sunnu-
dag -15. maí kl. 13,30 stundvís-
lega. Sýndar verða norsk skíða-
mynd (gamanmynd), landslags-
mynd og fleira. — öllum er heim
ill ókeypis aðgangur meðan hús-
rúm leyfir.
Eyjabátar fara á
sjóstangaveiöar
50-60 erlendir og innlendir þátfakendur
SJÓSTANGAVEIÐIMÓTIÐ
Mjög mikill hörgull á
fólki til sveitastarfa
200 færri útlendingar í ár
EINS og svo oft áður vantar margt manna til starfa á sveitabýlin
hér í Iandinu, en sá vinnuaflsskortur er öllu alvarlegra mái í ár,
en til dæmis í fyrra.