Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1960, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. ágúst 1960 CLYDE MILLER "i — Nei, eftir svolitinn tíma . . . kartnske þegar þú kemur í jóla- fríinu . . . SUMARLEYFI Traill höfuðsmaður snerti arm hennar. — Það hefur átt sér stað misskilningur, Lotta, sagði hann. — Ég skal útskýra það allt fyrir þér. Hann virtist yfirkominn af auð mýkt og iðrun. — Farðu, dreng- ur minn, sagði hann. Seztu nið- ur, Lotta. Nú hélt Lotta ekki í mig leng- ur, svo að ég fór út, en hún sat eftir á legubekknum við hlið höfuðsmannsins og hélt áfram að tauta í hálfum hljóðum, eins og lömuð: — Misskilningur? Ég skil ekki, hvað þú ert að fara, Runci- íord. — Ég skal reyna að útskýra það fyrir þér, svaraði hann, auð- mjúkur. Hann var svo lengi þarna inni hjá henni, að við amma borðuð- um loksins hádegisverðinn okkar áður en hann var farinn. Ég fór svó upp í herbergið mitt og tók til við algebruna, af því að amma sagði mér það; þó með mjög hangandi hendi, en þá heyrði ég Lottu koma upp á ganginn og loka síðan að sér. Nokkrum mínútum síðar barði amma upp á hjá henni, og sagði: — Hérna er ég með matinn þinn á bakka, Lotta. I>ú hefur ekki smakkað mat í allan morgun. — Þakka þér fyrir, mamma, en ég er ekki svöng, sagði Lotta. Svo heyrðist glamur í diskum, þegar amman setti frá sér bakk- ann á borðið. — Maður þarf ekki að vera svangur til þess að geta borðað, sagði hún einbeittlega. Svo varð nokkur þögn. — Þú veizt, að ég er svo kvíðin vegna hans Jósúa, Lotta. sagði hún, — og ég vil fá að vita, hvað Runci- ford sagði við þig. Hvers vegna stóð hann svona lengi við? Lotta svaraði svo lágt, að varla heyrðist: — Þetta var allt sam- an misskilningur. Naomi laug að honum. — Misskilningur . . . neivsagði amma. — Veslings Runciford. — Hann vill giftast mér, sagði Lotta. Stutt framhaldssaga Nú varð þó nokkuð löng þögn, en loksins sagði amma: — Það vissi ég fyrir löngu. Og hverju svaraðirðu honum? — Því eina, sem ég gat, þegar svona er komið, sagði Lotta, sorg bitin. — Ég sagði nei. — Áttu við, að þú hafir hrygg- brotið hann? Ó. Lotta, hvers- vegna? sagði amma. — Þú sagðir sjálf, að þetta hefði eftir alít saman ekkert verið . . . að það hefði allt verið misskilningur. — Aðgættu, hvað þú segir, mamma, sagði Lotta áköf. — Ef Naomi lýgur að honum, er það enginn misskilningur. —'Er það þá bara Naomi, sem stendur í veginum, Lotta? Hann þarfnast þín. Og þú hans. Ég þarfnast þín ekki. Heldur ekki þarfnast kanarífuglarnir þín. Né heldur Jósúa, eða Maida Tolli, ver vinkona þín. Runciford Traill er einasta mannveran í heimin- um, sem þarfnast þín. Og hvað ætti það að gera til eða frá, þó að Naomi hafi logið að honum. Lotta svaraði með ákafa: — Það gerir einmitt allt til, eins og ég held þú hljótir að sjá, amma. Hún er heyrnar- og mál- laus, og að öllum likindum eitt- hvað einkennlega rugluð á söns- unum. Hvaða lygar heldurðu, að hún geti verið búin að segja hon um um mig, þegar við höfum verið gift í svo sem mánuð? Þú skilur þó, að hún yrði að vera hjá okkur? — Já, ég skil það vel, sagði, amma, en þú ert fjörutíu og tveggja ára og ekki nein tvítug yngismær? En hversvegna fór Naomi að Ijúga að honum? Hev urðu reynt að skilja það, Lotta? — Hún er afbrýðissöm, sagði Lotta. — Og það ert þú líka, Lotta. Hrædd um, að þú verðir ekki elskuð nógu mikið — rétt eins og þú ættir kröfu á því. Og þessvegna viltu heldur alls ekki — Á þennan hátt kemst égr alltaf fritt í bíó. Ég fer aftur á bak inn um dyrnar. elska. — Láttu mig í friði, sagði Lotta, dauflega. — Ég sagði þér, hverju ég svaraði honum og hversvegna. Ég vil hvíla mig; ég er dauðþreytt. Auk þess hélt ég, að þú værir ekkert hrifin af drykkjuskapnum hans. — Það var ég heldur ekki, en hann var ekki þin sök, sagði amma. Ég heyrði hana opna dyrnar. — Enn er tími til stefnu sagði hún. — Ekkert svar er loka svar. Síðan lokaði hún á eftir sér og gekk hægt niður stigann. Lík lega hefur Lotta frænka farið að sofa, þegar hin var farin. Að minnsta kosti heyrðist ekkert til hennar. Sjálfur var ég líka þreytt ur og ringlaður. Klukkan var orðin tvö og þá var ég einmitt vanur að fara í heimsókn til höfuðmannsins, en nú vissi ég, að þessir skemmtilegu dagar með bogaskotæfingunum voru liðnir — lokaðir niðri, rétt eins og riff illinn, sem hann hafði gefið mér, var lokaður inni í skáp, þar sem var koldimmt. Kannske færi hann með riffilinn í búðina og reyndi að fá að skila honum aft- ur. Það gæti hann vel. Riffill- inn var spánýr og algjörlega ó- notaður. Daginn eftir fékk Lotta frænka bréf frá manninum í New Orle- ans þar sem hann var að panta nýja sendingu af kanrífuglum. — Hvenær ferðu? spurði amma, rétt eins og hún óttaðist svarið fyrirfram. — í eftirmiðdag, sagði Lotta. — Ég eí búin að hringja til Maidu, og við förum einhvern- tíma síðdegis. Amma dró mig til sín, rétt eins og ég væri ein sönnun til viðbótar fyrir því, sem hún hafði verið að rökræða við Lottu. — Láttu mig þá eina um að tala við Runciford, sagði hún. — En ég tek enga ábyrgð á öllu því böli, sem þetta svar þitt getur valdið honum. Ég vissi aldrei almennilega við hvorn okkar höfuðsmann- ins hún átti með síðustu orðun- um, en hún herti takið utan um mig um leið og hún sagði þetta. En Lotta frænka vissi vel, hvorn hún átti við; það gat ég séð af augnatillitinu, sem hún sendi móður sinni, þar sen. hún stóð með bréfið frá New Orleans í höndunum. Hún hafði þegar sagt mér sögu Naomi um, að ég hefði ráðizt á hana, og síðan játningu hennar, að þetta væri alltsaman upp- spuni, og að höfuðsmaðurinn hefði beðizt afsökunar á öllum þeim leiðindum, sem þetta hefði bakað okkur. Ég sagði alls ekki Lottu frá neinu, sem gerzt hafði þarna um daginn, ekki einu sinni þegar hún gekk á mig með lymskulegri spurningu og sagði: — Eitthvað hefur nú komið fyrir hjá ykkur, þarna inni í húsinu . . — Nei, sagði ég. — Þar gerð- ist ekki neitt. — Ég þarf vonandi varla að segja þér, að þessar heimsóknir þínar verða að hætta, sagði hún. — Gott og vel, frænka. — Þú ert annaðhvort mjög til finningalítill eða þá greidarlítill, sagði hún. — Þetta sýnist alls ekki hafa komið neitt við þig . . . Síðan sleppti hún mér. Ég nefndi það ekki við hana, að mér fannst ég hafa brugðizt Traill höfuðsmanni, og að ég gerði það ekki, var af þvi að mér fannst ég hafa brugðizt Naomi á sama hátt. Við fengum heimsókn, daginn sem Lotta frænka fór til New Orleans. Dísí kom „rétt til að líta inn“ til okkar. Svo sátum við þrjú úti á sólsvölunum, amma með saumana sína við hlið sér á borðinu, Dísí með kaffi- bolla og ég með myndaþraut, sem hét „Túlípanauppskera í Hollandi“. Lotta var uppi að ganga frá farangri sínum. Kanarífuglinn hoppaði um í búrinu sínu, töndlandi korn og lagandi úfið fiðrið á sér, og tísti svo við sjálfan sig, tndrum og eins. Hann var alveg búin að af rækja hreiðrið. — Ég er hrædd um, að ég fyndi seint út, hvar hvert stykki á að vera, sagði Disí og horfði á myndaþrautina hjá mér. — Hann er eins og hann pabbi hans, lið legur í höndunum. Ég man alltaf þegar hann pabbi hans, hr. Charles, var með hálsbólguna, þá sat hann úti á svölunum með svona myndaþraut, timunum sam an. Þér munið það, frú Lucy? — Já, áþarflega vel, Dísí, svaraði amma og brosti til henn ar. Læknirinn var að segja hon um að fara varlega með augun í sér, en þú hélzt áfram að smygla til hans myndaþrautunum út um gluggann, eins og ekkert væri. Dísí lét snöggvast eins og hún skammaðist sín, ranghvolfdi í sér augunum í áttina til mín, glotti síðan og rak upp hlátur. Já, ?að er ekki nema satt, frú Lucy, sagði hún. — En hann bað mig svo innilega, að ég gat ekki neitað honum. Hann var alveg æstur i myndaþrautir. Auk þess höfðu augun hans ekkert vont af því, og heldur ekki augun hans Jósúa. Það blessað barn var fætt með fallegustu augu, sem ég hef nokkurntíma séð. Lotta frænka vatt sér nú inn og var að setja á sig hanzkana. — Ég er tilbúin, mamma, sagði hún. — Ég ætti ekki að verða meira en þrjá daga, og þú veizt, hvar hægt er að ná í mig ef á þarf að halda. Amma virtist eitthvað óróleg, rétt sem snöggvast, og leit ofur- lítið undan, hikaði, en sagði síð- an: — Mér finns þú velja óheppi legan tíma til að fara að heiman. Gremjusvipur færðist yfir and litið á Lottu. — Góða mamma, ég er að fara og verð ekki nema þrjá daga. Ég hélt, að þetta hefði verið útrætt hjá okkur. Amma laut fram og greip saumana sína, sem hún hafði lagt til hliðar. Hendurnar voru eitthvað skrítilega í vandræðum með silfurfingurbjörgina, sem hún hafðf á fingrinum. — Vertu sæl, Lotta; ég vona, að þið Maida fáið góða ferð . — Við verðum ekki lengi, mamma, svaraði Lotta. Mér fannst helzt sem henni þætti fyr ir því. Hún gekk yfir að skrif- borðinu sínu, leitaði þar að ein- hverju en skellti svo öllum skúff um í lás. Ég stóð upp, gekk að m a r t ú á PA'Hf... PONT ©HOOT/ NDER Wi-P/ TOM WAS ’SEt when he learnep THAT I'M A PEPirry 6AME WARPEN/ ■" WA/T f’AW/ THAT trail feller IS HEAPEP TOWARP MOCCASIN ISLANP/... GOTTA , STOP HIM/ w SHUT UP BOY...T WAS JEST GONNA SHOOT OVER HI5 HEAP AND SCARE HIM A LITTLE / — Hversvegna skyldi það ■hafa fengið svona á Tomma, að frétta að ég væri veiðieítirlits- maður? — Þessi Markús er á leið til Moccasineyjunnar! Ég verð að stöðva hann! — Pabbi, ekki skjóta! Biddu pabbi! — Þegiðu strákur, ég ætlaði aðeins að skjóta fyrir ofan höf- uð hans og hræða hann öriítið! fuglabúrinu og bankaði nokkrum sinnum á það. Fuglinn hoppaði undan mér og litlu perluaugun tindruðu af forvitni. Hreiðrið með plateggjunum hefði eins vel geta verið horfið — hann gaf því ekki meiri gaum en það, nú orðið. ■— Vertu ekki að hrekkja fugi inn, sagði Lotta allt í einu. — Ég vil ekki hafa, að þú sért að hrekkja hann. Síðan kyssti hún ömmu í snarkasti og fór út. Dísí gekk að búrinu og horfði þegjandi á kanarífuglinn í nokkr ar mínútur. Síðan sagði hún. eins og hugsandi: — Ég skil ekki, hvernig fuglinn sá arna hefur breytzt svona snögglega. Amma leit upp, þegar Dísi fór að tala, og horfði nú hugsandi á búrið. — Ég ætla að láta Lottu gefa þér þennan fugl bráðum, Dísí, sagði hún. — Þér er farið að þykja svo vænt um hann. — Ég veit, hversvegna hann hefur breytzt svona sagði ég. Hann vill ekki maka sig lengur. Sá tími er liðinn. — Viltu hlífa mér við að heyra svona nokkuð Jósúa, sagði amma. — Þettæ er ósiðlegt. Og gamla konan var hvöss og ein- beitt. • Dísí tautaði, eins og við sjálfa sig (og slapp þannig við ávít- ur). — Það gejur verið, að það sé ekki fallega, frú Lucy, en einkennilegt er það, þegar maður fer að hugsa um það, . . . að fuglarnir skuli ekki elska nema part úr árinu. Amma lét saumana síga niður i kjöltu sína, kinkaði kolli og endurtók: — Já„ bara part úr SHlItvarpiö Miðvikudagur 31. ágúst 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfrégnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Úr Grænlandsferð; III: Kvödd Eystribyggð (Sveinn Einarsson). 20.55 Islenzk tónlist: Strngjakvartett eftir Helga Pálsson (Björn Olafs- son, Jón Sen, Jósef Felzmann og Einar Vigfússon leika). 21.15 „Brúðkaup og konurán", ferða- þáttur frá Suður-Amerjku eítir Arne Falck Rönne (Olaíur P. Kristjánsson skólastjóri þýðlr og flytur). 21.40 Tónleikar: Hljómsv. Fílharmonía í Lundúnum leikur létt hlj'óm- sveitarverk eftir Suppé, Wein- berger og Offenbach; Herbert von Karajan stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í Havana" eftir Graham Greene: VIII. (Sveinn Skorri Höskulds- son). 22.30 Um sumarkvöld: Tito Gobbi, Mar lene Dietrich, Eyþór Þorláksson, Gertrude Lawrence, Papa Bu’s Vikin Jazzband, Jupp Schmitz, Lis Björnholt, Les Compagnons de la Chanson og drengjakórinn i Regensburg skemmta. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 1. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „A frívaktinni", sjómannaþátt- ur (Guðrún Erlendsd.). 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Goðinn frá Valþjófsstað; I. (Sigurður Sigurmundsson bóndi í Hvítárholti). 20.55 Píanótónleikar: Halina Stefanka leikur masúrka eftir Chopin. 21.10 Erindi: Ur sögu Eskifjarðar — (Ragnar Þorsteinsson skólastjóri), 21.35 Rússnesk tónlist: a) David Oistrakh leikur á fiðlu vals-skersó eftir Tjaikovsky. b) Sergei Lémeséff og Jelisaveta Sjúmskaja syngja lög eftir Rakhmaninoff. c) Samúel Feinberg leikur píanó- sónötu nr. 4 eftir Skrjabín. 21.55 Upplestur: Kvæði eftir Björn Braga. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í Havana44 eftir Graham Greene; IX. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 2 í C-dúr op. 61 eftir Schu- mann (Stadionhljómsveitin í New York leikur; Lenoard Bernstein stjórnar). 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.