Morgunblaðið - 12.08.1960, Side 20

Morgunblaðið - 12.08.1960, Side 20
5 U 5- síða Sjá blaðsíðu 12. IÞROTTIR eru á bls. 18. 181. tbl. — Föstudagur 12. ágúst 1960 flugfélag til fiskflutninga Mállö á byrjunarstigi UNDIRBÚNINGUR mun hafinn hér í bæ að stofnun flugfélags til að annast fisk- flutninga og aðra vöruflutn- inga rnilli íslands og annarra landa. Fundahöld eru þegar hafin og að því er Mbl. fregn- aði í gærkvöldi mun Stein- grímur Magnússon í Fiskhöll- inni eiga þar hlut að máli ásamt fleirum, m .a. Alfreð Elíassyni, framkvæmdastjóra Loftleiða. Að undanfömu hafa tveir að- ilar flutt út fisk,flugleiðis, annar til Amsterdam, hinn tilBretlands. Eftir fyrstu Bretlandsferðina vaknaði mikill áhugi á auknum Friðrik vonn í 18 Ieikjum f ANNARRI skákinni í keppni þeirra Friðrik og Freysteins, lék Freysteinn hvitu mönnun- um, og fékk öllu rýmra út úr byrjuninni, en leyfði sér að leika ógætilegum riddaraleik, sero kollvarpaði stöðu hans í aokkrum leikjum, og varð bann að gefast upp i 18. leik. Biðskákin úr 1. umferð er aokkuð jafnteflisleg og verð- jr tefld til úrslita á sunnudag. Staðan er þessi: Hvítt: Ke2, Hh.3, Rd2 peð: »3, b2 og c2. Svart: Kg8, Hf4, Bf2, peð: h4 og a7. flutningum og vilja hinir hrezku kaupendur m. a. fá allmikið magn af flatfiski nú um næstu helgi. Islenzkar vélar eru hins vegar ekki tiltækar til flutning- anna sem s*endur. Sólfaxi Flug- félags. Islands er mjög önnum kafinn í leiguflutningum næstu vikurnar og getur ekki annað nema takmörkuðum flutningum til viðbótar. Hefur því farið svo að islenzku útflytjendurnir hafa reynt fyrir sér með leigu á flug- vélum erlendis, en þegar síðast fréttist höfðu engir samningar tekizt. Loftleiðii hafa flugvél Þessi skyndilega eftirspurn mun m. a. hafa ýtt undir hreyf- ingu þá, som nú hefur skapazt til stofnunar flugfélags. Stað- reyndin er sú, að menn þykjast eygja góða framtíð fyrir þessa flutninga til útlanda, ef rétt er að farið. En einnig verður að tryggja nýtingu á flugvélunum á heimleið og yrði slíkt bezt tryggt með reglulegum vöru- flutningum. Loftleiðir eru sem kunnugt er að losa sig við Sky- masterflugvélamar. Þeir seldu Sögu fyrir nokkrum dögum og í haust fækka þeir enn um eina Skymaster í sinni þjónustu. Samkvæmt því sem Mbl. fregn aði í gær er ekki loku fyrir það skotið að Loftleiðir geti þannig útvegað flugvél með mjög skömmum fyrirvara og er því forvitnilegt að fylgjast með því hvort samkorr.ulag næst um stofn un nýs flugfélags til vöruflutn- inga og hvort þeir sem bezt þekkja til telja grundvöll traust- an fyrir slika starfsemi. Skjótamá 600hrein dýr frá 7 ág-20sept HREINDÝRAVEIÐITÍMINN er hafinn og stendur aðalveiðitím- jnn frá 7. ágúst til 20. september. Samtals er leyfilegt að fella 600 hreindýr. Leyfin eru eins og áð- ur veitt einstökum hreppum og fær Fljótsdalshreppur fiest og má fella 150 dýr. Samkvæmt reglugerð um hrein dýraveiðar í Múlasýslu skulu hreindýraveiðar fara fram und- ur umsjón hreindýraeftirlitsm., sem hefur eftirlit með veiðunum. Hreppsnefndir þeirra 13 hreppa, sem leyfi hafa til hreindýraveiða, eiga að segja til um það áður en 10 dagar eru liðnir af veiðitíma, hve mörg dýr þeir æskja að láta veiða, og getur hreindýraeftirlits maður siðan selt einstakling- um eða veiðifélögum þau veiði- leyfi sem afgangs verða, enda gengur hann úr skugga um að leyfishafar séu nægilega skotfim ir og hafi byssuleyfi. Komi í ljós í lok aðalveiði- tímans að ekki hafi verið veidd sú tala hreindýra, sem gert er ráð fyrir, er hreindýraeftirlits- manni heimilt að veiða á koetn- að rikissjóðs upp í fulla tölu. Eimjig getur ráðuneytið leyít veiði nokkurra dýra í viðbót, ef henta þykir svo sem handa söfn- um, til vísindalegra rannsókna o. s. frv. Lýsisgeymor fullir u Norðfirði NESKAUPSTAÐ, 11. ágúst. — í gær og í nótt hafa kom- ið hingað 25—30 skip með um 7000 mál, flest með slatta. Lítið hefur verið salt að í gær og í dag, enda lé- leg síld sem að hefur borizt. Þyrill tók hér tæp 200 tonn af lýsi hér í dag, til Vestmannaeyja. Eftirnokkra daga verða lýsisgeymar síldarverksmiðjunnar fullir aftur, og er þá fyrirsjáanleg stöðvun um óákveðinn tíma, þar sem ekki hefur tekizt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraun ir, að fá skip til flutninga nægilega snemma. Sannar þetta enn hve illa er búið að verksmiðjunni og hve mikil þörf er á að bæta aðstöðu hennar og annarra verk- smiðja hér á Austfjörðum. — S.L. MYND þessi er tekin í skrif- stofu bæjarfógeta á Seyðisfirði meðan á yfirheyrslu stóð yfir norska sjómanninum, sem grunaður er um að hafa drep- ið skipsfélaga sinn. Pilturinn ber hendina fyrir andlitið. Við hlið hans situr túlkurinn við réttahöldin, Már Ingólfsson, kennari á Seyðisfirði. — Sjá nánar á bls. 3. (Ljósm.: Guðm. Gíslason). AKRANESI, 11. ágúst: — Togar- inn Bjarni Ólafsson kemur í nótt af Nýfundnalandsmiðum með 160—170 lestir. Fyrirsti dragnótabáturinn, Hilmir reri með dragnót í morg- un og fiskaði 2 tonn af þorski og hálft tonn af rauðsprettu. Aðr ar trillur hafa aflað um 600—700 I kg. á bát. Aðsfoðaði 29 skip AKRANESI, 11. ágúst. — Hrað- báturinn Elding kom heim hing- að í nótt. Keyrði hann á annarri vélinni frá Raufarhöfn er hin vél- in brotnaði. Skipstjóri og eig- andi er Hafsteinn Jóhannsson og hefur hann aðstoðað 29 skip síð- an hann fór norður, með því að hreinsa net og tó úr skrúfum þeirra. Og þá má ekki kleyma ævintýrinu, er Hafsteinn gerð- ist stýrimaður hjá Pétri Sigurðs- syni og flutti varðskipsmennina úr Óðni, er þeir lögðu til upp- | göngu á brezkan togara. — O. Nýi Þjóðleikhúskjall- arinn veldur deilum Þessi mynd var'tekin við setningu XXII. norræna lögfræð- ingaþingsins, sem hófst í gær. Mennimir eru Árni Tryggva- son, hæstaréttardómari, sem hélt setningarræðuna, en hann' er formaður íslandsdeildar norrænu lögfræðingasamtakanna, Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, sem flutti framsögu- erindi um efnið „Friðhelgi einkalifsins". og Bo Palmgren, prófessor frá Finnlandi, sem var síðari framsögumaður í gær. Sjá frétt á bls. 9. UPP er risinn ágreiningur milli bæjaryfirvaldanna og Þjóðleikhússins, út af við- byggingu þeirri, sem nú er verið að gera við Þjóðleik- húsið. Á fundi sínum á þriðjudaginn samþykkti bæj- arráð, að það gæti ekki fall- izt á að viðbótarbyggingin verði eins og hún er nú fyr- irhuguð. Fyrsta breyting Viðbótarbyggingin sem hér um ræðir hefur verið í smíðum í vor og sumar. Upphaflega var aðeins við það miðað að þetta yrði við- bótarbygging við kjallara Þjóð- leikhússins og þar yrði salur fyr- ir leiktjaldasmiði. Síðan barst umsókn um leyfi til að breyta kjallaranum. Hún vai samþykkt, og var í því fólg- in að um þriðjungi kjallarans, sem er rúmir 320 ferm. var skotið upp úr jörðu og varð því að draga úr bílastæðunum við leikhúsið sem þessu nam. Enn sótt um breytingu Nú fyrir nokkru barst svo enn beiðni um breytingu á þessum kjallara. Hún er á þá leið, að all- ur kjallarinn verði hækkaður og á honum rísi 13 metra há bygg- ing, — og þar með eru bílastæðin sem þarna hafa verið til afnota fyrir leikhúsgesti á rúmlega 320 ferm. svæði úr sögunni. Heildarskipulag Á firndi bæjarráðs á þriðjudag- inn var lögð fram umsögn borg- arlögmanns, Tómasar Jónssonar, um þetta mál. Á grundvelli þeirr ar umsagnar var samþykkt bæjar ráðsins gerð. Þar leggur borgarlögmaður á- herzlu á að eins og nú sé komið málum, varðandi Þjóðleikhús- bygginguna, þá þurfi að taka raunhæfar ákvarðanir um allt framtíðarskipulag á svæðinu um- hverfis Þjóðleikhúsið áður en meiri byggingar verði leyfðar á sjálfri Þjóðleikhúslóðinni,- en þeg- ar hefur verið gert. Kjördæmismót ó Flúðum KJÖRDÆMISMÓT Sjálfstæðls- manna á Suðurlandi verður hald ið að Flúðum í Árnessýslu næst- komandi sunnudagskvöld, og hefst mótið kl. 8,30 e. h. Ræðumenn á mótinu verða þeir þingmenn kjördæmisins Guð- laugur Gíslason, Ingólfur Jóns- son landbúnaðarráðherra, og Sig urður Ó. Ólafsson. Þá munu leikararnir Jón Aðils, Ævar Kvaran, Katrín Guðjóns- dóttir og Erlingur Gíslason flytja frumsamda revýu í tveim þáttum með nýjum söngvum; undirleik- ari Jón Ásgeirsson. Kristinn Halls son óperusöngvari syngur. Loks leikur svo hljómsveit fyrir dansi. Veitt lausn frá sóknarprests- embætti DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur veitt séra Kristjáni Róberts syni, sóknarpresti á Akureyri, lausn frá embætti frá 1. október 1960 að telja, skv. tilkynningu í síðasta tölublaði Lögbirtingablaðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.