Morgunblaðið - 17.07.1960, Side 14

Morgunblaðið - 17.07.1960, Side 14
14 r tlORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. júlí 196G — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 18. „Hafði elnnig sín- um linöppum að hneppa44 Allt eru þetta lauslegar bolla- leggingar, settar fram, ekki vegna þess, að þær séu byggðar á ör uggri niðurstöðu, heldur til íhug- unar á mikilvægu vandamáli, sem enn hefur engan veginn verið leyst sem skyldi, eins og herra Sigurbjörn Einarsson sýnir á sinn snjalla veg í hinu sköruiega hirðisbréfi. Nýir tímar krefjast nýrra leiða. Enginn skyldi heldur ætla, að þótt þáttur kirkjunnar hafi verið meiri í þjóðlífinu áður fyrri, hafi þá ekkert á bjátað. Nýlega hef- ur verið gefin út „Dagbók í fs- landsferð 1810“ eftir brezka lækn inn Henry Holland. Af þeirri skemmtilegu bók má margt læra um þjóðhætti hér áður fyrri. Oft er nú talað um lausung og skort á virðuleik. Holland lýsir messu í Dómkirkjunni í Reykjavík 2. hvítasunnudag, 11. júní 1810. I>ar segir hann m.a.: „Biskupinn fylgdist með allri athöfninni, en hann hafði einnig sinum hnöppum að hneppa með því að taka í nefið, tyggja tóbak og spýta“. „FLki eina auka- getan“ Ekki tók betra við þegar þeir félagar sóttu hinn 5. ágúst messu austur í Fljótshlíð. Um hana seg- ir Holland: „Við gengum inn í kirkjuna nokkru eftir að guðsþjónustan hófst, meðan presturinn var enn að tóna. Hann benti okkur að ganga innar og taka okkur sæti í kórnum til hliðar við altarið. Rétt þegar við vorum setztir, meðan hann enn söng messuna, rétti hann að mér myndarlegar tó- baksdósir og benti mér að taka í nefið, eins og hann sjálfur gerði með sýnilegri ánægju. Ekki var það þó eina aukageta, sem hann hafði að sinna með guðsþjónust- unni. Nærri því full flaska af brennivini stóð á altarinu. Og meðan altarisþjónustan tór fram, fékk han sér þrisvar sinnum hress ingu úr henni. Áður en prédik- unin hófst, gekk hann út og benti okkur að koma með sér. Með latínutúlkun stúdentsins sagði hann okkur, að hann teldi sér það mikinn heiður, ef hann mætti fylgja okkur út að HÍíðar- enda, eftir messu, ef við hefðum möguleika á að bíða guðsþjónust- una á enda. Hann sagðist þegar hafa stytt sálmasönginn um 7—8 vers, í þessum tilgangi, og ræðu' sína sagðist hann hafa eins stutta * og mögulegt væri. Við fórum aft- ur inn og picstur steig í stólinn. Ekki var kirkjan háreistari en svo, að litlu munaði að prestur ræki sig upp undir þakið, þegar hann stóð í prédikunarstólnum. Ræðan stóð í rúman hálftíma og hann flutti hana með þeim krafti, að við vorum stórlega snortnir af henni, þótt ekki skildum við eitt einasta orð“. Að vísu bætir Holland síðan við: „Þess skal getið, að fjarri fer því, að þetta sé algengasta mynd- in af íslenzkum sveitapresti. Þótt drykkjuskapur sé að vísu ekki óþekktur, er hann á&mt sem áður enginn algengur löstur meðal prestastéttarinnar. Og prestur sá, er hér um ræðir, hefur mjög glat að virðingu sinni vegna þessa brests í fari hans“. Þarna er lýst öðru og ólíku aldarfari en því, sem við eigum að venjast. Af því má marka, að margt fór þá öðru vísi en skyldi og mikið hefur áunnizt. —- Engin ástæða er til að láta sér ógna þau verkefni, sem nú eru framundan, allra sízt þegar kirkj an nýtur þvílíkrar forystu sem hirðisbréf biskups ber vitni um. f kirkjunni starfa og margir ágætir menn aðrir. Þeir eru að vísu ekki allir sammála um allt, en sú stofnun sem hefur t.d. á j að skipa slíkum andans mönnum sem séra Jóni Auðuns og séra Jóhanni Hannessyni prófessor, svo að einungis tveir séu nefnd- ir, er ekki líkleg til að láta sitt eftir liggja. Inngangurinn að svonefndri gröf Agamemnons. Mýkene Enginn dauða- dœmdur PRETORIA, Suður-Afríku. 12. júlí (Reuter): — Paul Sauer, sem gegnir embætti Hendriks Ver- woerds í fjarveru hans lýsti því yfir í dag, að skýrsla, sem birt var nýlega í Birmingham um að 75 manns hefðu verið dæmdir tii dauða, að undangengnum leyni- legum réttarhöldum í Suður- Afríku, ætti ekki við nokkur rök að styðjast. Sagði Sauer, að þessi skýrsla hefði komið sér mjög á óvart. Skýrslan sem um ræðir var lögð fram á fundi á þingi Sam- einuðu þjóðanna fyrir skömmu og er höfundur hennar David Ennels, formaður brezku nefnd- arinnar, sem berst gegn aðskiln- aði kynflokka í S.-Afriku. Ennels segir í skýrslunni að 60 manns hafi verið dæmdir til dauða vegna morðs á niu lögreglumönn- um í óeirðunum við Durban og Framh. al bls. 11 að myndin hafi verið tákn um bandalag tveggja konungsríkja. Sennilega var hún bara tákn um mátt Mýkene. Strax innan við Ljónahliðið til hægri handar eru rústir allstórr- ar byggingar sem talið er að hafi verið í senn birgðaskemma og bækistöð varðmanna. Nokkru innar blasir við augum stórt, hringlaga mannvirki, niðurgraf- ið sem geymir sex sporöskjulag- aðar grafir. í þessu < mannvirki fundust fleiri og verðmætari fornminjar en í samanlögðum rústum háborgarinnar. Grafirnar inni í hringnum eru höggnar lóð- rétt í steininn og hafa því verið nefndar konungagrafir. — Sjálft hið hringmyndaða svæði er um- kringt tveimur samsíða röðum af þunnum steinhellum sem reistar eru á rönd og mynda eins kon- ar gang. Hann hefur verið með þaki áður fyrr. í þessum sex. konungagröfum fundust samtals 19 beinagrindur (9 karlmenn, 8 konur og 2 börn). Líkin hafa verið vafin inn í ein- hvers konar klæði, en ekki sett í kistur. Á Mýkene-skeiðinu voru lík greinilega grafin en ekki brennd eins og á dögum Hómers. Líkbrennsla barst sennilega til Grikklands með Dórum. Þegar. grafirnar í Mýkene voru opnað- ar fundust skinntægjur á nokkr- um beinagrindanna, og bendir það til að líkin hafi verið smurð fyrir greftrunina. I gröfunum fundust geysiverð- mætir listafjársjóðir. Það var trú manna að hinn látni lifði í gröf sinni og af þeim sökum voru grafnir með honum ýmsir dýr- mætir munir. Schliemann fann átta grímur úr gulli, vopn (sverð, hnifa, spjótsodda og örvar), ker úr gulli og silfri, mikið magn af alls kyns skrauti karla og kvenna goðalíkneskjur, vasa og margs konar aðra muni úr gulli, t. d. 56 lítil nautshöfuð. Þungi gullmun- anna sem fundust í þessum sex gröfum nam rúmlega 30 pundum. Nýjustu rannsóknir benda til að grafirnar séu eldri en Agamem- aðrir 15 dæmdir vegna annarra non eða frá þyí kringum 1500 morða. fferir nitnn MtofÞnr fjtjnnnri* Ueildsölubirgoir Kr. 6. Skagfjorð H.f. Sími 24120 fyrir Kr. Frá gröfunum liggja voldugar en dálítið illa farnar steintröpp- ur til konungshallarinnar, sem stóð efst á háborginni við hlið- ina á hofi, sennilega helguðu Aþenu. Meðfram tröppunum og allt um kring eru rústir íbúðar- húsa frá ýmsum skeiðum. Þegar ; upp í sjálfa höllina kemur verða fyrir manni hálfbrotnir veggir sem gefa góða hugmynd um her- bergjaskipan. Á gólfi voru mósaíkmyndir sem enn má sjá leifar af- Herbergin í sjálfri höllinni voru þrjú auk for- garðs, og var hið innsta þeirra merkilegast, þar var eldstæði a miðju gólfi umkringt fjórum súl- um sem héldu uppi sérstöku þaki yfir reykopinu í loftinu. Á einum stað mótar fyrir baðkeri sem höggvið er í klettinn, kannski því sem Agamemnon notaði síðustu stundir ævi sinnar. Konungshöll- in hefur verið geysitilkomumikið hús meðan hún var og hét, en Dórar brenndu hana kringum 1100 f. Kr. og sjást ummerki brun : ans enn þann dag í dag. | Ferðamannahóparnír koma og i fara með stuttum viðdvölum höllinni, en ég reika til og frá um háborgina líkt og hrifinn aft- ur í forneskju þegar hér var ið- andi líf, sífelldur straumur sendi manna frá öðrum borgríkjum til hins volduga konungs, barnagrát ur og kvennaskvaldur í öngstræt- unum. Nú ríkir hin eilífa þögn yfir þessum stað, þegar vaðlinum í leiðsögumönnunum sleppir. En náttúran er hin sama, stórkostleg, næstum hrikaleg. Háborgin stend ur eins og gríðarstór varta milli hinna stinnu brjósta. Á báðar hendur eru djúp, þverhnýpt gljúf ur sem fyrir eina tíð hafa skilað vatnsmiklum ám út á sléttuna fyr ir neðan. Mýkene hefur klofið ár- strauminn í tvennt. Það hefur ekki verið neinn leikur að vinna þetta virki. Yfir gnæfa fjöllin tvö, Zara og hitt sem nú er kennt við heilag- an Elía. Á öðru þeirra brann forð um síðasti eldurinn í langri keðju ■ elda sem kveiktir voru á fjalla- [ tindum yfir þvert Grikkland til j að bera boðin um sigur Grikkja [ í Tróju heim til borgríkjanna á ; undan heimfúsum herjunum. j Með því móti fékk Klýtemnestra | fyrstu fregnir af sigrinum og hóf i að undirbúa hina afdrifaríku Heimkomu bónda síns. Það er margt að sjá þegar há- borgin er skoðuð í ró og næði. Á norðurveggnum er allstórt hlið í svipuðum stíl og Ljónahliðið. Um það á Órestes að hafa komið inn í borgina með sitt þungbæra er- indi. Nokkiu austar er lítið og frábærlega haglega gert „leyni- hlið“ í miðjum veggnum, áreið- anlega ekki ætlað mönnum með alvæpni. Milli þessara tveggja hliða liggja myrk göng 12 metra niður í jörðina til hinnar leynilegu vatnsgeymslu borgarinnar. Vatn- ið í þessa geymslu kom úr lind sem liggur um 100 metra fyrir ut- an borgarmúrinn eða frá sjálfri Perseia-lindinni sem. liggur 300 metra fyrir austan háborgina. Ef til þess kom að óvinurinn upp- götvaði uppsprettuna var regn- vatninu safnað eins og enn tíð- kast víða í Grikklandi. Veggirn- ir á hinum myrku göngum eru saggakenndir og tröppurnar 99 glerhálar. Ég hef ekki annað en eldspýtustokk til að lýsa mér niður í þessa undirheima og verð því að snúa við á miðri leið, þeg- ar eldspýturnar eru á þrotum. Það greip mig furðuleg tilfinning þegar ég klöngraðist niður þessar 3500 ára gömlu tröppur í svarta- myrkri og hrollköldum sagga. Mér fannst ég skilja Henry Mill- er þegar hann stóð á þessum sama stað og kvaðst ekki mundu hætta sér inn í þessi óhrjálegu göng, þó hann ætti von á að geta stolið þar tunnu af gulli. Það var eins og lausn úr álögum að koma aft- ur upp í blindandi dagsljósið og steikjandi hitann. It Egisþos, en sú nafngift er út í hött. Nokkru fjær háborginni í hlíð Htillar hæðar andspænis henni, liggur svo hin stórfengleg- asta af þessum svonefndu „bý- kúpugröfum“ (þær eru allar í lög un eins og býkúpa). Þessi gröf er ýmist kennd við Agamemnon eða kölluð „fjárhirzla Atreosar". Gröfin er algerlega óskemmd og meðal merkilegustu fornleifa- funda sögunnar. Þetta er án efa grafhýsi einhvers mikils konungs löngu fyrir daga Agamemnons. Inngangurinn til sjálfs grafhýs- isins er 36 metra langur og 6 metra breiður. Sjálfar dyrnar eru 5,40 metra háar og 2.50 metra breiðar og yfir þeim eru tvær voldugar steinblakkir. Yfir dyr- unum er jafnframt holur þríhyrn ingur til að draga úr þunganum, og var hann áður fyrr skreyttur listaverkum úr marmara. Graf- hýsið er tveir stórir salir, Sá fyrri er hringlaga og koma vegg- irnir saman í einum punkti í loftinu. Hæðin í miðjum salnum er 13,20 metrar og þvermál hans er 14,50 metrar. Veggirnir voru á sínum tima málaðir og þakktir listmunum úr málmi. Til hægri þegar komið er í fremri salinn eru lágar dyr sem liggja í innri salinn. Hann er ferkantaður og höggvinn inn í mjúkan klett. Sagt er að bein hinna látnu hafi verið flutt í innri salinn þegar nýlátinn maður var greftraður í fremri salnum. Þessi gröf er tal- inn vera frá því um 1330 f. Kr. í þessari stórfenglegu gröf fund- ust engir listmunir vegna þess að hún hafði oftsinnis verið rænd. Sennilegt er talið að konunga- grafirnar á háborginni og stóru grafirnar fyrir utan borgarmúr- ana hafi upphaflega verið einn stór grafreitur konunga og ætt- menna þeirra, en síðar hafi borg armúrarnir verið byggðir yfir miðjan grafreitinn, þ.e.a.s. kring um sjálfa háborgina. Það er erfitt að lýsa áhrifunum sem Mýkene hefur á gestinn. Hún vekur hjá honum sambland af furðu, aðdáun, innblæstri og dap- urleik yfir hlutskipti mannsins á jörðinni. Hér hrópar svo að segja hver steinn hin fornkveðnu orð, að vísu miklu yngri en Mýkene: Sic transit gloria mundi. Þegar ég þykist hafa séð nægju mína af háborginni held ég aftur j út um Ljónahliðið og þar bíða ( mín ný furðuverk. Undir borgar- múrnum svo sem hundrað metra í burtu liggja þrjár viðamiklar grafir, hringlaga með voldugumi inngöngudyrum. Tvær þeirra eru opnar ,én sú þriðja hefur verið endurbyggð eins og hún var í upphafi. Þær eru frá 13. og 14. öld f. Kr„ geysimikil og haglega gerð mannvirki. Tvær grafanna eru kenndar við Klýtemnestru og Fékk hann aílur AKRANESI, 15. júlí: — Á laug- ardaginn var fór Ingvar Þor- leifsson héðan ásamt öðrum manni upp að efri Gljúfuré til að veiða silung. Ingvar renndi kl. hálftíu um morguninn. Hann kom á og snöggt var kippt £ færið, en það var aðeins færið, sem Ingvar dró upp í þetta sinn, öngullaust og vatnstappalausa. — Þessi hlaut auðvitað að vera stór, fyrst hann missti hann og sleit meira að segja! — Ingvar setti færið í stand og hélt áfram silungsveið- inni. Um kvöldið kl. 9 hafði hann veitt 22. Nú datt honum í hug að renna á gamla staðnum frá því um morguninn. Þá dró hann þann, sem hann missti, punda urriða, og hann færði hon- um tapaðan öngulin* og færis- bútinn. — Oddur. Fyrstu hcyin inn á Ströndum GJÖGRI, 13. júlí. — Sláttur er víðast hvar byrjaður í Árnes- hreppi og spretta var sæmileg. Rigndi mikið um síðustu helgi, en í gær og fyrri hluta dags í dag var brakandi þurrkur. Munu bændur almennt ná sinum fyrstu heyjum í hlöðu í dag. Einstaka bóndi mun vera búinn að setja eitthvað lítils háttar í súrhey. Afar tregar fiskveiðar hafa verið að undanförnu. — Regína. Schannong’s minnlsvurðar 0ster Farimagsgade 42, K0benhavn 0.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.