Morgunblaðið - 21.08.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUISBLAÐÍÐ Sunnudagur 21. ágúst 1960 Þegar heymjölsverksmiðjan er komin upp, er sandgrœðslustarf- ið fullkomnað Samtal við Pál Sveinsson, sand- græðslustjóra SANDGRÆÐSLAN er merk- ur þáttur í þeirri viðleitni ís- lendinga að gera hrjóstrugt og harðbýlt land byggilegra og gróðursælla en ella. Á undanfömum árum hafa ver- ið unnin afrek í þessa átt og sumir örfoka sandar landsins gerðir að blómlegum gróður- lendum. Þar sem okkur fýsti að vita hvemig þessi mál stæðu í dag spurðum við Pál Sveinsson, sandgræðslustjóra frétta, er hann varð á vegi okkar fyrir skömmu. Páll sagði: Uppblásturinn heftur — Sandgræðslan hefur til þessa lagt megináherzlu á að hefta uppblásturinn og verja hinar grónu lendur. Skiptir þá miklu máli að hafizt sé handa í tíma og uppblásturslöndin girt af áður en þau verða örfoka. Hefur það sýnt sig, að þar sem lítið var byrjað að blása upp þegar girt var og melgresi kom- ið fyrir, hefur græðslan gengið fljótt og vel. Hólssandur erfiður — Af þeim svæðum, sem erfitt hefur verið að vinna við, má nefna Hólssand, heldur Páll á- fram. En við höfum lagt megin- áherzlu á sandgræðslu þar að undanförnu. Höfum við sáð í mörg hundruð hektara þar og erum nú komnir í algera sókn. Landeyjarsandur — Að hvaða verkefnum vinn- ur sandgræðslan nú? — Á næstunni munum við leggja aðaiáherzlu á að græða Landeyjarsand, en þar er einnig við vatn að eiga og þarf fyrst að hækka upp fyrir vatnsborðið áður en melgresinu er komið fyrir. Af nýjum framkvæmdum í ár má nefna girðingu um Steins mýrarsand í Meðallandi, sem verið er að ijúka við og í haust verður byrjað á girðingu fyrir norðan Mývatn austur af Hóla- sandi. Óþrjótandi verkefni — í>ið hafið nóg verkefni? — Já. Enda þótt mikið hafi áunnizt að stöðva sandfok í byggð og óbyggð, þá eru óþrjót- Páll Sveinsson, sandgræðslustjóri andi verkefni framundan. Og ef ekki verði gert geysilegt átak á næstu árum, umfram það sem verið hefur, þá hygg ég að sá maður, sem kemur til með að stjórna þessum verkum eftir 50 ár, muni geta sagt það sama. Afréttarlöndin grædd með notkun flugvéla — Hvemig telur þú að eigi að meðhöndla afréttarlöndin okk ar? Þetta er atriði, sem við höf- um hugleitt mikið á undanförn- um árum og svarið er: flugvélin. Afréttarlöndin verða ekki grædd upp á hagkvæmari hátt en með notkun flugvéla, sem dreifa fræi og áburði. Þau eru svo óslétt að þar verður ekki farið um með tæki, en þær tilraunir, sem gerð ar hafa verið með flugvélum á undanförnum tveimuv árum eru í stuttu máli sagt glæsilegar, bæði hvað snertir áburðardreif- ingu á hýungsgróðurinn og fræ- sáningu með áburði, þar sem enginn gróður er fyrir. Það eru þúsundir ferkílómetra af landi, sem nú er ýmist að eyðast eða nytjalaust með öllu, sem ég tel að auðveldlega megi rækta og gera að nytjalandi. Ræktun þess er ekki aðeins hagkvæm fyrir sveitabóndann heldur fyrir þjóð- arheildina. Heymjölsverksmiðja. — Hvernig gengur svo að nýta þetta land, sem grætt hefur ver ið? — Það hefur komið í ljós, að ræktun á þeim söndum, sem græddir hafa verið, gefur ekkert eftir annarri ræktun. En þegar um er að ræða að nýta þetta land til fullnustu, kemur að nýjum þætti í starfseminni. Þau stóru svæði, sem grædd háfa verið, eins og t.d. Rangárvellir og Gunnarsholtsland verða ekki nýtt að gagni nema komið verði upp heymjölsverksmiðju. Ég veit af samtali við núverandi landbúnað arráðherra, Ingólf Jónsson, bæði nú og oit áður, að hann hefur mikinn áhuga á að hrinda þessu máli í framkvæmd. Eins og þér er kunnugt, flutti hann fyrir tveimur árum frumvarp til laga um þetta mál. Þá hefur rann- sóknarráð ríkisins einnig gert athuganir um þetta og mun skila áliti í haust. Einnig hefur Árni G. Eylands skrifað margar góðar greinar um þetta mál og reynslu Norðmanna í þessum efnum, en hann hefur kynnt sér þessi mái ítarlega í Noregi. Frumvarp e. t. v. í haust Þá veit ég, af samtali við land búnaðarráðherrann, að hann hef- ur jafnvel í hyggju að flytja frumvarp til laga um heymjöís- verésmiðju á næsta hausti. Yrði sú verksmiðja væntanlega reist í Gunnarsholti, enda á ríkið þar svo mikið land algróið, 400— 500 hektara, og auk þess þúsundir hektara af sléttum samliggjandi landsvæðum. Tel ég að aðstaða fyrir heymjölsverksmiðju sé hvergi á landinu glæsilegri en þarna. Við þessa verksmiðju mætti tengja kornrækt í stórum stíl. Einnig væri hægt að fram- leiða þar fóðurtöflur úr heyi. Gætum flutt út heymjöl. — Þessi verksmiðja kæmi til með að vera til mikilla hagsbóta fyrir búskapinn í landinu? — Með henni mætti stórlega draga úr innflutningi á fóður- vörum og ég tel ekkert því til fyrirstöðu að við gætum flutt út heymjöl, þegar fram í sækir. Ef þessi verksmiðja kæmist á fót, gengi sú framkvæmd næst því, er við byrjuðum að fram- leiða okkar eigin áburð. — Þá höfum við á undanförnum árum sent mikið af heyi landshorn- anna á milli. Flutningskostnaður á heyi er alltaf dýr en það mundi gerbreytast með heymjöli og nátt úrlega með fóðurtöflum. — Þegar heymjölsverksmiffj an er komin upp, tel ég sand græðslustarfiff fullkomnaff. Er þaff von mín aff Alþingi beri gæfu til aff hrinda þessu nytjamálí í framkvæmd, sagffi Páll Sveinsson aff lokum. Elztu girffingar grónar — Hversu mikið land hafið þið girt af? ■— Girðingamar eru um 700 km. á lengd og afgirt land er á annað hundrað þúsund hektar- ar. Á sl. tíu árum hefur verið girt meira Iand en allan þann tíma, sem sandgræðslan hafði áður starfað. Elztu girðingamar eru nú að mestu grónar, en eftir- lit er þó enn haft með þeim og þess gætt að þar sé ekki stund- u@ rányrkja. Flóðhætta í Laos VIENTIANE, Laos, 19 ágúst (Reuter). — Ný hætta steðjar nú að íbúum Vientiane í Laos, þar sem hætta er á flóði í ánni Mek- hong. Áin er í miklum vexti og virðist að því kornin að fljóta yfir bakka sína. Vinna hópar manna að því að reyrva að hindra fram- rás fljótsins með varnargörð- um. Bandaríska sendiráðið hefur skipað svo fyrir að allir Banda- rikjamenn í Vientiane verði á brott úr borginni. Bandaríkja- menn, sem eru um það bil 200 þar í borg, hafa verið tilbúnir til brottflutnings síðan 9. ágúst sl., vegna ókyrrðarinnar i landinu. Enn er loft í Laos mjög lævi blandið og hætta á að upp úr kunni að sjóða hvenær sem er. ^Ó^arfaJmn^n^ar^ til slökkviliðsins Starfsmaður slökkviliðsins kom að máli við Velvakanda í fyrrakvöld og minntist á þann óvana margra, að ónáða slökkviliðið með upphring- ingum og fyrirspumum í hvert sinn sem eldur væri laus í bænum. Hefðu verið mikil brögð að þessu kvöldið, sem húsbruninn varð að Berg staðastræti 10. Margir hefðu hringt og spurt hvar kviknað væri í og oft hefðu allar þrjár línur Slökkvistöðvarinnar verið uppteknar og maðurinn við símann ekki gert annað en svala forvitni bæjarbúa. Þá kvað slökkviliðsmaður- inn oft stafa vandræði af bíl- stjórum, sem fylgdu liðinu er það væri að sinna brunakalli. Þessir menn legðu svo bílum sínum, er komið væri á bruna stað og stundum hefðu slökkviliðsmenn ekki aðstöðu til að komast að brunahönum fyrir bílum forvitinna eld- skoðara. Er augljóst hvert tjón get- ur stafað að þessu ónæði, sem menn valda slökkviliðinu með óþarfri forvitni einmitt þegar annríki þess er mest og væri óskandi að menn hemdu betur forvitni sína, eða fengju aðra menn, ekki eins upptekna og slökkviliðs- mennina til að svala henr.i. •^J’ólskuij^s^kur ogjCuba^sykur Velvakanda hefir borizt eft- irfarandi bréf: Heiðraði Velvakandi: f dálkum yðar í Morgunblað inu 10. þ. m. getið þér um, að húsmóðir hefði skrifað yð- ur í tilefni af því, að hún vildi ekki pökkun á sykri vegha þess hve dýr pökkunin væri. Þar sem hér mun vera um að ræóa pakkaðan strásykur frá Pökkunarverk- smiðjunni Kötlu h.f., lar.gar mig til að biðja yður fynr eftirfarandi: Pakkaður strásykur hefur aldrei kostað meira í smásölu en kr. 8,90 kg. Það er pólsk- ur sykur, sem að undanförnu hefur verið hér á markaði, og við ásamt fleiri innflytj- endum vorum neyddir til að kaupa vegna vöruskipta. — Sykur þessi var nær 15% dýran hér heima en Guba sykur, þrátt fyrir nær 150% hærri innflutningskostnað frá Cubu en Póllandi. Ef gerður er samanburður á verði á þess um pólska sykri pökkuðum og hinum ópökkuðum, verður útkoman ekki glæsileg, hvað þá heldur, ef verð hans er sagt hærra en raunverulega er. Ef reiknað er með venju- legri álagningarmeðferð er skekkja „Húsmóður" um pökkunarkostnaðinn um 177%. Sem betur fer er þessi pólski sykur nú búinn og verð pakkaðs strásykurs þvi lækk- að aftur. • Sykurumbúðirnar ódýrari í tilefni af þessu vil ég benda á, að pökkun matvöru hlýtur að kosta peninga, hvort heldur hún er pökkuð hér- lendis eða erlendis, enda um- búðir mun vandaðri en al- mennt gerist með þá vöru, sem vigtuð er upp í verzl- unum. Erlenda pökkunin kost ar oftast 30—50% og stund- um allt upp í 100% af verði vörunnar. Yfir þessu er aldr;i kvártað, hvorki af neytend- um né þjóðinni í heild að þurfa að greiða margar millj. árlega í erlendan gjaldeyri fyrir slíka þjónustu, sem auð velt er að vinna hér heima. Katla hefur ávalt orðið að standast samkeppnina, og ef gerður er samanburður á pökkunarkostnaði á strásykri og t. d. hveiti, pökkuðu er- lendis í sömu umbúðastærðir, mun koma í ljós, að Katla selur strásykurspökkunina næstum helmingi lægra en erlenda pökkunin á hveiti kostar. Að endingu vil ég skora á þessa ágætu „Húsmóður'* sem virðist vera ,vel-vak- andi“ gagnvart hagstæðum kaupum fyrir sitt heimili að athuga vel mál þessi að nýju, því það mun vera mjög hag- stætt fyrir Kötlu hf. Hún mun þá í þeim tilfellum, sem Katla býður pakkaða vöru á hagstæðara verði en erlend- pakkaða kaupa hana heldur, en að öðrum kosti, ef um sama verð er að ræða, því á þann hátt gerist hún betri þjóðfé- lagsþegn. Með þökk fyrir birtinguna. Haukur Eggertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.