Morgunblaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 28. ágúst 1960
MORCTJNIU AÐltí
23
Sig'ltng á Ángermanálven.
— Hoffellssandur
Framh. af bls. 17
þörfin á sliíkri rannsóknarstöð,
einkum hér á Norðurlöndum, þar
sem áhrif frosta eru mikil otg
kanna þarf ýms fyrirbæri jökul-
vatna. Þótt rannsóknastofur séu
dýrar, bæði í stofnkostnaði og
rekstri, verður niðurstaðan venju
legast sú, að þær eru ódýrar, þeg-
ar á heildina er litið. í fyrsta lagi
er hægt að gera á ranrtsóknarstotf
unum þær tilraunir, sem vart eru
framtkvæmanlegar úti, og í öðru
lagi er hægt að gera tilraunir í
modelum á nokkrum dögum, sem
taka myndu tugi ára úti í hinni
frjálsu náttúru. Þannig er hægt
í senn að afla þekkingar á ódýr
an hátt og skömmum tíma og hag
nýta þá reynslu við mannvirkja-
gerð og annað, sem að verkefn-
inu lýtur.
Rannsóknarstöðin vakti óskipta
athyglj þeirra, sem sóttu land,-
fræðiráðstefnuna. Sökum þess að
viðfangsefnið — auravatn — er
fslenzkt, var óg þarna um nokk-
urn tíma og fór jafnframt á veg-
um Uppsalaháskóla að vatnatil-
raunastöð ('hydraulic laboratory)
Kungl. Vattenfallsstyrelsen.
Stöðin í Álvkarleby
Stöðin er í Álvkarleby við Dal
alven. Þar eru model atf öllum
virkjunarstöðum í Sviþjóð, þar
sem rafstöðvar eru í byggingu eða
áætlað er að reisa stöðvar á næstu
árum. Tilraunastöð var reist
þarna 1943, en 10 árum síðar var
hún stækkuð verulega, svo að nú
er flatarmál bygginga 4250 ferm.
Þótt mikið annriki væri á þessu
stóra heimili, varði florstjórinn,
dr. Angelin, miklum tíma I að
sýna mér og útskýra nákvæmlega
hin ýmsu verkefni og vandamál
tilraunastöðvarinnar. Þetta er
gert á þann hátt, að fyrst er dýpi
árinnar rnæit nákvæmlega og
landjslag hið næsta henni á þeim
stað, sem rannsaka á, og fruma-
ætianir gerðar um staðsetningu
mannvirkja. Þá er líkanið gert
venj'Ulegast í mælikvarða 1:25 til
1:100. Síðan plastefni komu til
•ögunnar, er modelsmíði eintfald-
ari en áður var. Með líkaninu er
leitazt við að finna í senn ódýra
en trau-sta gerð mannvirkja.
Margt er að varast, umframvatn
rafstöðva, sem fler yfir háan stóflu
garð, hefur mikinn mátt til að
grafa neðan við stíflugarðinn og
getur á þann hátt eyðilagt undir-
stöðuna. Varast þarf hvirfla og
soig við inntök og í vatnsgönigum
og þá ber ekki síður að varast,
að loft, sem vatnið rífur með sér,
geti safnazt saman undir þrýst-
ingi inni í vatnsgöngum o.s.frv.
Timbri er fleytt eftir nær öll-
um virkjanlegum ám í Svíþjóð,
svo að gera þarf oft umfangs-
miklar modeltilraunir með vatns
rennur framhjá rafstöðvunum.
Bkki verður hjá því komizt, áin
verður að flá að halda áfram að
renna meðan á virkjunarfram-
kvæmdum stendur, en modeltil-
raunir sýna hvernig hagkvæm-
ast er að staðsetja bráðafoirgða-
stíflu. Modelkostnaður er otft ná-
lægt 0,25% af he ild a rkost n a ði
vatnsaflsstöðvar. Dr. Angelin
lagði áherzlu á að modelið stæði
í tilraunastöðinni allan tímann
meðan á byggingarframkvæmd-
um stæði, því oft getur eitthvað
óvænt komið fyrir, svo breyta
þarf út írá upphaflegum áætlun-
um, og er þá nauðsynlegt að geta
rannsakað í skyndi hvaða afleið
ingar það hefur og hvernig breyt
ingin er hagkvæmust o.s.frv. Enn
fremur er æskilegt að modelið só
í tilraunastöðinni meðan verið er
að fá reynslu á vatnsvirkjunina,
svo að unnt sé að grípa til þess
ef með þartf. Ef eitthvað fer öðru-
SYNDIÐ 200 METRANA
v£si en ætlað var, er það tekið
til rækilegrar abhugunar og leit-
azt við að finna frumorsakir og
á þann hátt er safnað dýrmætri
reynslu.
Alþjóða landfræði-
ráðstefnan
Alþjóða landfræðiráðstetfnan
var í Stokkihólmi dagana 5. tii
13. ágúst og tóku þátt í henni
um 2000 manns. Það er ekki ætl-
unin að skrifa um hana í heild,
enda ekki hægt að fylgjast með
nema litlum hluta hennar, þvi
að samtímis voru fyrirlestrar á
8 stöðum. Ég lagði mig eftir því,
sem laut að vatnsföllum og jökl-
um. Þar var margt nýtt frá heim
skautalöndunum um hreyfingu og
tog jökulíssins. Heyra mátti
Rússa þylja langa skýrslu um
veðráttuna á eystri hluta suður-
'heimsskautssvæðisins, þar sem
meðalhiti ársins er -h56“C. Þar
er hinn kaldasti staður jarðarinn-
ar og þar hefur verið mælt 87“
frost samfara miklum veðurofsa,
vindhraðinn um 60 metrar á sek.
Til samanburðar má geta þess að
í hörðustu vindkviðum hér á
landi er vindhraðinn 40 til 50 m/s.
Bandaríkjamaðurinn dr. P. A.
Siple, sýndi litkvikmynd af
fyrstu vetursetu á suðurpólnum,
jarðfræðiárið 1957—’58. Þar sást
hvernig vísindamennirnir gengu
að störfum.
í vatnafræðí gaf að heyra um
hin ólíkustu viðfangsefm, t. d.
rannsóknaraðferðir, flokkun
vatnsfalla og hvernig ár byggja
upp og rífa niður lönd. Lagðar
voru fram óyggjandi tölur, er
sýndu hvernig þjóðir hinna þétt-
býlu ianda þurfa að vera á verði
og huga að sér, ef vatnsskortur
á ekki strax í nánustu framtíð
að þjaka þær alvarlega.
Mestu athygli vöktu niðurstöð-
ur úthafsleiðangranna. Sótt hafa
verið sýnishorn í þúsundatali nið
ur á regindjúp úthafanna og með
því móti hefur verið unnt að gera
grein fyrir hvað heimskautaísinn
(hafísinn) hefur flutt með sér af
grjóti og hvað hefur borizt út frá
ströndum landa með ís frá ám og
vötnum.
Margt skemtilegt bar við á ráð-
stefnunni ,sem vakti nokkra at-
hygli, t. d. heiðraði sendinefnd
Ráðstjórnarríkjanna hinn þekkta
sænska prófessor, H. Wison
Ahlmann, með 250 gramma orðu
úr skíra gulli fyrir störf í þágu
landfræðivísinda. Margir íslend-
ingar munu kannast við próf.
Ahlmann en hann var við rann-
sóknir á Vatnajökli á árunum
1934—’37, en þá var með honum
ungur sveinn, sem Sigurður Þór-
arinsson hét, og var nemandi
hans.
Al'lir þeir, sem ég átti tal
við á ráðstefnunni, vildu kunna
sem bezt skil á íslandi, þessari
jöklum grýndu eldbrunnu eyju
úti í hafi. Þekking manna var
æði misjöfn, en enginn var svo
fáfróður, að hann þekkti ekki
■V'atnajökul. Heklu og Thorarins-
son.
Áður en leiðir skilcki og hver
hinna 27, sem þátt tóku í fræðslu
ferðinni til sænskra fallvatna,
hélt til síns heima, þar sem verk
efnin bíða, var lagður grundvöll-
ur að samstarfi í geomorphology
undir forustu prof. Hjulström og
Sundborg.
Allar menningarþjóðir heims
leggja fram mikla vinnu og fé
til rannsókna á löndum sinum og
landgrunnum og miklir leiðangr
ar halda um úthöfin. Vér íslend-
ingar verðum að vinna að rann-
sóknum á landi voru af einbeibtni
og festu. Það verður ekki greint
frá sjálfstæði voru. Ef vér gerum
það ekki sjálfir, verða aðrar þjóð
ir til þess. Hvarvetna blasa við
verkefnin, úti við sjávarströnd
og inni á hájöklum.
Sigurjóu Rist
- Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
að standast raunina. — Heimsmet
Campbells í hraðsiglingu er nú
419 km á klst., sett í maí í fyrra.
• í FÓTSPOR FÖÐUR SÍNS
Donald Campbell er nú 39 ára
gamall, sem fyrr segir — fædd-
ur 23. marz 1921 — og er einka-
sonur Sir Malcolms Campbells,
sem lézt árið 1948. Donald ákvað
þá að feta í fótspor föður síns —
og fljótlega tókst honum líka að
hnekkja hraðsiglingarmeti Mal-
colms gamla. Eftir víðtækar til-
raunir og athuganir, þar sem á
ýmsu gekk, ákvað hinn hugum-
stóri, ungi maður að leggja allt
sitt fé 1 smíði nýs „Bluebirds“,
hraðbáts, er knúinn skyldi þrýsti
lofti. Og árangurinn lét ekki á
sér standa. Hinn 23. júlí 1955 setti
hann nýtt met á Ullswater-vatn-
inu — hraðinn var 337 km á
k!st. í september árið eftir bætti
hann enn metið, náði þá 375 km
•hraða — og 1957 komst hann upp
í 398 km. Stóð það met, þar til
14. mai í fyrravor, að hann náði
419 km hraða á Coniston-vatninu
í norð-vesturhluta Englands. Er
það núgildandi heimsmet í þess-
ari grein.
Og nú ætlar Cambell sem sagt
einnig að hrifsa til sín hraðakst-
ursmetið — og setjast siðan í
helgan stein sem „fljótasti mað-
ur veraldar“ til lands og sjávar,
ef svo mætti segja.
Hér á síðunni fylgir með til
gamaiss yfirlit yfir heimsmet í
hraðakstri allt frá árinu 1914.
5KIPAUTGCRB KIKISINS
HERÐURBREIÐ
austur um land í hringferð 2.
september. Tekið á móti vörum
á mánudag og árdegis á þriðju-
dag til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar,,
Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, —
Bakkafjarðar, Þórshafnar, Rauf-
arhafnar og Kópaskers. Farmið-
ar seldir á miðvikudag.
Örii"íí um jrull
nn n
RÓM, 27. ágúst: — Ef ekkert
sérstakt óhapp kemur fyrir, er
hin 17 ára þýzka stúlka Ingrid
Kramer örugg um að vinna gull-
verðlaunin í dýfingum. í gær-
morgun hafði hún lokið við 7
umferðir í keppninni og eftir
þær náð það öruggri forustu að
varla eru taldar líkur á að hún
geti tapað, en þrjár síðustu um-
ferðirnar áttu að fara fram síð-
degis í dag Ingrid Kramer, sem
er efnafræði-stúdent frá Dresd-
en, stökk þrjár umferðirnar i
morgun með miklum glæsileik,
enda hefur hún sýnt mikið ör-
yggi í öllum umferðunum og sig-
ur hennar aldrei verið í hættu.
Eftir keppnina í gærmorgun
— Æskulýðsmót
Framhald af bls 22.
allir ánægðir er það sóttu. —
Stundin í Hóladómkirkju var há-
tíðleg og hápunktur mótsins. —
Unglingarnir sungu sálmana af
gleði og með þrótti. Og þegar
þeir sungu Áfram Kristmenn,
Krossmenn, var auðfundið að
þeir vildu vera í þeim hópi og
eiga ljós Krists og starfa fyrir
hann.
Óskandi er, að fleiri mót lík
þessu séu haldin. Fermingar-
barnamótin eru ágæt, en það þarf
líka mót fyrir eldri unglinga.
Hið nýstofnaða Æskulýðssam-
band kirkjunnar í Hólastifti hef-
ur hug á að skipuleggja og sjá
um fleiri mót á félagssvæðinu á
næsta ári.
F. h. Æ. S. K„
Sigurður Guðmundsson.
hafði hún náð 98,38 stigum. önn-
ur í dýfingakeppninni var rússn-
eska stúlkan Ninel Krutova með
92,19 stig og þriðja kanadiska
stúlkan Irene MacDonald með
91,23 stig. Fjórða var Paula Pope
frá Bandaríkjunum með 90,02
stig. Brezka stúlkan Liz Ferris
var fimmta með 89,46 stig og
sjötta var hollenzka stúlkan Du
Pon með 88,81 stig. (Blaðið fer
það snemma í prentun á laugar-
dögum, að það getur ekki, í dag,
flutt fréttir af öllum úrslitum
leikanna í gær.
Samkomur
Bræðraborgarstígur 34
Almepn samkoma kl. 8,30.
Allir velkomnir.
Fíladelfía
Brottning brauðsins kl. 4. —
Samkoma kl. 8,30. Grænlands-
trúboðarnir Dhalen og Reitung
tala. — Allir velkomnir.
Almennar samkomur.
Boðun fagnaðarerindisins
Sunnudagur: — Hörgshlíð 12,
Rvík, kl. 8 e.h. — Austurgötu 6,
Hafnarfirði kl. 10 f.h.
Hjálpræðisherinn
Sunnudagur kl. 11: Helgunar-
samkoma KI. 16,00: Úti-
samkoma. — Kl. 17,00: Hátíðar-
samkoma í dómkirkjunni. Kl. 20:
Herganga. Kl. 2,30: Hjálpræðis-
samkoma. Kl. 22,30: Herganga.
og útisamkoma. Ofursti Albro,
foringjar og hermenn frá íslandi
og Færeyjum ásamt Horna- og
strengjasveitum.
Dómkirkjan:
Hjálpræðisherinn heldur há-
tíðarsamkomu í Dómkirkjunni
kl. 5 e.h. í dag.
Schannong’s miiutisvarðar
0ster Farimagsgade 42,
K0benhavn 0.
Klæðskeri
óskast sem allra fyrsta að stórri saumastofu utan
Reykjavík. — Nánari uppl. um kaup og kjör veitir
starfsmannahald SÍS, Sambandshúsinu.
Starfsmannahald SfS
Góður bíll
Mjög vel með farinn Fiat-1400, árgerð 1958 til sölu
og sýnis að Freyjugötu 28 í kvöld og næstu kvöld
kl. 6—8. — Sími 13413.
Jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu
PÁLlNU SIGRÍÐAR STEINADÓTTUR
sem andaðist 21. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 30. þ. m. kl. 10,30 f. h. Athöfninni í kirkj-
unni verður útvarpað.
Þórhalltir Baldvinsson, Halldór Þórhallsson,
Þórunn Meyvantsdóttir og barnabörn.
Maðurinn minn
HLÖÐVER MAGNÚSSON
Kamp Knox E-22,
verður jarðaður þriðjudaginn 30. ágúst kl. 1,30 e. h. frá
Fossvogskirkju.
Sigrún Halldórsdóttir.
Þökkum hjartánlega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför bróður míns,
HJÓRLEIFS JÓNSSONAR
Fyrir hönd aðstandenda:
Jörgen Jónsson