Morgunblaðið - 31.08.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.08.1960, Qupperneq 11
Miðvikudagur 31. ágúst 1960 MORGVNbLAÐIÐ 11 ♦ keppni Ein af leikkonunum fer með bæn til guðdómsins þar sem hann er beðinn að kveikja eldinn og blessa Ólympíuleikana í Róm. — Á stöplinum stóð fyrrum stytta af Seifi. Ólympíueldurinn afhentur drekkja honum. Pelops vann bæði Ippódamíu og ríki föður hennar, en glæpir Pelops-ættar- innar margfölduðust og urðu langlífir í grískum sögnum — Pelopsskagi dregur nafn af þess um fræga Akkea. Sagt er að sögnin um Pelops hafi orðið tilefni til kappreiða og kappakstra í Ólympiu, sem eiga að hafa átt sér stað til minn ingar um þennan forsögulega at- burð. Aðrir héldu því fram að hetjan Herakles hefði stofnað til Ólympíuleikanna til heiðurs föð ur sínum, Seifi. Herakles á að hafa afmarkað hinn helga fer- hyrning sem nefndur var Altis, þar sem helgidómarnir stóðu. Nafnið Ólympía er talið koma af fjallinu Ólympos, heimkynni Seifs og annarra guða Forn- Grikkja. Saga Ólympíu og leikanna þar tekur yfir meira en þúsund ár, frá forsögulegum tímum fram til ársins 393 e. Kr. Fyrsta helgihaldið í Ólympíu til heiðurs Seifi eða til minn- ingar um goðsagnahetjumar Pelops og Herakles virðist hafa farið fram á öðru árþúsundinu f. Kr. Hins vegar virðist gyðjan Gea (Móðir jörð) hafa átt helgi dóm í Ólympíu áður en Seifur kom til sögunnar (hún ríkti líka í Delfí áður en Appollón kom þangað). Á 9. öld f. Kr. varð Ólympía friðhelgur staður og um svipað leyti varð það viðtekin regla að leggja niður allan ófrið um gervallt Grikkland mánuðinn sem Ólympíuleikarnir fóru fram. Árið 776 f. Kr. var byrjað fyrsta hlauparanum. að gera skár yfir sigurvegaran® í Olympíuleikunum. Upp frá því var grískt tímatal miðað við fjögra ára tímabilið milli Ól- ympíuleikanna, sem nefnt var „Ólympías“ og hófst með hverj- um nýjum leikum. Á árunum 576—572 f. Kr. börð ust Písa-búar og Elís-búar um yfirráð Ólympíu og lauk þeirri viðureign með því að Elís náði algerum yfirráðum yfir hinum helga stað. Hófst nú mikið upp- gangstímabil í sögu Ólympíu sem varð samkomustaður allra grísku mælandi manna bæði í Hellas og nýlendunum meðan á leikun- um stóð. Glæsilegar byggingar voru reistar og beztu listamenn Grikklands kepptust um að skreyta staðinn óviðjafnanleg- um listaverkum Á árunum 431—404 f. Kr., þeg- ar Pelopsskaga-stríðið geysaði, týndi Ólympía nokkru af ljóma □--------------------a Fyrri grein □--------------------□ sínum. Eftir stríðið fóru atvinntt menn að taka pátt í keppninni, en fram til þessa tima höfðu verið strangar gætur á þv; að engir nema áhugamenn tækju þátt í Ólympíuleikunum. Árið 146 f. Kr. tóku Rómverj- ar Grikkland. Rómverski keisar inn Hadrianus reyndi að endur- vekja fyrri glæsileik Ólympíu, sem um langt skeið hafði verið I afturför. Framh. á bls. 12 Sigurður A. Magnusson: ÖLYMPlA tákn drengilegrar Á VESTURSTRÖND Pelops- skaga, 340 kílómetra frá skark- ala Aþenu, liggur einn af fræg- ustu helgidómum Hellena til forna, borgin Ólympía, sem enn í dag kemur við sögu í íþrótta- lífi heimsins, þó í smáu sé. Borg- in stendur í fögrum, gróðurmikl- um og friðsælum dal fjarri al- faraleiðum, og m. a. af þeim sökum fór hún að mestu varhluta af hinum tíðu og grimmilegu skærum sem hrjáðu grísku borg ríkin. Að sjálfsögðu varð hún fyrir skakkaföllum endrum og eins, en lega hennar bauð ekki heim ófriði á sama hátt og t. d. lega Delfí eða Kórintu. Upphaflega laut Ólymía borg- ríkinu Písa, sem lá 5 kílómetra fyrir austan hana, en Elísbúar í norðri náðu henni á sitt vald og stjórnuðu henni meðan hún bar mestan frægðarljóma. Borg- ríkin sem einkum deildu eða börðust um völdin í Olympíu voru Písa, Eli's, Sparta og Argos. Það voru Akkear sem byggðu þetta svæði sem og mestan hluta Norðvestur-Grikklands, en sá þjóðflokkur setti ekki nærri eins sterkan svip á menningarsögu Grikklands eins og aðrir grískir þjóðflokkar, einkum Jónar og Dórar. Ólympía var byggð í Alfíos- dalnum á lítilli tungu þar sem ámar Kladeos og Alfíos (lengsta áin á Pelopsskaga) koma sam- an. Ólympía var ekki borg í hin- um venjulega pólitiska skilningi, ■heldur var hún helgidómur og miðstöð íþróttaiðkana Þegar tímar liðu varð síðari þátturinn æ sterkari í lífi hennar, þó trú- arlegt hlutverk hennar félli aldrei úr gildi. Delfí var annar slíkur helgidómur og miðstöð í- þróttaiðkana, en þar varð trúar- lega hlutverkið mikilvægara. Delfí reyni líka að hafa áhrif á pólitiska sögu grísku borgríkj- anna, með misjöfnum árangri, þar sem Ólympía forðaðist hins vegar eins og heitan eldinn að hafa afskipti af innbyrðis deilum og baráttu borgríkjanna. Senni- lega átti þessi afstaða sinn stóra þátt í að gera Ólympíu að frið- helgum stað, sem öll grísku borg ríkin virtu. Vopnuðum mönnum var bannað að fara um Ólympíu. Það verður starx ljóst við heim- sókn til þessa helga staðar, að lega hans og staðhættir allir áttu ekki lítinn þátt í að skapa sögu hans og örlög. Goðsagnir og saga. Samkvæmt sögnum sem hið mikla skáld Pindaros (um 518— 442 f. Kr) tilfærir var upphaf- lega efnt til Ólympíuleikanna í minningu um frægan kappleik sem fram fór á þessum stað, þeg- ar goðsagnaprinsinn Pelops írá Litlu-Asíu, leiðtogi Akkea, kom til Elís. Konungur í Písa á þeim tíma var ínómaos, auðugur vald hafi sem var sérlega hreykinn af dóttur sinni, Ippódamíu („temj- ari hesta“), og spretthörðum hestum sinum. ínómaos vissi sam kvæmt spásögn að hann yrði drepinn af tengdasyni sínum. Þess vegna lagði hann svo fyrir að allir biðlar Ippódamíu skyldu heyja við sig kappakstur, og mundi sá sem tapaði engu týna nema lífinu. Þar eð konungur átti tvær afburðasprettharðar hryssur lirðu endalokin jafnan hin sömu. Þrettán biðlar höfðu farið sömu leið þegar Pelops birtist. Að ráðum Ippódamíu, sem var annað hvort orðin þreytt á biðinni eða hreinlega ástfang- in af hinum nýja biðli, mútaði hann Myrtílosi hestasveini kon- ungs til að sjá svo um að hjólin á vagni ínómaosar losnuðu í kappakstrinum, og varð það bani konungs. í stað þessa að launa Myrtílosi greiðann lét Pelops Líkan af Ólympíu eins og hún leit kringum 200 e. Kr. Lengst til hægri ( í austri) sér í endann á íþróttavellin- um og innganginn sem ligg- ur inn í hinn helga ferhyrn- ing. Fyrir norðan innganginn eru Fjárhirzlurnar tólf, en við endann á þeim stendur bogi með fjörmörgum lista- verkum, sem rómverski auð- maðurinn Herodes Attikus iét gera á árunum 154—160 e. Kr. Vestan við þetta mann- vxirki stendur hof Heru. Sunnan við það er örsmátt hof Pelops, en síðan kemur hið mikla hof Seifs, umkringt aragrúa af höggmyndum. — Fyrir framan Fjárhirzlurnar tólf stendur Móðurhofið. í norsvestur-horni hins helga ferhyrnings, vestan við hof Heru, stendur hringlaga bygg ing sem Filippus Makedóníu- konungur lét gera til minn- ingar um sigurinn við Ker- óníu árið 338 f Kr. Fyrir vest an Altis, vinstra megin á myndinni, er íþróttahöllin (gymnasíum) efst, síðan bú- staður prestanna og vinnu- stofa Fídíasar, en syðst hið mikla gistihús Leónídasar frá Naxos. Fyrir sunnan Altis, neðst á miðri myndinni, er svo „þinghúsið“ þar sem ráða menn borarinnar höfðu að- setur, og allraneðst súlnagöng i sem notuð voru til funda- 7 halda. Byggingin neðst til 1 hægri á myndinni er hús Ner- ós þar sem hann hafðist við þegar hann heimsótti Ólymp- íu. Frá því lágu súlnagöng uorður með vesturhlið íþrótta vallarins upp að inngangin- i um. Aðalinngangurinn til j Altis, hins helga ferhyrnings, sést greinilega fyrir austan „þinghúsið“. Byggingin efst á myndinni til vinstri, bak við hringhúsið, var „stjórnarráð“ og veizlusalur Ólympíu, þar sem æðstu embættismenn höfðu aðsetur og héldu sig- urverum leikanna og tignum gestum opinberar veizlur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.