Morgunblaðið - 31.08.1960, Síða 6

Morgunblaðið - 31.08.1960, Síða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Mið'vik'udagur 31. ágúst 1960 SPILIÐ, sem hér fer á eftir er gott dæmi um hve nauðsynlegt er að vera varkár og athuga vel hvaða spil eru gefin í eða látin út. í spili þessu spila bæði sagnhaf inn og varnarspilararnir vel. — Sagnirnar gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 gr. pass 2 gr. pass 3 gr. pass pass pass é> A 10 7 3 V A D 2 ♦ G 4 * G 7 5 4 A G 9 8 V 10 8 ♦ 10 6 3 * A D 9 8 2 N s D 6 5 4 7 6 5 3 D 9 8 2 3 * K 2 V KG94 ♦ A K 7 5 4 K 10 6 Vestur lét út spaða 3 og spaða S er látin í úr borði. Nú er mjög mikilvægt hvað Austur lætur í. Ef drepið er með drottningu þá fær Norður alltaf slag á gosann. Austur á því að gefa spaða átt- una og láta spaða 6 í og gefa þannig til kynna, að hann hafi áhuga á, að litunum sé spilað aftur. í>að er að vísu rétt að erf- itt er fyrir Austur að sjá að hann eigi að gefa spaðaáttuna, en þar sem Suður opnaði á grandi þá á hann örugglega annaðhvort ás eða konung í spaða, og ef svo er, þá fær Norður örugglega slag á gosann, ef drottningin er látin í. Hvort sem sagnhafi fær einn eða tvo slagi á spaða, þá er aðal- litur hans lauf og spurningin er hvernig spila eigi til að fá 5 slagi á lauf. Margir myndu óhugsað láta út laufa 6, drepa með drottn- ingu, láta síðan laufa 2 úr borði og þá kemur í Ijós, að Vestur á 4 lauf, laufatvistur er drepinn með konungi og laufatían látin út og nú kemur í Ijós að þótt tíunni sé svínað, þá er engin innkoma á borðið til að taka laufaslagina. Augljóst er að laufatíuna verður að láta út í byrjun og það gerði sagnhafinn i spilinu hér að framan og gat hann því svínað laufa 9 seinna með því að láta út laufa 6. Sagn- hafi fékk 8 slagi og tapaði því einum, en spilið er gott dæmi um góða vöm og varfæmi sagnhafa. Ingólfur Isebarn og Ólafur Ág. Ólafsson sjást hér á myndinnl eftir keppnina á laugardaginn, sem Ingólfur vann og er Reykja- vikurmeistari í golfi 1960. Ingólfur Isebarn Reykjav'ikurmeistari í golfi GOLFMEISTARAMÓTI Reykja- víkur lauk sl. laugardag. 1 meist- araflokki kepptu þeir Ingólfur Isebarn og Ólafur Ag. Ólafsson og sigraði Ingólfur 3—4. Þetta er í þriðja sinn, sem Ing- ólfur verður Reykjavíkurmeistari enda mjög harður keppnismaður og er nú i góðri þjálfun. í 1. flokki kepptu þeir Sigurjón Hallbjörnsson og Guðlaugur Guð jónsson og bar Sigurjón sigur úr bítum, var 4 holum yfír er 3 voru eftir. Óku á jarðsprengju Urðu fyrir geislun LONDON, 23 ágúst — (Reuter). — Moskvuútvarpið skýrði frá því í dag, að mýs, sem verið hefðu um borð í geimfarinu rúss- neska ásamt hundtíkunum „Strelka“ og „Belka“ hefðu orðið fyrir áhrifum af geimgeislum. — Mýsnar, sem voru svartar að lit, hefðu orðið hvítar nokkru eftir að þær komu aftur til jarðarinn- ar. Sagði útvarpið að mýsnar hefðu verið af sérstakri tegund, sem mjög væri næm fyrir geisl- un. — SEOUL, S.-Kóreu, 25. ágúst. — Bandarískur hermaður lét lífið í sprengingu hér skammt frá í gær og annar særðist alvarlega. Bandaríkjamennimir óku í jeppa sínum yfir gamla jarðsprengju, sem sprakk — með fyrrgreindum afleiðingum. Sigurjón Hallbjörnsson, Rvík- urmeistari í 1. flokki. íslenzk Ijóðabók í grískri þýðingu í JÚNIMÁNUÐI kom út í Aþenu fyrsta íslenzka Ijóðabókin í grískri þýðingu. Er hér um að ræða ljóð eftir Sigurð A. Magnús son sem þýdd voru af ljóðskáld- inu G. S. Patríarkeas í samvinnu við höfundinn. Bókin nefnist Pauffi Baldurs og önnur Ijóff, og hefur að geyma 17 ljóð, nokkur þeirra óbirt á íslenzku, þeirra á meðal lengsta Ijóðið, „Dauði Bald urs“. Tólf Ijóðanna í þessari bók birtust í safninu ,6 ljóðskáld“ í fyrra og eitt í ljóðabók höfundar, „Krotað í sand“ (1958). Ennfrem ur hefur eitt þeirra birzt á ensku í bandaríska safnritinu „New World Writing“ (No. 15). Sig- urður skrifar formála fyrir ljóð- unum þar sem hann rekur m. a. goðsögnina um Baldur og Loka til glöggvunar grískum lesendum. Bókin er 32 bls. í stóru broti og sérlega vel til hennar vandað. Allmikið hefur verið um bók- ina skrifað síðan hún kom út, og fara hér á eftir glefsur úr þremur dómum: Ódysseas Elýtis. annað kunn- asta núlifandi ljóðskáld Grikkja, segir m. a. „Þessi ljóð eru meðal 'hinna merkilegustu sem ég hef lesið í langan tíma. Þau tjá sanna tilfinningu nútímamannsins gagn vart hlutunum, og tjáningin er svo eðlileg og óþvinguð, að mig furðar stórlega á hvernig þýð- andinn hefur getað varðveitt hana“. Takis Varvitsíótis, sem hlaut grísku Ijóðskáldaverðlaunin í fyrra, skrifar m. a.: „Maður á þess sjaldan kost að heyra skálda raddir sem eru eins tónhreinar og rödd þessa íslenzka ljóðskálds. Ég var í sannleika sagt heillaður af Ijóðunum, enda eru mörg þeirra hreinustu perlur. Ljóðlist hans býr I senn yfir lýrískum innileik og íhygli og dregur upp snjallar, frumlegar og óþvingaðar myndir, en hún er framar öllu persónuleg, verðleiki sem ég a. m k. met mjög mikils“. Tatjana Stavrou, kunn skáld- kona og gagnrýnandi, segir m. a.: Þessi bók vekur okkur framandi * Sigurffur A. Magnússon * kenndir eitt'hvað fjarrænt en jafn framt sérlega mennskt sem finn- ur hljómgrunn í okkur... í „Dauða Baldurs“, fyrsta langa ljóðinu í safninu, er goðsögnin samofin hár beittum sýmbólisma og inntak mannlegrar reynslu órjúfgnlega bundið tærri ljóðlist. Ég marg las það. Það er eitt þeirra ljóða sem við endurtekinn lestur opin- bera lesandanum stöðugt nýja og óvænta leyndardóma, vekja hon- um endurnýjaða gleði“. Til Indlands Sigurður A. Magnússon hefur dvalizt í Grikklandi siðan í janú- ar í boði grísku stjórnarinnar og ferðazt víða um landið. í byrjun október fer hann til Indlands og mun dveljast þar þrjá til fjóra mánuði á vegum Indian Council for Cultural Relations. Mun hann ihalda fyrirlestra um íslenzk efni í helztu borgum Indlands og koma þar upp sýningum á mál- verkaprentunum Helgafells. í janúarbyrjun mun hann taka þátt í hátíðahöldum í tilefni af 100 ára afmæli hins heimskunna ind- verska skálds Tagores, sem fram fara í Bombay, og halda þar fyrir lestur um skáldið. liiiiiílHíi iiHiHHiiiL Börn stela hjólum og bílum Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið. Það er því mikils virði að kynslóðin, sem er að vaxa upp, fái góðar ráð leggingar og ábendingar þeg- ar á unga aldri. Eitt af því, sem ung börn skilja ekki. er að þau megi ekki taka alla hluti sem þau sjá og leika sér að þeim. Foreldrar verða oft að leggja á sig töluverða vinnu við að koma litlu skinn unum í skilning um að virða það sem önnur börn eiga, og láta það afskiptalaust En það er mikils virði fyrir börnin sjálf, að foreldrarnir leggi á sig það ómak að brýna fyrir þeim að virða eignaiTétt ann- arra og það getur orðið barn- lega fyrir því. Því miður virðist nokkuð skorta á að foreldrar brýni helgi eignarréttarins fyrir börnum sínum. Móðir hringdi til Velvakanda og sagði frá því, að þríhjóli og litlum bíl hefði verið stolið frá tveim- ur ungum sonum hennar. — Þetta var þeim mun átakan- legra þar sem drengirnir voru fatlaðir á fótum og þeirra helzta dægrastytting hefur verið að leika sér heima við að hjólinu og bílnum. inu ómetanlegt þegar það vex á legg, að þessir hlutir hafi snemma verið brýndir ræki- Þeir gráta svo mikið nokkrum dögum og hafði sömu sögu að segja. T.veimur bí'lum hafði - verið stolið frá sonum hennar, fjögra og fimm ára. Bað hún Velvakanda að koma því á framfæri til for- eldra baranna, sem hefðu hnuplað þessum bílum, hvort þeir gætu ekki hlutazt til um að börnin skiluðu þessu aft- ur — drengirnir mínir gráta svo mikið, bætti hún við. Velvakándi vill hér með alvarlega skora á alla for- eldra að fylgjast með því hvort börn þeirra taka leik- föng annarra barna ófrjálsri hendi. Börnin gera sér ekki ljóst hve alvarlegan verknað er um að ræða, né hve hættu lega braut þau eru komin út á. En það er þeim sjálfum og foreldrum þeirra fyrir beztu, að tekið sé fyrir þetta í tíma. Önnur kona hringdi fyrir Trjágreinar FERDIIMAIXID út yfir götu Maður nokkur hefur komið að máli við Velvakanda og sagt frá hættulegum trjá- greinum við Freyjugötuna. Þær slúta þar yfir gangstétt- ina og menn sem eiga leið um verða að beygja út á akbraut- jna til að komast áfram. Má búast við hættum þarna þegar dimma tekur, hélt mað- urinn áfram, því það er allt annað en þægilegt að þurfa að beygja út á götu og sjá ef til vill ekki hvað framundan ■ iM ;hiVÁ is-y. er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.