Morgunblaðið - 12.08.1960, Side 11

Morgunblaðið - 12.08.1960, Side 11
Föstudagur 12. ágúst 1960 y ú n c rnv n r a »t ð 11 FYRIR nokkru varð uppskátt, að deilur eru meðal kvikmynda- iiúsaeigenda um leigu á filmum frá Bandaríkjunum, eða réttara sagt milli forstöðumanna Laugarássbíós annars vegar og annarra kvikmyndahúsaeigenda hins vegar. Eins og kunnugt er, hafa nokkur kvikmyndahús þá sérstöðu að þurfa ekki að greiða skemmt- anaskatt og munu njóta þeirrar undanþágu laganna, að þau veiti aimenningi „skemmtanir, sem haldnar eru í góðgerðaskyni eða til styrktar málefna, er miða að almenningsheill“. Þessi kvik- myndahús fá þannig ailgóða samkeppnisaðstöðu gegn hinum, sem skattinn þurl’a að greiða. Meðal þeirra, er fríðindanna njóta, eru l augarásbíó, Tjarnarbió og Trípólíbíó í Reykjavík, Kópavogsbió 1 Kcpavogi, Bæjarbíó í Hafnarfirði, BíóhöIIin á Akranesi og Borgar- bíó á Akureyri. Hingað til hefur samvinna verið góð milli hinna sköttuðu og hinna skattfrjálsu húsa, þau hafa skipt milli sín um- boðum fyrir helztu kvikmyndaframleiðendur, ný hús fengið um- boð, sem hin eldri höfðu áður, og bundizt samningum um að yfir- l-jóða ekki hvert annað, enda hefur bíómiðaverð á Islandi verið n>un lægra en í öllum óðrum löndum. Nú heldur Félag kvik- myndahúsaeigenda því fram, að Laugarásbíó bjóði langtum hærra leigugjald erlendis en áður hefur tíðkazt hjá íslenzkum aðiljum og nauðsynlegt er. Verði haldið út á yfirboðabrautina og myndir stórhækki í verði í innk. upi, hljóti afleiðingin að verða hækkað aðgöngumiðaverð. Þar sem hér er um mál að ræða, sem skiptir allan almenning miklu, þykir blaðinu rétt að sjónarmið beggja deiluaðila komi hér fram. Greinargerð Félags kvik- myndahúsaeigenda Fyrr á árinu sendi Fél. kvik- myndahúsaeigenda Menntamála- ráðuneytinu bréf, þar sem félag- ið segist hafa frétt eftirfarandi: a) Að Valdimar Jónsson, fram- kvæmdastj. Laugarássbíós-, hafi boðið United Artists fyrir mynd- ina „Umhverfis jörðina á 80 dög- um“ 70% af nettótekjum í leigu- gjöld, en $8000 í lágmarkstrygg- ingu. United Aritists hefur verið í föstu viðskiptasambandi við Trípólibíó skv. samkomulagi, er kvikmyndainnflytjendur í Rvík gerðu með sér 1951. b) Að sami maður hafi á veg- um DAS boðið Magna Theatre Corp., sem er systurfélag 20th Century Fox að kaupa myndirn- ar „South Pacific" og „Can-Can“ gegn 63.5% leigu, og hafi auk þess sett ákveðna lágmarks- tryggingu. c) Að sami maður hafi v. DAS boðizt til að kaupa af Metro- Goldwyn-Mayer nokkrar 16 mm myndir fyrir $ 500 meðalverð, og myndirnar „Á hverfanda hveli“ óg „Galdrakarlinn í Oz“ í 35 mm til endursýningar fyrir mjög hátt verð, en báðar þessar myndir hafði Gamla Bíó tvivegis keypt hingað áður. d) Að sami aðili hafi boðið v. DAS í myndina „Salomon og Sheba“ frá United Artists 70% leigu en $ 7000 lágmarkstrygg- ingu. ★ Þegar þessi tíðindi bárust, var boðaður fundur í félaginu og Henry Hálfdánarson, stjómar- form. kvikmyndahúss DAS boð- aður, en hann kvaðst ekki mundu mæta. Öll framangreind kvikmynda- hús og önnur í félaginu hafa haft og hafa fasta samninga viff selj- endur kvikmynda i Bandaríkjun- um, og skv. þeim er meffalverff myndanna um $ 500—600. End- urútgáfur hefur veriff hægt aff fá keyptar fyrir mun lægra verff, t. d. hefur Gamla Bíó átt kost á slíkum myndum fyrir $ 200. 16 mm myndir, sem sjaldan effa aldrei eru sýndar hér fyrir al- menning fyrir borgun hefur ver- iff unnt aff fá fyrir $ 75—250. Þá tekur félagið fram, að selj- endur vilji oft halda einstökum arássbíó sé aðili í samtökum kvikmyndahúsaeigenda og hafi starfað þar. Forráðamönnum þess hafi því vel verið kunnugt um af stöðu félagsins, samþykktir þess og verð á kvikmyndum. Greinargerff Laugarássbíós. Vegna skrifa í Alþbl. og Morg unbl. um þessi mál, sendi fram- kvæmdastjóri Laugarássbíós frá sér greinargerð, sem hér verður rakin. Bíóið telur sig hafa náð einkar hagkvæmum samningum, sem miðaðir séu við hundraðshluta af tekjum þess, og sé víst, að ekkert kvikmyndahús í Evrópu hafi náð betri samningum um þessar myndir. Þar eð bíóið hafi sýningartæki fyrir Todd-A-O, sem sé „nú skýlaust fullkomnasta tækni kvikmyndanna“, hafi það algera sérstöðu meðal islenzkra sýningarhúsa. Todd-A-O-myndir séu svo frábrugðnar venjulegum kvikmyndum, að þar sé ekkert sameiginlegt nema nafnið tómt. Tækin séu dýr bæði í innkaupi og rekstri og myndirnar, sem fyr ir þau eru framleiddar, miklu dýrari en aðrar kvikmyndir. Af þessum ástæðum hljóti aðgangs- eyrir að slíkum kvikmyndum að vera meiri en að venjulegum sýn ingum. Hér sé verðmunurinn þó minni en annars staðar vegna hinna góðu samninga, sem bíóið hafi náð, eða eins og í greinar- gerðinni segir: „í Ameríku kostar t.d. um 4 sinnum meira að sjá Todd-A-O en sambærilegar mynd ir, sem sýndar eru við þeirra á að kynnast og njóta hins bézta, sem nú á dögum er völ á á sviði kvikmyndaiðnaðarins“. Lokaorð greinargerðarinnar hljóðar svo: „Laugarássbíó mun eingöngu sýna úrvalskvikmynd- ir og mun starfsemi þess því í raun og sannleika um margt fremur iíkjast gáðu leikhúsi en bíói. Enda hæfir ekki annað hlut verki svo myndarlegu og vel gerðu kvikmyndahúsi búnu hin~ um fullkomnasta útbúnaði til að skila úrvalskvikmyndum á eftir- minnilegan hátt til áhorfenda“. Athugasemdir Félags kvikmynda húsaeigenda Blaðið hafði tal af stjórn Fé- lags kvikmyndahúsaeigenda um þetta mál, en hana skipa nú Hilmar Garðars, formaður. Frið- finnur Ólafsson, ritari, og Haf- liði Halldósson gjaldkeri. Stjórn- in óskaði að fá þetta tekið fram: 1. Það er staðreynd, að Laug- arássbíó hefur verið fullgildur aðili að samtökum okkar. T. d. var stjórnarformaður þess kjör- inn (með eigin samþykki) end- urskoðandi félagsins á aðalfundi 14. sept. 1957, og hefur stjórnin jafnan álitið þetta kvikmynda- hús virkan aðila í samtökunum. Nú munu forráðamenn þess hins vegar bera því við, að það, sem þeir kalla „hið eldra Laugaráss- bíó“ hafi að vísu verið aðili fé- lagsins, en ekki „hið yngra“, sem þeir nefna svo, en þar munu þeir eiga við sama kvikmynda- myndum undan, þegar samið er um kaup á mörgum samtímis. Er þá oft tekið til bragðs að bíða um stund, meðan verðið lækk- ar. Þannig nam hæsta verð, sem fram að þessu hefur verið greitt fyrir kvikmynd til íslands, $ 3,500. Það var árið 1942, þegar „Á hverfanda hveli“ var keyþt í fyrra skiptið. Á síðari árum hefur mest verið greitt $ 1000 (fyrir ,,Gigi“). Eitt fyrirtæki í Bandaríkjun- um, 20th Century Fox, hefur um nokkur ár ekki selt myndir hing að nema gegn prósentum af seld um aðgangseyri. Skv. samningi þess við Nýja bió hefur verið greidd 40% leiga. Af framantöldu telur félagið Ijóst, að kvikmyndahús DAS, Laugarássbíó, hafi boðið mun hærri greiðslu fyrir kvikmyndir innfluttar frá Bandaríkjunum, en nokkru sinni hafi tíðkazt. Síð an segir orðrétt. „t framangreindar kvikmyndir frá United Artists hefur veriff boffiff, vægt áætlaff aff voru áliti, 4—5 sinnum hærra verff en unnt hefffi veriff aff fá þær keyptar á, en ef litiff er á prósentugreiffsluna 70%, þá er þaff mun hærra verff en áffur hefur þekkzt. Sama er aff segja um boffið til Magna Theatre Corporation, þar sem hundraffsgreiffslan er hækkuff úr 40% í 63,5%, auk þess em ein- hver lágmarksgreiðsla er sett, sem oss er eigi kunnugt um hver er, enn sem komiff er“. Félagið kveður leigu þá, sem Laugarássbíó vilji greiða, óeðli- lega háa, og sé fullt tillit tekið til þess, að þær eru framleiddar í Todd-A-O. Hins vegar hafi bióið einnig boðið óeðlilega hátt verð í gamlar, endurútgefnar myndir fyrir 16 mm og 35 mm, sem hægt hefði verið að fá fyrir mun lægra verð. Þá vill félagið taka þetta fram: 1. Oss er kunnugt, að náið samstarf er með seljendum kvikmynda í Bandarikjun- um og tilboð, sem einu félagi berst, er óðara komið til vitundar hinna, — og þá ekki sízt, þegar mikill mun ur er á boði aðila eins og hér um ræðir (DAS) og á verði í samningum þeim, sem í gildi eru við íslenzka kaupendur. 2. Það er vitaskuld hugsmuna- hússins byggist á undan- þágu frá greiðslu opin- berra gjalda t.d. skemmt- anaskatts. 4. 1951 fóru fulltrúar frá félagi voru í umboði allra inn- flytjenda kvikmynda til Bandaríkjanna og fengu lækkun á filmleigunni, sem svaraði $ 27,500 á ári, með samningum við seljendur. Þessi lækkun fékkst vegna skilnings seljanda á gjald- eyrisaðstöðu íslands er erf- iðleikum kvikmyndahús- anna, en þá hafði nokkru áð ur verið lagður á 100% gjaldeyrisskattur, og vildu seljendur taka á sig nokk- urn hluta þeirrar byrði með þessari lækkun“. Félagið segist því hafa gert ráð fyrir skilningi seljenda, eftir að hinar nýju efnahagsráðstafan- ir komu til sögunnar, og krónan er skráð á sannvirði. Augljóst sé hins vegar, að bandarískir seljendur muni ekki fallast á neina lækkun eftir þessi yfirboð DAS. Eigi þessi yfirboð að á- kvarða leigugjöld í framtíðinni, eins og allar horfur eru á, þar sem hin bíóin fá þá ekki lengur myndir hingað nema gegn sömu greiðslum, fer ekki hjá því, að öll kvikmyndahúsin verða að stórhækka aðgongumiðaverð til að geta borið sig. Að lokum telur stórn félagsins að þetta hefði ekki þurft að koma íyrir, ef samstarf hefði verið haft við hana. Laug- Kvikmyndalistin er aff 1 miklu leyti ávöxtur tækni- og vélamenningar samtímans og því þótti ýmsum fósturgjöld- in illa launuff í hinni bráff- fyndnu og meinhæffnu ádeilu mynd „Nútíminn“, sem Chapl in sendi á markaðinn árið 1936. Sú mynd, sem er talin meffal mestu listaverka kvik- myndasögunnar, fjallar á skemmtilcgan hátt um sam- skipti manns og vélar. Hér er mynd af einu atriði hennar, þegar samverkamaffur Chapl- ins týnist í flókinni og ó- hugnanlegri vélasamstæðu. hlið hér á landi. í Laugarássbíói er verðmismunur Todd-A-O-kvik mynda og venjulegra hins vegar aðeins helmingsmunur. I flestum Evrópulöndum er aðgangseyrir Todd-A-O hins vegar um þrefald ui, miðað við venjulegar sýning ar“. Þvi er neitað í greinargerðinni, að verið sé að yfirbjóða leigu kvikmynda erlendis, því að „leiguverð einstakra mynda í þessu kerfi er vitanlega alveg óviðkomandi leigu venjulegra kvikmynda". Tekið er fram, að Laugaráss- bíó sé „ekki í samtökum kvik- myndahúseigenda, eins og rang- lega er skýrt frá í fréttum", og að Sjómannadagsráð hafi „stefnt að því að gefa almenningi kost hús eftir að skipt var um for- stjóra og ný sýningartæki feng- in. Eigi að taka mark á þeirri skilgreiningu ætti tafarlaust að afnema skattfríðindi hússins, því að þeirra var aflað handa „hinu eldra“. Sé hér um „nýtt“ kvik- myndahús að ræða, virðist það því njóta fríðindanna í skjóli „hins eldra“. 2. Það er að sjálfsögðu rétt, að Todd-A-O-aðferðin er ný og að mörgu leyti mikilvæg tækni- framför í kvikmyndaiðnaðinum, þótt umdeild sé, einkum frá list- rænu sjónarmiði. En þess ber að gæta, að allar myndir, sem gerð- ar eru fyrir Todd-A-O, eru einn- ig framleiddar fyrir allar stand- ard-útgáfur 35 mm mynda, svo sem Cinema-Scope, Wide-Screen, Vista-Vision o. s. frv.- 3. Félagið hefur örugga vit- neskju um það, að forstjóri Laug arássbíós hefur ekki látið sér nægja að gera tilboð í Todd-A-O myndir, heldur hefur hann yfir- boffiff myndir, sem ekki eru gerff- ar fyrir Todd-A-O, og eldri myndir. T. d. hefur hann gert svo hátt boð í „Boðorðin tíu“, að forráðamönnum Tjarnarbíós, er njóta sömu fríðinda og Laugar- ássbíó, hefði aldrei komið til hugar að kaupa myndina til landsins á því verði, þar eð rekstur hefði blátt áfram ekki leyft það. Þessi tvö kvikmynda- hús, sem eiga að vera rekin á Framhald á bls. 19. -J mál innflytjenda kvik mynda að myndir séu keypt ar á sem lægstu verði, og hefur stöðugt verið að því unnið að reyna að fá lækk- aða filmleiguna, m.a. með samkomulagi innflytjenda um að bjóða ekki myndir hver upp fyrir öðrum, en tilboð eins og hér um ræð- ir hljóta að hafa áhrif til hækkunar almennt, og að voru áliti eru þær afleið- ingar enn ófyrirsjáanlegar. 3. Oss er kunnugt af reynslu, að óhugsandi er að reka kvikmyndahús hér á landi með hagnaði, ef filmleigan er svipað því eins há og hér um ræðir, og það jafn- vel þótt rekstur kvikmynda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.