Morgunblaðið - 21.08.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.08.1960, Qupperneq 10
10 MORCVHfíLAÐIÐ Sunnudagur 21. ágúst 1960 Ur annálum Kongd eftir prófessor Jóhann Hannesson FYRIR árið 1876 vissu Evrópu- menn nálega ekkert um landið Kongó og fljót það, er nú ber þetta nafn. Hin fræga för Stanley var farin árið eftir. Sá hluti Kongó, sem verið hefir belgisk nýlenda fram til 1. júlí sl. hefir 13.559.000 íbúa skv. manntali 1958, en stærð landsins teist 904.757 fermílur enskar, það er nálægt 2,35 millj. ferkílómetrar, álíka stórt land og Vestur- Evrópa. Kristniboðssagnfræðingar áætla að þegar hvítir menn komu til Kongó, hafi íbúatalan verið um 20 milljónir, en hafi komizt niður í 8 milljónir eftir 20 ára stjórn þeirra. Þetta styðst við áætlanir, því þá voru engin manntöl til í Kongó. Allmörg Afríkuríki voru þá á þessu svæði og höfðu sum þeirra merkilega verklega menn- ingu, en ritmál engin. Sumar þjóð anna voru frumstæðar og mann- ætur og inni í frumskógunum bju ggu dvergþjóðir, sem mann- fræðingar hafa áhuga á, þó frem- sr á sérkennum þeirra en vel- ferð. í Kongó býr einnig hávaxn- asti þjóðflokkur mannxynsins, gjörólíkur hinum að þjóðerni, menningu og tungu. Talið er að 164 tungumál séu töluð á þessu svæði og mállýzkur allmargar. Það var belgiskt verzlunarfé- lag, sem fyrst hóf afskipti af Kongó. Eins og kunnugt er, héldu ýmsar Evrópuþjóðir fund í Berl- ín árið 1884—5 og er hann fræg- ur orðinn fyrir það samkomulag, sem þá var gert um hversu menn skyldu skipta Afríku niður í ný- lendur. Eftir fundinn tók beigiska verzlunarfélagið sér nafn, „État libre de Congo“, þ. e. Kongó- fríríkið Var Leopold konungur forstjóri félagsins og eigandi (ekki aðeins æðsti stjórnandi) Kongó. Sló nú félagið eign sinni á allt, sem íbúar landsins rækt-‘ uðu ekki eða notuðu undir hús- byggingar sínar. „Ríkið“ var einokunarfyrirtæki, sem seldi öðrum fyrirtækjum alla verzlun og allar framkvæmdir á leigu. Var arðránsaðferð þessi afar full- komin og þoldi enga frjálsa verzl un sér við hlið. Tættust nú þjóð- félög Afríkumanna í sundur og er þeir reyndu að spyrna gegn þessu ofbeldi, flutti félagið her til iandsins (20.000) og rak nú einokunarverzlun undir vopna- valdi, þrautpíndi landið svo fólk- inu fækkaði sökum manndrápa (3 millj. áætlað) pyndinga, fang- elsana og fátæktar. — Þetta fyrsta skeið í nýlendusögu Kongó nefnist I.eopoldismi. Leynd hvíldi yfir þessu í fyrstu unz tveir kunnir kristniboðar ljóstr- uðu því upp. Var annar Breti, Charles Dilkie, en hinn Svíi, Sjöblom að nafni. Tóku menn í Evrópu fréttum þeirra með tor- feyggni lengi vel, en ásamt öðr- um mannvinum tókst þeim að skapa hreyfingu, er leiddi til stofnunar The Congo League (1904) og Bretar knúðu Leopold til að skipta um stefnu árið 1908. Það ár er merkilegt fyrir þá sök að þá varð Kongó belgisk ný- lenda, en fram til þess hafði það raunverulega verið í klóm dul- búins arðræningjafélags undir konungtegri vernd. A. ' Almenn menning Það féll í hlut kristniboðanna að leggja rækt við andlega menn- ingu Kongómanna, skrifa fyrstu málfræði- og orðabækurnar, þýða Heilaga Ritningu og fleiri bækur, prenta þær og dreifa þeim kenna mönnum, kristin fræðt, lestur og skrift, stofna söfnuði, skóla og sjúkrahús. Þeir skrifuðu bækur um landið og ortu ljóð um það og eru sumar þessarra bóka frægar enn í dag og mikið lesnar. Fyrstir á vettvang voru amerískir Baptistar og Presbyt- erianar, síðar bættust enskir Baptistar við. í Katanga starf- aði Daniel Crawford, sem varð vúðfrægur fyrir afnek sín og bókina „Thinking Biack“. — Að hugsa svart. Annar kristniboði gat sér frægð fyrir landkönnun og kortagerð og stofnun nýrra stöðva. Þegar Belgíumenn tóku að sýna Kongómönnum nokkra mannúð, var hann kjörinn í „vel- ferðarnefnd“, en sá jafnan eftir því að hann hafði ekki staðið fastar á rétti Kongómanna en hann gerði framan af æfi sinni. Sænska kristniboðssambandið hefir unnið mikið fræðslu- og mannúðarstarf í landinu, en mannfall var mikið í liði þeirra framan af, eins og annarra kristni 'boða og nýlenduvöldin sýndu þeim fjandskap. Aðstaða kristni- boðanna batnaði nokkuð árið 1902 og aftur 1908 og 1932. Kristn ir Kongómenn munu nú vera um það bil ein milljón mótmælendur og árið 1930 var tala kaþólskra rúm hálf milljón, en er nú ef- laust allmiklu hærri. Tschombe, sem oft er getið í fréttum, er með- limur methodistakirkjunnar og ALLT frá því er Kólumbus steig á land í Norður-Amer- iku og fann þar fyrir mann- verur, sem hann kallaði Indí- ána, hafa fræðimenn um heim allan leitazt við að svara spurningunni um það, hvernig menn hafi fyrst komið til Ameriku. Einn þeirra manna, sem lengi hafa glímt við þessa gátu, er þjóðkunnur fræði- maður í Bandaríkjunum og prófessor við Johns Hopkins háskóla, dr. George F. Carter. Hann er það sem kallað er landfræðilegur mannfræðing- ur; þ. e. hann þræðir leiðir landafræðinnar í rannsóknum sínum á uppruna mannsins. Nú hefur hann komizt að nið- urstöðu í þessu efni, sem hann byggir á fornminjafundi, er gerður var nýlega í Afríku, og nýjustu vísindalegum að- ferðum við ránðingu aldurs fornminja. 1 Kenýu í austanverðri Mið- Afríku fundust fyrir skömmu " mannabein, sem vísindalegar mælingar hafa leitt í ljós að eru kringum 700 þúsund ára og „plús eða mínus hundrað þúsund ár,“ eins og dr. Cart- er kemst að orði. Þessa mann- veru kallað dr. Carter „Ken- ýumann," og er hann talinn frumstæðari og eldri en aðr- ar þær manntegundir, sem hingað til hafa fundizt. Hann mun hafa verið örsmár vexti, á stærð við dverg og verk- færin einföld og úr steini. Eftir nákvæma rannsókn á þessum fundi hefur dr. Cart- er sett fram þá vísindafor- sendu, að maðurinn sé upp- runninn í Kenýu, þótt síðari fundír kunni að leiða annað í ljós um uppruna hans. En þá kémur spurningin, hvernig hann komst þaðan til annarra hluta heims. Þessi litla mann- vera hefur getað ferðast um allan suðurhluta Afríku, því að loftslag þar er fremur þægi mjög vel menntaður maður. Belgiumenn breyttu um stefnu eftir að landið varð nýlenda. Þjóðinni hefur aftur íjölgað á síðustu áratugum. Margir Kongó menn eru vel efnum búnir. Mann- úðarstarf hefir verið frjálst síð- ustu áratugina og nýlendustjórn- in hefir stuðlað að alþýðumennt- unn með því að veita kristniboð- inu styrk til skólanna. En sam- kvæmt ölium tilgengilegum heim ildum hefir hún bæði vanrækt og staðið gegn sérmenhtun Kongó- manna fram á síðustu ár. Erfiðleikar og möguleikar Kongó hefir aldrei í sögunni myndað eðlilega heild. Nýlendu- veldaíundur í Berlín hefir ákveð íð jandamæri svæðisins og er a. n. 1. miðað við vatnaskil fljóta þeirra, sem í Kongó renna. Marg ar þjóðir, sem ekkert hafa sam- eiginlegt í þjóðerni, menningu og tungu, búa á svæðinu og eru sumar erfðafjendur fráfornu fari. Háskólamenntun, sem hefði get- að tengt þær saman, hafá Belgir vanrækt að veita og eru þar gjör ólíkir Bretum og Frökkum. Há- skólinn í Leopoldville er aðeins 6 ára. Stjórnmálaflokkur Lum- umba forsætisráðherra er aðeins tveggja ára. Sjálfur er hann póst- legt og hefur hentað honum vel. En þegar niður að strönd- inni kom, hefur hafið vafalítið hindrað frekari ferðir hans. Dr. Carter telur öruggt, að Kenýumenn hafi ekki átt báta af neinu tagi, ekki einu sinni einfalda fleka, og því hafi þeir ekki komizt lengra en að sjónum. Fyrir norðan tók við eyðimörk Afríku, sem þá hef- ur sennilega verið ekki síð- ur óárennileg en nú, þrátt fyr- ir nýjustu ferðatækni. Og loks kemur svo Miðjarðarhafið — sem verið hefur enn einn Þrándur í götu þessara frum- manna. Hér virðist því lítill fótur vera fyrir staðhæfingu dr. Carters í upphafi þessarar greinar. En skýring hans á ferðum Kenýumanna er þessi: Fyrir um það bil sex eða sjö hundruð þúsund árum gerðist það í margra þúsund km. fjar- lægð frá Kenýu, sem hafði versity. — Lynn Poole). áhrif á ferðir þessara smá- vöxnu manna. ísöldin skall á og varð til þess, að jörðin breyttist meir en nokkru sinni frá upphafi. Stórir jöklar mynduðust og náðu yfir margra ferkm. svæði og voru upp undir tvö þúsund metrar að þykkt. Nú þarf mikið af snjó til að mynda slíkar breið- ur, en snjórinn varð til úr vatni ,sem kom aftur úr heims höfunum. Afleiðingin varð sú, að yfirborð sjávarins lækkaði, sennilega um tæpa hundrað metra fjá því sem nú er. Þetta breytti náttúrlega tölu- vert útliti hnattarins. England varð áfast meginlandi Evrópu. Flóridafylki var helmingi stærra en það nú er. Eyjurnar undan suðausturströnd Asíu voru áfastar meginlandinu og hægt var að ganga hér um bil alla leíð til Astralíu. Ber- ingshaf hvarf algjörlega og Síbería og Alaska voru sam- einuð. maður og bókhaldari að mennt- un og hefir haft allt o.f takmark- aða möguleika til að kynna sér almenn stjórnvjsindi. Talið er að háskólamenntaðir Kongómenn séu 25 að tölu og mikill hörgull er á mönnum með hliðstæða menntun , svo sem kennurum og tæknimenntuðum mönnum. Af 13.5 milljónum eru tvær læsar og skrifandi. Þung ábyrgð hvíl- ir á Belgíumönnum fyrir van- rækslu á þjóðlegu uppeldi Kongó manna. En aðeins þjóðlegt upp- eldi gerir menn færa um að fara l.rveð frelsi og réttindi. Tveir kostir voru fyrir hendi hjá Belg- íumönnum þegar frelsishreyfing- ar Kongómanna tóku að bæra á sér: Annar að auka jöfnum hönd- um frelsi og menntun þjóðarinn- ar og leggja fram nokkurt fé til þess að ala hana upp til sjálfs- stjórnar. Hinn var að draga sig í hlé og láta óreynda menn taka við, án hæfra embættismanna sér við hlið. Belgir tóku síðari kostinn, að undirlagi 5 auðhringa, „sem vildu mjólka kúna án þess að fóðra hana en ekki hirða um Þá heldur dr. Carter því fram, að loftslag í Afríku hafi Og breytzt, þannig að eyði- merkurnar hafi orðið frjó- samar sléttur, sem auðvelt hafi verið að komast yfir og það hafi Kenýumenn . gert. Hann álítur, að þeir hafi ferð- azt norður eftir Afríku og haldið áfram yfir til Arabiu og þaðan suður til Ind- lands. En þetta skeður ekki á einni nóttu — nærri lagi er að tala um hundrað þúsund ára tímabil. Þannig álítur dr. Carter að Kenýumenn hafi haldið áfram ferðum sínum óhindrað á þessu langa tímabili, þegar jöklar voru annað hvort að myndast eða hverfa. Þeir hafi dreifzt víða um jarðir og um- hverfi og aðstæður hafi haft mismunandi áhrif á útlit þeirra, andlegan þroska og menningu. Ein tegund menn- ingar munj hafa þroskazt og dafnað á svæðinu kringum Peking og Kína. En fyrir um það bil hundrað þúsund árum kom annað kuldakast og jök- ulbreiða myndaðist og yfir- borð sjávarins lækkaði enn einu sinni. Aftur var gengt milli Síberíu og Alaska yfir eiði, sem lá yfir Berings- \ sund. Pekingbúar og aðrir hópar manna frá Evrópu, sem flutzt höfðu norðaustur á bóginn til Rússlands, segir dr. Carter að muni nú hafa tekið sig upp og farið yfir Síberíu til Alaska og þaðan suður til Kanada og Banda- ríkjanna. Þetta eiði milli Siberíu og Alaska mun hafa haldizt í 20—30 þúsund ár, svo að ferðalangarnir hafa ekki þurft að hafa hraðann á. En það sem mestu máli skiptir segir dr. Carter er, að maðurinn var þar með kom- inn til Ameríku; leið hans þangað lá yfir þak heimsins. (The Johns Hopkins Uni- versily — Lynn Poole). Hvernig menn komu til Bandaríkjanna i Ihana ef hún víildi fá fóður“ eins og einn kristniboðsfræðingur segir. Möguleika hefir Kongó mikla. Sumir þjóðflokkanna eru bæði þrekmiklir og góðum gáfum gæddir. Framfarir læknisfræði i og heilsufræði létta nú mjög í byrðar sjúkdómanna, sem hafa Jagt margan Afríkumann og hvít an vin hans í gröfina um aldur fram. Auðlindir á landið margar, imkið af málmum í jörðu og verð- mætustu viðartegundir heims í skógum og þar þrífast nálega all- ar hitabeltisjurtir, þar á meðal gúm- og kaffitré. Strandlengjan : er að vísu aðeins um 40 km, en Kongófljót er skipgengt á nálega 3000 km svæði, stærri eða minni skipum og í það renna skip gengar ár. Stórkostlegar virkjan- ir má gera við fossa fljótanna. i Fyrir þrem árum var áætlað að ! virkja skyldi í fyrstu umferð ; 1.500.000 kw., en alls 25 milljón kw. úr þeim fossum einum, er falla niður af Inga-hásléttunni. | Leopoldville, höfuðborg og að- alhöfn Kongó (til umhleðslu á vörum) er um 400 km. inni í landinu frá ósum Kongó. Þar hefir nú loksins verið stofnaður háskóli, eins og áður segir. En Lumumba finnst hann of sein- virkur. Hefir hann sent menn víða um heim í háskóla til þess að þeir skuli flýta sér að mennt- ast og koma svo heim og stjórna landinu. Segja fróðir menn að hann hafí sent bróður sinn til Moskva. Kristniboðarnir telja sök nú- verandi ófremdarástands af tvenn um rótum runna. (1) Sérhlífni belgiskra fjármálamanna, sem ekki vildu lána Kongó fé til skólanna — og tapa þar af leið- andi einnig þeim eignum og stöð- urn, sem landar þeirra höfðu í Kongó. (2) Vanræksla í menn- ingarlegri uppbyggingu landsins, einkum hinna æðri menntastofn ana, á fyrri árum. Þetta tvennt leiddi til veitingu sjálfsstjórnar 1959 og sjálfstæðis 1960, sem er óeðlilega fljótfærnislegt eftir það, sem á undan er gengið og miðað við ástandið á líðandi stund. Von- andi nýtur Hammarskjöld þess hve vel kynnt þjóð hans er þar í landi. Það land, sem áður var nefnt Franska Mið-Afríka eða jafnvei Franska Kongó, er nú fjögur lýð- veldi innan franska ríkjasam- bandsins. Það eru Gabon-, Mið- Afríku-, Kongó- og Chad-lýð veldin. Samanlagt er íbúatala þeirra (1958) 4.878.941 og stærð- in nokkru meiri en Kongó, sem Belgir stjómuðu, 969.000 fermíl- *ur ensikar. Þróunin í þessum ríkjum, sem áður lutu Frökkum og löndum, sem áður voru brezk, hefir ®sennilega haft þau áhrif á suras Kongó-menn að þeir hafa talið æskilegra að stofna ríkja- samband fremur en eitt stórt riki. Greining í margar þjóðir og tungur hefir togað í sömu átt. Nokkru mun fundurinn á Accra hafa vajdið um fljótfærnislega afgreiðsiu mála í Kongó, bæði af hálfu Evrópu- og Afríkumanna, þvi þar vap það gert að kjörorði að aliar nýlendur Afríku skyldu reyna að ná sjálfstæði fyrir 1962. Jóhann Hannesson að auglýsing í stærsva og útbreiddasta blaðino — eykur söluna mest --

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.