Morgunblaðið - 21.08.1960, Blaðsíða 20
20
MORGUlSBLAÐtÐ
Sunnudagur 21. ágúst 1960
STEPHEN LEACOCK:
SKEMMTISIGLINGÍN
Áður en mínúta var liðin voru [
al.lir farinir að hlaupa um og
leita að nestisbögglunum sínum
og rífa af sér brandarana, en
sumir reyndu að hita sér kaffi
við leifarnar af glóðinni í vél-
inni.
——01
Ég þarf nú ekkert iangt mál til
að segja frá því, sem síðar skeði.
Líklega hefðu allir, sem þarna
voru saman komnir orðið að slá
sér til rólegheita þarna yfir nótt
ina, þangað til hjálp kæmi að
heiman, ef ekki nokkrir menn,
sem höfðu farið fram í og rýndu
út í myrkrið, hefðu sagt, að það
gæti ekki verið meira en ein míla
upp að Malaroddanum. Maður
gæti næstum séð hann þarna til
vinstri — „út af bakborðskinn-
ungnum“, sögðu sumir, enda er
það staðreynd, að þegar maður
lendir í svona sjóslysum, lifir
maður sig alveg inn í sjómennsku
og sjómannamál.
í*eir voru því fljótir að sveifla
bátauglunum út fyrir borðstokk
inn, og fírðu nú gamla björgunar
bátnum ofan af efsta þilfari nið-
ur í vatnið.
Nokkrir menn stóðu úti við
borðstokkinn með luktir í hönd-
izm og lýstu hinum, sem voru að
setja bátinn út, og ljósbjarminn
féll á vatnið og sefið. En þegar
þeir voru búnir að koma bátnum
niður, sýndist hann svo lítill og
veikbyggður, að ofan séður, að
einhver öskraði: „Konur og börn
fyrst!“ Enda var lítil meining í
því, ef kænan tæki ekki einu
sinni konurnar og börnin, að
fara þá að fylla hana með stór-
um og þungum karlmönnum?
I>eir fylltu því bátinn mest-
negnis með konum og börnum,
og svo ýtti hann frá, og var þá
3VO hlaðinn, að hann flaut varla.
í stafni sat stúdentinn, sem
þjónaði í biskupakirkjunni, og
hann æpti upp, að þau væru öll
í forsjónarinnar hendi. En hann
sat nú samt allur í hnút, reiðu
búinn að stökkva út úr forsjónar
hendinni við fyrsta tækifæri.
(Irstutt framhaldssaga
Báturinn skreið nú af stað og
ekkert sást af honum nema lukt-
in í stafninum, sem sást hossast
á vatninu. Bráðum kom hann svo
aftur og þá var sendur annar
hópur, og loks voru þilförin orð-
in áberandi manntóm, enda vildu
flestir koma sér burt sem ailra
fyrst.
Það vaf víst um það leyti, sem
þriðji bátsfarmurinn lagði frá, að
Smith sló veðs við Mullins, uppá
tuttugu og fimm dali, að hann
skyldi verða kominn heim í Mari
posa á undan hinum, sem í land
fóru og þurftu að krækja fyrir
vatnið.
Enginn skildi almennilega hvað
hann var að fara, en bráðlega sáu
menn hr. Smith hverfa undir
þiljur með hnall í annarri hendi
og stóran böggul af tvisti í hinni.
Og þetta hefði getað leitt til
frekari heilabrota hjá mönnum,
ef ekki í sama bili hefði heyrzt
hróp frá björgunarbáti bæjarins
— stóra Mackinawbátnum, þið
munið — sem hafði þotið af stað
frá bryggjunni heima, með fjór-
tán fíleflda menn undir árum,
jafnskjótt sem fyrsta neyðarijós
ið sást.
Það er víst alltaf eitthvað
skáldlegt við björgun úr sjávar
eða vatns-háska.
Og víst er hugrekki björgunar
mannsins hið eina sanna hug-
rekki — sem stefnir að því að
bjarga lífi en ekki eyða því.
Og í marga mánuði á eftir
sögðu þeir söguna af því, þegar
björgunarbá:turinn brauzt út í
Mariposa Belle.
Ég býst við, að þegar þeir settu
fram bátinn, þá hafi það verið
í fyrsta sinn sem hann vöknaði
síðan gamla Macdonaldstjórnin
lagði borginni hann til, forðum
daga.
Að minnsta kosti fossaði vatn-
ið inn í hann um hverja rifu. En
ræðararnir létu það ekki á sig
fá, meðan þeir varu að róa
þessar tvær mílur út í skipið.
Þegar þeir voru komnir hálfa
leið, var báturinn orðínn þóftu-
fullur, en þeir þræluðu honum
áfram samt. Másandi og blásandi,
eins og menn verða, þegar þeir
hafa ekki snert ár í heilan manns
aldur, héldu ræðararnir áfram
björgunarstarfi sínu, og köstuðu
bara barlestinni fyrir borð, og
eins þungu korkbeltunum, sem
hindruðu hreyfingar þeirra. En
engum datt í hug að snúa við.
Þeir voru sem sé nær skipinu en
landi.
„Takið á, strákar!" var hrópað
til þeirra frá skipinu, og þeir
tóku svei mér á.
Þeir voru alveg að niðuri.'.tum
komnir, þegar þeir komu á stað
inn, en þeir sem um borð voru,
köstuðu til þeirra köðlum og svo
voru þeir dregnir um borð, einn
og einn, samtímis því, sem björg
unarbáturinn sökk undir fótum
þeirra.
Björgun! Já, svei mér ef þetta
var ekki sú al-snöfurlegasta
björgun, sem nokkurntíma hafði
verið framin þama á vatninu, og
þó viðar væri leitað.
Það þýðir annars ekki neitt að
fara að lýsa henni — svona nokk-
uð verður maður að sjá með eig-
in augum, til þess að geta skilið
það.
En mannskapurinn á björgun-
arbátnum var nú annars ekki
einn um það að geta sér orðstír.
Bátur eftir bát og smákæna
eftir smákænu, lagði út frá Mari
posa, til þess að hjálpa. Og allir
.komust um borð.
Pupkin — þið vitið bankagjald
kerinn með andlit eins og á öðru
hrossi — sá, sem ekki fór neitt í
ferðina — undir eins og hann
vissi, að skipið var að beiðast
hjálpar og að ungfrú Lawson var
að skjóta flugeldum — þá þaut
hann til og ofan í bát og greip
eina ár — því hann hefði aldrei
ráðið við tvær — og buslaði eins
og vitlaus maður út á vatnið.
Hann þaut þarna bara út í myrkr
ið og skelin næstum að sökkva
undir honum. En hann bjarg-
aðist líka- Þeir sátf hann, næstum
dauðan af þreytu, þar sem hann
stefndi að skipinu, og voru þá
ekki lengi að hala hann um borð.
Heill á húfi!
—o—
Þeir hefðu svo sem vel getað
haldið svona áfram alla nóttina
að bjarga björgunarmönnum,
hefði ekki svo viljað til, að þeg-
ar tiundi farmurinn fór í land —
þá gerir Mariposa Belle svo vel
og lyftir sér upp af leðjubotn-
inum og flýtur!
Flýtur?
Já, auðvitað flaut hún. Ef mað-
ur tekur hundrað og fimmtíu
manns af sokknu skipi, og ég tala
nú ekki um, ef maður hefur snið-
ugan mann eins og hr. Smith með
hnall og tvist, og setur auk þess
heifa hljómsveit til að þrælast við
dælurnar — hvern skollann get-
ur skipið þá gert annað en fljóta?
Og ég tala nú ekki um, ef mað-
ur hrúgar viði í glæðurnar, sem
eftir eru undir katlinum, þang-
að til allt fer að snarka og ioga,
þá líður ekki á löngu áður en
skrúfan fer í gang aftur og hvell-
ur vællinn í flautunni bergmól-
ar yfir alla borgina.
Og nú er sem sagt Mariposa
Belle að skríða áleiðis heirn, með
fullum dampi og neistaflugið upp
úr reykháfnum.
En það er bara enginn Chriistie
Johnson við stýrið uppi í brúnni.
„Smith! Við viljum Smith!“
æpir lýðurinn.
Og getur hann þá stýrt því í
höfn?
Hvernig geturðu spurt, maður?
Spurðu mann, sem hefur láitið
hvert skipið af öðru sökkva und-
ir sér og stýrt smábát niður háv-
aðann í Elgsánni, hvort hann ráði
við' stýrið á svona dalli. Já, nú
siglir hún svei mér áleiðis heim,
eins og ekkert hafi í skorizt!
Líttu bara á Ijósin og mann-
fjöldann! Nú ætti ríkismanntalið
að spreyta sig á að telja okkur.
Heyrðu fólkið hlaupa fram og
aftur um þilfarið, æpandi og hlæj
andi. Nú heyrist ískrið í land-
festunum við bryggjuna, og þarna
er lúðrasveitin að skipa sér upp
í hring á efra þilfarinu í sama
bili og skipið lendir og" stjóm-
andinn með taktstokkinn sinn . . .
„einn, tveir, þrír, tilbúnir“:
„Ó, Canada“.
afllltvarpiö
Sunnudagur 21. ágúst
8.30 Fjörleg músík í morgunsárið.
9.00 Fréttir. —
9.10 Vikan framundan.
9.25 Morguntónleikar.
(10.10 Veðurfregnir).
a) Sinfónía nr. 95 í C-dúr eftir
Haydn. (Hljómsveit undir
stjórn Andras Korodys leik-
ur. — Hljóðritað á Haydn-
hátíðatónleikum 1 Búdapest í
sept. 1959).
b) Tilbrigði um rókókó-stef fyrir
knéfiðlu og hljómsveit eftir
Tjaikovskíj (Paul Tortelier
leikur með hljómsveitinni Fíl-
harmoníu í Lundúnum; Her-
bert Menges stjórnar.)
c) j£legie, útsett fyrir knéfiðlu
og hljómsveit eftir Fauré. —
(Sömu flytjendur.)
d) Svíta fyrir hljómsveit eftir
Dohnányj, (Hljómsveitin Fil-
harmonía leikur; Robert Irv-
- ing stjórnar).
11.00 Messa í Laugarneskirkju (Prest-
ur: Sr. Garðar Svavarsson. Org-
anleikari: Kristinn Ingvarsson).
12.15 Hádegisútvarp.
14.00 Miðdegistónlikar.
a) Þriðji þáttur óperunnar
„Tosca" eftir Puccini (Maria
Callas, Giuseppe di Stefano
og hljómsveit Scalaópefunnar
í Milanó flytja; Victor de Sa-
bata stjórnar).
b) ,,Kápan“ (II tabarro), ópera í
einum þætti eftir Puccini
(Tito Gobbi, Margaret Mas,
Miriam Pirazzini, Giacinto
Prandelli og fleiri flytja á-
samt kór og hljómsv. Rómar-
óperunnar; Vincenzo Beliini
stj.).
15.30 Sunnudagslögin.
16.30 Veðurfregnir. — Færeysk guðs-
þjónusta (Híjóðrituð í Þórshöfn).
17.00 Framhald sunnudagslaganna.
18.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson
kennari):
a) Oskar Halldórsson cand. mag.
les síðari hluta sögunnar
„Trufl" eftir Olaf Jóh. Sig-
urðsson.
b) Flutt verður leikritið ,,Alf-
hvammur" eftir Jónas Jónas-
son undir stjóm höfundar.
19.25 Veðurfregnir.
. . . . og ég er komin til að
biðja yður að gera mér greiða.
Það hefur enginn skipt sér neitt
af Tómasi, en þér hafið verið
honaun góður. Pabbi hans skiiur
alls ekki löngun hans til að teikna
og ég væri yður þakklát ef þér
vilduð hvetja hann til þess.
— Auðvitað, fni Ludlow. Ég
skal gera allt sem ég get fyrir
hann.
Næsta dag.
— Það er sannarlega fallega
gert af þér Markús að útvega
mér þessi málaratæki.
— Það er ekkert Tómas. Nú
getur þú málað meðan ég veiði,
og við fáum að sjá hve mikiVI
lietamaður þú ert.
19.30 Tóníeikar: Poldi Mildner leikur á
píanó.
a) „La Campanella" eftir Liszt.
b) „Glettur" um Vínarvalsa eft-
ir Strauss.
19.40 Tilkynningar
20.00 Fréttir.
20.20 Raddir ská?^«. i^jóð eftir Gest
Guðfinnsson og smásaga eftir
Jökul Jakobsson. — Flytjendur
leikararnir Baldvin Halldórsson
og Steindór Hjörleifsson.
21.00 Samleikur á knéfiðlu og píanó:
Einar Vigfússon og Jón Nordal
leika sónötu nr. 2 í D-dúr eftir
Bach.
21.15 „Klippt og skorið" (Gunnar Eyj*
ólfsson leikari sér um þáttinn).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög, þar af kynnir Heiðar
Astvaldsson danskennari lögin
þrjá fyrstu stundarfjórðungana.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 22. ágúst.
8.00—10.20 Morgunútvarp (Ðæn. —«•
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.00 Hádegisútvarp.
12.55 Tónleikar: „Sumardans".
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Lög úr kvikmyndum.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Ardegislönd og tröllaskógar":
Dagskrá á aldarafmæli sænska
skáldsins Gustafs Frödings. w
Sveinn Einarsson fil. kand. talar
um Fröding, en leikararnir Krist
in Anna Þórarinsdóttir og Lárus
Pálsson lesa úr Ijóðum hans.
21.10 Organtórileikar: Helmut Walcha
leikur verk eftir Bach.
a) Fantasía og fúga í g-moll.
b) Fantasía og fúga í c-moll.
c) Tokkata og fúga í d-moll.
21.40 Um daginn og veginií (Dr. Gunn-
laugur Þórðarson.)
19.30 Erlend þjóðlög. —
22.00 Fréttir, veðurfregnir og síldveiði-
• skýrsla.
22.20 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns-
son ritstjóri ræðir um sit^ a£
hverju.
22.35 Kammertónleikar:
Strengjakvartett nr. 3 í D-dúr
op. 18 eftir Beethoven (Komitas-
kvartettinn leikur).
23.00 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 23. ágúst.
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.15 Tónleikar -- 8.30 Fréttir —
8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.55 ,,A ferð og flugi": Tónleikar
kynntir af Jónasi Jónassyni.
15.00 Miðdegisútvarp.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Erlend þjóðlög.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Olafur prófastur Olafs-
son og skóli hans í Hjarðarholti
(Þórður Kristleifsson mennta-
skólakennari).
21.00 Samleikur á fiðlu og píanó: Dav-
id Oistrakh og Lev Oborín leika
sónötu op. 47 (Kreutzersónötuna
eftir Beethoven.
21.30 Utvarpssagan: „Djákninn í Sand
ey" eftir Martin A. Hansen; XVI
(Séra Sveinn Víkingur þýðir og
les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22.25 Lög unga fólksins (Kristrún Ey-
mundsdóttir og Guðrún Svafars-
dóttlr).
23.20 Dagskrárlok.
Framköllun
Kopering
Fljót afgreiðsla.
Fótófix
Vesturveri.
Smurt brouö
Suittur coctailsnittur Canape
Seljum smurt brauð fyrir
stærri og minni veizlur. —
Sendum heim.
RAUÐA M í L L A N
Laugavegi 22. — Sími 13628.