Morgunblaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 3
 Súnnudagur 28. Sgöst 1960 \iorcrivni Anifí 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Frá austri og vestri „HERRA, eru það fáir, sem hólpn ir verða“, spyr nútímamaðurinn um sáluhjálp sína? Er það ekki fjölmargt annað, sem hann tel- ur sig miklu fremur þurfa að spyrja um? Svo sýnist, og þó vak- ir þessi spurn víða, Á hljóðum stundum, þegar ys dagsins er þagnaður knyr þessi spurning dyra hjá miklu fleiri mönnum en séð verður af at- höfnum þeirra eða heyrt af orð- um þeirra. En spurningin hefir ekki sanaa innihald nú og hún hafði áður, meðan ,,sáluhjálpin“ var sett í samband við endur- lausnarkenningu kirkjunnar og friðþægingarlærdóminn. Ég hygg, að nú orðið séu þeir ákaflega fáir, sem trúa því, að endanleg örlög mannssálarinnar séu innsigluð á andlátsstundinni, innsigluð þá að eilífu, eins og áS- ur var kennt. Menn spyrja um afdrif manns- ins, örlög hans út yfir gröf og dauða: Hvað tekur við, þegar líkaminn deyr? Hvernig er ég viðbúinn áfanganum, sern þá ligg ur fyrir mér að ganga? Menn spyrja og að baki liggur uggur,! og hvernig ætti annað að vera, ef menn þekkja kröfur Krists? Hallfreður vandræðaskáld hafði ekki mikla þekkingu á kristnum dórni, en nægilega mikla til þess, að þá ókyrrðist samvizkan, er hanrx stóð andspænis dauða sin- um. Hann minntist gamalla yfir- sjóna, að ungur hafði hann verið „harðr í tungu“, níðskáld, sem notaði stundum skáldskapargáf- una illa og því er uggur á bak við þrá hans: „senn — ef sálu minni sorglauss vissak borgit“. Ilin nýja altaristafla eftir Jóhann Briem. (Ljósm. Mbl. Markús). Upphafið - starfið - endirinn í SUMAR hefur nýja kirkjan á holtinu uppi við Sjómanna- skóla, kirkja Óháða safnaðar- ins, verið múrhúðuð og mál- uð. Hún stendur þarna hvít og falleg með bláum og brúnum flötum. Og nú, þegar allir flet ir eru orðnir jafnir og litur- inn undirstrikar línurnar, sjálfri og lausir munir inni, eru í samræmi hver við ann- an. Þó safnaðarmeðlimir hafi gefið nær alla kirkjumuni, hafa þeir látið arkitektinn, Gunnar Hansson, vera með í ráðum og jafnvel teikna þá. Þannig fæst þessi fallega heild armynd, sem tvær renndar af íslenzkum listamönnum, og það góðum — ekkert fúsk, sagði presturinn, sr. Emil Björnsson, er nokkrir blaða-’ menn komu í kirkjuna til að skoða nýju altaristöfluna. Við viljum heldur bíða í mörg ár eftir því bezta. — Hefur nokkuð verið gert til þess að fyrirbyggja að í hana safnist ósamstæðir mun ir spurði einhver, þar eð það er alþekkt vandamál að ólíkir gefendur velja muni eftir sín um smekk án tillits til um- hverfisins. — Það hefur oft verið talað um það í söfnuðinum að hafa hér ekkert nema það falleg- asta. Og komið hefur til orða að stofna nefnd til að velja slíka muni, að sjálfsögðu í samráði við arkitektinn. Af kirkjumunum og skreyt ingu ber fyrst að telja altaris töfluna nýju, sem kvenfélag safnaðarins er nú að gefa kirkjunni. Þetta er einhver stærsta altaristafla, sem nú hangir uppi i kirkju á íslandi, 5Vís fermeter að stærð, skipt í þrjá fleti. Jóhanii Briem list málari hefur málað töfluna. Á miðmyndinni er fjallræðan, til vinstri handar er engill að boða fæðingu Krists á Betle- hemsvöllum og til hægri eng ill að boða konunum uppris- una við gröfina. Á miðmynd- inni starfið, vinstra megin upphafið, til hægri endirinn. Þetta er fjórða altaristaflan, sem Jóhann málar í íslenzk- ar kirkjur. Hinar eru á Eiríks- stöðum í Jökuldal, Kvenna- brekku í Dölum og á Óspaks- eyri. Strengirnir lifna. Til hliðar við altarið hægra megin, þegar litið er inn eftir kirkjunni, er hinn fagri skírn arfontur úr kopar, stáli og eik, sem Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, gerði en Bræðrafélag safnaðarins gaf. Formin eru takn úr trúarsögu íslenzkrar þjóðar. Þar eru önd vegissúlurnar úr eik og eiga að tákna trú Ingólfs Arnar- kemur fyrst í ljós hvers kon- ar bygging þarna er risin. Þegar inn er litið, blasir við altaristafla í heitum litum á Ijósum stórum kórveggnum, þar sem fram að þessu voru dökkbláar skellur. Fyrr var varla hægt að telja kirkjuna tilbúna. Nú fyrst er því hægt að sjá hvílíkur dýrgripur þetta er. Kirkjan er einföld í formi og svipurinn heilsteyptur. All ir hlutir, bæðj í byggingunni súlur undir kertastjökum und irstrika. Þær stinga svo hræði lega í stúf við heildarsvipinn í kirkjunni — eiga reyndar ekki að vera þarna, var að- eins komið fyrir undir auka- ljósunum meðan altaristaflan var ófullkómin — sem betur fer, liggur mér við að segja. Þeirra vegna er ekki hægt að komast hjá því að veita sam ræminu að öðru leyti athygli. — Okkur langar til að kirkj an sé ytra sem innra skreytt sonar. Hringur úr stáli tákn- ar sólarkringluna og skírskot ar til trúar Þorkels mána. Og bakgrunnurinn er krossinn, tákn kristninnar og geisiar frá honum halda uppi skírnarskál inni, sem er þung einföld silf urskál, smíðuð af Leifi Kaldal. Við veittum athygli litlu kerti á stalli skírnarfontsins. Hugmyndina að því að hafa það þarna átti 10 ára sonur presthjónanna. — Ef við setj um Ijós þarna, haldið þið þá ekki að strengirnir titri, sagði hann. Og þegar kertið er þar komið virðast strengirnir reyndar lifna við. Altari kirkjunnar er ein- falt eikarborð, sem arkitekt- inn hefur teiknað, ásamt pred ikunarstólnum og fleiri mun- um. Á því er enginn dúkur, aðeins Guðbrandsbiblía og tveir silfurstjakar í nýjum stíl, gerðir í Svíþjóð. Altarisklæð- ið gerði Unnur Ólafsdóttir. Það er blátt, skreytt rauðu flaujeli, íslenzkum ópalstein- um og saumað með gullþræði. Og þegar kirkjusilfrið er not að, er það einnig í fullu sam ræmi við altarið, ssenskir silf- Framhald á bls. 6. Trúarbrögðin á Islandi í kopar,stáli, silfri og eik. Skírnarfontur Ásmundar Sveinssonar. Hver veit sorglaus sál sinni borgið? Eitt höfuðeinkenni kristilegs trúarlífs hefir lengi verið talifj hjálpræðisvissa: örugg vissa um sáluhjálp og sælu annars heims. Sú vissa er eiginleg þeirn manni, sem í fullri einlægni trúir á kær- leika Guðs, en hún getur lent á villigötum. Alvarlegum orðum beinir Jesús til hinna sjálfumglöðu manna, sem töldu sig Drottins útvöldu þjóð. Hann beinir hvössum orð- um til mannanna með hina ör- uggu hjálpræðisvissu og segir þeim að mikil verði skelfing þeirra á dómsins mikla degi, er þeir verði útreknir sjálfir að horfa á þá óvæntu sjón, er menn komi frá austri og vestri, norðri og suðri og setjist til borðs í guðs- ríkinu. Áuðvitað tóku Gyðingar ekki mark á þessum orðum. Þeir litu á þau sem fleipur hins róttæka Nasarea, sem gerði sér það að leik að hneyksla þá, ganga fram af þeim. Hvernig gátu þeir trúi að því, að sjálfir yrðu þeii gerðÍT afturreka við dyrnar á veizlu- salnum, en allskonar heiðingja- lýður úr austri og vestri yrði lelddur þar til borðs? En Jesú var alvara, og alvöru- orð hans stefna gegn öllum trú- [ arhroka enn í dag. „Vér einir vitum. Vér einir eig- um allan sannleika". Vér þekkj- um þessi orð jafnt frá rétttrún- aðarmönnum innan trúarbragða sem stjórnmála. Og heimskan sem þessum orðum ræður, hneykslar marga hugsandi menn og fjarlægir þá samfélagi „hinna trúuðu". Hver er sá, að hann megi sorg- laus vita sál sinni borgið? Eigum vér þá að vera í full- kominni óvissu um það? Er hjálp ræðisvissa kristindómsins ekki annað en blekking? Leiðir Guðs með mannssálina eru margar. Lyklavöld í ríki himnanna eiga hvorki einstakar klíkur né kirkjufélög, sem ein þykjast eiga sannleikann allan, ein eiga hjálpræðið víst, og standa með óvild umburðarleys- isins andspænis þeim, sem öðru- vísi trúa. En hvað er þá um hjálpræðið Hver á það víst? Við lausnarmátt guðlegrar elsku er vonin bundin. Við kær- leikann, sem í mannssyninum tók á sig þjónsmynd og gerðist fá- tækur vor vegna, svo að vér auðgumst af fátækt hans. Kær- leikur hans er hafinn yfir þær fiakmarkanir, sem kreddur og hjátrú setja. Þess vegna koma menn „frá austri og vestri“, óvæntir gestir og verða leiddir til borðs í guðsríkinu. Treystu Guði. I faðmi hans rúmast fleiri en þú veizt, og þar er þér ætlað rúm. En stundaðu varúð í dómum um aðra og þeirra trú. Stundaðu auðmýkt. Hún hælir þér bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.