Morgunblaðið - 21.08.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.08.1960, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. ágúst 1960 Utg.: H.i. Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. * Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. WELCH, TIMINN |L|ÖNNUM er það enn í •*■*•*■ fersku minni að sumarið 1958 biirti Morgunblaðið eitt íslenzkra dagblaða sannar og réttar fregnir af áliti brezku blaðanna á hinni fyrirhuguðu útfærslu landhelginnar. Auð- vitað voru sjónarmið brezku blaðanna yfirleitt andsæð málstað tslands. Þjóðviljinn og Tíminn ætluðu þá að ær- ast yfir þvi, að Morgunblað- ið sinnti hinni sjálfsögðu fréttaskyidu. En sjálf lögðu þessi blöð megináherzlu á að dylja fyrir tslendingum sjón- armið andstæðingsins. Að sjálfsögðu kom ekki til mála, að Morgunblaðið breytti til og hætti að skýra frá því, sem gerðist erlendis og miklu varðaði íslendinga. Þannig hefur blaðið að und- anförnu skýrt frá afstöðu brezku blaðanna til ákvörð- unar íslenzku ríkisstjómar- innar um að taka upp viðræð- ur við Breta. Margt er enn rangt og andstætt íslending- um í brezkum blöðum, en það breytir engu um það, að sjálf- sagt er að íslendingar kynn- ist þessum sjónarmiðum. Tilgangslaust er að stinga höfðinu otan x sandrnn og láta sem sjónarmið gagnað- ilans séu okkur óviðkomandi. En það er líka heimskulegt, því að frumskilyrðið í sér- hverri baráttu er að kynna sér rækilega sjónarmið og vígstöðu andstæðingsins. Þótt Morgunblaðið hafi fyrr og síðar leitazt við að birta sem réttastar fréttir af sjónarmiðum Breta og jafnt þær, sem óþægilegar vonx, hefur því auðvitað aldrei dottið í hug að gera þau sjón- armið að símxm Þessu er þveröfugt farið hjá stjómar- andstæðingum. 1958 þögðu þeir rækilega um öll óþægi- leg tíðindi, vegna þess að þeir vom þá í ríkisstjóm. Nú aft- ur á móti láta þeir sér ekki nægja að prenta það, sem birtist í brezku blöðunum og þeir telja sér hagkvæmt í áróðri, heldur leggja þeir líka á það megináherzlu, að hin brezku sjónarmið séu þau einu réttu. Þannig birtir Tíminn til dæmis á óögunum forsíðu- frétt með stærsta fyrirsagna- letri í tilefni af ummælum Dennis Welch, formanns fé- lags yfirmanna á brezkum togurum. Eennis þessi Welch, sem áður hefur komið við sögu, eins og kunnugt er, kvaðst vona, að góð lausn næðist í landhelgismálinu. Annars „gæti skapazt miklu verra ástand, en hingað til hefur ríkt". Tíminn leggur síðan út af þessum orðum Dennis Welch og gerir þau að sínum. Niður- staðan, sem blaðið kemst að eftir þetta eintal sitt við Denn is Welch, er á þessa leið: „ „Árangur“ samningsvið- ræðna við Breta virðist því aðeins geta orðið tvenns kon- ar: Annars vegar að íslending- slaki eitthvað til á 12 mílna landhelgi, geri Breta ánægða og losni þaxxnig við valdbeit- ingu. Hins vegar að íslendingar haldi fast við sitt, engir samn- ingar takist og enn hættu- legra ástand skapist í deil- unni og valdbeiting Breta verði enn harkalegri en áð- ur.“ Eins og kunnugt er hefur Dennis Welch barizt allra manna harðast gegn því að deilan milli íslendinga og Breta leystist friðsamlega. Má því segja, að vel fari á því að Tíminn geri orð hans að sínum. En hugleiðum skoð- anir þeirra sálufélaga nánar. Dennis Welch óskar þess auðvitað að íslendingar slaki til í landhelgismálinu. Og hann hefur allra manna mest lagt sig fram um að fá brezk stjómarvöld til að beita hörðu. Hans vopn eru og hafa verið hótanir um ofbeldi. Þeim vopnum beitir hann áfram í von um árangur. Þess vegna talar hann um að vald- beiting verði ennþá harka- legri en áður, ef ekki verði árangur af viðræðunum. Hitt er svo einnig rétt að hafa í huga, að bæði Dermis Welch og brezk stjórnarvöld létu í það skína, að ef „vopna- hléstíminn1' rynni út án þess að nokkuð yrði að gert, mundi meiri harka hlaupa í landhelgismálið en nokkru sinni áður. Þegar íslendingar hins vegar enn sýndu vilja sinn til þess að leysa málið friðsamlega með því að fall- ast á viðræður, hlutu Bretar a. m. k. að fresta valdbeit- ingu. Og engum blandast hug- ur um, að eftir sakaruppgjöf- ina fyrst og undirtéktir ís- lendinga seinna við orðsend- ingu Breta, verður erfiðara fyrir Breta að hefja hér veið- ar undir herskipavernd en áður. Það hlýtur hver heil- skyggn maður að sjá, hvað sem líður skoðunum Dennis Welch og límans. UTAN UR HEIMI Listelskir ein- ræöisherrar — Konungar og keisarar þurfa ekki að leggja hart að sér, þegar þeir koma fram sem sérfræð- ingar í listum, segir Eduard Mör- ike í hinni frægu smásögu sinni um Mozart á ferð til Prag. Þeir þurfa ekki annað en ganga fram klappa snillingnum á öxlina og segja: „Þér eruð frábær, Moz- art!“, og viðurkenningin fer eins og eldur í sinu frá manni til manns við hirðina. Þessu er augljóslega eins far- ið með einræðisherra. Þegar beir hafa tryggt völd sín nægilega vel, eru þeir álitnir færir um að kveða upp óskeikula dóma um öll vandamál lífsins. Og allt, sem þeir segja finnst hirðmörmun- um umhverfis jafnsnjailt. „Majakovskij er og verður bezta og andríkasta skáld sovét- bókmenntanna", sagði Stalin í grein í Pravda í desember 1935. Verk þessa rithöfundar, sem áð- ur hafði verið gagnrýndur harð lega, voru þegar í stað gefin út í milljóna eintaka. Og hver bók menntagagnrýnandi, sem skrif- aði um Majakovskij, vitnaði til orða Stalins, sem óskeikuls, var anlegs dóms. Þegar Gorkij Ias ómerkileg æskuljóð fyrir Vorosjilov og Stalin, tók sá síðarnefndi bók- ina af honum og skrifaði ská- hallt yfir þvera síðuna með styrkri hendi einvaldans: „Þessi kafli er betri en Faust Göthes (Ástin sigrar dauðann). 11.10.31 J. Stalin“. Og þegar í stað komu auðmjúkir sérfræðingar á vett- vang og lýstu yfir aðdáun sinni á bókmenntalegri djúpskyggni einræðisherrans. Þessi merkilegu orð voru Ijósprentuð í vísinda- legum ritverkum, fræðimönnun- um og einvaldanum til eilifs að- hláturs. Krúsjeff er líklega bæði of skynsamur og of dómbær txl að láta hafa þessu líkt eftir sér. Þó er ekki g'ott að segja, hvert kring umstæðurnar geta leitt hann. Aftur á móti hefur Krúsjeff fyr- ir löngu tekið sér alræðisvald í bókmenntum. Þegar Sjepilov og frú Furtseva fóru út af línunni sumarið 1957, talaði hann sjálf- ur yfir hausamótunum á rithöf- undum og listamönnum. Það sem hann sagði hefur aldrei komið fram, en stuttur útdrátt- ur úr máli hans var birtur um haustið. Þar var því hreinlega lýst yfir, að það væri f'Jokkur- inn, sem stjórnaði allri hstrænni sköpun. Krúsjeff talaði í sama anda við þriðja rithöfundamótið í maí 1959. Á síðustu árum hafa fulltrúar sovéskrar listar fengið að hitta leiðtoga kommúnistafloikksins og dveljast með þeim daglangt í sveitinni utan við Moskvu. Þar hellti Krúsjeff úr skálum reiði sinnar yfir, rithöfundunum sum arið 1957. í sumar var þetta mót haldið 17. júlí. Á blaðamyndum frá mótinu eru Krúsjeff og Mik- ojan mest áberandi meðal rit- höfunda og listamanna, íilm- stjarna og tónlistarmanna. Sus- lov sést einnig bregða fyrir. SVÍINN Sven Vallmark ræðir samband rússneskra rithöfunda og kommún- istaflokksins rússneska í meðfylgjandi grein, sem birtist fyrir fáum dögum í Dagens Nyheter í Stokk- hólmi. i Hann hélt ræðu á mótinu, sem birtist í blöðum. Þar lýsti hann því fyrir tilheyrendum sínum, hvilíkur ágætismaður Nikita Sergejevitjs væri. Krúsjeff hélt einnig „ógleym- anlega“ ræðu. Þó undarlegt kunni að virðast hefur hún ekki verið prentuð í landinu, þar sem þó hvert orð einvaldans er prent að, jafnvel þegar hann talar í fjórar klukkustundir samfleytt. En auðmjúk hrifningin hefur birzt í ýmsum myndum í rúss- neskum blöðum. „Með vör um Stalins hefur flokkur- inn kallað rithöfundana tækni- fræðinga mannssálarinnar“, var einu sinni sagt. í Sovjet- skaja Kultura segir 26. júlí 1960: „Með vörum Nikija Sergejevitjs hvatti flokkurinn talsmenn listarinnar og bók- menntanna þennan dag til að sökkva sér niður í lífið sjálft... Spekiorð hans greiptust djúpt í sálir vorar, greindarleg og góð- leg augu hans óskuðu sérhverj- um okkar árangurs í sköpunarstarfinu". Og í Lit. eraturnaja Gazeta segir rit- höfundur nokkur: „Við fuliviss- um yður, Nikita Krúsjeff, og við fullvissum æðstaíáðið og stjórn Sovétríkjanna um að þetta ógleymanlega þing 17. júlí mun enn lyfta andlegri sköpun vorri“. 31. júlí skrifaði Pravda forystu grein um þetta mót. „Þetta minnisstæða mót sýndi þá ást og eftirtekt, umhyggjusemi og virðingu, sem hér er veitt skáld- um og listamönnum, hinum trú uðu og áreiðanlegu samstarfs- mönnum flokksins. Þeir hafa mikið og virðingarvert hlutverk við uppeldi fólksins í kommún- iska samfélaginu". ítæða Krúsjeffs á þessu móti hefur ekki verið birt. En óbeint er hægt að lesa sér til, að hann hafi talað um heimssigur kom- múnismans í náinni framtið. Hann hefur einnig sýnt „hina styrku hönd flokksins“ í leið- sögn bókmennta og lista. Myndimar frá mótinu sýna hvernig hann faðmar að sér einn tryggasta fulltrúa rússneska rit- höfundasambandsins, Michail Framhald á bls. 23 Krúsjeff klappar Sjolochav á rithöfunda- og listamannamótinu 17. júlí og óskar honum til hamingju með Leninverðlaunin, 1 sem hann fékk í apríl. — (Úr Ogonek). Á neðri myndinni sést Gorkij lesa upphátt fyrir Vorosjilov og Stalin, en fyrir ofan er ljósprentun af ljóði Gorkijs, með viðurkenningu Stalins um að þetta sé betra en Faust Göthes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.