Morgunblaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 8
8
MÓRGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. ágúst 1960
Og svo er hér sleinaballett.
Við endurtókum þessi orð
hans „í mínum anda“, „ettir
mínurn hugmyndum“. Hvað
áttu eiginlega við með því
Ferró? Eigum við að segja þér
hvað okkur datt í hug? Okkur
duttu beinagrindur í hug.
Ferró brosti. t>etta líkaði
honum ágætlega. Það getur
vel verið, sagði hann af mikilli
hógværð og næmri kurteisi.
En ég er vaxinn upp úr beina-
grindunium. Þið hafið kannske
ekki séð síðustu sýninguna
miína?
Nei, við vorum í París, við
vorum svo lánsamir!
Já, það má segja að lánið
leiki við ykkur blaðamennina,
sagði Ferró, en af þeirri al-
úð, sem einkennir hann. Hann
virðist ekki vera móðgunar-
gjarn, það er kostur.
Hann hélt áfram:
Þið hefðuð átt að sjá síðustu
sýninguna mína. Hann sagði
þetta af jafnmikilli hógværð
og þegar sveitakona býður
gesti að ganga í bæinn: Má
ekki bjóða ykkur mjólkur-
sopa? segir hún kánnski, eins
og ekkert sé sjálfsagðara í
þessarj veröld.
Ferró dró nú fram nokkr-
ar ljósmyndir og sýndi okkur.
Þær voru teknar í Listamanna
skálanum, þegar síðari sýn-
ing hans var þar haldin.
Hvað er þetta? sögðum við,
eru þetta geymmenn?
Eða manngeymar? svarar
Ferró brosandi. Hann hafði
gaman af þessu.
Manngeymar? átum við upp
eftir honum.
Já, svaraði hann, tómir
menn. Menn sem vantar í
heilabúið og eru reknir áfram
og settir upp á færibönd.
Og andlitið á hónum ljómaði
eins og í gamla daga, þegar
hann var á Kirkjubæjar-
klaustri og fékk kerti í jóla-
gjöf.
Já, sögðum við, já já, og
kinkuðum kolli.
En þá datt okkur annað 1
hug: Hvers vegna setja þeir
ekki hrossbein upp í 10 metra?
Já, þarna kom það, það var
lóðið. Hrossbein.
Og með þessa störhugmynd
gengum við niður í austur-
dyrnar.
Ferró sagði okkur frá stein-
unum, hvaðan þeir væru komn
ir, hvað þeir hétu og hvernig
þeir væru unnir. Hann sagði
að Ársæll steinsmiður Magnús
son hefði hjálpað sér til að fá
þessa steina, því hanrí ætti
gott steinasafn, sem hefði
hlaðizt upp á verkstæðinu
hans.
Nú, svo þú hefur ekki tínt
þá sjálfur? sögðum við fljótt
og ákveðið, því þarna var
snöggur blettur.
Nei, það hef ég ekki gert.
Ef þú hefðir safnað þeim
sjálfur, þá hefðirðu komizt í
nauðsynleg tengsl við íslenzka
náttúru, kynnzt henni af eig-
in raun, drukkið úr henni frjó
magn listarinnar — og áður
en við vissum höfðum við á
takteinum öll helztu vígorð
venjulegrar hátíðaræðu.
Ferró bjóst ekki við þessum
ósköpum. Hann hætti sem
snöggvast að skýra fyrir okk-
ur myndirnar og leit upp,
undrandi og glaður í senn.
Nei, þetta er alveg rétt hjá
ykkur, sagði hann auðmjúkur,
ég hef ekki fengið tækifæri til
að kynnast íslenzkri náttúru
með því að safna steinum það
VIÐ SKRUPPUM sem snöggv-
ast upp í Iðnskóla í fyrradag
að hitta Ferró að máli Ferró
er sá af íslenzkum málurum,
sem hefur gaman af beina-
grindum og tanmhjólum, ef það
skyldi hafa farið fram hjá
einhverjum. Auk þess er hann
kunnur fyrir að hafa farið til
ísraels ásamt konu sinni og
haldið þar málverkasýningar.
Segja íslendingar í París að
hann hafi komið þaðan aftur
með nokkrar töskur ful'lar af
peningum, en þó er áreiðan-
lega engin hætta á að hann
hafi komið með alla peninga
Gyðinganna með sér,
Já, það var rétt. Við fórum
á fund Ferrós upp í Iðnskóla,
þar sem hann hefur svolitla
kompu undir dótið sitt, en
ferðinni var ekki heitið til að
skoða hana, heldur tvær mós-
aikmyndir, sem listamaðurinn
hefur gert við austurinmgang
skólans. Eru þær allnýstárleg-
ar og gaman að virða þær fyr-
ir sér, því hugmyndaflug
Ferrós er ekki við eina fjöi
fellt. Þegar gengið er um dyrn
ar er á vinstra vegg prófíl-
mynd sem gerð er úr verkfær-
um, en myndin á hægra vegg
er sett saman úr ýmiss konar
formum, og eru sum beirra
í stíl við kringlótta glugga
byggingarinnar.
Við gengum nú inn um þess-
ar merkilegu dyr og upp á loft.
Þar hittum við Ferró, þar sem
hann var að paufast við að
pakka niður dóti, því hann er
á förum til Frakklands innan
skamms.
Við fóruim auðvitað að tala
um list. Ferró sagði að nútíma
listin kæmi mjög víða fram í
gömlu listinni, einikum renis-
ansinum.
Ég var að skoða málverk
eftir Rubens, sagði hann, og
gerði sérstakar athuganir á
skeggi eins postulans. Þá sá
ég að skeggið var málað í
stíl taschismans. Síðan atíhug-
aði ég sokka postulans og
rendurnar í þeim, og þá kom
Paul Klee í ljós. Svona mætti
ifqun* ovÁun* Saqt
það Júdas?
halda áfram. Það er margt
stórkostlega gott í gömlu list-
inni, og ég held hún sé full-
komnari en sú nýja að því
leyti, að hún er ekkf eins per-
fekt, hún er ekki eins þröng og
örugg. í nútímamiálverkin
vantar óvissu, spennu. Að
horfa á list ætti að vera eins
og ríða úlfalda, það hef ég
gert, í miðju skrefi er maður
ekki viss hvort maður fer
aftur á bak eða áfram. Og svo
er eitt, sem gömlu málararnir
höfðu, en mér finnst marga
nútímamálara vanta, það er
úthaldið. Apar geta málað
Ijómandi fallegar myndir og
náð góðum formum, en þá
vantar úthald.
Við spurðum hvaða postuli
þetta hefði verið, sem hann
var að lýsa fyrir okkur. Var
það Júdas? sögðum við.
Nei, svaraði Ferró, ég held
það hafi verið Pétur gamli.
Þetta er þá í lagi, sögðum
við. En heyrðu Ferró, hvernig
stendur á því að mannsfígúran
þarna niðri við dyrnar er sett
saman úr verkfæramynduim?
Það er ofureinfalt, sagði
Ferró. Þessi mynd er gerð í
mínum anda, eftir mínum hug
myndum. Ég er að reyna að
gera nemendunum ljóst með
þessari mynd, hvað mannleg
þau eru þessí verkfæri, sem
þeir vinna með. Taktu bara
eftir því hvað auðvelt er að
setja verkfæri í hrúgu, svo
út komi mannsmynd.
Handverk verður að hafa sögu
legt gildi líka. Ég vil ekki tala
um listaverk, ég vil tala um
handverk eins lengi og ég get.
Tíminn einn hefur leyfi til að
tala um listaverk, hann tínir
þau úr.
Við spurðum nú hvort hon-
um fyndist manngeymar ein-
kennandi fyrir okkai tíma.
Jú, hann var ekki frá því.
Og svo fór hann að tala um
vélar, verksmiðjur, spútnika
og þotur af slíkri kunnáttu, að
við stóðuirnst ekki mátið en
sögðum: — Heyrðu Ferró,
heldurðu ekki þú vildir frek-
ar að hann Gislí Halldórsson
verkfræðingur ætti samtal við
þig?
Hann sinnti ekki þessari at-
hugasemd, en klykkti út með
' eftirfarandi orðum :
Þeir sem smíða sputnikana
og gervitunglin, eru komnir
lengra en myndhöggvarar og
málarar. Sem sé: Það er til
list í Sovét.
Þú álítur þá að tæknin sé á
undan listinni, ítrekuðum við.
Já að þessu leyti, svaraði
hann ofur rólega.
Svo fór hann að tala um
hvað það væri fallegt form á
lítilli töng, sem hann notar
til að grípa utan um steinana,
þegar hann gerir mósaikmynd
ir. Hann bar hana við ljósið
og sagði: Sjáið þið nú hvað
þetta er fallegt! Þetta gerði
ólærður maður á ftalíu. Hugs-
ið ykkur nú bara, ef þetta
væri sett upp í 10 metra.
Verkfæri í prófíl. ♦
er alveg rétt. Þetta eru bara
landráð. En það er gott, mað-
ur á þá eitthvað eftir, bætti
hann við.
Svo hélt hann áfram að út-
skýra steinana. Þessi heitir
Rosso dí Verona — rauður
frá Veronu. Þessir steinar eru
víðs vegar úr Evrópu, hélt
hann áfram.
Já, einmitt sögðum við. Hér
er Evrópumenningin sem sagt
komin á einn stað — en Ferró
hlustaði ekki, hélt bara áfram
að tala um steinana, og kann-
ski við þá í hljóði.
Hér á veggjunum eru 18 eða
20 tegundir af náttúrusteinum,
sagði hann. Hér er gabbró úr
Hornafirði, líparit úr Esjunni,
hrafntinna innan úr Land-
mannalaugum og ýmsir stein-
ar aðrir. Þeir stærstu eru frá
Skeiðarársandi. Og svo er
hérna líka völuberg, það
finnst mér skemmtilegt nafn.
Af hverju? spurðum við.
Af því það ber svip af land-
inu. Það hefur sömu áhrif á
mig og Dynskógar, já Dyn-
skógar, Bláskógaheiði og svo-
_ leiðis þjóðlegheit. En sjáið hér
þetta gæti verið vélablóm eða
eitthvað sem hringsnýst, fólk
vill að allt snúist. Og þetta
hér gæti verið múrskeið. Og
svo er hér steinaballett í
kringum þetta stóra gler úr
glerverksmiðjunni.
Hvaða glerverksmiðju?
Þessari einu, svaraði Iista-
maðurinn, en af einhverjum
ástæðum er glerið gallað og
þess vegna hirti ég það.
Við minntumst á beinin áð-
an, Ferró. Segðu okkur, ertu
haldinn ofsalegri dauða-
hræðslu?
Nú varð handverksmaður-
inn hissa.
Nei, alls ekki, svaraði hann.
Ég hugsa aldrei um dauðann,
en bein eru það form, sem
sízt breytist. Bein halda lögun
sinni marga áratugi eftir dauð
ann. Form þeirra er fallegt.
Það er nauðsynlegt fyrir lista-
menn að þekkja hlutföllin í
náttúrunni, og þau koma bezt
fram í beinagrindum. Þess
vegna er líka nauðsynlegt fyr-
ir listamenn að þekkja vel
beinagrindur.
Sem sagt: að þeir þekki
sjálfa sig, sögðum við með
spekingssvip.
Það miá vel vera, svaraði
Ferró, það má vel vera. Ríkið
á að veita listamönnunum sem
flest tækifæri til að geta stúd-
erað bæði sjálfa sig og aðra.
Þið vitið að listin er hættuleg
og menn verða að h&fa næði
til að geta stundað hana, já
listin er stórhættuleg það
gerir tízkan. Nú er alit upp á
gráa litin-n í París og þeir
bjóða manni mikil fríðindi -yr
ir að vinna í gráu, þeir vilja
nefnilega selja. En listámenn
verða að hafa það rólegt og
gott til að standast ffeistmg-
una. Eiginlega finnst mér það
ætti að gera al!a málara að
dyravörðum. Það er rólegt
starf, vel borgað, og svo er
hægt að fá vinnukonu ti! að
loka gluggunum á kvöldin.
Með þessum orðum kvaddi
Ferró okkur til að halda út í
heim, ákveðinn í því að selja
sig ekkí gráa litnum. — M.