Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 8
MORCUNBLAÐIb Sunnudagur 18. sept. 1960 I 8 /> 'J, — V 0 o° Qgííít'li O O /í. ð/ / ////> tOM Grunnmynd af framhúsum. — Suður snýr upp. Baejarhús frá 15. öld grafin upp að Reyðaifelli í Hálsasveit I SUMAR hefur verið unnið að fornleifarannsóknum að Reyðarfelli, sem er eyðibýli í Hálsahreppi í Borgarfirði, 1 km vestan við Húsafell. Þor- kell Grímsson, fornleifafræð- ingur, og Gísli Gestsson hafa unnið að þessum rannsóknum og hefur hluti af gömlum bæ á Reyðarfelli verið grafinn upp og húsaskipun rannsök- uð. Um daginn hittum við Þorkel Grímsson að máli og spurðum hann um uppgröft þennan og hvað hann hefði leitt í ljós. Fórust honum m. a. orð á þessa leið: — Reyðarfell er landnámsjörð og segir Landnáma frá því, að Svarthöfði, Bjarnarson gullbera hafi numið þar land. Bæjarins er getið I Grettis sögu, en þar dvald ist Grettir hjá Hafliða bónda. í Sturlungu er sagt frá því er >or- gils skarði kom við á Reyðar- felli á leið norður yfir heiðar. Þá er Reyðarfells getið í kaupbréfi frá 1442 og í máldaga Húsafells- kirkju frá 1504. í máldaganum er talað um að þetta sé tuttugu hundraða jörð að dýrleika, sem er góð meðaljörð frá þeim tíma. — Bæjarstæðið á Reyðarfelli og rústirnar þar var friðlýst. Um aldamótin skrifuðu þeir Brynj- ólfur frá Minnanúpi og Matthías þjóðminjavörður um bæjarstæð- ið og greindi þá á um hvar bær- inn hefði staðið. Okkur þótti ein- sætt, að bærinn hefði lengst af verið þarna, en hugsanlegt er, að fyrsti ábúandi jarðarinnar hafi reist bæ við Hringsgil, uppi á fjallinu. Hengilásinn, sem mun vera frá 15. öld. r — Hvert var tilefnið, að þess- ar rannsóknir voru nú hafnar? — Guðmundur Pálsson, bóndi á Húsafelli, vildi taka landið til ræktunar, en þjóðminjavörður taldi rétt að gera athuganir á þessum rústum fyrst. Standa þessar rannsóknir í sambandi við rannsókn Þjóðminjasafnsins á bæjum frá síðari hluta rnið- alda, en mjög mikið vantar á að fullkomnar upplýsingar liggi fyrir um byggingar þessa tíma- bils. Fyrstu verulegu upplýsing- ar, sem fengust, eru frá upp- greftri Gísla Gestssonar að Gröf í Öræfum. — >ú vildir kannske segja mér helztu niðurstöður þessara rannsókna? — Eftir að Reyðarfell lagðist í eyði hafa menn gert stekki í rústum bæjarins, sumra útihúsa og ef til vill víðar í hinu forna túni. Þarna var stekkur 1842, þegar séra Jónas Jónsson í Reyk- holti semur sóknarlýsingu sína og svo mun hafa verið eitthvað fram eftir öldinni. Eftir bráða- birgðarannsókn á tóft sem talin hefur verið af bænhúsi var byrj- að að grafa þarna 11. júlí sl., þar Eldstæði, ferhyrnd steinþró, gerð úr hellum. eftir miðju gólfi. Hún er fyrst í stað snoturlega lögð úr nokk- urn veginn jafn stórum hellum, en handan við þá steina sem marka þverþilið er hún óreglu- leg. I innri hluta skálans er myndarlegt eldstæði: ferhyrnd steinþró, gerð úr hellum sem reistar eru á rönd. Meðfram suð- urvegg öllum og innan við þilið við norðurvegg er hlaðin upp- hækkun, sjálfsagt leifar rúm- bálka, en greinilegar útlínur þeirra sjást hvergi nema í SA- hluta skálans. Úti við veggi eru víða smásteinar í einfaldri röð, að vísu slitróttri og óreglulegri, en telja má víst, að á þeim hafi hvílt þil. Nokkrir allstórir stein- ar mynda tvær samhliða raðir báðum megin við stéttina í ytra helmingi skálans, virðast þeir vera undan stoðum og hefur þá verið þriggja ása þak á húsinu, en ekki er það óyggjandi. Telja má líklegt, að í skálanum hafi verið hvílur fyrir 12—14 manns a. m. k. I.eifar frá eldri byggingar- skeiðum Til vinstri úr bæjardyrunum liggja dyr inn í stofu. Hún er að innanmáli 3.60x3.90 m á síðasta byggingarskeiði, en hefur verið stærri. í henni er moldargólí. Undir miðjum vesturvegg er eldstæði, hella reist á rönd upp að veggnum og framan við hana hrúga af tæplega hnefastórum steinum og þaðan af minni, sót- svörtum. Meðfram austurgafli er bekkur, hlaðinn úr torfi og grjóti. Hann er um 0.40 m á hæð, og um 0.80 á breidd. Framhliðin er gerð úr u. þ. b. 0.40—0.70 m löngum hellum, reistum á rönd. Þess má geta að neðsta hleðslu- lagið í hinum kringlótta vegg Snorralaugar í Reykholti er með sama hætti, en þar er byggt úr hveragrjóti, hér úr grágrýti. Undir veggjum stofunnar fund- ust leifar frá eldri byggingar- skeiðum. Þannig hefur ofannefnd ur bekkur verið hlaðinn upp að gafli, sem gerður var innan í annan eldri og um leið hafa sagt með vissu um þykkt vestur- veggjar, sem aðskilur stöfu og bæjargöng, því undirstöðurnar voru mjög úr lagi færðar, en norðurveggurinn er að jafnaði Rætt við Þorkel G. ímsson, forn- leifafræðing um uppgröftinn sem sýnt var að bærinn hefði staðið. Hefur norðurhluti yngstu bæjartóftanna verið rannsakað- ur. Um leið komu í ljós ýmsar leifar frá eldri byggingarskeið- Veggir úr grjóti og torfi Veggirnir hafa verið hlaðnir úr torfi að mestu leyti, með grjóti í undirstöðum. 1 öllum gólfum er skán með kola- og öskudrefjum, en auk þess hellu- lagnir mjög víða. Grjótið er grá- grýti, blágrýti, líparít og hrgun. Hefur það verið tekið úr fjalls- hlíðinni og hrauninu sunnan Kaldár, en torfið sennilega í mýrarsundunum við hraunið. Bar mikið á hárauðum flekkj- um eftir mýrarrauða í rofmold- inni. Nokkur vitneskja fékkst um gerð húsanna af viðarleifum, stólpaholum, stoðarsteinum og ummerkjum eftir þil. Þrjár tóftir Bæjarhúsin, sem rannsökuð voru, greinast í þrjár tóftir. Sú vestasta er skálatóft, sem skipzt hefur með þverþili. í beinu fram haldi taka við bæjargöng og stofa. Austasta tóftin, sem er við- byggð og snýr gafli fram á hlað, er líklega af skemmu. Bæjardyrnar eru á norðurvegg hinna tveggja sambyggðu fram- húsa. Frá þeim liggja göng suð- ur til bakhúsanna; er ganggólfið lagt hellum og fram úr dyrunum liggur stétt út á hlaðið. Mjög stór varinhella er á enda stéttar- innar. — Vídd dyra er 0.95—1 m. Myndarlegt eldstæði Til hægri úr bæjardyrunum hefur verið gengið inn í stærsta húsið, skálann, um dyr á miðju þili. Skálinn er að innanmáli 3.60—3.80x9 m. Ekkert verður sagt um upprunalega hæð skála- veggjanna fremur en annarra veggja í þessum bæ, en þykktin er um 1.70—2 m. Stétt liggur inn 1 menn hulið breiðan pall. 1 frambrún pallsins er grjóthleðsla og röð af stólpaholum. Undir vesturvegg fannst ferhyrnd hellu þró, gerð undir eld eða ösku, og í norðurvegg eru leifar bæjar- dyra og stétta fram á hlað. Vegna endurbygginga befur gaflhlaðið í stofunni orðið óeðlilega þykkt, eða á þriðja meter. Ekki verður Þorkell Grímsson, fornleifa- fræðingur. um 1.90 m á þykkt. Ytri brún suðurveggjar er að mestu óað- greinanleg frá ýmsum leifum bak húsa. Eins og sagt var liggja bæjar- göngin suður gegn um frambæ- inn. Skiptist ganggólfið við 0,15 m. hátt steinþrep hægra megin við stofudyrnar og fer hækkandi eftir það. Göngin breyta nokkuð um stefnu handan þrepsins og greinast brátt í tvennt, en þarna íekur við órannsakað svæði. Hefur sett sérkennilegan svip á bæinn Austasta húsið er að innanmáli 2.60x5.60 m. Þykkt veggja að sunnan og austan 2.40—2.60 m., að vestan mjög svipuð, en þar eru óljós mörkin við stofugaflinn. Norðurhliðin hefur verið úr timbri. Hlýtur hús þetta að hafa sett allsérkennilegan svip á bæ- inn, því það sneri burst fram á hlað og náði rúmlega 1 m. lengra rorður en hinn eiginlegi fram- bær. 1 gólfi er skán með ösku og kolum, hellur á víð og dreif og eitt eldstæði. ílát úr klébergi og hengilás Töluvert fannst af lausum mun um í bæjartóftunum, eða um 60 hlutir, ef allt er talið. Bíður það Frh. á bls. 23 Varinhellan. — (Myndirnar tók Kristján Eldjárn).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.