Morgunblaðið - 12.08.1960, Síða 8

Morgunblaðið - 12.08.1960, Síða 8
8 MORGUynj ifílFt Föstödagrur 12. ágúst 1960 Murarar og verkamenn óskast strax. — Löng vinna. Byggingafélagið Brú h.f. Sími 16298. Smurstöðin Sœtúni 4 Seljum allar tegundir af smurolíu. Fljót og góð afgreiðsla. — Sími 16-2-27. NÝKOMID Vatnsþéttur krossviður, mahogny, 2V2xl6 fet, 6 mm 4x8 fet, 6 mm. HCSASMIÐJAN Súðarvogi 3 — Sími 34195. Tvær stúlkur í góðum stöðum óska eftir- herb, íbúð Til grein.i kemur lestur með skólafólki. Uppl. í síma 14842. Hið alþekkta danska SÖNDERBORG-GARN er nú komið í margar verzlanir. Frábært að gæðum og litum. PRJ0NACAR\ fjölda margar tegundir í öllum litum. IÐNARARCARN Orlon, Parlon, Dralon og ull í öllum gæð^f^kkum. tfafide*6ci£ u GARN <VtOí( d 0 S 015Kf KA.M GARNSPiNOtAl IIHBIIIOII Umboðsmenn: ÞÓRÐUK SVEINSSON & C0. H/F. Reykjavík. Sími 18-7000 (4 línur). Konur við erfiðisvinnu í Rússlandi. Það getur verið öruggara fyrir þær að tala ekki of mikið saman. Crankshaw svarar spurningunni: Hvað er á bak við njúsnaraæðið í Sovét? HVE alvarlégt er síðasta njósnaraæðis-kastið í Sovét- rikjunum og fylgiríkjunum? Sumir vestrænir athugendur líta það vissulega mjög alvar. legum augum, en slíkt virðist mér ekki réttlætanlegt. Allt sem gerzt hefur til þessa í Sovétríkjunum er birting greinar í Sovet Russia, þar sem þjóðræknum borgur- um er ráðlagt að tala ekki of mikið við ferðamenn „Verið aðgætnir“ var fyrirsögn grein arinnar, þar sem sagt er að rússneskir borgarar hafi í seinni tíð gerst alltof lausmál- ir við útlendinga, ljóstrað upp leyndarmálum, án þess að skilja hvað þeir væru að gera og venjulega brugðizt þjóð- ræknisskyldu sinni. Þriðji hluti allra banda- rískra ferðamanna og gesta eru, í raun og veru njosnarar, fullyrðir greinin hátíðlega — ekki helmingurinn eða tveir- þriðju, eða þrír-þriðju, held- ur einn-þriðji. Hvernig veit greinarhöfundurinn þetta? Sum fylgiríkin eru jafnvel enn hatrammari — einkum Tékkóslóvakía, þar sem leið- togarnir hafa haldið áfram að taka Stalin séi til fyrirmynd- ar, í síðastliðin sjö ár, rétt eins og Krúsjeff væri alls ekki til . Það var í Tékkóslóvakíu, sem óttinn við Colarado bjölluna var sem ákafastur skömmu fyrir dauða Stalins. Mörg fylgiríkin sökuðu Vest- urveldin þá um það, að þau sendu erindreka sína, vopn- aða Colarado-bjöllum til þess að eyðileggja kartöfluupp- skeruna en í Tékkósióvaíku var þessi ákæra gerð að meiri háttar hneyksli. Nú eru þeir aftur setztir við sama heygarðshornið og áður. Bratislava-blað hefur ásakað okkur um það að smygia ban- vænum sýklum yfir landa- mærin — án árangurs: „Hundruð af erlendum erind- rekum sem kæmu til lands okkar með glös er innihaldi drepsóttarsýkla, með vopn, „með smáblöð er kröfðust blóðsúthellinga, hafa verið neyddir til að fórna höndum i algerri uppgjöf.“ Þetta stórkostlega hug- myndaflug kom fram í lof- grein um starf landamæra- lögreglunnar. En hún endur- speglar, á tékkóslavneskan hátt, útbreytt hugarástand. Um hvað fjallar hún? Er merking hennar sú, að sak- lausir ferðamenn séu oft gripnir af lögreglunni og lok- aðir í fangelsi, sem njósnarar? Það held ég ekki. í raun og veru er ég sannfærður um það, að enginn ferðamaður þurfi nokkuð að óttast, enda þótt það væri Sovétstjórninni mátulegt,. ef allir væntanleg- ir ferðamenn strikuðu út skráningar sinar og s*iti heima. Krúsjeff myndi engan vegin falla slíkt vel i geð og einhver myndi lenda í vand- ræði vegna þess að Sovét- stjórnin þarfnast mjög ferða- manna. 'Stór, ný hótel hafa verið reist til að hýsa þá og ferðamanna-iðnaðurinn er nú orðinn efnahagslega mikil- vægur. Ef stjórnin tryði því raun- verulega, að mikill hluti af erlendum ferðamönnum væru njósnarar og væri áhyggju- full vegna aðgerða þeirra, þá gæti hún brátt fundið ráð við því — annaðhvort með því að fyrirskipa Intourist að hætta öllum auglýsingum og með því að neita öllum áritunum vegabréfa, eða með því að refsa nokkrum sovézkum borgurum fyrir að sjást á tali við útlendinga. Hún hefur gert hvorugt þetta. Mér dettur ekki í hug að halda það, að Sovétstjórnin hafi áhyggjur af því hvað ferðamenn kunni að uppgötva í Sovétrikjunum. Þeim er haldið frá öllum hernaðarlega mikilvægum stöðum, og rúss- neskir borgarar eru, enda þótt þeir hafi gaman af að tala við útlendinga allt of vel þjálfaðir í öruggleika til þess að tala af sér. Það er miklu líklegra að stjórnin myndi hafa áhyggjur af því, hvað Rússar kynnu að frétta hjá útlendingum um hið sánna ástand í þeirra eig- in löndum. En jafnvel þetta, sem einu sinni var tekið mjög alvarlega, skiptir nú varla nokkru máli. Ég held að hin nýja hvatning til aðgætni sé' einfaldlega grein af því „Am- eríku hatri“ sem vakið var til útskýringar á misheppnan toppfundarins. Rússar litu mjög alvarleg- um augum á þessa misheppn- an. Þeir töldu þennan fund mjög mikilvægan, en hann varð aldrei haldinn. Krúsjeff hafði svo lengi kynnt sig, með vaxandi árangri, sem mann- vin er gerði furðuverk í þágu friðarmálanna, að rússneska þjóðin var farin að vænta allt of mikils af Parisarfund- inum. Misheppnan toppfund- arins var að nokkru leyti skoðuð sem misheppnan Krús jeffs. Hann er ekki, og hefur aldrei verið, friðhelgur leið- togi, sem ekki þart að gefa neinar skýringar. Hann þarf einmitt að gefa miklar skýr- ingar. U-2 atvikið vakti óróa og æsingu rússnesku þjóðarinn- ar, sem er full af aðdáun og leyndum velvilja til Banda- rikjamanna. Krúsjeff hefir gert sitt bezta til að halda við reiðinni í garð Eisenhowers forseta. Ég held að þessi nýja ,aðgætnisherferð“ sé einfald- lega þáttur í þeim fram- kvæmdum. Til þess að útskýra hina ófriðsamlegu stjórnarstefnu sína, verður Krúsjeff að sýna, að Bandaríkjamenn séu með svik og undirferli í huga. Og ef honum tekst samíimis að gera þegna sína örlítið hrædda við að tala við banda- riska ferðamenn, þá er það að hans dómi allt til góðs. En ferðamenn þurfa ekki að vera áhyggjufullir, nema því aðeins að herferðinni verði breytt all mjög, munu þeir komast að raun um að Rússar eru enn yfirfullir af vinsemd enda þótt þeir hafi ekki gleymt U-2. Sumir hinna eldri sem muna lengra, kunna að verða öllu óákveðnari en nokkur síðastliðin ái. En eng- inn mun verða látinn finna til hræðslu. (Observer — öll rétt- indi áskilin) \o<ÁGl \mirjc )ur T'utfaefused F£i6bi íi!»,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.