Morgunblaðið - 21.08.1960, Blaðsíða 11
Sunnudagur 21. ágúst ISfiO
nf ov cn rv nr 4 fttfí
n
Kristján Karlsson skrifar um:
Paradísarheimt
Halldór Kiljan Laxness. Para-
dísarheimt. Helgafell, 1960.
AHar góðar bókmenntir sækja
eitthvað í kerlingabækur.
Wiiliam Butler Yeates.
„í»AÐ er ómögulegt að sjá hvem-
ig bók þetta er“, sagði franskur
gagnrýnandi einhvem tíma í öng
um sínum > ritdómi. Paradísar-
heimt er dálítið vandlesin bók
sökum þe§s, hve hún er síbreyti-
leg að efni og jafnvel stíl og
máli: það er erfitt að öðlast
heildarsýn yfir hana í fijótu
bragði. Mér er til dæmis ekki
grunlaust um. að einhverjum
kunni að finnast þetta veik bók
í samanburði við Sjálfstætt fólk
eða Islandsklukkuna eða jafnvel
Sölku Völku: hún býður ekki
upp á jafnmikið návígi við veru-
leikann nema í kafla og kafla,
það er einKennilegur hillinga-
blær yfir frásögninni. Með öðr-
um orðum, hún er ekki eins
realistisk í fræðilegri merkingu
orðsins eins og margar fyrri
bækur Halldórs. En nú á dögum
hættir okkur mjög til að leggja
snubbóttan mælikvarða realism-
ans á sögur, hverrar tegundar
sem þær eru. Við viljum (a. m. k.
ef sagan gerist í kunnuglegu um-
hverfi) að atburðimir séu í sam-
ræmi við „veruleikann“, þannig,
að við getum staðfest þá af eigin
reynslu eða samþykkt þá með
hliðsjón af henni. Og veruleika-
saga á að bafa einhlíta niður-
stöðu; það má helzt ekkert leika
á tveim tungum. Með öðrum orð-
um: við viljum staðreyndir, svo
að ég noti í ólíku sambandi orða-
lag Halldórs Kiljans Laxness
sjálfs í viðtali við Morgunblaðið
skömmu eftir að Paradísarheimt
kom út. Þessum smekk veldur
margt í svipinn: úsland heims-
ins, áhrif nýamerískra bók-
mennta, ýmsar bókmenntakenn-
ingar marxista. Auk þess hefur
realisminn, sem bókmennta-
stefna upprunnin á nítjándu öld,
verið sterkasta afl í sagnagerð
Vesturlanda fram til þessa, þrátt
fyrir mörg torkennileg afbrigði
og margar nýungar.
Nú er mér ekkert fjær skapi
en að vilja kasta rýrð á hina
voldugu hefð realismans, enda
væri fráleitt að ætla sér að af-
greiða hana í einum stuttum rit-
dómi. Halldór Kiljan Laxness
hefur vitaskuld sótt margt í
þessa hefð. En það hefur alla tíð
vérið háskalegt að villast á hon-
um og realista í sögulegri merk-
ingu þess orðs og valdið góðum
mönnum fráleits misskilnings á
ýmsium verkum hans. Nú fæ ég
ekki betur séð en Paradísar-
heimt sé einna fjarlægust real-
isma af öllum sögum hans. Ef
mér skjátlast ekki algjörlega er
hún í einföldustum skilningi
heimspekileg táknsaga og skilst
ekki fullkomlega í öðru ljósi. En
þar með eru auðvitað ekki öll
kurl komin til grafar, því að sag-
an er, þótt einföld sé, dularfull
og dularfuil er hún fyrst og
fremst af því, að undirrót gjörða
söguhetjunnar er óskýranleg.
Takmark hans er leyndardómur
enda þótt hann láti staðar numið,
í leit sinni í þúsund ára ríki
mormóna. Tákn þessa takmarks
er hesturinn dularfulli, og kist-
illinn, sem er í senn dularfullur
og fullkominn. Þegar dóttir
Steinars spyr hann, hvað leyni-
botnar kistilsins eiga að geyma,
svarar harin: „Það eru þau
leyndarmál sem aldrei skulu vita
aðrir menn meðan heimurinn
stendur“.... „Og hvaða leyndar-
mál höfum við, pápi minn?“
sagði stúlkan. „Áf hverju skap-
aði guð heiminn með hólfum fyr-
ir silfur og gull og gimsteina,
börnin mín?“ sagði íaðir þeirra;
— og mörg leynihólf að auki?
Var það af því að hann ætti svo
mikinn kaupeyri að hann vissi
ekki hvar hann ætti að geyma
hann? Eða af því hann hefðd
sjálfur eitthvað á samviskunni
sem hann þyrfti að fela oní gjót-
um?“
Leitin að hinu algilda, hinu
fullkomna, eða ef vill, hinu eilífa
er eitt af höfuðtemum heim-
spekilegrar sagnagerðar — og
trúarlegrar, eins og gefur að
skilja. Hitt er sjaldgæft að sjá
þetta tema skýrt, á svo gagn-
sæju táknmáli og einföldu og hér
í frásögninni af kistlinum góða.
Eins og oft endranær liggja töfr-
ar stílsins hjá Halldóri í ein-
kennilegu samblandi af fjarlæg-
um tóni og áþreifanlega nálæg-
um mynduin.
Náskyldur hugmyndinni um
hið algilda er araumur um þús-
und ára ríkið, útópíu, Paradís á
jörðu. í bókmenntasögunni er sá
draumur að minnsta kosti jafn-
gamall Þjóðveldi Platóns, en í
Paradísarheimt er hann látinn
rætcist í Mormónaveldi Utah.
Frá fornu fari hefur „leit“ í
heimspekilegri eða afleiddri
merkingu icngum verið táknuð
í skáldverkum með ferðalagi. Ein
tegund skáldlegrar ferðasögu
kallast á alþjóðlegu máli picar-
esque og ber Paradísarheimt
ótvírætt ýmis einkenni hennar.
Orðið picaresque er komið frá
Spáni og dregið af nafnorðinu
picaro, sem merkir skelmir. Upp-
haflega voru hetjur þessara
sagna brögðóttir flakkarar
(Stundum var þessi sagnagerð
kölluð Sögur frá þjóðveginum).
Átburðirnir voru oft sögur útaf
fyrir sig og mjög lauslega tengd-
ir. Þessi sagnagerð, sem venju-
lega er talin upprunnin á Spáni
á 16. öld, fluttist víða og gat af
sér fjölmörg afbrigði. Þegar tím-
ar liðu og siðir breyttust, gerðist
söguhetjan stundum hið mesta
dyggðaljós, en lýsingarorðið pic-
aresque gilti áfram um þetta
form engu að síður eins og verða
vill.
Nú væri víst ekkert fjær sanni
en kalla hinn lítilláta hugsjóna-
mann Steinar í Hlíðum skelmi
eða "skálk. Og samt — er hin
undirfurðulega hógværð hans í
skiptum við höfðingja og stór-
bokka fullkomlega einlæg eða
alltaf einlæg að minnsta kosti?
Hún er bæði eðli hans og þraut-
reynd sjálfsvörn, ólíkindalæti í
og með.
Steinar bóndi í Hlíðum hló
enn í mjórödd sinni þar sem
hamin stóð á hlaðlhellunni, —
veit eg vel að aldrei hefur
þótt hæfa að fátækur maður
ætti fríðan hest; enda skilst
mér að aí þeirri sök séuð þið
nú farnir heldur en ekki að
gera að gamni ykkar við mig,
blessaðir stórhöfðingjarnir.
Og þá er að taka því vin-
ur....
Og ennfremur: Er ekki höf-
undur að sýna með karakter
Steinars hve mjótt er einatt á
mununum með hugsjónamannin-
um og sannleiksleitandanum
annars vegar og illmenninu hins
vegar? Eða fer ekki þetta ein-
staka góðmenni fyrirvaralaust
frá fólki sínu út í heim „að leita
sannleikans“ og skilur það eftir
varnarlaust fyrir örbirgð og yfir-
gangi stórbokka? Það er einmitt
þessi siðferðilega tvíræðni, sém
gefur söguhetjunni hennar
sterka, dularfulla lif. Öll sagan
er margræð.
Eitt afbrigði hinnar picaresque
sagnagerðar er Candide eða Birt-
ingur eftir Voltaire, en honum
sneri Halldór á íslenzku fyrir
nokkrum árL'm. Greinilegt er, að
hann vill í r.iðurlagi Paradísar-
heimtar minna á Birting. Eftir
fáránlegar svaðilfarir er Birting-
ur seztur um kyrrt í koti sínu,
en lærifaðir hans Altúnga pre-
dikar honum enn sem fyrr bjart-
sýnisheimspeki. „Þetta er vel
mælt”, sv iraði Birtingur, „en
maður verður að rækta garðinn
sinn“. En Steinar í Hlíðum seg-
ir, heim kominn eftir langa úti-
vist að rústum bæjar sins: „Eg
hefi fundið sannleikann og það
land þar sem hann býr.... Það
er að vísu ailmikils vert. En nú
skiptir mestu máli að reisa við
aftur þennan vallargarð“. En
hvort vill þá höfundur vekja
athygli á einhverju sem er líkt
með þeim Birtingi og Steinari
eða ólíkt? í formála hans að
Candide segir svo: „Voltaire rit-
aði Candide 1759 til að narrast
að bjartsýnisheimspeki þeirra
Leibnitz og Popes, en í augum
nútímamanns virðist bókin ekkj
síður vera skop um svartsýnina".
Ég skal ekki leggja dóm á rétt-
mæti þeirrar skoðunar, sem felst
í niðurlagi þessarar athugasemd--
ar, en hitt er víst, að þessi lýsing
öll á vel við tækni Halldórs
sjálfs og viðhorf í Paradísar-
heimt. Lesaodinn má sjálfur ráða
niðurstöðu smni. Samt verður
ekki hjá þv' komizt að draga
einhliða ályktun af orðum Stein-
ars i niðuriagi sögunnar: eins og
Birtingi var bjartsýnisheimspeki
Altúngu ónóg er Steinari sjálft
þúsund ára ríkið, ekki fullnægj-
andi.
Hver saga Halldórs Laxness
varpar einhverju nýj-u ljósi á
verk hans í heild og Paradísar-
heimt minnir með breytileik sín-
um í efni og stíl á það, hve sögur
hans hafa jaínan verið fast mót-
aðar og samræmdar. 1 raun og
veru er Paradísarheimt margar
skyldar sögur á einum þræði,
eins og jafnan hefur tíðkazt í
picaresque bókmenntum. Að
íorminu til stælir þessi sagna-
gerð óundirbúna, munnlega frá-
sögn, þar sem sögumaður teygir
lopann eða styttir sér leið eftir
atvikum, víkur sér frá, ef svo má
segja, og tekur aftur upp þráð-
inn á nýjan leik eftir geðþótta,
breytir um tón eftir efni, prófar
nýjan stíl, a* því að það skiptir
ekki öllu máli þó að honum
kunn að mistakast einu sinni. í
formála sínum að Birtingi segir
Halldór enn: „í verkinu eru sam-
anslungnir margir þræðir úr
samtíð höfundarins, sögulegir
atburðir, bokmenntahugmyndir,
deilumál, sumt dulbúið, annað
ekki, aðferðin ekki ósvipuð og
hjá Gröndal í Heljarslóðarorrustu
og víðar“. Þessi orð mætti gjarn-
an heimfæra upp á Paradísar-
heimt. Hún er eins og kunnugt
er að nokkru leyti reist á „sögu-
legum atburðum“, ævisögu Ei-
ríks frá Brúnum. Ennfremur
munu þekkjast á sögusviðinu
fleiri sannsögulegar persónur,
sem uppi voru á síðari hluta 19.
aldar. Taka má vara fyrir því,
að mikið sé að græða á saman-
burði Paradísarheimtar og sögu
Eiríks: þær eru blátt áfram of
ólíkar til þess að önnur varpi
Ijósi á hina að ráði. Listgildi heí-
ur bók Eiriks m. a. vegna djúps,
alþýðlegs eíríaldleika í máli. En
eins og éndranær má Segja, að
saga málsins vaki í skáldsögu
Halldórs, svo að jafnvel slær
saman í einm setningu mörgum
tegundum mals og stí’s og niður-
staðan verður satíra á tunguna.
Mun ekkert afl á jörðu ná
að hindra oss frá að fram-
fylgja guðsboði helgu, svo um
fjölkvæni sem aðrar greinar
er guð hefur oss birtar: fjöl-
kvæni meðan vér lifum, segj-
um vér helgar konur af hinum
næstum dögum,; fjöl'kvæni eða
liggjum dauðar ella!
Bókin er safn af stíldæmum
frá fræðilegu sjónarmiði, allt
frá ígildi 19 aldar sveitarreal-
isma í fyrstu köflunum með ívafi
hins dularfulla í líki hestsins til
hinnar undirfurðulegu sviplík-
ingar af ameriskum ýkjustíl, í
lýsingunum írá Utah. Ég er ekki
viss um, hvort Halldór hefur
nokkurn tima skrifað annað af
meiri íþrótt en lýsinguna á síð-
ustu fundum Bjarnar á Leirum
og stúlkunnar, þar sem nýtur sin
til fullnustu hin einstaka aðferð
hans að upplýsa hlutina með
dyljandi athugasemdum. Ellegar
frásögnina uí ævintýrum stúlk-
unnar á sjóíerðinni til Ameriku,
þar sem stíllinn minnir á eins
konar fíflunardans og ritúal.
Eins og venjulega hjá höfundi er
hið skoplega og alvarlega tvær
hliðar á sama hlut, tvær viddir
sömu hugmyndar.
Eitt meginhlutverk góðrar
sögu — eins og ef til vill hvers
góðs listaverks er að endurmeta
og vefengja stöðugt gildi
almennra hugmynda. í þessari
sögu er mannlegt eðli hvarvetna
prófsteinn á skoðanir timans og
kenningar. Einstaklingseðlið, per
sóna mannsms ræður endanlega
gjörðum hans. í því liggur styrk-
leiki bókarinnar og skáldleg
sannfræði ofar hversdagslegum
reallsma.
Framtíöarstarf
Ungt útflutnings og innflutnings fyrirtæki í Reykjavík
vantar duglegan reyndan mann til fjölbreyttra og
skemmtilegra skrifstofustarfa. Hentugt fyrir ungan verk-
fræðing. Þýzku og enskukunnátta skilyrði. Fyrirspurnir
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
Morgunbl. merkt: „Helzt strax — 841“.
Hinn undiaverði ameríski
Glamorene
teppahreinsari
Auðveldasta — Fljótvirkasta — Öruggasta
aðferðin tii teppahreinsunar í heimahúsum.
GLAMORENE Shampoo hreinsivökvinn er notaður á Glamor-
ene teppahreinsarann.
GLAMORENE Shampoo er undravert efni. Skaðar ekki teppið.
Teppið verður ferskt og hreint eftir yfirferðina.
GLAMORENE Shampoo blandast 1 á móti 8 af volgu vatni.
GLAMORENE Shampoo hreinsar einnig allskonar áklæði t. d.
bólstruð húsgögn.
Þpr getið hreinsað hvort heldur er allt teppið eða aðeins hluta
af því. — Þér munið undrast árangurinn!
Þér þurfið ekki að taka teppið af gólfinu. — Þér þurfið ekki
lengur að leggjast á hnén.
GLAMORENE aðferðin er eins auðveld og að sópa gólf!
TEPPAHREINSARINN
Aðeins kr. 3.13.00.
--5 Kr. 68.40
Reynið GLAMORENE aðferðina
strax á morgun!
Einkaumboð á íslandi og seljendur:
Brimnes H.f.
Mjóstræti 3 — Sími 19194