Morgunblaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 16
16 MORGUTSBL 4 ÐIÐ Sunnudagur 28. ágúst 1960 FENNER V-reimar Allar staerðir af FENNER kýlreimum Hnepptar reimar Reimskifur Flatar reimar Reimalásar Vald. Poulsen hf. Klapparstig 29. — Sími 13024. Sextugur á morgun: Smurt brauð Snittur eoctailsnittur Canape Seijum smurt brauð fynr stærri og minni veizlur. — Sendum heim. RAUBA M f L L A N Laugavegi 22. — Sími 13‘328. n magnusson verzlunarmaður á Sauðárkróki KRISTJÁN C. Magnússon, skrif- stofumaður hjá Kaupfélagi Skag- girðinga á Sauðárkróki, er sex- tugur á morgun. Hann er fæddur á höfuðdaginn 29. ágúst árið 1900. Voru foreidr- ar hans hin kunnu merkishjón Magnús Guðmundsson verzlunar- maður, f. 21. febrúar 1869, d. 19. des. 1939, og Hildur Margrét Pét- ursdóttir, f. 27. maí 1872, d. 9. júlí 1957, er þar bjuggu um lang an aldur rausnarbúi. Eru þau mörgum að góðu kunn fyrir sak- ir hæfileika sinna og mannkosta, tryggð og ræktarsemi við hérað- ið ,enda kominn af kjarnafólki í allar ættir langt aftur í aldir. Hefði verið gaman og fróðlegt að mega nú geta helztu stór- menna og höfðingja, er ættartöl- ur þeirra greina frá, en þess er enginn kostur í stuttri afmælis- grein. Sauðárkrókur var löggiltur sem verzlunarstaður 27. maí 1857, en fyrr og seinna sigldu þangað er- lendir kaupmenn og áttú við- skipti við héraðsmenn um borð í skipunum. Fimmtán árum síðar, Verzlunarhúsnæði óskast nú þegar. Tilboð sendast Morgunblaðinu merkt: „796". 1872, er talið, að föst byggð hefj- ist á Sauðárkróki, er Árni Árna- son járnsmiður og kona hans, Sigríður Eggertsdóttir, tóku sér þar bólfestu og byggðu bæ. >á voru þar fyrir fjórar sjóbúðir: Borgarbúð, Brennigerðisbúð, Geirmundarbúð og Sauðárbúð, en í þeirri síðastnefndu var síðar á tímabili verzlað. Móðir Krist- jáns minntist þess oft, að þegar hún fyrsta sinni kom á Sauðár- krók haustið 1876 voru þar enn- fremur tvö önnur hús, lítið bjálkahús, sem L. F. Topp hóf verzlun sína í, og hús Halls Ás- grímssonar verzlunarstjóra, svo og hús í smíðum. Tveim árum síðar, vorið 1879, komu enn nýir frumbyggjar til Sauðárkróks, ung og dugmikil hjón, móðir og stjúpfaðir Hildar Margrétar, Lára Sigfúsdóttir, f. 4. apríl 1843, d. 15. júní 1920, og seinni maður hennar, >orvaldur Einarsison, f. 21. janúar 1851, d. 1. jan. 1921. Hið sama sumar og þau komu þangað, ásamt >orbjörgu, dóttur þeirra, og Hildi Margréti, byggðu þau fyrsta bæinn á svo- nefndri Eyri, sem er utarlega í kaupstaðarlóðinni. Taldi >orvald ur betur liggja þar við sjósókn og fiskverkun. Byggingum hafði þá lítið fjölgað frá því, er fyrr segir. Hvað margir íbúarnir voru þá, verður ekki sagt með neinni vissu, en samkvaemt sóknartali 1. okt. 1880 voru þeir þá 60 að tölu. I 82 ár hefur nú ættin, mann fram af manni, búið á Sauðár- króki ,og hafa engir aðrir átt þar ZANUSSI Kæliskópor Fyrirliggjandi Stærð 6.5 cu. fet. VERÐ: 6.5 cu. fct Kr. 7.5 cu. fet Kr. 8.3 cu. fet Kr. 10.700.00 11.280.00 13 060.00 VÆNTANLEGAR STÆRÐIR VERÐ: 4.75 cu. fet Kr. 7.800.00 5.65 cu. fet Kr. 9.500.00 Stærð 8.3 cu. fet Dýpt 55 cm Breidd 61 cm (Eins á öllum stærðum) Hæð: 6.5 cu. fet 118 cm 7.5 cu fet 128 cm 8.3 cu fet 140 cm Snorrabraut 44 — Sírtii 16242. heimili um svo langt árabil, enda aðeins 88 ár liðin fré því er byggð hófst þar. Hefur hún átt sinn þátt í að byggja upp stað- inn. Móðir Kristjáns hafðí átt i fast heimili á Sauðárkróki í 75, ár, er hún andaðist, og hafði þá | enginn einstaklingur átt þar . heima svo lengi. Og Kristján hef- j ur verið heimilisfastur þar allan 1 aldur sinn ,að frátöldum fjórum árum, 1910—1914, er hann dvald- ist með foreldrum sínum á >ing- eyri við Dýrafjörð. Kristján ólst upp á heimili íor- eldra sinna í hópi glaðværra ovst kina. Var vakað yfir velferð barn anna ,andlegum og líkamlegum þörfum þeirra. Börnin voru fjög ur og eitt þeirra tvíburasystir Kristjáns, Pála að nafni, sem dó á bernskuskeiði, auk fóstursyst- í kina. Ég, sem þetta rita, minnist | fjölmargra ánægjustunda í Magn I úsarhúsi á tveim fyrstu áratug- um aldarinnar, svo sem er heim- ilisfólk og gestir tóku lagið, oft fjórraddað, en Lára, systir Krist jáns, lék undir á orgel. Helztu raddmenn sýslunnar voru þar tíð ir gestir. Með þessu öllu fylgdist Krist- ján af mdklum áhuga, enda var hann snemma listhneigður. Hann j ann fögrum lisitum ,sérstaklega tónlist, leiklist og bókmennitum. Síðar varð hann leikinn í að leika á orgel. Hann hefur kom- ið sér upp óvenjustóru og góðu hljómplötusafni sígildra tón- verka, sem hann notar sér og öðrum til yndis og þroska. Hann á og stórt safn úrvals bóka, eitt- hvert hið stærsta í einstaklings- eign í Skagafirði, og grípur hverja stund, er tóm gefst, til þess að auka þekkimgu sína og auðga andann við lestur þeirra, enda prýðilega greindur og gjör- hugull maður. Á sumrum iðkar Kristján lax- veiðar með stöng sér til óbland- innar ánægju og hollustu. Og á fögrum síðkvöldum á hann það til að taka færi sitt, ýta báti úr vör og renna fyrir fisk frammi á firði, svo sem hann gerði á bernskuárum með bróður sinum, Ludvig C. Magnússyni skrifstofu- stjóra Sjúkrasaml. Rví'kur. Kristján er sérlega slyngur myndatökumaður og gerir ágæt- ar stækkanir. Notar hann vand- aðar vélar og hið bezta efni. Eikki stundar hann þetta í ábataskyni, heldur er það eitt af mörgum á- hugamálum hams. Hann hefur um áratuga skeið létið margskonar félagsmál til sin taka, og verið heilihuga í því sem öðru, er hann héfur tekið sér fyrir hendur að koma eitthvað áleiðis. Á æskuárum gerðist hann Húsnæði húshjálp Ung hjón með eitt barn, vant ar 1—2 herb. og eldhús 1. okt. Húshjálp eða barnagæzla kæmi til greina. — Uppl. í síma 32164 mánudagsmörgun kl. 9—12. góðtemplari og starfaði um nokik- urt skeið vel að bindindismiálum. Síðar gekk hann í Ungmenna- félagið Tindastól, og gegndi þar margskonar trúnaðarstörfum. Var hann t.d. á tímabili formað- ur Ungmennasambands Skaga- fjarðar. Hann er og virkur félagi Verzlunarmannafélags Skaga- fjarðar. Og fyrir S.Í.B. hefur hann starfað nyrðra af kappi frá upphafi. Sem Alþýðuflokk.smaður sat hann iðulega fundi hreppsnefnd- ar og var kjörinn í margar nefnd ir, svo sem vatnsveitunefnd, skólanefnd, sjúkrasamlagsnefnd, sjúkrahúsnefnd o. fl., og var hann formaður nokkurra þeirra. Hef- ur hann og oft verið í kjöri til annarra opinberra trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn á Sauðár- króki og í Skagafjarðarsýslu. Hann er vel máli farinn og á- gætlega ritfær. I bæjar- og stjórn málum hefur hann jafnan verið hreinskiptinn og drengilegur, enda vinsæll mjög og virtur vegna mannkosta sinna og prúð- mennsku, svo sem hann á kyn til. Verzlunar- og skrifstofustörf gerði Kristján að ævistarfi sínu. Frá 15—18 ára aldurs vann hann ýmist við Hoepfners-verzlun á Sauðárkróki eða verzlun Krist- jáns Gíslasonar. Haustið 1919 settist hann i ann- an bekk Verzlunarskóla ísiands og lauk prófi þaðan næsta vor. í þriðja bekk sat hann næsta vet ur, en skömmu eftir áramót veikt ist hann og varð að hætta nami. Leitaði hann sér lækninga á Víf- ilsstöðum, en í hönd fóru erfið baráttuár við skæðan sjúkdóm. Að lokum náði hann þó sæmi- legri heilsu, og tók þegar að leita fyrir sér um starf við hæfi sitt, þvi að ekki korti hann sjálfs bj argarviðleitn i. Árið 1922 lærðj hann hjá Nýja bíói í Reykjavík að fara með sýningarvélar, og sama ár tók hann að sýna kvikmyndir fyrir Kristinn P. Briem kaupmann á Sauðárkróki. Árið 1926 gekkst hann fyrir stofnun Sauðárkróks- bíós og var næstu árin sýningar- stjóri og forstöðumaður þess. Ár- in 1929—1932 starfaði hann jafn- framt við verzlun þeirra bræðra Sigfúsar og Sigurgeirs Daníels- sona, er þá höfðu keypt eignir Sameinuðu íslenzku verzlananna á Sauðárkróki. Skömmu eftir að Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína árið 1930, var hann á námskeiði, er það efndi til í Reykjavik fyr- ir viðgerðarmenn viðtækja, og næstu árin þar á eftir stundaði hann eitthvað slíkar viðgerðir í Skagafirði, svo og raflagnir. Ár- ið 1934 réðst hann sem skrif- stofumaður til Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki, og heíur nú starfað þar óslitið í 26 ár við góðan orðstír. Að sjálfsögðu er enn margt at- hyglisvert ósagt úr lífi og starfi þessa sérstæða og merka manns, en um það ætti að mega bæta síðar. Kona Kristjáns er Sigrún M. Jónsdóttir, >orsteinssonar, Bjarnasonar frá Sjávarborg í Skagafirði, en móðir hennar og kona Jóns var Jóhanna Gísladótt ir, Jónssonar frá Herjólfsstöðum á Ytri- Laxárdal í Skagafirði, allt hið mesta sæmdar- og merkisfólk. Sigrún, þessi róikla hæfileika- og dugnaðarkqna, hefur búið manni sínum fagurt rausnarheimili. Um rúmlega hálfan fjórða áratug hef ur hún trúlega staðið við hlið hans í blíðu sem striðu. Margir eru þeir ,sem notið hafa góðs beina og margs konar fyrir- greiðslu á þessu mienningarheim- ili, ekki síður börn en aðrir, því hjónin bæði eru barnelsk mjög, þó að ekki hafi þeim sjálfum orð- ið barna auðið. Um leið og ég óska Kristjáni allra heilla 1 tilefni þéssara merku tímamóta í ævi hans, vil I ég þakka honum langa og trygga ■ vináttu og ánægjulegt og snurðu- laust samstarf. Jafnframt færi ég ,hinni merku konu hams kveðjur minar og þakkir. G H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.