Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVTS BL AÐIÐ Fimmtudagur 2. iúní 1960 Treysta verður kostinn, sem farsœld og því, að tryggir velgengni þjóðin henni Koma verður i veg fyrir, að áróðursöflunum takist oð hindra viðrei nina Rœða Ingólfs Jónssonar, landhúnaðar- ráðherra, í eldhúsdagsumrœðunum HERRA forseti, -'góðir hlustend- ur! — 'j Við umræðurnar í gsérkvöídí töluðu stjórnaraiidstæðingar um að gefin hefðu verið fögur kosn- ingaloforð af núverandi stjórn- arflokkum á sl.' ári. Við Sjálf- stæðismqnn sögðum fyrir kosn- ingarnar að gera þyrfti róttsgkar aðgerðir í efnahágs- og fjátmál- um þjóðarinnar strax þegar sam- stæður þingmeirihluti væri fyrir hendi til þess að gera slíkar og nauðsynlegar aðgerðir. Það sem núverandi stjórnarflokkar hafa að unnið er því í fullu samræmi við það, sem sagt var fyrir kosn- ingarnar. Stjórnarandstæðingar halda því fram, að lítilla að- gerða hafi verið þörf. Hermann Jónasson fullyrti í gærkvöldi að ekki væri um það að ræða að nauðsyn hafi borið til róttækra aðgerða. Hermann Jónasson full- yrti, eins og hann orðaði það, að aðeins hefði þurft að draga nokk- uð úr framkvæmdum og afla hefði mátt tekna með innfliítn- ingi á hátollavöíum og hækkun yfirfærslugjalds, eftir því sem nauðsyn krefði. Þetta var það, sem hann vildi gera, — gamla vinstri stjórnar 'leiðin. Ekki tekinn alvarlega Þegar Hermann Jónasson og stjórnarandstaðan gera lítið úr því nú, að ríkisstjórnin hafi átt við erfið verkefni að glíma, verður ekki hjá því komizt að minna á, hvernig komið var í desember 1958, þegar vinstri stjórnin fór frá völdum. Ástæðu- laust er að rifja þá sögu upp í löngu máli. Þjóðin þekkir þá sögu. Þjóðin veit að núverandi stjórnarandstaða vildi vera við völd áfram, en hún gafst upp. Forystan var úrræðalaus, von- «laus og vanmegnug að leysa þau vandamál, sem við var að stríða. Þjóðin man ummæli Hermanns Jónassonar og lýsingu hans á ástandinu, þegar hann kvaddi stjórnarráðið. Þjóðin man um- sögn efnahagsmálasérfræðings stjórnarinnar um það, hvemig málum þjóðarinnar var komið. Landsmenn allir þreifuðu átak- anlega á því hvernig vinstri- stefnan leiddi vandræði yfir þjóðina. Þegar stjórnarandstaðan held- ur því fram að enginn vandi hafi verið fyrir hendi, þegar núver- andi stjórn tók við, þá mun eng- inn hugsandi maður, sem fylgist með í þjóðmálunum, taka þau ummæli alvarlega. Öngþveiti var forðað Til þess að forða því hruni, sem við blasti í desember 1958 myndaði Alþýðuflokkurinn minnihlutastjórn með stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Gerðar voru bráðabirgðaráðstafanir, sem ork- uðu það að koma í veg fyrir fullkomið öngþveiti, sem við blasti. Sannanlegt var að vísi- talan hefði komizt í 270 stig í októbermánuði sl., ef vinstri stjórnar stefnan hefði ekki verið stöðvuð í ársbyrjun 1959. Þarf ekki að lýsa því hvaða afleið- ingar slík dýrtíðarhækkun hefði haft á atvinnuvegina. Augljóst er að það hefði leitt til algjörrar stöðvunar, atvinnuleysis og vandræða. Reiknað hefur verið út að gengi ísl. krónu hefði þurft að vera kr. 60.00 í stað kr. 38.00 miðað við dollar, ef vinstri stj.örnár stefnan hefði verið ráð- andi fram eftir ári 1959. Bráðabirgðaráðstafanirnar, sem gerðar voru á árinu 1959, leiddu til þess að afstýrt var vandræð- um og hruni. Brást á örlagastundu Ekki var' unnt að gera varan- legar ráðstafanir í efnahagsmal- um fyrr en eftir síðustu kosn- ingar, að samstæður þingmeiri- hluti var fyrir hendi. Ríkis- stjórnin tók að sér að leysa þann hnút, sem Hermann Jónasson og stjórn hans gafst upp við að leysa. Það þarf þrekmann lil þess að tala eins og Hermann Jónasson gerði í gærkvöldi, þar sem hann hlýtur að skilja að þjóðin öll man þegar hann sem skipstjórnarmaður þjóðarskút- unnar stökk frá borði til þess að reyna að forða sér og sínum flokki og skildi þjóðarfleyið eftir stjórnlaust í brimrótinu. Þjóðin getur gagnrýnt stjórn- gyflpkkapa og aðgerðir . ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún getur efast um að nauðsyn hafi borið til þess að taka svo stórt spor sem gert var. Þjóðin getur efast um réttmæti aðgerð- anna á meðan reynslan hefur ekki sannað að þær eru réttar og nauðsynlegar. En allir hljóta að hafa sannfæringu og vissu fyrir því, að sú forysta, sem brást á örlagastundu og gafst upp þegar mest á reyndi — verðskuldar ekki traust og get- ur ekki vænzt þess að verða trú- að fyrir forystuhlutverki að nýju. Neita fyrri yfirlýsingum Stjórnarandstæðingar neita fyrri yfirlýsingum sínum um erfiðleikana og vandann, sem þjóðin var komin í. Þeir þyrla upp blekkingum um að verið sé að leggja byrðar á þjóðina að óþörfu. Stjórnarandstæðingar eru svo kaldrifjaðir að þeir segja að ríkisstjórnin hafi fellt krónuna að óþörfu. Þeir viður- kenna ekki, að krónan var fallin og aðeins staðreyndirnar bafa verið viðurkenndar. — Þegar stjórnarandstæðingar tala við bændur, er fullyrt, að farið sé verst með bændastéttina — þeg- ar þeir ræða við verkamenn er fullyrt, að sérstaklega sé níðst á þeim — þegar þeir ræða við út- gerðarmenn og sjómenn, er talið að stjórnin hafi alls ekki seð þeirra hag borgið og aðstaða út- gerðarinnar sé nú mun verri en áður. Þegar þeir ræða við kaup- menn, er fullyrt, að álagning sé alltof lág og nú sé engin aðstaða til þess að reka verzlun. Þegar þeir tala við iðnaðarmenn er tal- ið að aðgerðirnar grafi undan iðnaði í landinu. Þannig reyna stjórnarandstæðingar að magna upp óánægju og reyna að vinna gegn því að sú nauðsynlega við- reisn, sem stjórnarflokkarnir berjast fyrir, heppnist. Sem bet- ur fer er fólkið í landinu farið Ingólfur Jónsson að skilja að hin neikvæða bar- átta stjórnarandstöðunnar vinn- ur gegn þjóðarhag. Oft heyrist það hjá ýmsum kjósendum Fraiösóknarflokksins, þegar rætt er við þá, að þeir telja að núverandi efnahagsmála- löggjöf hafi verið það eina, sem hægt var að gera og það hefði ekki mátt dragast lengur. Efna- hagsmálalöggjöfinni er ætlað að ná því marki, að þjóðin leggi grundvöll að efnahagslega heilbrigðu atvinnulífi. Með efna- hagslöggjöfinni er gjaldmiðill þjóðarinnar skráður á réttu gengi. Undanfarið hafa gilt mörg gengi í landinu og gjald- miðillinn skráður á fölskum for- sendum. Með því að komast úr uppbótakerfinu og skrá krónuna rétt hafa ýmsar vörur hækkað nokkuð í verði. Er engin ástæða til að reyna að dylja það. Þegar frá líður mun sú verðhækkun, sem af réttu gengi leiðir, ekki verða tilfinnanleg, þar sem sú verðhækkun mun leita jafn- vægis með eðlilegum hætti. — Verðhækkun sem stafar af réttri gengisskráningu er því allt ann- ars eðlis heldur en verðhækk- un sem leiðir af álögðum skött- um og tollum, því slíka verð- hækkun fær kaupandinn sízt bætta. Álögur vinstri stjórnarinnar á bændur Framsóknarmenn og sósíalist- ar tala mikið um kjararýrnunina, sem almenningur verður nú við að búa. Hefur verið minnzt á bændur í því sambandi. Er því rétt að gera sér grein fyrir því, hvernig vinstri stjórnin bjó að bændastéttinni 1958. Voru þá lagð ir á rekstrarvörurlandbúnaðarins 55% skattar, án þess að tryggt væri að bændur fengju nokkuð til þess að greiða þessa skatta með. Þannig hækkaði áburður og fóðu/bætir n 50%, vélar og varahlutir svipað, — en það gleymdist, þegar þessir skattar voru á lagðir, að tryggja land- búnaðinum tekjur til þess að standa undir sköttunum. Bændur urðu fyrir geysilegu tjóni vegna þess að þeir fluttu út afurðir 1958—1959. Ekki kom vinstri stjórninni til hugar að bæta landbúnaðinum það tjón, enda þótt annar útflutningur væri a þeim tíma bættur að fullu. Afurðasölulöggjöfin var ekki lag færð fyrr en Sjálfstæðismenn tóku að sér forystuna í því. Er vitað að landbúnaðurinn hefur nú meiri möguleika en áður til þess að fá það verð fyrir afurð- manna nefndar samkómulaginu. Sex manna nefndin reiknar ut hverjar tekjur bóndans eiga að vera, miðað við að hann beri ekki minna úr býtum en verka- menn, sjómenn og iðnaðarmenn. Páll Þorsteinsson hefði ekki átt að minnast á bráðabirgðalögm. Sjálfstæðismenn hafa sæmd af lausn þeirra mála sl. vetur. Fram sókn reyndi að spilla því máli. Undanfarið hafa bændur ekki fengið að fullu greitt það verð, sem þeim var ætlað að fá. Staf- ar það af því m. a. að löggjöf- in um afurðasölumál landbúnað- arins var ekki komin í það horf, sem hún er komin í, iiú eftir breytingarnar, sem á henni voru gerðar sl. vetur. Að nokkru leyti stafar þetta af því að ekki hefir alltafverið gert ráð fyrir nauðsyn legum kostnaði og að nokkru leyti að sölufélög bænda hafa ekki ávallt haft svo góðan rekst- ur sem æskilegt er. Það er aug- ljóst, að afkoma bóndans hlýtur að verða slæm, ef haldið er eftir drjúgum hluta af þeim launum, sem honum ber að fá. Hvað mundi launþegi segja ef skráð tímakaup væri 22 kr., en útborg- að væri aðeins 20 kr.? Það er nauðsynlegt að þessu óréttlæti verði kippt í lag — og að þvi hefur ríkisstjórnin unnið með endurbótum á afurðasölulögun- um. Afleiðingar aðgerðanna 1958 Annar þáttur þessa máls hlýt- úr einnig að vera hjá bændun- um sjálfum, þannig að þeir sætti sig ekþi við annað en að þeir aðilar, mjólkurbú, slátur- hús og aðrir, sem með sölu land- búnaðarvara fara, greiði fullt verð fyrir vöruna. Þegar stjórnarandstæðingar tala um slæma afkorpu bænda, «r nauðsynlegt að gerá sér grein fyrir því að hin slæma afkoma bændastéttarinnar er ekki nú- verandi stjóm að kenna. Efna- hagsaðgerðir stjórnarinnar hafa enn lítið verkað á afkomu land- búnaðarins. Áburður og fóður- bætir er greiddur niður, þannig að verðhækkun á þessum vör- um er ekki mjög tilfinnanleg. Hin slæma afkoma bændanna var augljós á sl. ári, sem stafar af fyrrgreindum aðgerðum 1958. Auðvitað taka bændur sinn þátt í því sem nú gerist. Erfið- leikar þeirra eru augljósir. Aug- ljóst er að landbúnaðarinn get- ur ekki byggt afkomu sína á því að krónan sé skakkt skráð. Bændur verða að byggja af- komu sína á því að þeir fái fullt verð fyrir það sem framleitt er. Geta þeir þá staðið af sér dýr- tíð og aðra erfiðleika, sem að steðja. Ýmsar hagsbætur létta byrðarnar Þegar stjórnarandstæðingar eru ekki að tala við bændur, er mest gert úr því hvað laun- þegar eru illa haldnir. Mætti gera samanburð á ráðstöfunum 1958 og núverandi efnahagsað- gerðum og kemur þá í ljós að launþegar og landsmenn allir fá nú nokkuð til þess að geta tekið á sig þær verðhækkanir, sem af réttri gengisskráningu leiðir. Ekki var um að ræða 1958, að fjölskyldubætur og ellilífeyrir væri hækkaður eins og nú. Ekki var um það að ræða þá að tekju- skattur af almennum launatekj- um væri afnuminn. Ekki voru þá ráðstafanir gerðar til þess að lækka útsvörin um 10—15%. Þá urðu þjóðfélagsþegnarnir að taka á sig byrðarnar bótalítið, enda þótt verkföll væru almenn og kauphækkanir nokkrar í krón- um, sem reyndust algerlega ó- raunhæfar, þar sem kaupmáttur launanna fór stórlega minnk- velji þann sem leiddi af stefnu vinstri stjórnarinnar. Til merkis um það að um mikl- ar upphæðir er að ræða í bót- um til almennings í landinu, skal þess getið að í litlum hreppi uti á landi, hefur verið reiknað út hversu hárri upphæð nemur aukning fjölskyldubóta, ellilif- eyris og afnám tekjuskatts, og er það samkvæmt útreikningum 450 þús. kr. í þessu litla og fá- menna hreppsfélagi. Þetta sýmr að nú eru greiddar miklar bæt- ur og háar fjárhæðir, sem gerir almenningi léttara að taka á sig þær byrðar, sem af verðhækk- unum leiðir. irnar, sem ætlast er til með sexi andi í hinni skefjalausu dýrtíð, Útsvör lækka á sölufélögum bænda Þá er það sem stjórnarand- stæðingar gera mikið úr, en það er veltuútsvörin. Bezt væri að ekki þyrftu nein veltuútsvör að vera, en úr því ekki hefur tekizt að afnema þau, má fullyrða að lögfesting í þá átt, sem nú er gerð, er til stórbóta frá því sem verið hefur. Talað hefur verið um að níðst verði á samvinnufélögum með þessu fyrirkomulagi. Geta má þess að samvinnuskatturinn verður afnuminn og skattur á mjólkurbú og sláturhús sömu- leiðis. Munu því ýms sölufélög bænda greiða lægra útsvar eftir nýju lögunum en áður var. Er það að sjálfsögðu réttmætt, þar sem skattlagning á landbúnaðar- vörur hlýtur að leiða til hækk- aðs útsöluverðs. Mikið hefir íVerið gert úr því að innlánsdeildum samvinnufé- laga er ætlað að leggja inn í Seðlabankann hluta af innstæðu- aukningu. Ekkei;t er þetta nema grýla og er vitað að kaupfélags- stjórar gera ékkert úr þessu og telja kaupfélögunum ejpgan óhag að þesu ákvæði í lögum. En stjórnarandstaðan kallar eigi síð- ur: Úlfur, úlfur. — Má segja að flest sé notað til þess að hræða fólk’ og blekkja með marklaus- um fullyrðingum. Vaxtahækkunin er ekki vinsæl og hefur jafnvel verið gefið i skyn að hún sé til komin að ó- þörfu. Vexti ber að lækka við fyrsta tækifæri. Mætti telja það augljóst batamerki í efnahags- lífinu, þegar það verður talið fært. Ætli samdráttur að verða of mikill og hættumerki atvinnu- leysis gerir vart við sig, ber að örva framkvæmdir meðal ann- ars með vaxtalækkunum. — Tryggja verður næga atvinnu fyrir alla, sem vilja vinna. Stefna ber að því að þeim fjölgi, sem vinna að framleiðslustörfum. Nauðsynlegt er að vinna að því að skipaflotinn verði mannaður íslenzkum áhöfnum, enda þótt það leiði til þess að framkvæmd- ir minnki nokkuð. Batinn mun koma fyrr en menn grunar Öruggt er að þjóðin á fram- undan bjarta tíma, ef hún sam- einast um að vinna að þeim verk efnum, sem þarf að leysa. Nauð- synlegt er að nokkur þolinmæði verði sýnd þangað til árangur af aðgerðum rikisstjórnarinnar kemur í ljós. Batinn í efnahags- málum þjóðarinnar mun koma og verður augljós fyrr en menn grunar, ef áróðursöflunum tekst ekki að koma í veg fyrir að efna- hagsaðgerðirnar fái að njóta sin. Reynir nú á dómgreind og skilning alls almennings í land- inu. Sættir þjóðin sig við að taka á sig nokkra kjaraskerðingu um stundarsakir til þess að unnt verði að koma í veg fyrir varan- lega kjaraskerðingu alþjóðar? Ef almenningur skilur hvað í húfi er, er ekki að efast um hver niðurstaðan verður. Það verður að treysta því að sá kost- urinn sem tryggir þjóðinni far- sæld og velgengni í framtíðinni verði valinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.