Morgunblaðið - 12.08.1960, Page 18

Morgunblaðið - 12.08.1960, Page 18
18 MORGVNBZ1MP F'östudagur 12. ágúst 196'f Sepp Kerberger segir: Islenzk knattspyrnulið skortir mest samtakamátt IHargir einstaklingar liðanna virðast goð efni EFTIK leikinn við KR átti fréttamaður íþróttasíðunnar stutt viðtal við þýzka lands- liðsþjálfarann Herberger og m. a. innti hann eftir áiiti hans á íslenzkri knattspyrnu og knattspyrnumönnum. — Ég komst fyrst í kynni við íslenzka knattspyrnu og knattspyrnumenn, þegar ís- lenzkt knattspyrnulið heim- sótti Þýzkaland 1935. Mér skilst að einmitt þá hafi Is- lendingar fyrst eignast knatt- spyrnulið, sem gat staðizt ein- hvern samjöfnuð við erlend lið. Ég álít að með þetta í huga þá megi hiklaust telja að íslenzkri knattspyrnu og knattspyrnumönnum hafi far- ið mikið fram síðan 1935. Frá þeim þrem leikum sem ég hef séð hér á íslandi, er það álit mitt að yfirhöfuð eru leik- mennirnir í góðri líkamlegri æfingu og þol þeirra virðist vera gott. ★ Tóku leikinn alvarlega Þegar við lítum á frammistöðu ísienzka liðsins verðum við að hafa í huga að íslendingarnir voru þarna að leika við mjög sterkt landslið og Þjóðverjarnir Gengu vel um EK fréttamaður íþróttasíðunn- ar átti viðtalið við þýzka lands liðsþjálfarann Herberger var einn af starfsmönnum íþrótta- vallarins í Laugardalnum þar nærstaddur. Hann vatt sér að fréttamanninum og bað um að léta þess getið, að jslenzkir knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn hefðu getað lært meira af Þjóðverjunum en það að leika góða knattspyrnu. Um gengni þeirra um búnings og baðherbergi vallarins svo og öll framkoma hefði verið slík að til eftirbreytni hafi verið, og betrj en nokkurs annars iþróttaflokks sem keppt hafði i Laugardalnum. Sannarlega gætu íslenzkir knattspyrnu- menn mikið lært af Þjóðverj- unum hvað þetta snerti, enda þetta gott dæmi um þann aga sem ríkir meðal Þjóðverjanna á hvaða sviði sem er, sagði starfsmaður Laugardalsins að lokum. tóku landsleikinn eins alvarlega og hvern annan landsleik við stærri og þekktari þjóðir á knatt- spyrnusviðinu heldur en íslend- ingar hafa reynzt til þessa. ★ ' íslenzku liðin Er fréttamaðurinn spurði Herberger um helzta veikleika íslenzku liðanna . . svaraði hann. — Það er ekki nógu góð samvinna milli íslenzku leik- mannanna og samhug liðs- ins og stemningu er mjög ábótavant. Einstaklingar eru margir góðir og ef betri sam- vinna væri milii þeirra í leik, þá er ekki nokkur vafi á því að liðin geta sýnt mun meiri knattspyrnu en þau náðu á móti Þjóðverjunum að þessu sinni. — Fleiri kappleikir við erlend lið er stórt atriði til að lagfæra þennan galla, því æf- ingin undir slíka leiki ætti að sameina leikmennina til enn meiri dáða. — Um einstaka leikmenn sagði Herberger að framvarðarlínan í landsleikn- um Sveinn Teitsson, Hörður Felixsson og Gujón Jónsson hafi verið beztu menn íslands í landsleiknum og átt yfirleitt góðán leik. Af þeim framherj- um sem hann hafi séð hér í leikjunum, sagði Herberger að •Þórólfur Beck væri þeirra lang beztur. Hann væri frábær lega leikinn og skapaði mikla hættu við mark mótherja ýé Laugadalsvöllurinn Er fréttamaðurinn spurði Her- berger um álit hans á íþróttaleik vanginum í Laugardalnum, svar- aði hann: Knattspyrnuvöllurinn í Laugardalnum stenzt allar kröfur um alþjóðlegan knatt- spyrnuvöll og er mjög góður leik völlur. Og eitt sagði Herberger að væri víst, að þótt einn og einn af Þjóðverjunum hafi ekki sýnt það í leikjunum, sem af þeim hefði verið hægt að krefjast, þá gæti enginn þeirra afsakað. sig með því að bera völlinn fyrir sig og kenna honum um getu- leysi sitt. ýk Einlæg vinátta Að lokum gat þýzki landsliðs- þjálfarinn þess, að hann hafi ferðazt víða um heiminn með þýzka landsliðinu, en hvergi hafi hann og þýzku knattspyrnumenn irnir orðið varir við jafn einlæga vináttu og hér á íslandi. Hverja mínútu dvalarinnar höfðu þeir verið þess meðvitandi að þeir dveldu meðal einlægra vina. Her- bað Mbl. að taka það skýrt fram að þetta væri ekki sagt fyrir kurteisissakir, heldur væri þetta sannleikur sem hver þátttakandi fararinnar myndi vitna um þegar heim kæmi og víðar á ferðum þyzka landsliðsins. Olympiu völlur Hér getur að líta aðalleikvang Rómarleikanna þar sem frjáls íþróttakeppnin fer fram auk setningar og lokahátíðar. Bikarkeppnin ; Frnm b vnnn KR b BIKARKEPPNIN í knatspyrnu hófst á Melaveilinum í gærkvöldi með leik Fram-B og KR-B. — Fram-B fór sigurvegari frá leikn- um, skoruðu þeir 2 mörk gegn einu marki KR. Leikurinn stóð 1:1 í hálfleik. Þessi úrslit leiksins komu flestum mjög á óvart því talið var að KR-B væri eitt af líklegustu liðunum til að komast í aðalkeppnina. í leiknum í gær sýndu KR- ingarnir mun meiri knattspyrnu. Samleikur var oft mjög góður, en er að marki Fram kom þrengdist spiiið um of og framherjarnir fengu ekki skorað. Leikur Fram var mun fumkenndari, enda um hvergi nærri eins samstillt lið að ræða. Fyrsta markið skoraði Fram er 21 mín. var af fyrri hálfleik. Skoraði markið Hörður Pétursson, hægri bakv., sem tók á rás upp völlinn og sendi svif- knött mikinn að markinu af 30 metra færi, er lenti í hægra horni marksins. KR náði að jafna á síðustu mínútu t'yrri hálíleiksins. Markið skoraði Reynir Þórðarson upp úr hornspyrnu. Aðeins 4 mín. voru af síðari hálfleik er Fram fékk dæmda vítaspyrnu á KR, sem hinn gam- alkunni knattspyrnumaður Hauk- ur Bjarnason skoraði úr. Haukur lék útherja í liði Fram. Þótt KR væri í sókn meirihluta hálfleiks- ins tókst þeim ekki að skora Víkingar hafa leikið marga leiki í Danmörku IÞROTTASÍÐUNNI hafa borizt fréttir af ungu Víkingunum, sem um þessar mundir dveljast í íþróttaskólanum í Vejle í Dan- mörku. Vkingarnir, sem eru úr 3. og 2. aldursílokki handknattleiks- deildar félagsins hafa leikið nokkra handknattleiks og knatt- spyrnukappleiki við jafnaldra sína Danmerkurmeistarana sem einnig dvelja á íþróttaskólanum í sambandi við þjálfaranámskeið í handknattleik, sem fer fram. Fyrsta leik þeirra hefir verið skýrt frá hér á síðunni, en annar leikurinn fór svo að dönsku dreng irnir sigruðu 17:14. Þriðja leik- inn kepptu þeir í knattspyrnu og unnu Vikingarnir 8:0. Fjórða Jeik inn sem var handknattleikur sigruðu svo Danirnir 20:8. — Fimmta leikinn í ferðalaginu kepptu Víkingarnir í Horsens og fóru þar með sigur af hólmi 14:4. Sjötta leik fararinnar keppti 2. fl. Consolini sver Olympíueiðinn RÓMABORG, 11. ágúst. -p Það verður ítalski kringlukastar- inn heimsfrægi Adolfo Conso- lini, sem sver Olympíueiðinn fyrir hönd þátttakenda i Róm- arleikjunum. Consolini er elzti þátttak- andi ítala í leikjunum nú. — Hann varð Olympíumeistari i London 1948 og varð annar á leikjunum í Helsingfors. Um skeið átti hann Evrópumet í kringlukasti. Víkings gegn liði frá Vejle og varð sá leikur jafntefli 7:7. 1 bæn um Ringsted kepptu Víkingarnir tvo leiki. Þar tapaði 2. fl. 7:15, en 3. fl. vann 11:4 Einnig kepptu þeir í Ringsted með sameinuðu liði 3 og 2. flokks og sigruðu Vík ingarnir 11:7. Víkingarnir kepptu einnig við lið þjálfaranna í Velje, en þeir eru allir 1. og 2. deildar leikmenn og sigruðu þjálfararnir 16:6. Víkingarnir eru nú komnir til Kaupmannahafnar og dvelja í fé lagsheimili B1903 og kepptu þeir þar í knattspyrnu við jafnaldra sína úr þessu vinafélagi Víkings og sigruðu dönsku drengirmr 1—5. T veir syntu úr Viðey í GÆR syntu tveir menn Viðeyj- arsund. Það voru lögregluþjónarn ir Axel Kvaran og Björn Krist- jánsson, en Björn er 43 ára. I fylgd með þeim voru þeir félagar Eyjólfur Jónsson sund- kappi, sem verður að leggja allt sund á hilluna í sumar vegna meiðsla í öxl, og Pétur Eiríksson. Þeir félagar tóku sundið iétt einkum Axel.'Höfðu þeir samflot að mestu og var Axel 2 klst. og 10 mín., en Björn 2 klst. og 11 mín. frá Viðey að Loftsbryggju. Sjávarhiti var 12% stig og gott veður. Axel synti til skiptis aliar sundaðferðir nema flugsund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.