Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. sept. 1960 Skemmdarverka- menn á ferðinni 1 FYRRINÓTT voru skemmdar- verk framin í húsi vegagerðar- innar við Borgartún. í>eir sem í>ar brutuzt inn virðast hafa far ið þangað í þeim tilgangi að skemma og eyðileggja. Mölvuðu . þeir hverja einustu hurð læsta sem þeir komu að, en engu var stolið nema smásjá. Svipað endurtók sig á öðrum stöðum í bænum, að megintil- gangurinn með innbrotunum virt ist að brjóta og bramla. Voru hin innbrotin framin í Heildverzl. Kr. Ó. Skagfjörð og KRON á Vesturgötunni. I — Dagsbrún Frh. af bls. 1 herjaratkvæðagreiðslu í félaginu. Brugðist þeir þannig við, að þeir auglýstu fulltrúakjör, sem fram átti að fara á fundi í Iðnó í dag. Er augljóst mál, að með þessum hætti eru kommúnistar að reyna að koma í veg fyrir, að Dags- brúnarmenn fái að velja fulltrúa sína á lýðræðislegan hátt. Sést það bezt á því, að fundarhúsið tekur aðeins imi 300 manns, eða aðeins um helming þeirra félags- manna, sem þegar hafa krafizt allsherj aratk væðagreiðslu. Er furðulegt, ef stjórn Dags- brúnar ætlar bæði að brjóta lög verkalýðssamtakanna og sið- ferðilegan rétt félagsmanna til sjálfsögðustu félagsréttinda, með því að koma í veg fyrir alls- herjaratkvæðagreiðslu. — Kongó Framh af bls 1 nægja að veifa, þegar þeir óku framhjá. Mobutu ofursti, sem fyrir 3 dögum lýsti yfir því, að her- inn hefði tekið við stjórn lands ins og setti um leið alla æðstu embættismenn Iandsins úr embætti, virðist vera traustur í sessi. Af Lumuba er það að segja, að hann gekk út úr húsi sínu fram hjá verði Sþ í gærkvöldi, eftir að herlögregla Mobutu hafði tek- ið höndum 20 manns af starfs- liði hins 35-ára gamla fyrrver- andi forsætisráðherra. „Það var ekki í okkar verka- hring, að hindra för hans“ sagði einn úr varðliðinu. „Við vorum aðeins settir til.að vernda hann, að beiðni hans sjálfs. Ef hann ekki vildi njóta verndar okkar áfram, þá höfum við enga löng- un til að þröngva henni upp á bann“. Samkvæmt heimildum, sem að jafnaði eru áreiðanlegar, er Lumumba nú einhvers staðar und ir vernd herliðs frá Guíneu, en sendiráð þess ríkis neitaði að segja nokkuð um þá fregn. Her- menn Mobutus fóru í dag í nokk- ur hús hér og spurðust fyrir um Lumumba. Það er því ekki vitað, hvar hann er nú niður- kominn, og eru ýmsar sögusagnir á gangi um — og hefur m. a. heyrzt, að hann sé ekki lengur í tölu lifenda. íslenzkur formuður Sumbunds dunskru íþrdftu-leiðbeinendu Keramik og klipp myndir í Boga- salnum í GÆR opnuðu Bat-Yosef og John Ffrensh sýningu á klippmyndum, vatnslitamyndum og keramik í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Bat-Yosef er frá ísrael og er búsett í París. í klppmyndirnar, sem hún sýnir hér, hefur hún notað algeng efni, sem ekki hafa áður verið notuð í þessum til- gangi. Allar myndirnar eru sam- settar úr litflötum litmynda úr tímantum. Klippmyndir voru fyrst notað- ar í málverkum kúbista kringum 1910 og síðan af úrrealistum, sem sjálístæðar myndir. Þetta er önnur sýning Bat- Yosef hér á landi, en hún hélt hér sýningu á olíumyndum árið 1957. Hún hefur haldið nokkrar sýningar erlendis, m.a. í heima- landi sínu, ásamt Ferró, Róm og Mílanó. Hún fer til Parísar að lokinni sýningunni hér, en eiginmaður hennar, Ferro, er fyrir nokkru farinn af landi brott. John Ffrensh er írlendingur og hefur dvalið hér í sumar og gert keramikmunina á sýning- unni hjá Ragnari Kjartanssyni i Glit hf. Hann dvaldist 3 ár í Ind- landi á vegum indversku stjórn- arinnar og kenndi meðferð gler- unga í keramik. Hann hefur hald ið sýningu á keramik á Ítalíu og í Kanada og um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum hans í Dublin. Keramikmunir eftir hann eru Sjötugur: Guðmundur Andrésson Bolungarvík GUÐMUNDUR Ándrésson verka- maður í Bolungarvík á sjötugs- afmæli í dag. Hann er fæddur að Bíámýrum í ögursveit. Ólst hann þar upp og í Ögurnesi, þar sem þá var útræði mikið og sjósókn. Hóf hann kornungur sjómennsku og gerðxst síðar vélstjóri og for- maður. Guðmundur fluttist síðan til Bolungarvíkur og stundaði þar sjó. Einnig var hann þar lengi vélstjóri við íshús. Hann er kvæntur Ingigerði Benedikts- dóttur og áttu þau fimm börn. Eru þrjú þeirra á lífi, tveir syriir og ein dóttir. Guðmundur Andrésson hefur unnið öll sín störf af dugnaði og samvizkusemi. Hann er mjög hlé drægur maður og lítt gjarn á að haía sig í frammi. En hann nýtur trausts og vináttu þeirra, sem hann blandar geði við. Ég óska þessum gamla vini og sveitunga til hamingju með sjö- tugsafmælið, um leið og ég árna honum og skylduliði hans öllu gæfu og gengis í framtíðinni. S. Bj. á einkasöfnum víða um heim m.a. í Japan. Sýningin í Bogasalnum verður opin fram til 27. þ.m. frá kl. 2 til 10 daglega. FRÁ því í lok júlí hefur Jón Trausti Þorsteinsson íþróttakenn ari við lýðháskólann í Sönder- borg í Danmörku, dvalizt hér á landi. Jón hefur starfað að í- þróttakennslu við lýðskóla frá því fyrir síðari heimsstyrjöld Var hann lengi kenr.ari við 'vð- háskólann í Ryslinge. Þaðan réðist hann að lýðháskólann í Sönderborg, en sá skóli var reistur til minningar um Krist- ján konung tíunda. Jón nýtur miki's álits meðal dönsku leikfimi- og skotfélag- anna. Þau félög starfa einkum í kauptúnum og sveitum. Hefur hann um mörg ár verið ráðu- nautur félagssamtakanna um í- þróttir í einu hinna dönsku amta. Undanfarin úr hefur Jón Tr. Þorsteinsson verið formaður Sambands danskra íþrótta-leið- beinenda. Danskir íþróttaleið- beinendur hljóta menntun sína hjá íþróttadeildum lýðháskól- anna. Á vegum þessara samtaka er blaðið UNGDOM OG IDRÆT gefið út, og hefur Jón látið sig það mjög skipta. Frá þvi að Búnaðarfélag fs- lands tók að hafa miihgöngu um útvegun erlends verkafólks til landbúnaðarstarfa hér, hefur Jón verið drjúgur jiðsmaður um útvegun starfsfólks og hefur því oft orðið að verja miklum tíma í upplýsingastörf og ýmsa fyiir- Kennarar mótmœla skólastjóraveitingu Blaðinu hefir borizt eftirfar andi fundarsamþykkt kenn- ara við Gagnfræðaskóla Kópavogs: FUNDUR kennara Gagnfræða- skóla Kópavogs, haldinn í Reykjavík 15. september 1960, mótmælir einróma setningu Odds A. Sigurjónssonar sem skólastjóra við Gagnfræðaskóla Kópavogs og áteiur harðlega, að gengið hefur verið fram hjá Ing- ólfi A. Þorkelssyni, sem fékk fjögur atkvæði aí fimm í fræðslu ráði, hefur eindreginn stuðning allra samstarfsmanna sinna hef- ur að baki 10 ára starf við skól- ann, var fyrsti kennari skólans, hefur náð ágætum árangri í starfi, hefur mjög góð meðmæli frá þeim skólum öðrum, er hann hefur starfað við og eindregin meðmæli fráfarandi skólastjóra og auk þess háskólapróf fram yfir Odd A. Sigurjónsson. Fundurinn vekur athygli á þeirri staðreynd, að með þessari veitingu eru þverbrotnar gild- andi reglur um veitingu skóla- stjóra- og kennaraembæ.ta svo freklega, að einsdæmi mun vera, þar sem sá umsækjandinn, sem ekkert atkvæði fær í fræðslu- ráði, er settur skólastjóri, enn- fremur bendir fundurinn á að lítið tillit er tekið til menntun- ar umsækjenda, þar sem háskóla próf er hunzað og ekki heldur til ágæts árangurs í starfi né hins langa starfsferils við skól- ann. Á grundvelli þessara stað- reynda mótmælir fundurinn þessu einstæða gerræði rnemta- málaráðherra, þessari fáheyiðu misbeitingu valds, svo og niður- stöðunum í umsögn fræðslumáia stjóra, þar sem gengið er fram hjá áðurnefndum staðreyndum. Ingólfur A. Þorkelsson sat ekki fundinn. ; NA /5 hnútar / «S V 50 hnútar ¥: Snjókoma > Úði \7 Skúrir K Þrumur mns v\ II H Hal 1 L La„l \ Regnsvæðið vestur af ís- landi náði í gærmorgun yfir mestan hluta Suður- og Vest urlands, en búizt var við, að birta mundi upp, þegar á dag inn liði. Horfur eru á, að suð vestanáttin haldist fyrst um sinn, með skúrum á Suður- og Vesturlandi, en léttskýjuðu á Norðausturlandi. Veðurspáin í gærdag. SV-land til Vestfjarða, SV- mið til Vestfj.miða. Sunnan kaldi eða stinningskaldi og rigning fyrst en léttir síðan til með SV kalda-. Norðurland til Austfjarða, Norðurmið til Austfj.miða: SV kaldi, léttir til. SA-land og SA-mið: SV gola og rigning fyrst, síðan vestan kaldi og léttir til. greiðslu. Jón Trausti er kvænt- ur danskri konu Ketty að nafni og eiga þau þrjú börn. Þau hjón fara héðan til Danmerkur í lok næstu viku. Næstkomandi mánu dag 19. þ. m. kl. 8.30 sýnir Jón Trausti í Tjamarkaffi kvik- myndir af starfi dönsku lýðhá- skólanna og leikfimi- og skot- félaganna. Einnig flytur hann erindi um íþróttaiðkanir í sveit- um og kauptúnum Danmerkur. íþróttakennarar og aðrir, sem á- huga hafa á hliðstæðum skó'.a- og félagsstarfi hér, eru velkomn ir. — Allsherjarþingið Frh. af bls. 1 umræður um Kongó-málið á langinn. Ekkert hefði legið á. meðan þau hefðu getað haldið áfram „brambolti" sínu. Nú lægi lífið á. „Beiðnin um aukafund er sprottin af undirbúningi forseta kosninganna", sagði Zorin. „Það þykir nauðsynlegt að sýna banda ríirfku þjóðinni, að Bandaríkin taki skelegga afstöðu í málinu.“ Aðeins 2 á móti Eftir að Pólland hafði lýst stuðningi við afstöðu Sovétríkj- anna, og Wadsworth lýsti yfir þeirri skoðun sinni, að Kongó „stæði á krossgötum“, sam- þykkti Öryggisráðið að kveðja Allsherjarþingið saman innan 24 klukkustunda. — Sovétríkin og Pólland greiddu atkvæði gegn Bandarísku tillögunni um þetta efni, Frakkland sat hjá. en hin ríkin sjö, sem fulltrúa eiga í ráðinu — þar á meðai Túnis og Ceylon — studdu tiböguna. Þar sem hér var um dagskrár- tillögu að ræða, áttu Sovétríkin ekki kost á að grípa til neitunar valds síns. Mæta kommúnistarikin ekki? Samþykkt Öryggisráðsins um að kveðja Allsherjarþingið sam an var gerð á grundvelli sér- stakra ákvæða, sem sett voru á dögum Kóreu-stríðsins og til þess að afstýra því, að hendur S.þ. yrðu algjöriega bundnar á hættutímum, ef neitunarvaid hefði komið í veg fyrir að Ör- yggisráðið gæti hafzt eitthvað að. Sovétríkin hafa aila tið gagnrýnt lögmæti þessara á- kvæða. og lýsti Zorin yfir því við umræðurnar nú, að hann teldi samþykktina ólögmæta, nema hún fengi stuðning allra fastafulltrúa í rá.ðinu. Þessi yfirlýsing vakti strax ugg um, að Kommúnistaríkin mundu jafnvel ekki mæta á aukafundinum. Eftir að fundi Öryggisráðsins lauk lét einn af afrísku fu'-l- trúunum svo ummælt, að hann óttaðist, að ástandið í Kongó tæki á sig sömu mynd og í Kór- eu á sínum tíma. Hann sagðist harma mjög þá afstöðu, sem Sovétríkin hefðu tekið í ráðinu. Allsherjarpingið kemur sam- an á miðnætti og verður dr. Victor Andres Belaunde frá Perú í forsæti. Búist er við að þingið haldi að mmnsta kosti tvo fundi á sunnudag og haldi síðan áfram á mánuöaginn, en þann dag er Krúsjeff væntan- legur til New York með sovézka skipinu „Baltika". Málamiðlunartillaga Ceylon og Túnis var borin fram eftir um- fangsmiklar viðræður Afrku- og Asíu-ríkjanna, einkum þó hinna fyrrnefndu. Fól tillagan í sér staðfestingu á fyrri ákvörðun- um Öryggisráðsins í Kongó- málinu og mælti sárstaklega gegn hvers konar einhliða að- gerðum án aðildar S.þ. Þá var í tillögunni lagt bann við því, að nokkur hernaðaraðsioð yrði veitt. nema slíkt yrði á vegum S.þ. og þáttur í aðgerðum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.