Morgunblaðið - 17.07.1960, Page 2
2
MORGVTSTIL AÐIÐ
Sunnudagur 17. júlí 1960
Athyglisverð niðurstaða sérfrœðinga:
Byggingarkostnað hér á
iandi má lœkka um 30%
Þtírf er fyrir mjtíg aukið fé til rann-
sókna á þessu sviði — en það borgar sig
EF 5 af hundraði af því fjár- fullgera fyrir það nema ör-
magni, sem íslenzk stjórnar- fleiri íbúðir en þeir.
völd lána *iú til íbúðabygg-
inga, yrði varið til bygging-
arrannsókna, tilrauna og
kynningar á niðurstöðum
þeirrar starfsemi, mætti í ná-
inni framtíð lækka bygging-
arkostnað hér um margfalt
þessa upphæð. Þá mætti
byggja fleiri íbúðir og betri
fyrir sömu fjárupphæð og ís-
lendingar verja nú til íbúða-
bygginga.
Á þessa jeið er niðurstaða
bandarísks byggingafræðins, Ro-
Þriðjungs Iækkun möguleg
Hinn bandaríski byggingafræð
ingur og samstarfsmenn hans
telja því, að hvergi nærri sé frá-
leitt að gera ráð fyrir að lækka
megi byggingakostnað hér um
30 af hundraði. Ef meira fé yrði
veitt til byggingarannsókna og
leiðbeininga gæti þessi árangur
náðst í formi endurbóta á m. a.
skipulagi ibúða, efnisnýtingu,
byggingaaðferðum, byggingar-
samþykktum, lánamálum og op-
inberum afskiptum af húsnæðis-
málum og rneð stöðlun í bygg-
ingariðnaðimim.
•i y'‘ V y §/■
4 / ^/ •y / > &
s / y i • I ... > á
/ NC Tsland
1950 ’5X ‘54 'Si & ’5í % '60
Fjármagn til rannsókna. — Línuritið gerir samanburð á fjár-
veitingum hina einstöku rikja til allar rannsóknarstarfsemi
— annarrar en vegna hervarna, þar sem slíku er til að dreifa;
þo sýnir strikalínan (a) efst heildarrannsóknarkostnað í Banda-
ríkjunum. Samanburðurinn er miðaður við hundraðshluta af
þjóðarframleiðslu — og markar hver reitur upp á við Vt
hundraðshluta. —
berts L. Davisons, sem hér hef-
ur dvalizt um skeið á vegum
tækniaðstoðar Sameinuðu þjóð-
anna — og nefndar íslenzkra
sérfræðinga, sem með honum
hefur starfað að athugun og
rannsóknum á þessu sviði. Var
fréttamönnum skýrt frá þeirri
starfsemi á dögunum.
Féð nýtist illa
Athuganir þessara aðila hafa
m. a. leitt í ljós, að við Islend-
ingar verjum nær helmingi
meira af þjóðarframleiðslu okk-
ar til íbúðabygginga en aðrar
þjóðir — en fé þetta nýtist hér
mun verr en armars staðar.
Þannig er staðreyndin sú, að
enda þótt við verjum hlutfalls
Iega nær tvisvar sinnum
meira fé en Svíar til íbúða-
bygginga, tekst okkur ekki að
Vítt til veggja
Engin önnur þjóð er eins rausn
arleg með húsrými fyrir hvern
einstakling og við íslendingar.
En ein af ástæðunum fyrir þessu
mikla húsrými fyrir hvem ein-
stakling er lágt og óhagstætt
hlutfall á milli nýtanlegs gólf-
rýmis og heildargólfrýmis. —
Skökk staðsetning á gluggum og
dyrum, óhóflegir gangar eða ó-
hentug herbergjastærð eða lögun
geta iðulega valdið þessari
slæmu nýtingu. — Oft má bæta
við herbergi eða lækka bygging-
arkostnað um 10 af húndraði eða
meira, ef úr slíkum annmörkum
er bætt.
Tvöfaldur húsnæðiskostnaður
Almennt er viðurkennt, að
ekki sé eðliiegt að verja meiru
en einnar viku launum á mánuði
í húsnæðiskostnað Qg á sl. 25 ár-
um hefur húsnæðiskostnaður í
Svíþjóð t. d. lækkað úr sem svar-
ar 12 daglaunum í fimm.
Á sama tíma hefur þessi
kostnaður hér á landi svo að
segja staðið óbreyttur — og
er nú u. þ. b. helmingi hærri
en eðlilegt mætti teljast —|
eða samsvarar að meðaltali
um tveggja vikna launum; er
þá meðtalinn kostnaður við1
vexti, opinber gjöld, vatn, raf
magn, hita o. fl. skylt.
Hér á landi eru starfandi arki-
tektar og verkfræðingar, sem
færir eru um að leysa tæknileg
Framh. á bls. 23.
Moise Tsjombe hefur
lýst yfir aðskilaði Katanga
við Kongó.
Kongd klofnar
KONGÓ-lýðveldið, hið ný-
stofnaða svertingjaríki í Mið-
Afríku á erfitt uppdráttar á
fyrstu dögum sjálfstæðis síns.
Ósamlyndi, blóðugar róstur og
vopnuð uppreisn hersins hrjá
lýðveldið, svo að heita má að
alger glundroði ríki í heitum
héruðum þess.
Við þetta ástand hafa hvítir
menn sem búsettir voru í
Kongo og unnu að ýmsum
nauðsyn j astörf um, orðið
kvíðnir um sinn hag og flúið
landið unnvörpum. Er það
mikill hnekkir fyrir Kongo,
því að meðal innfæddra er
ekki hægt að grípa upp menn,
sem kunna að taka við þessum
störfum hinna hvítu.
Flugvélar hafa stöðugt flutt
belgískt herlið til Kongo og
flóttafólk til baka til Belgíu.
Leopoldville höfuðborg Kongó
er nú á valdi belgískra her-
manna og fallhlífalið þeirra
hefur tekið fjölda bæja og
þorpa úti um héruð landsins
til að vernda evrópska menn,
sem þar hafa verið innikró-
aðir af blökkum uppreisnar-
mönnum.
Hjálp S.þ.
Ríkisstjórn Kongó hefur far
ið þess á leit við Sameinuðu
þjóðirnar að þær komi hér til
aðstoðar. Vildi svo heppilega
til, að sérstakur fulltrúi
Hammarskjölds framkvæmda-
stjóra S.þ., hinn kunni Ralph
Bunohe, var staddur í Leopold
ville og hefur hann nú þegar
unnið starf sitt vel, til að f lýta
fyrir því að aðstoð S.þ. berist.
Liðsforingjar S.þ. eru þegar
komnir til Leopoldville og
fyrstu hersveitirnar. Her S.þ.
verður skipaður hermönnum
frá öðrum svertingjalöndum í
Afríku, aðallega Ghana og
Mali. Þaðan mun og koma
fjöldi menntaðra og æfðra
svertingja, sem getur tekið að
sér störf þau, sem Belgíumenn
leggja nú niður. Er þess því
að vænta, að bráðlega takist
að koma kyrrð á.
Aðskilnaður Katanga
Mesta vandamál Kongo-rík-
is er enn ótalið, en það er hætt
an sem ríkinu stafar af skiln-
aðarhreyfingu íbúanna í svo-
nefndu Katanga-héraði í suð
urhluta landsins. Þetta er auð-
ugasta hérað landsins, er þar
unninn úr jörðu um fimmti
hluti alls kopars í heiminum
og mikiil hluti úraníums og
radiums, sem notaður er auk
gulls, demanta og ýmissra ann
arra verðmætra efna.
Foringi svertingjanna i þessu
héraði Mose Tsjombe hefur nú
opinberlega lýst yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis í Katanga,
sem sé alveg óháð Kongó-
lýðveldinu. Tsjombe hefur
jafnframt óskað þess að
belgískt herlið verði um kyrrt
í Katanga héraði til þess að
verja landið gegn lýðveldis-
stjórninni í Leopoldville, en
bannar herliði S. þ. að' koma
þangað. Af þessu virðist sýnt,
að borgarastyrjöld sé að brjót-
ast út í Kongó og enn ómögu-
legt að segja fyrir um hvernig
henni lyktar. Tsjombe forsæt-
isráðherra Katanga hefur ósk-
að eftir því að land hans fái
að sameinast Norður-Ródesíu,
en þeirri tillögu verið tekið
fálega í Ródesíur-
Það mátti sjá fyrir hættuna
á skilnaði Katanga-héraðs
nokkru áður en Kongó hlaut
sjálfstæði. íbúar þessa rikasta
héraðs vilja sjálfir fá að sitja
að auðæfum landsins, en ekki
þurfa að deila þeim með öll-
um öðrum héruðum Kongó. Þó
réði það úrslitum, að Tsjombe
forsætisráðherra taldi að
gengið hefði verið framhjá
honum við myndun lýðveldis-
stjórnar. Heimtaði hann jöín
áhrif í ríkisstjórn á við flokka
þeirra Lumumbas og Kasavu-
bus , en fékk ekki og afleiðing-
in varð að hann sat eftir utan
ríkisstjórnar.
Tsjombe hefur flutt ræðu í
útvarpsstöðina í Elisabeth-
ville, höfuðborg Katanga.
Þar hefur han ákært forustu-
menn lýðveldisstjórnarinnar í
Leopoldville um að þeir séu
kommúnistar.
Lumumba forsætisráðherra
hefur svarað og kallað
Tsjombe landráðamanna og
vikapilt belgísku nýlendukúg-
aranna. Það er heitt í Kongó
bæði í frumskógunum og sál
hinna innfæddu.
Riehard Reck
heimsótti Grímsey
PRÓFESSOR RICHARD BECK,
sem verið hefir á ferðalagi norð-
ur í landi og farið út í Grímsey,
er nýkomínn til borgarinnar.
Hann flutti ræðu á ýmsum sam-
komum Norðanlands, meðal ann
ars á 30 ára afmælissamkomu
Skógræktarfélags Eyfirðinga,
sem haldin var í Vaglaskógi og
við guðsþjónustu í Matthíasar-
kirkju á Akureyri. Dr. Beck fór
til Noregs í gær.
1 Z' NA f 5 hnútar | y/ S V 50 hnutar Snjó/como > 06i V Skúrir K Þrumur KuUa,kH Hittski! H H* J L Laqi
ir -» iaaa nc 1 VJS uun * %•' J /020
Forstöðumenn byggingarrann
sóknanna: Haraldur Ásgeirs-
son, verkfræðingur hjá At-
vinnudeild Háskólans, Stein-
grímur Ilermannsson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknar-
ráðs ríkisins, bandaríski bygg
ingarsérfræðingurinn Robert
L. Davison og Jóhann Jak-
obsson, forstöðumaður Iðn-
aðardeildar Atvinnudeildar
Háskólans.
Lægðin sem er um 800 km.
suður af Vestmannaeyjum,
var í gær á hreyfingu A eða
NA og fór heldur dýpkandi.
Ekki var búizt við úrkomu
vestan lands af völdum henn-
ar, en vindur fór vaxandi, var
kominn stinningskaldi og skýj
að loft við ströndina í gær. Á
síldarmiðunum mun sjóveður
hafa farið versnandi.
Eins og sjá má af kortinu
vantar veður á nokkrum stöð-
um, svo sem veðurskipinu
Alfa, London og víðar. Stafar
það af slæmum hlustunarskil- I
yrðum, m.a. bárust engar veð- (
urfregnir frá Ameríku í gær- s
morgun. )
Veðurhorfur: SV-mið: Aust (
an kaldi ,skýjað. SV-land til S
N-lands og Faxaflóamið til ^
Vestfjarðamiða: A gola eða s
kaldi, bjartviðri. NA-land og i
NA-mið: Vaxandi austanátt, \
kaldi eða stinningskaldi og \
skýjað með kvöldinu. Aust- )
firðir, SA-land, Austfjarðamið •
og SA-mið: A og NA stinnings s
kaldi ,skýjað dálítil rigning er i
líður á daginn. 5