Morgunblaðið - 20.05.1960, Síða 23

Morgunblaðið - 20.05.1960, Síða 23
Fðstudagur 20 maí 1960 MORGVNBLAÐIti 23 Sýning Harðar Agústssonar listmálara á teikningum stendur nú yfir í .sýningarsal Ásmundar Sveinssonar við Freyjugötu, og birtist hér ljósmynd af einni teikningunni. Sýningin er opin 5—10 e .h. daglega og 2—10 á sunnudag. — Berlín Framh. af bls. 1. úr flugvélinni. — Við brottför- ina frá París hafði forsetinn lýst vonbrigðum sínum yfir hinum misheppnaða fundi, en jafnframt sagt, að Vesturveldin hefðu nú fylkt sér enn fastar sáman en áður vegna þessa áfalls. — ★ — James Hagerty sagði á blaða- mannafundi í Lissabon, að for- setinn væri algerlega uppgefinn orðinn á framkomu og duttlung- uin Nikita Krúsjeffs — og hann, eins og öll bandaríska sendi- nefndin á toppfundinum, væri feginn að hvíla sig frá slíku í bili. ★ TILTÖLULtua HÓGVÆB Krúsjeff var tekið með kost- inn og kynjum af íbúum Aust- ur-Berlínar, er hann steig út úr flugvél sinni á Schönfeld-flug- vellinum, eins og fyrr segir — enda höfðu stj'órnarvöldin skor- að á almenning að fjölmenna til þess að fagna sovétleiðtoganum. Walter Ulbricht, foringi austur- þýzkra kommúnista, beið hans á flúgvellinum með útréttar hend- ur — og féllust þeir „félagarn- ir“ í faðma með miklum kær- leikum. — í stuttri ræðu réðist hann enn að Bandaríkjunum fyr- ir að koma leiðtogafundinum á kaldan klaka — en þótti þó til- tölulega hógvær, miðað við ofsa hans undanfarna daga. Hann sagði t. d., að það væri sannfær- ing sín og stjórnar sinnar, að „heilbrigð skynsemi" mundi fyrr eða síðar „ná yfirhöndinni í samskiptum þjóðanna“. Hann kvað augljóst, að þau öfl, sem ekki kærðu sig um bætta sam- búð austurs og vesturs, hefðu nú „náð yfirhöndinni“ í Bandaríkj- unum, í bili a. m. k. — en stjórn sín mundi „gera allt“ til þess, að mögulegt yrði að halda ann- an leiðtogafund eftir 6—8 mánuði. Á meðan þessu fór fram, á- varpaði Willy Brandt, borgar- stjóri Vestur-Berlínar, löggjaf- arsamkomunduna þar, og kvaðst ekki ætla, að draga mundi til neinna stórtíðinda á meðan Krúsjeff dveldist í Berlín. Borg- arstjórinn kvað íbúa Vestur- Berlínar bíða rólega þróunar mála og lét í ljós „óbifandi trú“ á, að Vesturveldin mundu haida verndarhendi sinni yfir borginrti gegn hvers konar ésókn knmm- únisia. ★ TIL MOSKVU A LAUGABDAG Ummæli Willy Brandts koma heim við það, sem haft var eftir ábyrgum heimildum í Austur-Þýzkalandi í gær, að ekki væri gert ráð fyrir að Sovétríkin gerðu sér-friðar- samning við Austur-Þjóðverja fyrr en eftir að loknum öðrum leiðtogafundi eftir 6—8 mánuði. — Sömu heimildir sögðu, að Krúsjeff mundi halda heim til Moskvu á laugardag — og síð- an flytja Æðsta ráðinu skýrslu um leiðtogafundinn og fyrirætl- anir sínar um greinda friðar- samninga. — * — Þess má geta, að það er haft eftir heimildum í París, sem standa kommúnistaflokknum mjög nærri, að næsta skref Krúsjeffs mundi verða að boða til alþjóðlegs fundar um friðar- samninga við Þýzkaland. ★ FJÖLDAFUNDUR Skömmu eftir að Krúsjeff kom til Berlínar hóf hann við- ræður við Grotewohl, forsætis- ráðherra, og flokksforingjann Ulbricht. 1 dag mun hann síðan ávarpa fjöldafund, sem haldinn verður á íþróttaleikvangi. Upp- haflega átti hann að tala þegar í gær á útifundi á Marx Engels- torginu, þar sem 25 sinnum fleiri áheyrendur hefðu komizt fyrir en á íþróttaleikvanginum — en þeim fundi var aflýst. — Sjóstangaveiði Framh. af bls. 24. fiskinn, miðlungsstóra keilu og varð almenn hrifning um borð. Þarna voru tveir aðrir Englend- ingar, tveir Fransmenn og tveir fslendingar, þeir Jóhann Sigurðs- son, fulltrúi Flugfélagsins í Lundúnum og Halldór Snorrason, bílasali með meiru. Aftur dró Mr. Shilling keilu án þess að aðrir yrðu varir og færð- ust hinir kappsfullu Fransmenn þá í aukana. Leið ekki á löngu þar til annar þeirra dró tvær keilur samtímis og gaut horn- auga sigri hrósandi til Mr. Shill- ing. Og skömmu síðar svignaði stöngin hjá hinum Fransmannin- um ferlega og dró hann þrjá smá- upsa, því hann hefur marga öngla á færinu. Upsinn rotaður Átti Fransmaðurinn í stíma- braki við að losa fiskana af öngl- unum, þeir sprikluðu á þilfarinu og skruppu alltaf úr höndum hans. Dró hann þá úr pússi sínu forláta klaufhamar, miðaði vand- lega á haus eins upsans og högg- ið reið af. Upsinn bærði varla uggana eftir þetta vel útilátna högg og gekk þá greiðlega að losa hann. Þegar hér var komið sögu var búið að stilla ljósmyndavélarnar og veiðifélagarnir vildu ólmir taka myndir af aflaklónni. Fór álíka mikill tími í að krækja ups- anum aftur á öngulinn, því allir urðu að vera með á myndinni. Þorskurinn lánaður til myndatöku Jóhann Sigurðsson dró nú stór- an þorsk, sem reyndist vera 24 tfe pund og var gaman að sjá hversu veiðimannlega honum tókst að innbyrða skepnuna. Lögðu nú all- ir frá sér stengurnar og hófu að ljósmynda Jóhann með stórfisk- inn. Því keppnin var ekki nafin og engin ástæða til að sleppa svo góðu tækifæri til ljósmyndunar. — Síðan fengu Fransmennirnir þorskinn lánaðan hjá Jóhanni og tóku myndir hvor af öðrum með gripinn, sem væntanlega verður til að auka hróður þeirra, þegar heim til Parísar kemur. Bátarnir lágu þarna í hnapp, með íslenzka fánann við hún, og létu reka austur undan Suðurey. Veiðimennirnir kölluðu oft á milli bátanna, og veifuðu stærstu fiskunum hver framan í annan. Menn hlógu og gerðu að gamni sínu. Steinbíturinn þótti ljótur Mr. Shilling var að velta vöng- um yfir því, hvernig fótbolta- leikurinn í Glasgow í gærkvöldi hefði farið, þegar snögglega var kippt í og stöngin svignaði mik- ið. Eftir erfiðan drátt kom i ljós, að hann hafði sett í stærðar stein bít, fisk sem Mr. Shilling hafði aldrei séð öðru vísi en á pönn- unni. Þótti honum dýrið ljótt og varð hálf feiminn við að taka á því. En með góðra manna aðstoð tókst að ná önglinum út úr þeim gráa, sem þó var ekkert áhlaupa- verk. Fylgdist öll áhöfnin með viðureigninni, og hrósuðu Frans- Fl fer fjórar ferðir um helgina FERÐAFÉLAG fslands' ráðgerir tvæi- tveggja daga férðir og tvær eins dags ferðir um helgina. Á laugardag kl. 2 verður lagt af •stað í Landmannalaugar og Þór mörk. Og kl. 9 á sunnudagsmor un I gönguferð á Esju og ök1 ferð í Brennisteinsfjöllin. mennimir happi að lenda ekki á sliku kvikindi. 130 fiskar Þannig leið fyrsti dagurinn, og þegar Sigrún sigldi inn á höfn- ina, stóðu veiðimennirnir bros- andi á þilfari. Þeir höfðu veitt 130 fiska yfir daginn, mestmegnis þorsk, keilu og ýsu, en með villt- ust afbrigðilegar tegundir, eins og steinbítur og karfi. Ekki liggja fyrir tölur um hver var aflahæstur í dag, því í reynsluferðinni veiddu allir í sömu stíu. Bandaríkjamaður af Keflavíkurflugvelli dró stærsta fiskinn, 40 punda þorsk og var veiðimaðurinn brosleitur eins og nærri má geta. Á sama báti var eini kvenmaðurinn, sem tekur þátt í keppninni, ungfrú Gower frá London, kona komin af létt- asta skeiði. En hún stóð sig eins og hetja og dró 14 fiska. Hún hefði sjálfsagt dregið fleiri, ef báturinn hefði ekki orðið að halda til hafnar á undan öðrum, vegna þess að ekkert salerni var á þeim báti. Mótstjórnin skaut á skyndi- fundi í kvöld, til að ræða málið og var ákveðið að ungfrúin skyldi flutt yfir á annan bát í fyrramál- ið, stærri bát, sem hefur öll nauð- synleg þægindi. Góður undirbúningur Undirbúningur mótsins hefur gengið prýðisvel, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika og hafa þeir Jóhann Sigurðsson, Njáll Símon- arson, Pétur Einarsson og Stein- ar umboðsmaður Flugfélagsins hér borið hita og þunga dagsins. Á morgun hefst svo keppnin, sem bæði verður einstaklings- keppni og mælikvarði á aflasæld hinna ýmsu þjóða, sem hér eiga sína fulltrúa. Þykja Bandarikja- menn og Bretar einna sigurstrang legastir, en Frakkland er líka stórveldi og sagðist Fransmaður- inn í súðarherberginu á HB ætla að fara snemma í háttinn í kvöld. — H.J.H. Fjallaferðir Guðmimdar Jónassonar GUÐMUNDUR Jónasson fjallabíl stjóri ráðgerir ýmsar fjállaferðir næstu helgar. Á laugardaginn nk. kl. 2 fer hann í Landmannalaug- ar með ferðafólk og verður komið aftur í bæinn á sunnudagskvöld. í næstu viku á eftir ráðgerir hann helgarferð að Hvítárvatni. Lagt verður upp í ferðina kl. 2 á laugardag. Og um hvitasunnu- helgina eru í undirbúningi tvær ferðir, önnur á Snæfellsjökul, hin að Hagavatni. Verður lagt af stað í báðar kl. 2 á laugardag og kom- ið í bæinn að kvöldi annars hvíta sunnudags. Hefur Guðmundur tryggt sér samkomuhúsið á Arn- arstapa til gistngar í Snæfellsnes ferðinni. Á að ganga á jökulinn á hvítasunnudag, en aka til Sands og Ólafsvíkur og kringum jökul- inn á leiðinni heim á annan. í Hagavatnsferðinni verður gengið á Langjökul o. fl. á hvítasunnu- dag og ekið um Þingvelli heim á annan. <s> Robert Schumann /50 ára afmælis Schumanns minnzt á síðustu sinfoníuhljc mleikum ó vorinu HINN 8. n: m. eru liðin 150 ár frá fæðingu þýzka tónskáldsins Roberts Schumanns, og verður þess minnzt með því, m. a., að flutt verður verk eftir hann, sin- Engel Lund syng- ur ekki í kvöld SÓNGSKEMMTUN sú sem Engel Lund ætlaði að efna til sL þriðju dag, en aflýsa varð vegna veik- inda söngkonunnar, getur ekki orðið í kvöld. Verður nánar til- kynnt þegar söngskemmtunin get ur farið fram. Seldir miðar verða endurgreiddir eða gilda á hljóm- leika söngkonunnar er af þexm getur orðið. fónía nr. 4 í d-moll, á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Tónleik arnir hefjast kl. 8,30 og eru þetta síðustu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar hér í Reykjavík á þessu vori. Stjómandi er dr. Véclav Smetácek frá Prag og ein ari Bjöm Ólafsson fiðluleikari. Önnur viðfangsefni á þessum tónleikum eru forleikur að óper- unni „Iphigenia in Aulis“ eftir Gluck og fiðlukonsert í D-dúr eftir Beethoven, eitt hið merk- asta og fegrusta verk sinnar teg- undar, sem samið hefur verið. ÖRN CLAUSEN héraðsdomslögmaður Málf’utningsskrifstofa. Bankastræti 12. — Sími 18499. Eiginmaður minn ÓLAFUR ASMUNDSSON fyrrverandi verkstjóri, Miðteigi 6 Akranesi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 19. þ. m. Fyrir hönd vandamanna. Helga Oliversdóttir. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför JAKOBlNU GlSLADÓTTUR frá Snæfjöllum. Börn og aðrir aðstandendur. SS'anSg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.