Morgunblaðið - 17.07.1960, Page 15

Morgunblaðið - 17.07.1960, Page 15
Sunnudagur 17. júlí 1960 MORGVNBLAÐIÐ 15 oft og t>ví sýnist. Fólk mun alltaf lesa bækur. — Þér leggið mikið upp úr persónulegu sambandi við höf unda? — Já, mjög mikið. Hvað getur bókaútgefandi gert án höfunda? — Hvað viljið þér segja im yðar eigin bækur? • — Ég geri engar kröfur til rithöfundarnafns. Ég hef skrif að bækur mínar í ákveðnum tilgangi. Margir halda að það sé eitthvað dularfullt við bóka útgáfu. Það er ekkert „dular- fullt“ við bókaútgáfu og það hef ég reynt að sýna fram á. Bókaútgáfa krefst mikillar skipulagningar og stundum svolítillar áhættu. Bókaútgáfa er lifandi starf. En hún er engin góðgerðastarfsemi. Ég er oft reiðubúinn til að gefa eigin vinnu en bók verður alltaf að standa undir beinum kostnaði svo sem prentun, pappir og bandi. Hins vegar er bókaútgáfa allt annað en þurr og köld gróðastarfsemi. Ég heyri fólk oft segja um fræga rithöfunda: „Hvað mér þætti gaman að heyra skoðun hans á þessu“. Við getum heyrt skoðun rithöfundanna á bókum þeirra og það miklu betur en í tilviljanakenndum samræðum. í bókunum lesum við vandlega hugsaðar skoð- anir þeirra. Það eru til bækur um næstum allt. Til fróðleiks, skemmtunar, hvíldar o. s. frv. Og bækurnar sem fólk les á hverjum tíma eru oft spegill lífsins. Þannig farast honum orð. Hann les um 150 bækur á hverju ári, því fyrirtæki hans gefru sjaldan út bók sem hann hefur ekki lesið sjálfur. Nú er Sir Stanley Unwin farinn héðan og kominn aft- ur inn í heim bókanna í orð- anna fyllstu merkingu. Hann ferðast víða um heim, hittir bóksala og bókaútgefendur, skrifar hjá sér athugasemdir um allt sem viðkemur bókum og útgáfu. Hann þarf ekki annað en fletta upp í spjald- skrá sinni til að vita um bóka- búð á Nýja Sjálandi eða ís- landi. Hann er sífellt að leita að bókum til útgáfu. — Til okkar berast ótelj- andi handrit á ári, segir hann. — En beztu bækurnar þarf venjulega að finna. — Hvers vegna komuð þér til íslands núna? — Mér var tilkynnt að ég yrði sæmdur Stórriddara- krossi Fálkaorðunnar. Mér fannst það minnsta sem ég gæti gert væri að taka við hon um í eigin persónu. Ég veit ekki hvers vegna ég á þennan heiður skilið. Mér fannst ég einungis hafa gert tvennt fyrir Island. Ég hef kynnt fremsta rithöfund ykkar fyrir hinum enskumælandi heimi, og ég hvatti á sínum tíma systurdótt ur mína, frú Barböru Árna- son listakonu, til íslandsferð- ar. Hún hefur verið hér síð- ar og gefið íslandi mörg ómet anleg listaverk. Njörður P. Njarðvik. Fdlk alltaf | Sir Stanley Unwin er mjög í stilltur maður í fasi. Þegar 7 hann situr, vottar hvergi fyr- 1 ir starfsorku hans nema í i augunum. En þegar hann er á gangi, er allt öðru máli að gegna. Ég á fullt í fangi með að fylgja honum eftir þar sem við örkum um Þingvöll þver- an og endilangan. — Gangið þér alltaf svona hratt? spyr ég. — Nei, segir hann. — Áð- ur fyrr gekk ég miklu hrað- ar. — Ég er heppinn að hitta yður ekki fyrr, segi ég við hinn 75 ára gamla, heimsfræga enska bókaútgefanda. — Hér áður fyrr gekk eng- inn eins hratt og ég á götun- um í London. Ég vildi aldrei leyfa neinum að fara fram úr mér á göngu. Einu sinni var ég á gangi eftir Strand. Þá heyrði ég fótatak fyrir aftan mig. Ég greikkaði sporið en fótatakið færðist alltaf nær og nær. Ég greikkaði enn sporið. En allt kom fyrir ekki. Ég greikkaði enn sporið. En allt kom fyrir ekki. Ég varð að játa mig sigraðan. Þetta var George Bernard Shaw. — Ganga allir bókaútgef- endur svona hratt? — Ég veit það ekki. Ég spila tennis. Þess vegna er ég alltaf við góða heilsu. Sir Stanley Unwin er mjög óvenjulegur maður. Hann er einn þeirra fáu manna sem kunna verk sitt til hlítar. — Hann lærði starfsgrein sína 1903 í Leipzig sem um þær mundir var miðstöð allrar bókaútgáfu. Því næst keypti hann eignir gjaldþrota bóka- forlags í London, stofnaði út- gáfufyrirtækið George Allen and Unwin og er nú einn mest metni bókaútgefandi Bret- lands. Hann hefur t. d. tvisvar verið forseti alþjóðasambands bókaútgefenda. í þjónustu hans eru 74 manns og hann hefur umboðsmenn um allan heim. Forlag hans gefur út um 150 bækur á ári. — En það er ekki stærð út- gáfufyrirtækisins sem skiptir mestu máli, segir Sir Stanley. — Fyrirtækið má ekki verða of stórt^ því þá verður starfið vélrænt. Bókaútgáfa verður alltaf að vera persónuleg. Út- gefandinn verður að hafa per sónulegt samband við höfund- ana. Sömuleiðis við bóksala og aðra útgefendur. Og hann hefur svo sannar- lega ekki setið auðum hönd- um hér á íslandi. Daginn sem hann kom hitti hann 15 bók- sala og all-marga útgefendur. Nú stendur hann og horfir hugsandi á búð Snorra hér á Þingvelli. Og hann fer að tala um Edduútgáfu sem hann gaf út fyrir American Scandinavi- an Foundation. — Ég var hér fyrir 26 árum segir hann svo. — Ásgeir Ás- geirsson forseti, sem þá var forsætisráðherra, kynnti mig fyrir Halldóri K. Laxness og af því leiddi að ég gaf út tvær af bókum hans í enskri þýð- ingu, Sölku Völku og Sjálf* stætt fólk. Hér má skjóta því inn að forsetinn hefur verið persónu lega kunnugur Sir Stanley í um þrjátíu ár og þeir hafa hitzt öðru hverju á þessu tíma bili. Á leiðinni til Þingvalla heimsótti Sir Stanley Laxness og þeir ræddu fjörlega í rúma klukkustund um bæk- ur, útgáfu og höfunda sem ég les bækur ann ekki upp að telja. Svo fóru þeir að tala um útgáfu í Sovétríkjunum og sögðu báð- ir frá óþægilegri reynslu sem þeir höfðu orðið fyrir vegna þess að Rússar taka hvaða bók sem þeim sýnist án þess að greiða nokkurn skapaðan hlut fyrir útgáfurétt nema þeim sjálfum þóknist SVo. Sjálfur er Sir Stanley rithöf undur jafnframt því sem hann er útgefandi. Meðal annars íef ur hann skrifað bók sem heit- ir ,,The truth about publish- ing“ sem er orðið víðfrægt rit um bókaútgáfu og hefur ver- ið þýtt á mörg tungumál. Sem dæmi um frægð bókarinnar og nytsemi má nefna að síðar um daginn þegar Sir Stanley hitti Ragnar í Smára, sagði Ragn- ar að hann væri löngu farinn á hausinn, ef hann hefði ekki lesið bókina. Önnur bók Sir Stanleys er „The truth about a publisher“, sem er sjálfsævi saga höfundar og jafnframt merkilegt rit um brezka bóka- útgáfu síðustu 50 árin. Við erum komnir upp í Al- mannagjá og förum að tala um jarðskjálfta. Ékki líður þó á löngu áður en talið berst aft ur að bókum. — Hvaða bók hefur verið vinsælust af þeim bókum sem þér hafið gefið út? — Kon-Tiki, svarar Sir Stanley. — Af henni seldust meira en milljón eintök. Það mun vera einsdæmi. Það sem venjulega hefur háð metsölu- bókum er að þær seljast fljótt upp og eru svo ekki fá- anlegar í nokkurn tíma. Ég ákvað að Kon Tiki skyldi allt af fást. Þetta var töluverð áhætta en það borgaði sig. -— Er bókaútgáfa ekki allt- af töluverð áhætta? — Jú, oft. Bókaútgáfa í Englandi er með nokkrum öðrum hætti en hér. Bókasalar þar kaupa bæk urnar en taka þær ekki fum- boðssölu eins og hér tíðkast. Þess vegna verða ensk forlög að hafa sölumenn sem fara milli bóksalanna og selja bæk urnar. Þetta breytir viðhorf- inu töluvert svo sem skiljan- legt er. — Og hvernig vegnar bók- menntum Norðurlandanna í Bretlandi? — Ekki mjög vel. Bretum finnst þær yfirleitt þungar af- lestrar og of svartsýnar. — Það hafa auðvitað orðið miklar breytingar á útgáfu- starfsemi síðan þér hófuð út- gáfu? — Já, mjög' miklar. Til dæmis er ekki eins mikil eft- irspurn eftir skáldsögum og áður var. Þetta er skiljanlegt því á þessum árum hefur kom ið svo margt nýtt fram sem fólk vill fá einhverja vitn- eskju um. Að sjálfsögðu selj- ast góð skáldrit enn vel en ekki eins og áður. — Og hvað haldið þér um framtíð bókanna? — Ég hef oft verið spurður um þetta áður. Margir halda að bækur deyi út. Við taki sjónvarp eða eitthvað annað. Til dæmis eins konar talandi bækur. Ég hef ekki trú á því. Ef við hlustum á útvarp þá heyrum við hverja setningu aðeins einu sinni og getum ekki hugsað um hlutina í ró og næði. Þar að auki verðum við þá að vera á einhverjum ákveðnum stað á ákveðinni stundu. Fólk kaupir bækur af því það getur lesið þær þeg- ar það hefur tíma til og eins Eufemía Kvebja Þ E G A R ég var barn, og sá stjörnuhrap á himninum, fannst mér það furðulegt, og spurði hverju það sætti. — Var mér svarað því til, að í þeim svifum sem stjörnuhrap sæist væri ein- hver að deyja. — Mér hvarflaði þetta í hug, þegar ég heyrði and- lát vinkonu minnar, frú Eufe- miu Waage. Mér kom þessi kona þannig fyrir, að hún væri stjarna, sem skini skærast, þegar dimm- ustu sorgarskýin svifu um hugar- himin hennar. — Örugg vissa um sameiningu við ástvinina hennar, sem horfnir voru á undan henni, voru geislar sem lýstu veg henn- ar, og gjörðu henni kleift að dreifa sorginni og sem fáguðu svo huga hennar og hugsanir, að við kynningu varð maður þess var, að þarna var kona með óvenjulega þroskaða sál. Hún leitaði ekki að því lága, sem svo oft er lagt á vogaskálarnar í sam- skiptum fólksins, heldur leitaði hún að kjarnanum. Hún elskaði lífið og kunni að meta það, sem gaf því giidi. Hún dáði fagrar listir og bókmenntir og vann að þýðingu leikrita, sem komið hafa fram í útvarpi, eftir enska höfunda og mun einnig hafa þýtt fleira. Æviminningar sínar skrifaði hún 1949. Sjö ára gömul gekk hún í Góð- templararegluna og var í henni til dauðadags. Hún varð heiðurs- félagi Stórscúku Islands 1950. Frú Eufemia Waage var fædd í Reykjavík 6. janúar 1881. For- eldrar hennar voru Marta Pét- ursdóttir og Indriði Einarsson, hið þjóðkunna skáld og rithöf- undur. Var Eufemia elzt af 8 Waage systkinum. Við æskuheimilið voru bundnar kærar minningar, sem alla ævina yljuðu hug henn- ar og sá irenningararfur, sem hún fékk í íöðurhúsum bar hana hærra en samtíðarkonur hennar á þeim tímum, enda fylgdi henni sá persónuleiki og glæsimennska, sem fyllti rúm hennar, hvar sem hún var. 1902 giftist hún Jens Waage, bankastjóra. Eignuðust þau átta börn. Af þeim er eitt á lífi, Indriði, leikari við Þjóðleikhúsið, giftur Elísabet Egilsson og eiga þau 2 börn. — Mann sinn missti Eufemia 1938 eftir langvarandi veikindi. Eftir að frú Eufemia varð sjö- tug fór heilsu hennar mjög að hnigna. Hún var svo heppin að njóta heimilisöryggis til hinztu stundar. Naut hún þar aðstoðar frændkonu sinnar, frk. Eufemiu Gísladóttur iprests að Stafholti), sem annaðist hana með sérstakri alúð og nærgætni. Hefur hún verið á heimili hennar um 21 ár» skeið. Frú Eufemia andaðist á heim* ili sínu 2. júní sl. Guð blessi minningu hennar. Viktoría Bjarnadóttif. Loftpressa Til sölu sem ný loftpressa með öllu tilheyrandi til bílamálunar. — Suðutæki og slípiskífa. — Upplýs- ingar í síma 19634 eða Þverholti 15 milli kl. 5—8. Lokað vegna sumarleyfa 18. júli til 8. ágúst. GLER HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.