Morgunblaðið - 21.08.1960, Side 9
9
‘1 Sunnudagur 2Í. ágúst 1?)60 ' V Ó ff n- 'f l V Tt T 4 ÐI f)
ist það lít-t aðlaðandi. Flugvélin
lsekkaði flugið, sveifiaðist til og
frá, upp og niður. Hér var auð-
fundið, að bæði var hvas.st og ó-
kyrrt. En hvað um það, förinni
var heitið til Narssgrssuák, en svo
er Stokkanesið nefnt á græn-
lenzku, og þýðir nafnið Stóra-
Slétta. Á tilskildum tíma lenti
Sólfaxi á flugvellinum þar heiíu
á höldnu. við vorum koinnir í
Eiriksfjörð og lentir við túnfót-
inn á búgarði Þorbjarnar Vífils-
sonar.
í 18 stiga hita
En það var hávaðarok á flug-
veJlinum á Stóru-Sléttu, það svo
að grænlenzkir ílugvaliarstarfs-
menn urðu að ríghalda landgöngu
brúnni, á meðan íarbegar stigu
á land. Það var ekki laust við.
að sumir kviðu fyrir að ganga
M úr vélinni út í veðurofsann
fyrir utan. Við vorum á Græn-
landi, landi íss og jök-a. Það var
þvi jafngott að vera vel buinn
og klæðast skjólflíkum sinum.
Þeim m.un meira brá okkur í
brún, þegar út var kömið og við
fundu.m, að vindurinn var þægi-
lega hJýr, þótt aflandsvindur
væri. Hér var u.m að ræða svo-
kallaðan funvind, sem nefndur er
íöhnvindur á þýzku, nigeq á græn
lenzku, en hnúkaþeyr á islenzku.
Það er hvass vindur, sem berst
ofan úr háloftunum niður með
fjöJJunum og hitnar, er niður i
dalina kemur. Það nriun hafa ver-
ið um 18 stiga hiti, þegar við
lentum á Stóru-Sléttu, en 22 stig
höfðu verið kl. 6 um morguninn.
. Að skammri stundu liðinni
,kom stór áætlynarbíll, sem rúm-
, ajði helming farþega flugvélarinn
ar, og skyldu nú allir fluttir til
þótels, sem þarna er á flugvell-
inum. Bifreiðin mun vera erfða-
góas frá ameríska hernum, en
hann hefur byggt öll jnannvirki
, þarna í Narssarssuak. Flugvöll-
brjnn er stórt og mikið mannvirki
?i:með langrj flugbraut, en.hún er
. áðeiná ein og ekki hægt að lenda
á henni nema frá vestri til aust-
urs og ekki unnt að hefja sig tiJ
" flugs nema frá austri til vesturs,
í svo að það er nauðsynlegt, að
veður sé hagstært, þegar heim-
■ sækja á Eiríksfjörð flugleiðis. Við
fréttum, að einmitt þennan sama
dag hefðu 2 flugvélar, sem Jenda
áttu á Stóru-Sléttu snúið frá,
skömmu áður en við lentum þar.
Þeim mun ekki hafa litizt á hvass
viðrið og því horfið frá. En flug-
niennirnir okkar íslenzku eru
þarna þaulkunnugir og láfa sér
hvergi bregða, þótt nokkuð biási.
Skógi vaxnar hlíðar
Stokkanes, eða Narssarssuak,
er ofurlitil láglendisræma um-
girt hrikaJegum fjöllum á þrjé
vegu, em opin til vesturs út af
Eiríksfirði. Dalurinn er stuttur
j ög rmm vart meira en 15 km leið
; frá sjó og inn í dalbotniiwi. Úr
bomtm rennur koimórauð jök-
ulsá, og j»un bún baía myndað
það, sem Grænlendingar kalla
Stóru-Sléttu. í dalverpi þessu er
allmikill gróður, hliðarnar eru
kjarri vaxnar allhátt upp, og er
það talsvert þróittmikið, líkt því
sem tíðkast hér á landi í ógirtum
skógum. Hernaðarframkvæmd-
irnar á sléttunni hafa rutt gróðr-
inum burtu, en hér og hvar get-
ur að líta allmyndarlegar hrisl-
ur meðfram flugvellinum og
milii húsa, sem reist hafá verið
um alla sléttuna. Hæstu trén sem
við sáum, voru milli 5 og 6 metra
há.
Við höldum nú sem skjótast
heim á hótel, hið eina sem slíkt
nafn ber á staðnum. Það er þokka
leg einnar hæðar bygging, einn
af hinum skárri erfðagripum frá
hernum. Starfsfólk hótelsins verð
ur raunar furðu lostið, þegar það
sé'r okkur, því að daginn áður.
hafði þáð sent til íslánds ’skéýti'
þéss efnis, að búið yæri að loka
hótelinu og það gæti ekki; tekið
á móti fleiri gestum í surnar.
Skeytið m.un hin<s vegar ekki
hafa komið fram fyrr en eítir
að við vorum farin að heiman.
Það blés því ekki byrlega fyrir
okkur í upphafi. Við °átum þariia
í hóp í matstofu hótelsins, og
raunar vissi enginn hvað gera
skyldi.
Úr óllu rættíst
Grænlehdingurinn Lars Lynge,
sonur Ljnges bingmanns Græn-
lendinga, þess er firit með Græn
landsfarsnu Hans Hedtoft, átti
að hafa með höndum fyrir-
greiðslu fyrir okkur. Fararstjórar
okkar munu hafa setzt á ráð-
stefnu með honum og hótelstýr-
unni, frú Irmu Bloch-Jörgensen
og að nokkurri stundu liðinnt
hljómaðj dagskipun Þórhalls; —
Það mun verða reynt að hýsa
alla, suma hér heima á hóteiinu,
en aðra í bröggum nér skanwnt
frá, og við munum fá að bo-rða,
og mun matur verða tii eftir
w» það bil þrjár klukkústundir.
Þótt útlitið væri ekki glæsilegt
í íyrstu, virtist nú ætla að ræt-
ast vel úr öllu. Vindurinn var
það mikill úti, að ekki var talið
fært að sigla yfir Eiríksfjörð, en
áætlað hafði verið að heimsækja
Brattahiíð, bústað Eiríks rauða og
niðja hans, þennan dag. Frú
Irma tók nú að raða fólkinu nið-
ur á herbergin, og tókst það eftir
nokkurt þras og þref, en þar voru
það fyrst og fremst útlendingarn-
ir, sem mölduðu í móinn, og gekk
illa að koma því inn í höfuðið
á þeim, að við værum staddir á
Grænlandi, þar sem erfitt væri að
láta fullkomnustu hótelþjónustu
í té, og yrðu þeir því að gera
sér að góðu það sem á boðstól-
um væri. Flestir létu hins vegar
frú Irmu ráða fram úr vandan-
um og skipa niður á herbergin
tveimur í hvert. Vörubifreið
hafði flutt farangur okkar heim
að hóteiinu, og þeir, sem gista
skyldu í bröggunum uppundir
brekkunni, snöruðu töskunum
sinum á nýjan leik upp á bilinn,
og nú var haldið á beitarhúsin.
AJlir voru glaðir og kátir og létu
sig erfiðleikana en.gu skipta.
Komnir til að skemmta sét
Hingað voru menn komnir til
þess að gleðjast og skemmta sér,
en ekki til þess að þrasa csg þrefa
um, hvort þeim hlotnaðist þetta
eða hitt. Heima á hótelinu var
meira en nóg að gera. Það var
búið að setja niður í kassa allt
leirtau og önnur matarílát og
búa allan hótelbúnað til vetrar-
geymslu. Öll rúm voru óupp-
búin, og varð nú að bregða við
skjótt og búa þau rúmklæðum á
ný. Frú Irma stjórnaði þessu öllu
af miklum skörun.gskap, og á til-
settúm tíma fengum við prýði-
lega framreiddan miðdegisverð.
Og sVo kom blessaður danski bjór
inn, og styttum við okkur stund-
ir Við nokkrar flöskur af honum,
meðan við biðum eftir matnum.
Síðan var borðað, og þar næst
skyldi ’gengið á næstu fjöll, og
var okkur bent á, að heppilegast
myndi fýrir okkur að gánga fýrs.t
á svonefnt Útsýnisfjall, sem er
til suðurs frá byggðinni. Hinir
försjálli tóku með sér nokkrar
ölflöskur, því að búizt var við,
að menn mundi þyrsta, eftir hið
danska svínakjöt, í erfiðri fjall-
gör>gu. Ferðamenn héldu ;,ú léttir
í lund af stað upp á Útsýnisfjall.
Þangað reyndist ekki mjög lang-
ur g ngur, en snarbratt var þang
að upp. Af fjallinu mátti sjá all-
vítt um, nokkuð bæði inn og út
eftir Eiríksfirði, yfir til Bratta-
hlíðar, inn til skriðjökulsins og
Brjóstafjalla, eins og danskir
nefna tvo fjallstinda, sem skaga
upp úr jöklinum og bera yfir dal-
botninn. Líklega hafa fjallstind-
arnir minnt einmana starfsmenn
í Narssarssuak á kon'ubrjóet. Ekki
vitum við, hvað Þorbjörn Vífils-
son hefur nefnt þessa hrikafögru
fjallstinda, en þau mega gjarhan
heita Brjóstafjöll fyrir okkur.
„Björn, hvar er bjórinn?"
Við voruffl þrjú, sena höfðuan
slegið okkur samaai um bjórkaup,
og burðamaður þessarar birgða,
okkar var Björn Þorsteinsson,
sagnfræðingur. Vegir okkar, þess
ara þriggja, höfðu skilizt á leið-
inni upp, en nú hópuðum við okk-
ur saman við vörðuna á fjalls-
tindinum með lausnarorðinu;
Björn, hvar er bjórinn? Við sett-
umst niður og hvíldum lúin
bein og nutum hinna svalandi
veiga. Við Islendingar kunnum
vel að meta bjórinn, hvar sem
við komumst yfir hann. Á Græn-
landi komumst við að raun’ i*m,
að við erum einasti þjóðflo.kkur
Veraldarininar, sem ekki getur
keypt sér áfengan bjór. Til
skamims tíma gátu Grænlending-
ar það ekki heldur, en nú er slikt
bann afnumið þar vestra.
Gön.gumæði tig fagurt útsýni
tafði fyrir okkur alllanga hrið
uppi á fjallinu, og voru flestir
teknir á rás niður af þvi aftur,
þegar við, sagnfræðingurinn, hús
mæðraráðunauturinn og ég, lögð-
um af stað. Ekki fýsti okkuí söm«
leið til baka, heldur akváðum
við að fara beint niður íjallshiið-
ina snarbratta Hún var kjarri
vaxin upp á efstu brúnír, ög
gátum við því þar sem bratt-
ast var, stutt okkur við greinar
trjánna. Ferðalagið niður fjalls-
hlíðina gekk bæði fljótt og vel,
því að segja má, að við rynnum
fremur og stykkjum heldur
en gengjum. Þegar við kom-
um niður á hótel, var tilbú-
in síðdegishressing handa okkur,
og var hennar neytt í snarkasti,
en síðan skyldi gengið inn í dal-
botn inn að skriðjöklinum.
Á Botnsfelli
Innst í dalnum er allhátt feJl,
og fýsti mig að ganga upp á það
og skoða skriðjökulinn þaðan. En
engan fékk ég til fylgilags við
mig þangað upp og fór því
einn. Það lyngdi með kvöld-
inu, og veðrið var kyrrt og milt.
Eg dvaldist nokkra stund í kyrrð
og ró uppi á þes.su Botnsfelli, eins
og við gætum nefnt það, virti
fyrir mér íagurt umhverfi og
hlustaði á kvöldkyrrðina. Klukk-
an var langt gengin 10 um kvöld-
ið, þegar við, hin seinustu, kom-
um göngumóð inn á hótelið, en
þar beið okkur góður kvöldverð-
ur. Þessi dagur hafði verið óvenju
langur. Við höfðum iagt af stað
klukkan rúmlega 8, komið tíl
Grænlands klukkan rúmlega 9
eftir staðartíma þar, þótt við
hefðum verið 4 klukkustundir á
leiðinni. Við höfðum sem sé unn-
ið 3 klukkustundir við flugið vest
ur á bógirrn. Svefnhöfgi léitaði á
brár manna að lokinni góðri
kvöldmáltið, fJestir flýttu sér því
til svefnhúsa sinna. Á morgun
hljóðar dagskipanin: Ferð yfir
fjörðinn í Brattahlið, ef veður og
hinn grænlenzki guð lofar. — vig.
IMýtízku áklæði
í ýmsum litum. — Svefnsófar (teak, mahogny) —
Dagstofuhúsgögn (bólstruð).
BÖI.STKI N ÓLAFS DAÐASONAR
Hraunteig 14 — Sími 36189
Maður í föstu starfi óskar að kaupa lítið
einbýlishús
“ða 3—4 lierœrgja íbúð í Reykjavík eða nánasta
nágrenni. — Há útborgun kemur ekki til greina, en
í þess stað fuilnaðargreiðsla á fáum árum. Skilyrði
til ýmiskonar lagfæringa og endurbóta eru fyrir
hendi og kemur því til álita að kaupa gamalt hús.
Upplýsingar, næstu daga, í síma 11198 kl. 18 til 22.
KAUPMENN — KAUPFÉLÖG
fyrirliggjandi „FEMINA“ ullarkjólar.
Heildsölubirgftir
Roíf Johnsen & Co.
Gretiisgötu 3 — Sími 10485
Aðvörun
um stöðvun atvinnurekstrar vegna van-
skila á söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi.
Samkvæmt heimild í lögum nr. 10 22. marz 1960
verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i um-
dæminu, sem enn skulda söluskatt II. ársfjórðungs
1960, svo og eldri söluskatt og útflutningssjóðsgjald,
stöðvaður, þir til þau hafa gert full skil á hinum
vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum
og kostnaði.
Þeir sem vilja komast hjá stöðvun verða að gera
full skil nú þegar til skrifstofu minnar að Áifhóls-
vegi 32.
Bæjarfógetinn í Kópavogi, 19. ágúst 1960.
Sigurgeir dónswon.
Kátir ferðalangar fylgja farangri sínum til gististaðar.