Morgunblaðið - 08.09.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 08.09.1960, Síða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. sept_ 1960 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22Í80. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVAÐ VILDI FRAMSÓKN? T^rÁ.LGÖGN og leiðtogar Framsóknarflokksins þreytast aldrei á því að hall- mæla viðreisnartillögum nú- verandi ríkisstjórnar í efna- hagsmálum. En eitt vantar í gagnifýni Framsóknarmanna á ráðstöfunum þeim, sem rík- isstjórnin gerði á sl. vetri. Þeir gleyma að gera grein fyrir því, hvaða tillögur þeirra eigin flokkur hafði fram að færa til úrbóta eftir að vinstri stjórnin hafði gef- izt upp frammi fyrir þeirri verðbólguöldu, sem hún sjálf hafði skapað. Formaðúr Fram sóknarflokksins og forsætis- ráðherra vinstri stjórnarinn- ar sagði af sér og stjórn sinni vegna þess að samkomulag gat ekki tekizt innan hennar um neinar raunhæfar ráð- stafanir til lausnar þeim vandamálum, sem við blöstu. Hinsvegar hefur verið skýrt frá því, af einstökum ráðherr- um, sem sæti áttu í vinstri stjórninni, að Framsóknar- menn hafi lagt þar fram ýms- ar tillögur, sem ^amstarfs- menn þeirra hafi ekki getað fallizt á. Vildu gengisbreytingu Kjarni þeirra tillagna Fram sóknarmanna var gengis- breyting og ýmsar hliðarráð- stafanir í samræmi við hana, í þeim tilgangi að skapa jafn- vægi í efnahagslífinu. Segja má að í stórum dráttum hafi þessar tillögur, sem Fram- sóknarmenn lögðu fram í vinstri stjórninni verið mjög svipaðar þeim, sem núver- andi ríkisstjórn beitti sér fyrir á síðasta þingi. Nú þegar Framsóknar- menn eru í stjórnarandstöðu þora þeir að vísu ekki að kannast við þessar tillögur sínar. Þeir láta við það sitja að kalla viðreisnartillögur nú verandi ríkisstjórnar „árásir á alþýðuna" og öðrum ófögr- um nöfnum. En þeir gera enga tilraun til þess að marka neina sjálfstæða stefnu. Meðan leiðtogar Fram- sóknarflokksins og mál- gögn hans haga málflutn- ingi sínum þannig, er þess naumast að vænta að nokkur ábyrgur og viti bor inn maður taki mark á honum. SÓÐASKAPUR þEGAR ferðazt er um okkar fagra land, getur því miður víða að líta áþreifan- leg merki um sóðaskap og hirðuleysi íbúa þess. Það er til dæmis algengur siður í mörgum kauptúnum og kaup stöðum að aka skarni og öðr- um úrgangi, sem til fellur í byggðarlaginu, rétt út fyrir bæinn eða kauptúnið og kasta honum þar út af vegin- um, ýmist í fjörur, á árbakka eða við sjálfa vegarbrúnina. Oft dreifir svo sjórinn eða árnar draslinu, sem síðan blasir við augum vegfarenda, heimamanna sjálfra og þeirra, sem. þá heimsækja. Stórhættulegur A þessu hlýtur að verðá breyting. Slíkur sóðaskapur meiðir ekki aðeins auga þeirra, sem líta hann, heldur er hann stórhættulegur frá heilbrigðislegu sjónarmiði séð. Héraðslæknar og heil- brigðisnefndir verða að taka hér í taumana. Það er engin afsökun fyrir sóðaskapnum að það hafi aukinn kostnað í för með sér að koma sorpeyð- ingu betur fyrir. Ekkert er auðveldara en að flytja þann úrgang, sem til fellur lengra í burtu, annað hvort út að hafi, grafa hann í jörðu, eða brenna. En það er ekki aðeins í þéttbýlinu, sem hirðuleysi og sóðaskapur blasir víða við. Hann getur að líta alltof víða á einstökum sveitabýlum. — Einnig þar er með tiltölulega litlum tilkostnaði hægt að koma umbótum fram. Þorum að viðurkenna staðreyndir Sem betur fer eru til þorp og kaupstaðir á íslandi, þar sem þrifnaður og snyrti- mennska setur svip sinn á byggðarlögin. Sama gildir auðvitað um einstaka sveita- bæi. En sóðaskapurinn er þó ) alltof víða ríkjandi. Þetta verðum við að þora að viðurkenna fyrir okkur sjálfum. UTAN UR HEIM Madurinn stefni ÚT ( GE Teikning af geimstöð og hylki, sem losa má frá henni og ná aftur til jarðar — þeg- ar örugg tækni til þess er fundin . . . „VSEGO KHOROSHEGO", var hvíslað stuttlega. „Gæf- an fylgi þér“. Lúkugati var lokað, og hin undarlega klœdda vera var ein í litla klefanum, dyggilega bund- in við ból sitt, sem var lag- að eftir líkamanum. Lágar drunur bárust gegnum plast hjálm' hennar. Hún stirnaði ósjálfrátt upp, þegar bólið tók að titra ákaft. Nokkr- um sekúndum stðar byrjaði hún að hreyfast — fyrst hœgt, síðan með ógnar- hraða. 1 ftrjár œsandi klukkustundir, meðan sveitt ir vísindamenn biðu í of- vœni og fylgdust með tœkj- um sínum. sendi Moskvuút- varpið út ballettmúsík, eins og ekkert hefði t skorizt. Þá kom skyndileg þögn og síð- an hin stuttorða, drama- tíska tilkynning: „Sovét- ríkjunum hefur tekizt að koma gervihnetti á braut um jörðu. 1 gervihnettinum er maður“. — ★ — Þetta gæti gerzt á morg- un. Þeir haa víst ekki verið margir vísindamennirnir, sem efuðust um það á dög- unum, að maðurinn væri nú loks að verða reiðubúinn að þeytast út í geiminn. Þegar nær 5 lesta þungur „fljúg- andi dýragarður“ Rússa lenti norðaustur af Kaspíahafinu, að furðu lostnum samyrkju- bændum ásjáandi, var Þa5 óræk sönnun þess, að Rúss- ar hafa nokkurn veginn náð valdi á þeirri tækni, sem nauðsýnleg er til þess að senda mann með eldflaug á umferðarbraut um jörðu — og ná honum aftur niður, heilu og höldnu. mann í baugflug um jörðu. Geimferðaáætlun Bandaríkj anna, ,,Mercury-áætlunin“ svonefnda, sem nú er að kom ast skriður á eftir mikinn og afdrifaríkan seinagang í byrjun, er reyndar ekki langt á eftir, en það munu þó líða a. m. k. níu mánuðir áður en fyrsti, bandaríski geimsigl- arinn leggur upp í sína fyrstu för. — í vísindalegu tilliti er þó tímamunurinn, sem kann að verða milli Bandaríkjanna og Rússlands í þessu efni, harla lítilsverð- ur. Þótt það kunni að hafa taisvert áróðurslegt gildi að verða fyrstur til að senda á loft mannað gervitungl, er slíkt ekkert takmark í sjálfu sér. „Geimurinn er umferð- arleið — ekki áfangastaður", er haft eftir bandarískum tæknifræðingi. Þar sem hringflug manna umhverfis jörðu útj í geimnum virðist augu við það, að e. t. v. geta menn aldrei notið „öryggis" á ferð til tunglsins eða reiki stjarnanna. En vísindamenn- irnir gera sínar áætlanir eigi að síður. Hin risastóra, marg þrepa eldflaug, sem Rússar notuðu til þess að skjóta á loft „dýragarði" sínum á dög unum, hefði getað komið 600 punda (enskra) hylki á braut um tunglið. — Bandarískur tæknifræðingur hefir látið svo um mælt, að e. t. v. geti Rússar komið vísindatækjum heilum til tunglsins innan hálfs árs og að þeir ættu að geta látið menn lenda þar eftir 1% ár. — Bandaríkja- menn leggja nú allt kapp á að framleiða risaeldflaugar eins og Satúrnus-flaugina miklu, sem á að hafa þrýsti- afl, er nemur 1.500.000 ensk- um pundum (Atlas-flaugin hefir aðeins 360.000 punda þrýsting, en öflugustu eld- flaugar Rússa nú eru taldar hafa um 800.000 punda þrýsti afl). Ef allar áætlanir stand- ast, gera Bandaríkjamenn ráð fyrir að senda mannað Grein þessi ei lega þýdd og ' sögð úr band vikuritinu þar sem hún hinn 5. þ. m. - er hér einnig uð stytt. Demoret, bandarísk sérfræðingur. — í það vandamál að förum aftur til jarð á nokkrum vegi me ast, þótt aðferðirna býsna frumstæðar ríkjamenn telja, a verði heppilegasta þessu efni að láta nálgast jörðina í n sporbaugum og not flaugar til þess að ferðinni. — Eitt sl far er nú í smíðum ríkjunum. Nefnist i Soar“ og verður reynt í sambandi 1 eidflaug árið 1964 sem nú er verið að vestra kemst „D; næst því að get „geimskip“. ★ — Hér sjást tveir af helztu sérfræðingum heimsins á sviði geimrannsókna, Rússinn Leonid Sedov (t. v.) og Wernher von Braun. Þeir hittust á ráðstefnunni í Stokkhóimi. • UMFERÐARLEIÐ — EKKI ÁFANGASTAÐUR Flestir vísindamenn munu þeirrar skoðunar, að Sovét- ríkin verði fyrst til að senda nú á næstu grösum, eru vís- indamennirnir þegar farnir að horfa í kringum sig eftir nýjum stöðum, sem maður- inn getur haldið til í fram- tíðinni, og nýjum verkefnum fyrir hann, svo og athuga ný vandamál, sem kynnu að mæta honum, þegar hann segir fyllilega skilið við Móð ur Jörð og fleygist á vit ör- laga sinna út í hina óþekktu eilífðarnótt géimvíddanna. — ★ — • Á TUNGLIÐ EFTIR li/2 ÁR? Það verður að horfast í geimhylki á braut um tungl- ið árið 1963. ÓVINUR í LEVNI púcsnesku geimfaramlr .. iuioni ferðafélagi. Belka ogr Strelka og einn — Verða það menn næst? En vandamálin í sambandi við slíka för eru ótrúleg. — Mesta hættan stafar af geim- geislum. Frá „gerviplánet- unhi“ bandarísku, Frum- herja V, fengust nokkrar upp lýsingar um óútreiknanleg- an óvin, sem leynist í geim- djúpunum: víðáttumiklir „stormar“ banvænna prótón agna, sem sólin spýr frá sér af slíkum fimbulkrafti, að þær myndu smjúga þykkustu varnarveggi, sem nú þekkj- ast. — Á öðrum sviðum er út litið bjartara. Þannig hefir loftskeyta- og útvarpssam- band um geiminn reynzt hið bezta: stöðugt samband var við Frumherja V, unz hann var kominn nær 40 milljónir km út í geiminn. — Þá er það og fullvíst, að bæði Bandaríkjamenn og Rússar ráða yfir nægilegri tækni til þess að „stýra rétt“ í geim- siglingum. — „Hvort heldur við förum til tunglsins, til Mars eða Venusar, þá mun- um við geta stjórnað geim- förum af nægilegri ná- kvæmni“, segir Robert „Hunda-hylkið" v Rússum talsver Bandarík j amönnu skipasmíði. Þyngd ir til-þess, að þrír : hafzt við í því flugi. — En Band: sínar náðagerðir. ransóknaþinginu hólmi í síðasta má eldflaugafræðingu Wernher von Br drætti að geimsk ætlunin er að no1 úrnusflaugina mil meðal var þrigg „geimstöð" (sjá t sem skipt var ni konar herbergi svefnklefa, matarl stofu — og loks unnt á að vera i stöðinni, ©f þörf á sérstakur útbi geta viðhaldið „ andrúmslofti í stc uðum saman. • HVAÐ GETUM LÆRT? Hvað hyggur ma svo munu læra halda út í geiminn. um ekki minnstu um það“, segir ba vísindamaður. ,,En um við, að ef v fræðzt eitthvað m senda rannsóknari geiminn, þá ge fræðzt meira og flj því að senda einn 1 rauninni má lítið sé unnið vif mann svífa umfe um jörðu. Það er bara tæknileg tilr£ hins vegar fyigir pólitískur ávinningi I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.